Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 7. janúar 2008 — 6. tölublað — 8. árgangur 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Mánudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 40% 69% BJÖRGVIN SIGURÐSSON Saumavélin frá ömmu á Grettó í uppáhaldi heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Útsýni yfir sundin Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Eins og að ljúka stúdentsprófi Malín Örlygsdóttir selur Storkinn. TÍMAMÓT 16 HEILBRIGÐISMÁL Fjögur tilfelli sjaldgæfrar bakteríusýkingar greindust á sýkladeild Landspítal- ans frá október til desember í fyrra. Sýkingin hafði greinst jafn- oft tíu ár þar á undan. Sóttvarna- læknir rannsakar uppruna sýking- anna. Bakterían getur valdið fósturskemmdum eða fósturláti. Öldruðum er einnig mjög hætt við þessari sýkingu. Haraldur Briem sóttvarna- læknir segir að tilfellum hafi greinilega fjölgað. „Þetta er vissu- lega áhyggjuefni en fleiri tilfelli hafa ekki greinst síðan í desem- ber. Sýkingin er varhugaverð en mjög sjaldgæf. Ég man eftir einu alvarlegu tilfelli fyrir nokkrum árum þar sem sýkingin olli fóstur- skaða og því teljum við ástæðu til að athuga þetta nánar.“ Þeir einstaklingar sem greind- ust með bakteríusýkinguna í fyrra eru á aldrinum 58 til 85 ára. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Smitleið bakteríunnar, sem heitir Listeria monocytogenes, er með matvælum. Því er það brýnt fyrir barnshafandi konum að forð- ast að borða allt hrátt kjöt og hráan fisk. Einnig geta mygluostar verið hættulegir, sérstaklega erlendir þar sem þeir eru oft gerðir úr ógerilsneyddri mjólk. Ungt full- frískt fólk veikist nánast aldrei af völdum þessarar bakteríu, þrátt fyrir neyslu á menguðum matvæl- um. Hins vegar eru einstaklingar sem eru í ónæmisbælandi með- ferð vegna krabbameins eða lang- vinnra sjúkdóma í áhættuhópi. Haraldur segir að bakteríurnar sem greindust nú séu ekki allar af sama stofni. „Það þýðir að sýking- arnar hafa ekki sama uppruna.“ - shá /sjá síðu 6 Öldruðum og fóstrum ógnað Fjögur tilfelli sjaldgæfrar bakteríusýkingar greind- ust á Landspítalanum síðla árs 2007. Sami fjöldi og í tíu ár áður. Sýkingin getur valdið fósturlátum. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Gerir upp ferilinn á 15 ára bransaafmælinu Buddan í góðum málum eftir jólatörnina FÓLK 22 Í hljómsveit á Kúbu Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson naut lífsins á Kúbu og stofnaði hljómsveit með innfæddum. FÓLK 30 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Janúarútsölur eru hafnar og víða hægt að gera góð kaup. Þeir sem vilja fegra heimili sitt ættu að nota tækifærið og reyna að finna eitthvað fallegt á góðu verði. Eins getur verið sniðugt að nota tímann til þess að fjárfesta í jólaskrauti eða jólagjöfum fyrir næsta ár. Jólaskraut og jólaljós eru á niður-leið og finnst þá mörgum kósíheitin sem einkenna heimilið um jólin hverfa. Engin ástæða er þó til annars en að viðhalda notalegri stemningu með kertaljósum, ilmolíum og ljúfri tón-list auk þess sem hægt er að fá alls konar seríur sem eiga við allt árið. Silfurborðbúnaður kemur venjulega í kössum og gott er að geyma hann í þeim á milli þess sem hann er notaður til þess að fari sem best um hann. Gott er að setja krítarmola í kassana svo síður falli á silfrið en það getur verið töluverð vinna að pússa það allt fyrir notkun. Björgvin Sigurðsson, grafískur hönnuður, hefur bjargað gömlum myndavélum og ýmsum öðrum munum frá tortímingu í gegnum tíðina. Einn hlutur sem hann vildi alls ekki glata er gamla Singer-saumavélin ömm h eignast hana í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Upphaflega var vélin fótstigin en seinna var bætt við hana litlum rafmagnsmótor til að nútímalegri og skil Allt nýtt í gamla daga Björgvin með syni sínum Jóel og saumavélinni góðu sem amma Björgvins saumaði ýmislegt á í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UPPLÝSINGAR O is ing MjóddStaðsetning í Mjóddwww.ovs.is upplýsingar og Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 11. janúar n.k. fasteignir 7. JANÚAR 2008 Fasteignasala Mosfellsbæjar hefur til sölu íbúð á efstu hæð við Þrastarhöfða 5 í Mosfellsbæ. Í búðin er 100,2 fermetrar, 3ja til 4ra herbergja á þriðju hæð. Auk þess fylgir 7,6 fermetra geymsla og bílastæði. Komið er inn í forstofu með ljósum flísum á gólfi og