Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 7. janúar 2008 19 Sýning Guðnýjar Rósu Ingimars- dóttur sem opnuð var í Suðsuð- vestur í lok nóvember hefur verið framlengd til 13. janúar. Sýningin samanstendur af hljóð- verki og teikningum. Teikningarn- ar eru unnar með ólíkum efnum og aðferðum ýmist á pappír eða þær eru skornar út beint á vegg. Líta má á teikningarnar sem hálfgerða endurvinnslu þar sem grunnur þeirra er oft verk frá námsárum Guðnýjar Rósu. Hún nýtir sér til dæmis tilraunir sem hún gerði á handgerðum pappír frá 1993, gamall notaður kalkípappír fær nýtt hlutverk og jafnvel gömul framhaldsskólapróf verða líkari knipplingum. Teikningar Guðnýjar Rósu geta tekið sífelldum breyt- ingum ílengist þær á vinnustofunni því þar er engu hent. Guðný Rósa hefur verið búsett í Belgíu frá árinu 1994 og tekið þátt í sýningum þar og víðar í Evrópu. Guðný Rósa sýndi síðast hér heima árið 2006 í Skaftfelli. - vþ „Við urðum lens og erum í vand- ræðum með að finna eintök,“ segir Kristján Kristjánsson, forleggjari hjá Uppheimum, um Sandárbók Gyrðis Elíassonar, sem seldist upp fyrir jól. „Hann seldist í ríflega þúsund eintökum, sem er veruleg söluaukning á bók eftir Gyrði. Í Eymundsson í Kringlunni var hún uppurin á hádegi á Þorláksmessu og víða var hún uppseld nokkrum dögum fyrr, en við gátum ekki afgreitt fleiri pantanir síðustu dagana.“ Þetta eru ef til vill ekki háar tölur samanborið við þá sem tróna á toppi metsölulistanna en telst til tíðinda, því þótt bækur Gyrðis séu iðulega lofaðar í hástert hefur hann einatt verið höfundur fárra. Í viðtali við menningarblað Frétta- blaðsins fyrr í vetur sagðist Gyrðir greina að lesendahópur sinn hefði dregist saman og prósabækurnar seldust í um tvö til þrjú hundruð eintökum. „Jafnvel þótt maður viti að maður skrifi bækur sem höfða ekkert endilega til margra, þá getur það reynst höfundi erfitt að lesendur séu mjög fáir,“ sagði hann þá. „Eina ástæðan fyrir því að það seldust ekki fleiri eintök er sú að það voru ekki prentuð fleiri,“ segir Kristján, sem væntir þess að næsta upplag Sandárbókarinnar verði í kilju og komi út fyrir páska. Innbundnu eintökin verða því ekki fleiri. „Okkur sýnist heppilegast fyrir þennan lestrarmarkað sem er fram undan að gefa hana út í kilju.“ - bs Gyrðir seldist upp fyrir jól Viðar Eggertsson leikstjóri hefur verið ráðinn stjórnandi Útvarps- leikhússins sem verkefnisstjóri leiklistar á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Hann tók við starfinu í byrjun mánaðarins af Hallmari Sigurðs- syni sem gegnt hefur starfinu síð- astliðin átta ár. Staða leiklistarstjóra Útvarps, eins og starfið hefur oftast verið nefnt, var formlega sett á laggirn- ar fyrir rúmum 60 árum, eða árið 1947 þegar Þorsteinn Ö. Stephen- sen var skipaður í hana fyrstur manna. Jafnframt var það í fyrsta skipti sem ráðið var í fast starf listræns stjórnanda leikhúss á Íslandi. Leiklist hafði þá verið á dagskrá Útvarpsins frá því að útsendingar hófust 1930. Viðar hefur margháttaða reynslu af leiklist og dagskrár- gerð fyrir útvarp frá því að hann lauk leiklistarnámi frá Leiklistar- skóla Íslands 1976. Fljótlega eftir nám hóf hann að leika og leikstýra fyrir Ríkisútvarpið ásamt því að vinna útvarpsdagskrá af ýmsum toga. Skipta útvarpsþættir, sem og leikrit sem hann hefur unnið að, hundruðum. Viðar hefur jafn- framt fjölbreytta reynslu sem leikari, leikstjóri og leikhússtjóri fyrir hin ýmsu leikhús landsins og hann hefur leikið og leikstýrt í erlendum leikhúsum. Viðar hefur einnig gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir íslenskt leikhús og er hann nú til að mynda formaður Leiklist- arsambands Íslands, regnhlífar- samtaka leikhúsa og leiklistar- fólks á Íslandi, og sérstakur ráðgjafi stjórnar Alþjóða leiklist- armálastofnunarinnar sem aðset- ur hefur í UNESCO-byggingunni í París. Hann er því vel að starfinu kominn og verður spennandi að fylgjast með hvaða stefnu Útvarpsleikhúsið tekur undir stjórn hans. - vþ Viðar stýrir Útvarpsleikhúsinu GYRÐIR ELÍASSON Hefur einatt verið höfundur fárra en bók hans Sandár- bókin seldist upp fyrir jól. VIÐAR EGGERTSSON Nýráðinn