Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 40
24 7. janúar 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is                                                    10 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA LK Cup Ísland-Danmörk 36-37 (19-18) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 7 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 7/2 (12/2), Róbert Gunnarsson 6 (8), Logi Geirsson 5 (7), Arnór Atlason 5 (8), Einar Hólmgeirsson 2 (9), Bjarni Fritzson 1 (1), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (2), Ólafur Stefánsson 1/1 (1/1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 12, Roland Valur Eradze 4. Hraðaupphlaup: 8 (Snorri 2, Guðjón 2, Róbert 2, Sigfús, Arnór). Fiskuð víti: 3 (Snorri, Arnór, Guðjón). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Dana: Lars Møller Madsen 6, Michael Knudsen 6, Hans Lindberg 5, Lars Krogh Jepp- esen 4, Lars Rasmussen 4/1, Lars Christiansen 4/1, Bo Spellerberg 2, Kasper Søndergaard Sarup 2, Lasse Boesen 1, Jesper Nøddesbo 1, Kasper Nielsen 1, Jesper Jensen 1. Varin skot: Michael Bruun 15, Peter Henriksen 2. Hraðaupphlaup: 11 (Lindberg 4, Rasmussen 2, Knudsen, Noddesbo, Christiansen, Jensen, Nielsen). Utan vallar: 4 mínútur. ÚRSLIT HANDBOLTI Þó svo að íslenska landsliðið hafi hafnað í neðsta sæti á LK-Cup er landsliðs- þjálfarinn Alfreð Gíslason ánægður með mótið og ástandið á liðinu. Ísland tapaði fyrir Pólverjum í fyrsta leik, gerði svo jafntefli við Norðmenn og tapaði loks naumlega fyrir Dönum í gær. „Fyrri hálfleikur var góður að mörgu leyti. Við fengum reyndar of mikið af hraðaupp- hlaupum á okkur en við vorum að prófa Ásgeir fyrir miðri vörn og mér fannst hann standa sig mjög vel. Ég prófaði svo Guðjón Val með Ásgeiri fyrir miðri vörn í upphafi seinni hálfleiks og það var athyglisverð nýjung sem mér fannst ganga mjög vel upp. Tveir ekki svo stórir en fljótir á löppunum og vinna vel. Ég var ánægðastur með vörnina á þessum kafla. Ég var mjög ánægður með Hreiðar í fyrri hálfleik,“ sagði Alfreð, sem hefur nokkrar áhyggjur af Sigfúsi Sigurðssyni. „Hann er ekki í því formi sem hann þarf helst að vera í til að fara á EM. Hann er nýkominn úr meiðslum og það leynir sér ekki því hann er hægur í hreyfingum. Ég prófaði Vigni síðan gegn Norðmönnum og var heldur ekki ánægður með hann og því prófaði ég Ásgeir núna.“ Skytturnar vinstra megin stóðu sig vel gegn Dönum og þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Ég er mjög ánægður með bæði Loga og Arnór. Einar var ógnandi en fann samt ekki alveg fjölina sína. Hann mun fá að spila meira til að koma sér í leikform,“ sagði Alfreð sem var ekki sáttur við dóm- gæsluna. „Það voru nokkrir dómar á mikilvægum augnablik- um sem féllu með þeim. Danirnir fengu líka að brjóta mikið af sér og hrintu til að mynda hornamönnunum án þess að dæmt væri. Það voru fleiri furðulegir dómar sem féllu með heimaliðinu og ekki síst þegar ruðningur er dæmdur á Arnór þegar hann vippar en það var á mjög mikilvægu augnabliki.“ Alfreð er mjög sáttur við mótið í heild sinni og er á því að liðið sé betur statt en á sama tíma í fyrra. „Það hefur verið góður stígandi og við erum á réttri leið. Við hefðum getað unnið Norð- menn, vorum betri en Danir þrátt fyrir allt og klúðruðum Pólverjaleiknum sjálfir. Við erum í mun betra standi en á sama tíma í fyrra og eigum Alexander og Garcia inni. Það var mjög margt jákvætt í þessu og ég kem ánægður heim af mótinu enda vorum við sífellt að spila betur. Vonandi tökum við fleiri skref fram á við gegn Tékkum og þá fer ég mjög bjartsýnn á EM,“ sagði Alfreð. - hbg Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari