Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 4
4 7. janúar 2008 MÁNUDAGUR Ennþá eru lausir nokkrir vikulegir tímar! TENNIS Í VETUR Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 og á www.tennishöllin.is Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að hefjast. 10 tíma námskeið kostar 17.900 kr. Aðeins fjórir á hverju námskeiði. Spaðar og boltar á staðnum. Tennis er skemmtileg hreyfing. Morgun- og hádegistímar í boði og nokkrir aðrir tímar enn lausir. STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fer á morgun í opinbera heimsókn til Egyptalands. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að heim- sóknin hafi verið ákveðin á fundi Ingi- bjargar með utan- ríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Abdoul Gheit, á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í haust. „Í ferðinni mun hún eiga fundi með þremur ráðherrum í egypsku ríkisstjórninni, Moham- ed Rashid, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, og Mahmoud Mohiedd- in fjárfestingaráðherra auk Abdouls Gheit utanríkisráð- herra,“ segir utanríkisráðuneyt- ið og bætir við að ráðherra muni einnig ræða við Amra Moussa, aðalritara Arababandalagsins. - gar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Heimsókn til Egyptalands INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR                   ! # $ %   %   &       '(    )&  * # $  +,- .,- /,- 0 .,- .,- /1,- //,- 2,- 3,- /,- 0 4,- 56 2,- /2,!6 /7,- 8/,-!6                                               ! "       $   %       &               '  #  (       )           *+  ,-./)00)  1(/  !   #    9:" :" ! 0 "  ) :" ;3</1(  2  ," 3                 4 4 4 FÉLAGSMÁL Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins, segir nýkapítalískt markaðssamfélag vera að ryðja sér til rúms á Íslandi á kostnað markaðshagkerfis í þágu borgar- anna. Krafa um mikinn arð bitni á því mikilvæga samfélagslega hlut- verki fyrirtækja að veita fólki störf. Skúli telur stefnu sumra fyrir- tækja og raunar heilu starfsgrein- anna hafa skaðað samfélagið. „Ég er á því,“ segir Skúli og nefnir stjórnendur sjávarútvegsfyrir- tækja og Hannes Smárason fjár- festi til sögunnar. Í nýársgrein á vef Starfs- greinasam- bandsins segir Skúli að gríðar- legt fjármagn hafi horfið úr sjávarútvegi á undanförnum árum. „Kvóta- brask og græðgi hefur verið aðall greinarinnar,“ segir hann. Hannes Smárason og FL Group eru Skúla þó hugleiknari og vitnar hann til viðtals Morgunblaðsins við Hannes þar sem hann talaði meðal annars um ólíka sýn sína og finnska ríkisins á framtíð finnska flugfélagsins Finnair. „Finnska ríkisstjórnin og Finnar almennt hafa engan áhuga á að láta fjár- festa eins og þá í FL-Group hirða út úr félaginu fjármuni með Ice- landair-aðferðinni,“ segir Skúli í greininni og lýsir þeirri aðferð á þann veg að fyrirtæki séu keypt og hlutuð í minni seljanlegri ein- ingar. Við það veikist þau, öfga- kenndar arðgreiðslur renni til fjárfesta og eigið fé minnki stór- lega. „Hagur fjárfestingarfélags- ins sjálfs situr í fyrirrúmi, en hvorki rekstur né framtíðarmögu- leikar þess sem fjárfest er í.“ Skúli leggur út af ræðu Pouls Nyrup Rasmussen, fyrverandi forsætisráðherra Danmerkur, á þingi Norræna matvælasam- bandsins þar sem hann fjallaði um nýkapítalima. Í ræðunni benti Rasmussen á að lífeyrissjóðir fjár- festu í fjárfestingarfélögum og þannig væru peningar launþega nýttir til að taka fé úr annars vel reknum fyrirtækjum og störf lögð niður. „Viljum við það?“ spurði forsætisráðherrann fyrrverandi. „Ég vil það ekki,“ segir Skúli Thoroddsen aðspurður í samtali við Fréttablaðið. „Launþegar safna fé til ellinnar, það ber að ávaxta og mér er ekki sama hvernig það er gert. Ég vil ekki að lífeyrissjóðirnir taki þátt í að skilja eftir slóð atvinnuleysis.