stjórnandi Útvarpsleikhússins. MYNDLIST Verk eftir Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur. Guðný framlengd 11. janúar 19. janúar 25. janúar Enn hefur nýr leikhópur sprottið fram og af bjartsýni, dugnaði og brennandi áhuga kastað sér í fang- ið á einum af þekktustu nútíma- höfundum Bandaríkjanna, Sam Shepard. Leikhópurinn kallar sig Silfurtunglið, hvort heldur það er í höfuðið á gamla djammstaðnum sem nú er orðinn að leikhúsi eða Silfurtungli Nóbelsskáldsins. Í Silfurtunglinu í Austurbæ er um þessar mundir verið að sýna athyglisvert leikrit. Ekki aðeins leikrit sem vert er að taka eftir heldur sýning sem gleður, hræðir, skelfir og hrífur sökum þess að hún er heilsteypt flott listaverk þar sem lögn leikstjórans er svo skýr að ekkert verður að vafamáli. Eins og tíðkast nú á dögum hafa menn hér valið að halda enska titl- inum Fool for Love í stað þess að reyna að snara honum yfir á íslensku. Kvikmyndaleikarinn og leik- skáldið Sam Shepard segir okkur harmsögu í umhverfi kúreka nútímans sem eins gæti hafa gerst í Grikklandi hinu forna. Stúlkuna May túlkar Þóra Karít- as með mikilli nánd og styrk. Sam- spil hennar og hinna leikaranna er frábært. Hinum eirðarlausa Eddie ljáir Sveinn Ólafur Gunnarsson líf. Hann hefur sterka nærveru og blæbrigðaríka rödd sem smýgur um allt rýmið hvort heldur sem hann hvíslar eða öskrar. KK rammaði sýninguna inn, var límið, var ryþminn, var lagið sem menn dilluðu sér við, var umgjörðin, var hættan, var vonin og var fulltrúi allra þeirra von- brigða og þess sársauka sem myndaði verkið. KK var kórinn og jafnframt hinn vonlausi faðir. Hann var ásinn sem tilveran sner- ist um og jafnframt stærsta tabú- ið. Einhvern veginn var ekki hægt að hugsa sér neinn annan í þessu hlutverki. Vininn, vonlausa kærastann, leikur Magnús Guðmundsson sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans árið 2007. Vinur- inn Martin sem er einkar vand- ræðalegur og óframfærinn verður bráðlifandi í lágmæltum meðför- um Magnúsar, sem sýnir hér svo ekki verður um villst að hann er hrífandi gamanleikari. Umgjörðin öll sagði einnig sína sögu, hrörlegt herbergi á hrörleg- um stað á einhverju móteli í einskis mannslandi þangað sem kúrekinn kemur langar leiðir til þess að hitta sína heittelskuðu og eftir því sem líður á verkið koma tengsl þeirra í ljós, tengslin sem enginn má vita um, meðan þau standa í vonlausri baráttu þar sem ástin er í rauninni haldreipið í líf- inu meðan siðferði samfélagsins segir eitthvað annað og auðvitað þeirra eigin lífssýn. Verkið fjallar um baráttu þeirra. May þykist vilja gera eitthvað annað til þess að bjarga lífi sínu og hann vill einnig sanna sig annars staðar en leitar hana samt alltaf uppi. Þessari baráttu koma leikararn- ir fantavel til skila. Hljóðum og leikmynd er einkar vel fléttað saman. KK flytur okkur ekki aðeins tónlistina heldur samdi hann hana sérstaklega fyrir þessa sýningu. Hópurinn fékk trésmíða- deild Iðnskólans sér til aðstoðar við gerð leikmyndarinnar og tókst þeim að koma þurrkinum og hitan- um vel til skila auk nöturleikans í hinu ópersónulega og óhreina þar sem baðskápurinn var eini staður- inn sem hægt var að geyma glösin hrein. Sem sagt þétt og smart vel gerð sýning þar sem áhorfendur sjálfir leggja sitt af mörkum í leik- hljóðum með þurran sand undir fótum. Salurinn er lítill og tekur líklega ekki nema 120 manns í sæti en það er vonandi að unnendur góðrar leiklistar láti ekki þessa sýningu framhjá sér fara. Elísabet Brekkan Forboðin ást í Silfurtunglinu LEIKLIST Fool of love eftir Sam Shepard Búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir. Ljós: Jón Þorgeir Kristjánsson. Hljóð: Sindri Þórarinsson. Tónlistarstjórn: KK. Aðstoðarleikstjóri: Valdís Arnardóttir. Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Leikhópurinn: Sveinn Ólafur Gunn- arsson, Magnús Guðmundsson, Þóra Karítas og og KK . Silfurtunglið sýnir í Austurbæ. ★★★★ Gaman í leikhúsi þegar hlutirnir ganga upp. FOOL FOR LOVE Sjúk í ást hét verkið er það var leikið hér fyrir tveimur áratugum en kallast nú upphaflegu heiti, Fool for love.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.