Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Janúarútsölur eru hafnar og víða hægt að gera góð kaup. Þeir sem vilja fegra heimili sitt ættu að nota tækifærið og reyna að finna eitthvað fallegt á góðu verði. Eins getur verið sniðugt að nota tímann til þess að fjárfesta í jólaskrauti eða jólagjöfum fyrir næsta ár. Jólaskraut og jólaljós eru á niður- leið og finnst þá mörgum kósíheitin sem einkenna heimilið um jólin hverfa. Engin ástæða er þó til annars en að viðhalda notalegri stemningu með kertaljósum, ilmolíum og ljúfri tón- list auk þess sem hægt er að fá alls konar seríur sem eiga við allt árið. Silfurborðbúnaður kemur venjulega í kössum og gott er að geyma hann í þeim á milli þess sem hann er notaður til þess að fari sem best um hann. Gott er að setja krítarmola í kassana svo síður falli á silfrið en það getur verið töluverð vinna að pússa það allt fyrir notkun. Björgvin Sigurðsson, grafískur hönnuður, hefur bjargað gömlum myndavélum og ýmsum öðrum munum frá tortímingu í gegnum tíðina. Einn hlutur sem hann vildi alls ekki glata er gamla Singer-saumavélin ömmu hans. Gamla Singer- vélin stenst ef til vill ekki nýjustu tölvusauma- vélunum snúning en á meðan minning hennar er í heiðri höfð mun hún fá að tifa af og til. „Þetta er vél sem ég man eftir frá því ég var bara smákrakki. Fyrstu minningar mínar eru frá því ég var fjögurra til fimm ára og þá frá ömmu á Grettó þar sem hún sat við vélina í eldhúsinu og saumaði, kerlingin,“ segir Björgvin. „Þetta er svona visst sem fylgdi ömmu alltaf í gegnum lífið, ætli hún hafi ekki eignast hana í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Upphaflega var vélin fótstigin en seinna var bætt við hana litlum rafmagnsmótor til að gera hana nútímalegri og skilvirkari, það var alfarið íslensk hönnun og hugmynd. Að því er Björgvin best veit var amma hans sú eina sem vann á vélina. Hún saumaði minna á efri árum, en var ansi iðin við nálina þegar hún var yngri. „Það var allt saumað í þessu,“ segir Björgvin. „Til dæmis hirti hún og nýtti gamla poka sem Eimskip notaði til að flytja inn hveiti. Á pokana hafði verið stimplað stórum stöfum „Eimskip“, en þetta bleikti hún upp og saumaði síðan sængurföt úr þessu. Það var allt nýtt í gamla daga. Pokarnir voru þokkalega stórir, það þurfti tvo til þrjá í eitt lak. Þetta voru kerlingarnar að rista upp og sauma svo aftur. Við eigum svona lök meira að segja!“ niels@frettabladid.is Allt nýtt í gamla daga Björgvin með syni sínum Jóel og saumavélinni góðu sem amma Björgvins saumaði ýmislegt á í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 Verðdæmi: Leðursófasett áður 239,000 kr Nú 119,900 kr Hornsófar tau áður 198,000 kr Nú 103,000 kr Hornsófar leður áður 249,000 kr Nú frá 159,000 kr • Leðursófasett • Hornsófasett • Sófasett með innbyggðum skemli • Borðstofuborð og stólar • Sófaborð • Eldhúsborð • Rúmgafl ar Húsgagna Lagersala ALLTAF BESTA VERÐI Ð Opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16 UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 11. janúar n.k. A u g lý si n g as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.