Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 46
30 7. janúar 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. læra 6. í röð 8. málmur 9. kúgun 11. tveir eins 12. hengingartré 14. safna saman 16. berist til 17. fúadý 18. stormur 20. þys 21. fyrr. LÓÐRÉTT 1. ílát 3. tveir eins 4. eyja í Miðjarð- arhafi 5. struns 7. stífa 10. angan 13. útdeildi 15. svari 16. augnhár 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. lesa, 6. rs, 8. eir, 9. oki, 11. kk, 12. gálgi, 14. smala, 16. bt, 17. fen, 18. rok, 20. ys, 21. áður. LÓÐRÉTT: 1. trog, 3. ee, 4. sikiley, 5. ark, 7. skástoð, 10. ilm, 13. gaf, 15. ansi, 16. brá, 19. ku. Freyr Eyjólfsson fékk frí frá Dægurmálaútvarpinu á Rás 2 í byrjun desember og skrapp ásamt konunni sinni til Kúbu. „Ég hef alltaf verið spenntur fyrir þessu kommúnistaríki Kastrós og lengi verið á leiðinni,“ segir hann. „Við flugum með Heimsferðum en svo vorum við nú bara á eigin vegum í tvær vikur, mest í Havana. Þar er ekkert mál að ganga óáreittur um göturnar.“ Þetta var auðvitað hin mesta gleðiferð, enda karabíska sólin hátt á himni. „Ég þræddi djass- klúbbana, svældi í mig vindla, kaf- aði og fór í útreiðatúr. Ég kynnti mér stjórnarhætti Kastrós og sögu byltingarinnar. Það kunna allir að spila þarna og allir að dansa. Þarna eru eintómir snillingar á hverju götuhorni.“ Svo uppveðraður af stemning- unni varð Freyr að hann stofnaði hljómsveit. „Ég var nú bara á ferð- inni úti á landi þegar ég rakst á þessa stráka, Zancho Zalsa og Car- los de Freda, þar sem þeir voru að spila úti á götu. Þeir voru alveg til í að spila með mér og við stofnuð- um hljómsveitina Los svaka gæjos á staðnum. Við pössuðum mjög vel saman og tókum mjög gott djamm. Að koma hingað heim í myrkrið og jólageðveikina var eins og að vakna upp af værum draumi. Nú set ég stefnuna á að snúa aftur til Kúbu og taka eitthvað upp með strákunum.“ - glh Freyr Eyjólfs stofnaði hljómsveit á Kúbu KÚBVERSKA SÓLIN KALLAR FRAM SÓLSKINSBROS Freyr með félögum sínum í Los svaka gæjos, Zancho Zalsa og Carlos de Freda. „Ég fékk þetta hlutverk þegar þau Daniel Wetzel og Helgard Haug úr Rimini Protokoll héldu vinnustofu í Listaháskólanum. Þeim fannst reynsla mín sem fréttamaður á DV og NFS áhugaverð,“ segir list- háskólaneminn Símon Birgisson. Símon vakti mikla athygli þegar hann gerðist um hríð blaðamaður á hinu umdeilda DV fyrir tveimur árum með sérstæðum fréttum sínum. Um helgina var verkið Breaking News eftir leikhópinn Rimini Pro- tokoll frumsýnt í Berlín. Símon, sem fer með hlutverk í sýningunni, segir þetta stærstu frumsýningu þar um þessar mundir. „Þau eru búin að slá í gegn, hópurinn fær Evrópsku leiklistarverðlaunin á næsta ári en sýning þeirra, Das Kapital, sem nú er á fjölunum, fékk leiklistarverðlaun fyrir besta hand- ritið í fyrra. Sérstaða hópsins er sú að þau notast ekki við leikara held- ur „sérfræðinga“ eins og þau orða það – alvöru fólk,“ segir Símon og vísar þar til sjálfs sín. Leikhús Rimini Protokoll hefur verið kallað documentary theatre, eða heim- ildaleikhús. Breaking News fjallar um, eins og nafnið ber með sér, fjölmiðla. Símon segir Ísland í fyrsta sæti yfir þau lönd þar sem frelsi blaða- manna er mest. En það gerir blaða- mennsku á Íslandi ekki auðveldari að sögn hans. „Ég segi í sýningunni að á Íslandi hitti maður alla að minnsta kosti tvisvar. Allir þekkja alla. Svo blandast í sýninguna atburður þegar ég hitti vítisengilinn Jón Trausta Lúthersson á Aðalskoðun í vetur. Hann er einn þeirra sem réðst inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ég endaði á að fela mig inni á klósetti og vissi á því augnabliki að ákveðnu tímabili í mínu lífi væri lokið. Í sýningunni er okkar per- sónulegu sorgum blandað saman við hinar lifandi fréttir,“ segir Símon. Sviðsmynd verksins saman- stendur af þrjátíu sjónvarpsskjám sem tengdir eru fjórum gervi- hnattadiskum. Klukkan átta á frumsýningardag var svo bein útsending á fréttum frá öllum heimshornum. „Leikhópurinn, sem ég er hluti af, mun þýða og túlka fréttirnar hver frá sínum heimshluta. Einn úr hópnum er Kúrdi og flytur hann nýjustu fréttir frá Al Jeseera. Ég næ íslensku sjónvarpsstöðvunum í gegnum Netið og þýði fréttirnar yfir á ensku sem svo eru þýddar af öðrum í hópnum yfir á þýsku.