stórum forstofuskáp. Úr forstofu er opið inn í hol með eikar plankaparketti á gólfi. Á vinstri hönd er gott svefnherbergi með fataskáp. Á hægri hönd er hjónaherbergi með stórum fataskáp. Við hlið hjónaherbergis er stórt þvottahús með flísum á gólfi. Þar við hlið er fallegt baðherbergi, flísalagt íhólf og gólf, með baðinnréttinið í bergi úr hluta stofunnar. Á hægri hönd úr stofu er opið inn í eldhús með fallegri L-laga innréttingu. Á milli efri skápa og borðplötu eru hvítar flísar en allar innréttingar eru frá Brúnás. Í innréttingu er AEG blástursofn (burstað stál) í borðhæð, keramik og gas helluborð og stór stálháfur, í eldhúsvaski er kvörn. Einnig er uppþvottavél í innréttingu sem fylgir. Úr stofu er gengið út á svalir í vestur með mjög fallegu útsýni út á sundin og til Reykjavíkur. Öll loft- ljós í stofu og herbergjum fylgja. Átta íbúðir eru í stigaganginum og fylgja fimm bílastæði í bílageymslu St Útsýni yfir sundin Íbúðin er um 100 fermetrar á þriðju hæð með fallegu útsýni yfir sundin til Reykjavíkur. LÁTTU DRAUMINN VERÐA AÐ VERULEIKA Hafðu í huga að það fyrsta sem væntanlegur kaupandi sér eru útidyrnar. hurðir standi á sér. Ást við fyrstu sýn ! Við erum 100% til staðar fyrir þig ! Við hjálpum þér 100% við flutninginn 699 6165 Þú færð FRÍA flutnings kassa HÆGLÆTIS VEÐUR Þurrt víðast hvar, frost 1-3 stig við ströndina en kaldara inni til landsins. VEÐUR 4 Á réttri leið Alfreð Gíslason er sáttur við ganginn á íslenska handboltalandslið- inu og segir það vera á réttri leið. ÍÞRÓTTIR 24 VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLUMÁL Sextán ára öku- maður var færður á lögreglu- stöðina á Hvolsvelli í fyrrinótt ásamt fjórum fimmtán ára far- þegum sínum. Hann hafði ekið undan lögreglu á ofsahraða, innan bæjar sem utan, á óskráð- um bíl í mikilli hálku. Mest ók hann á 140 kílómetra hraða. Eng- inn í bílnum var spenntur í belti. Í bílnum fannst fullur bakpoki af heimagerðum sprengjum; pappahólkum fylltum af púðri úr skoteldum. Ungmennin, sem hafa oft komið við sögu lögreglu, eru grunuð um að hafa valdið skemmdum og ónæði með sams konar sprengjum bæði á Hellu og Hvolsvelli síðustu daga. Að sögn Atla Ólafssonar lögreglu- varðstjóra voru sprengjurnar mjög hættulegar. Við yfirheyrslur kom í ljós að ungmennin höfðu lengi haft afnot af bílnum með fullri vitn- eskju foreldra. Hann hafi þau notað eins og leiktæki. Haft var samband við foreldra og barna- verndaryfirvöld og hald lagt á bílinn. Foreldrarnir gætu átt von á refsingu. Lögregla lítur málið alvarleg- um augum. „Við þökkum bara fyrir að við þurftum ekki að til- kynna um alvarlegt slys,“ segir Atli Ólafsson varðstjóri. - sh Lögreglan stöðvaði síbrotaunglinga með sprengjur: Barn flúði á ofsahraða NÝJU ÁRI FAGNAÐ Íþróttafélag fatlaðra hélt nýársmót í sundi í innisundlauginni í Laugardal í gær. Sundmótið er fyrir fötluð börn og ungmenni sautján ára og yngri. Skátar úr Kópum stóðu heiðursvörð og Skólahljómsveit Kópavogs lék. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SLYS Maður á áttræðisaldri meidd- ist mikið í andliti þegar hann datt við Vesturlandsveg rétt sunnan við Borgarfjarðarbrú um klukkan hálf fjögur í gær. Nokkrir öku- menn fóru hjá án þess að koma honum til aðstoðar en nokkrir höfðu samband við Neyðarlínu. „Ég sé það úr um 400 metra fjarlægð að þar liggur maður í blóði sínu sem er að reyna að standa upp en að minnsta kosti fjórir bílar sem voru fyrir framan mig sveigja framhjá honum,“ segir Halldór Þorgeirsson kvik- myndaframleiðandi, sem kom manninum til aðstoðar. Honum tókst að stöðva annan vegfaranda, sem reyndist vera læknir. Halldór segir að maðurinn hafi verið með mikinn skurð yfir enni og á kinn og einnig alvarleg meiðsl á auga. Farið var með manninn á Landspítalann í Fossvogi. „Varðstjórinn í Borgarnesi sagði mér að það væri allt of algengt að fólk hringdi og segðist hafa ekið framhjá slysi,“ segir Halldór. „Það er erfitt að koma að vettvangi í tilfellum sem þessum en það er örugglega erfiðara að lifa við sektarkenndina ef þú ekur bara hjá.“ - jse Aldraður maður meiddist alvarlega og lá hjálparvana á Vesturlandsvegi: Sveigðu hjá slösuðum manni Hægri vinstri snú „Fólk söðlar vissulega um, snýr baki við fyrri háttum, sér eitthvert ljós, en slíku fylgir þá jafnan þá einarðlegt uppgjör við fyrri villu„ segir Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.