var mjög sáttur við frammistöðu landsliðsins á LK-Cup: Góður stígandi og tel okkur vera á réttri leið ALFREÐ GÍSLASON Ósáttur við að tapa leiknum í gær en er í heildina mjög sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AKSTURSÍÞRÓTTIR Ökuþórinn Kristján Einar Kristjánsson stóð sig vel í sinni fyrstu keppni í Nýja-Sjálandi. Hann lauk öllum þrem keppnunum og bætti sig með hverri þeirra. Kristján er reynslulaus í slíkri keppni og því var það ákveðinn áfangi fyrir hann að klára. Hann varð fimmtándi í fyrstu keppninni, þrettándi í annarri keppni og svo loks sextándi. - hbg Kristján Einar Kristjánsson: Ágæt byrjun ALLT KLÁRT? Kristján sést hér við bílinn sinn um helgina. MYND/KRISTJÁN FRIÐRIKSSON > Eslöv áfram í Meistaradeildinni Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen tryggði liði sínu, Eslöv frá Svíþjóð, sæti í átta liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu er Eslöv lagði franska liðið Cestras, 3-2. Það var jafnt í rimmunni, 2-2, þegar Guðmundur mætti Dananum Cestas Finn Tugwell, sem er annar besti borð- tennismaður Dana. Guðmundur lagði Danann glæsilega, 3-1, og er Eslöv því komið í átta liða úrslit annað árið í röð þar sem það mætir þýska liðinu Borussia Düsseldorf en með lið- inu leikur fimmti besti borðtennisspilari heims, Timo Boll. Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum fékk góðan liðsstyrk fyrir leik sinn gegn Fjölni á laugardag. Þá lék þýska landsliðskonan Susan Biemer sinn fyrsta leik með Keflavík, en hún hefur verið að spila á Ítalíu, og svo dúkkaði baráttujaxlinn og reynsluboltinn Birna Valgarðs- dóttir upp á nýjan leik en hún hefur verið í barnsburðarleyfi. „Þetta gekk ágætlega. Ég spilaði reyndar ekki mikið enda í litlu formi. Ég setti samt niður einn þrist,“ sagði Birna kát við Fréttablaðið í gær. Hún stóð í stórræðum að flytja en fjölskyldan er að stækka við sig í kjölfar fjölgunar fjölskyldumeðlima. Aðeins eru sex vikur síðan Birna fæddi dreng og hún hefur því aðeins mætt á örfáar æfingar. Hún stefnir þó á að komast í gott form eins fljótt og auðið er. „Það er ekkert mál að koma sér af stað aftur en það er mjög erfitt samt að byrja aftur þar sem maður er eðlilega ekki í neinu formi. Þetta kemur samt allt saman en því er ekki að neita að það er hrikalega pirrandi að vera í lélegasta forminu á æfingum. Stelpurnar hlaupa allar fram úr manni og ég kem svo á staðinn tveim mínútum síðar. Það er svolítið erfitt fyrir keppnismanneskju eins og mig en ég veit að þetta mun allt koma svo ég örvænti ekki,“ sagði Birna. Endurkoma hennar mun eflaust virka eins og vítamínsprauta fyrir Keflavíkurliðið, sem hefur verið afar óheppið með meiðsli. „Við höfum svo sannarlega verið óheppnar og því var gott að fá þessa þýsku líka. Mér sýnist hún lofa góðu en það er ekki alveg að marka strax enda er hún nánast nýlent. Við stefndum að því að taka titilinn fyrir mót og það hefur ekkert breyst.“ Birna segir að það gangi vel með litla dreng- inn þó svo að svefnvenjur hennar sjálfrar hafi breyst nokkuð síðustu vikur. „Maðurinn minn segir að hann sé á amer- ískum tíma því hann vakir á næturnar og vill spjalla en sefur á daginn. Ég nota tækifærið og legg mig með honum á daginn. Ég mæti því nývöknuð á æfingar á kvöldin, sem er ný reynsla en skemmtileg,“ sagði Birna jákvæð. KEFLVÍKINGURINN BIRNA VALGARÐSDÓTTIR: BYRJUÐ AFTUR Í BOLTANUM EINUM SEX VIKUM EFTIR BARNSBURÐ Mætir nývöknuð á æfingar á kvöldin HANDBOLTI Danir halda áfram að stríða Íslendingum á handbolta- vellinum en þeir unnu dramatísk- an sigur í gær, 37-36, í lokaleik lið- anna á LK Cup. Ísland lenti í neðsta sæti á mótinu með eitt stig sem fékkst gegn Noregi en leikirnir