“ Hann telur þó mikilvægt að sjóð- irnir leggi atvinnulífinu til fjár- magn, en fjárfesta beri í fyrir- tækjum sem beri hag samfélagsins fyrir brjósti. bjorn@frettabladid.is Segir gróðavon hafa skaðað samfélagið Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins telur stjórnendur stórfyrirtækja hafa skaðað samfélagið með aðgerðum sem miða að hámörkun arðsemi. Hann vill að lífeyrissjóðir fjárfesti aðeins í fyrirtækjum með samfélagslega meðvitund. SKÚLI THORODDSEN AÐ STÖRFUM Í Starfsgreinasambandinu eru um fimmtíu þúsund félagsmenn og eru þeir rúm fjörutíu prósent félaga í ASÍ. Framkvæmdastjóri sambandsins telur óeðlilegt að lífeyrissjóðir kaupi hlutabréf í fjárfestingarfélögum sem með umbreytingu á fyrir- tækjum stuðla að fækkun starfa til að auka arð hluthafa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL „Mig langar bara að þakka þeim sem tók eftir eldinum og hafði samband við lögregluna. Ef hans hefði ekki notið við hefð- um við brunnið inni,“ segir Charles Louis De Beck, íbúi á Neshaga. Hann forðaði sér og fjögurra ára syni sínum út eftir að eldur kom upp í annarri íbúð hússins í fyrri- nótt. Tilkynning barst um eld í hús- inu skömmu eftir klukkan eitt frá vegfaranda sem varð hans var. Þegar slökkvilið kom á staðinn var íbúðin alelda. Um hálfa klukku- stund tók að slökkva eldinn. Hús- ráðandi var erlendis og íbúðin mannlaus. Innanstokksmunir skemmdust mikið. Talið er að kveikt hafi verið í. „Mér var svakalega brugðið. Guði sé lof að lögreglan kom á staðinn,“ segir Charles, sem var vakinn af lögreglu með hrópum og köllum. Hann vafði son sinn inn í teppi og hljóp út í gegnum reykinn í stigaganginum. Charles átelur leigusala sinn fyrir að hafa trassað að setja upp reykskynjara og slökkvitæki þrátt fyrir óskir íbúa. Hann segist hafa verið orðinn smeykur um að eitt- hvað af þessu tagi kynni að koma upp á. „Ég ætlaði að fara og kaupa reipi núna í vikunni svo ég gæti látið son minn síga út um glugg- ann ef við kæmumst ekki niður stigann frammi. Svo gerist þetta.“ Það fyrsta sem Charles gerði í gær var að fara og kaupa sér reipi og reykskynjara. - sh Grunur um íkveikju við Neshaga þar sem mannlaus íbúð eyðilagðist: Óð reyk með barnið í fanginu HEILL Á HÚFI Charles fór strax í gær- morgun og keypti sér reykskynjara. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓLK „Síðustu tvö ár finnst mér ofbeldi hafa aukist rosalega í miðbænum í Reykjavík,“ segir Veigar Páll Gunnarsson, lands- liðsmaður í fótbolta og leikmað- ur með Stabæk í Noregi. Veigar Páll og Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann, voru á laugardag í viðtali við norska blaðið Verdens Gang í tilefni líkamárásar á landsliðs- manninn Hannes Þ. Sigurðsson í Reykjavík. Hannes leikur með Stavanger. „Maður varð mjög lítið var við ofbeldi hér áður fyrr en núna les maður um slík atvik eftir hverja einustu helgi og verður sjálfur vitni að ýmsu. Ég hef séð mörg ljót atvik,“ segir Veigar Páll Gunnarsson. - gar Landsliðsmaður um ofbeldi: Hef séð margt ljótt í Reykjavík VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Leikmaður Stabæk í Noregi. HAAG, AP Réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi ein ræðisherra í Sierra Leone, hefjast í Hollandi í dag með vitnaleiðslum eftir sex mánaða hlé. Meðal vitnanna sem rætt verður við í dag er Ian Smillie, sérfræðingur í viðskiptum með blóðdemanta, sem svo eru nefndir vegna þess að út af þeim spruttu heilu borgarastyrjald- irnar í Afríkuríkjum. Alls verða 144 vitni kölluð fyrir í málinu, sem ekki er búist við að ljúki fyrr en að tveimur árum liðnum. - gb Stríðsglæpadómstóll í Haag: Vitni spurt um blóðdemanta Féll eftir spark og rotaðist Aðfaranótt sunnudags var sparkað í mann í miðbænum sem skrikaði við það fótur og féll í jörðina. Hann skall með hnakkann í gangstéttarbrún, missti meðvitund og var fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn flúði og er ófundinn. Tvær minniháttar líkams- árásir til viðbótar voru tilkynntar. LÖGREGLUFRÉTTIR DANMÖRK Þrír menn sitja nú í fangelsi grunaðir um morðið á nítján ára pilti, sem framið var með hníf á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar snemma á laugardagsmorgun. Tvítugur maður var handtekinn skömmu eftir morðið en tveir aðrir, 19 ára og 21 árs, gáfu sig síðan fram við lögregluna í Kaupmannahöfn seint um kvöldið, að því er fram kom í dönskum fjölmiðlum í gær. Í kjölfar morðsins hafa kröfur almennings aukist um að fólki verði alfarið bannað að bera eggvopn í miðborg Kaupmanna- hafnar. - gb Morðið á Strikinu: Þrír grunaðir sitja í fangelsi GENGIÐ 04.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,9995 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,34 61,64 121,42 122,02 90,15 90,65 12,097 12,167 11,44 11,508 9,625 9,681 0,56 0,5632 96,96 97,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.