gegn Póllandi og Danmörku töp- uðust. Það var Lars Møller Mad- sen sem tryggði Dönum sigur líkt og í Hamburg í fyrra. Alfreð byrjaði leikinn í gær með Hreiðar í markinu og þá Sigfús og Ásgeir Örn fyrir hjarta varnarinn- ar en Sverre Jakobsson var veikur og gat því ekki spilað. Í sókninni fékk Einar Hólmgeirsson tæki- færi á meðan Ólafur Stefánsson hvíldi. Fyrri hálfleikur var mjög fjör- ugur. Íslendingar voru yfirvegað- ir og rólegir í sínum aðgerðum á meðan Danir reyndu að keyra hraðann upp. Það gekk ágætlega hjá heimamönnum framan af en smám saman jafnaðist leikurinn og Ísland náði yfirhöndinni. Sóknarleikur Íslands var frá- bær í hálfleiknum. Eins og áður segir yfirvegaður, vel skipulagður og leikmenn þolinmóðir í að finna rétta skotið. Hreiðar varði ágæt- lega á köflum þó svo vörnin hafi ekki virkað neitt sérstaklega. Ísland var með frumkvæðið allan hálfleikinn og leiddi mest með þrem mörkum. Danir komu þó til baka undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt mark, 19- 18. Arnór Atlason kom inn af bekkn- um í leikhléi og átti eftir að láta mikið að sér kveða í kaflaskiptum hálfleik. Danir byrjuðu mun betur og er þeir náðu tveggja marka for- skoti, 24-26, tók Alfreð leikhlé. Það skilaði sínu því Ísland skoraði næstu fjögur mörk leiksins og þá tóku Danir leikhlé. Leikhléin skil- uðu sínu því leikurinn jafnaðist á ný og var æsispennandi allt til enda. Markvarslan datt algjörlega niður hjá Íslandi í síðari hálfleik og Danir skoruðu of mikið úr auð- veldum hraðaupphlaupum. Loka- kaflinn var skrautlegur. Knudsen kom Dönum í 36-35 og Róbert klikkaði í kjölfarið þegar aðeins mínúta var eftir. Þá varði Roland og Guðjón jafnaði úr hraðaupp- hlaupi. Íslenska liðið braut á Dönum úti á velli er tíminn fjaraði út. Hinn stóri og stæðilegi Madsen gerði sér síðan lítið fyrir og skor- aði beint úr aukakastinu. Ákaflega sárt og fékk menn til þess að minn- ast tapsins grátlega gegn Dönum á HM í fyrra. Þó svo Ísland hafi tapað leikn- um og endað í neðsta sæti mótsins lofar frammistaðan góðu eins furðulegt og það nú hljómar. Það var lagt upp með að láta þá spila sem vantaði leikæfingu og þeir koma flestir vel undan mótinu. Logi Geirsson lék mjög vel í fyrri hálfleik í gær. Arnór tók upp þráðinn í síðari hálfleik, skoraði grimmt og lék vel. Það eru geysi- góð tíðindi að vinstri vængurinn sé að finna sig. Einar Hólmgeirsson var dugleg- ur að skjóta en fann sig ekki. Hann mun þó verða betri er kemur að EM og þarf aðeins að spila meira. Snorri Steinn átti frábæran leik, stýrði spilinu frábærlega og skor- aði góð mörk. Róbert var sterkur á línunni og einnig ánægjulegt að sjá hversu gott ástandið er orðið á Guðjóni Vali sem skilaði sínu líkt og venjulega. Það munaði nokkuð um að Ólafur Stefánsson var slakur; tap- aði boltanum oft og tók þess utan ekki eitt skot á markið. Markvarsl- an var ekki nógu góð og það er áhyggjuefni hversu lítil mark- varsla er alltaf á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleikja liðsins en þá er hún oftar en ekki engin. Varnarleikurinn var ekki sann- færandi lengstum en Ásgeir Örn kom skemmtilega á óvart. henry@frettabladid.is Endurtekið efni gegn Dönum Danir tryggðu sér sigur gegn Íslandi í gær, 37-36, með ævintýralegu marki Íslandsbanans Lars Møller Mad- sen beint úr aukakasti langt utan af velli þegar leiktíminn var liðinn. Þrátt fyrir tapið gefur leikur íslenska liðsins góð fyrirheit um framhaldið enda margt jákvætt í leiknum og liðið klárlega á réttri leið. ÖFLUGUR Snorri Steinn Guðjónsson kann greinilega vel við að spila gegn Dönum því hann átti klassaleik í gær líkt og á HM í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.