“ Símon segir ótrúlegt að búa í Berlín sem hann kallar höfuðborg heimsins. Æfingaferlið hefur verið langt og strangt en svo stendur til að fara með sýninguna um allt Þýskaland og sýna svo á stórri leik- listarhátíð í Vín. „Sem betur fer er Ýr kærastan mín hjá mér núna. Hún er að læra fatahönnun en götutískan hér í Berlín er mjög áhugaverð,“ segir Símon. jakob@frettabladid.is SÍMON BIRGISSON: NOTAR REYNSLU SÍNU Í LEIKRITI Í ÞÝSKALANDI Íslenskur vítisengill í þýskri leiksýningu SÍMON Í HLUTVERKI SÍNU Símon tengir sig við íslenskar fréttir og þýðir fyrir þýska áhorfendur. „Ég hlusta voða mikið á Sögu eða Ríkisútvarpið. Ég flakka á milli þeirra stöðva og svo hlusta ég einstaka sinnum á Bylgjuna.“ Ingibjörg Klemenzdóttir leirlistamaður. SÍMON SÆLL Í HEIMSBORGINNI Símon leikur í nýstárlegri sýningu í Berlín og segir þar af samskipt- um sínum við Jón Trausta Lúthersson. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Nýrnaveiki. 2 Mikhaíl Saakashvili. 3 Borgarstjórnin í Moskvu. Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson „Samningar gagnvart leikurum eru að sigla í höfn og þá – ef allt gengur að óskum – er búið að opna þetta lokaða bókasafn sem er í Efstaleitinu. Við eigum þó enn eftir að ganga til samninga við leikstjóra, handritshöfunda og tónlistarmenn og ég bind miklar vonir við að það gangi jafn vel,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV. Athygli vakti að Áramótaskaupið var endursýnt á besta tíma í fyrrakvöld. Hingað til hefur það krafist sérstakra samninga að fá þennan viðamikla dagskrárlið endursýndan og var sá háttur hafður á í fyrra. Hið sama var upp á teningnum núna. Þórhallur er því nokkuð bjartsýnn á að nýir samningar við FÍL opni möguleika á því að áhorfendur RÚV fái loks að njóta allra þeirra perlna sem hingað til hafa verið lokaðar inni í skelinni sinni. Og af nógu er að taka, gömul skaup, sjónvarpsleikrit og svona mætti lengi telja. „Við munum hins vegar auðvitað ganga hægt um gleðinnar dyr og velja allt efni af kostgæfni.“ Þórhallur var ekki í vafa um að margir hefðu nýtt sér endursýninguna á Skaupinu enda fengið útskýringar á kannski djúpum bröndurum. Og svo væri nú hugur margra annars staðar rétt fyrir miðnætti heldur en við sjónvarpið. - fgg Lokað bókasafn RÚV að opnast ÞÓRHALLUR GUNNARSSON Takist samningar við FÍL þýðir það að gamlar perlur RÚV rata aftur á dagskrá. Einn af sigurvegurum jólavertíðar- innar er Þorgrímur Þráinsson sem seldi ríflega 6.000 eintök af bókinni Hvernig gerirðu konuna þína ham- ingjusama? Uppskeran rann beint í vasa Þorgríms því hann gaf bókina út sjálfur hjá eigin fyrirtæki, Andi ehf. Þessi góði árangur kom ekki til af sjálfu sér og Þorgrímur var með duglegri mönnum í plögg- inu, las 40 sinnum upp úr bókinni frá því um miðjan nóvember og oftast í rúman klukku- tíma í senn. Nú eftir atið sést Þorgrímur æ oftar í ræktinni. Hann virðist þó ekki hafa farið átakan- lega illa út úr jólaóhóf- inu. Annar sem kom vel undan jóla- trallinu var Mugison sem gaf útgáfu fyrirtækjum á snúðinn og sá sjálfur um sín mál. Hann seldi vel af Mugiboogie-plötunni, vel yfir gullplötumarkið 5.000 eintök, en biðlaði engu síður til þeirra sem eiga plötuna í Bæjarins besta um að skila henni ekki. „Menn geta bara gefið hana áfram í afmælis gjöf, eða notað hana í arininn eða eitthvað. Ég hef ekki efni á einhverju massa skili hérna,“ sagði Mugison. Á meðan rándýrar ímyndaraug- lýsingar stórfyrirtækja á borð við Atorku og Kaupþing eru á allra vörum hefur leyndur gullmoli skotið upp kollinum. Er þar um að ræða skemmtilega sjónvarpsaug- lýsingu fyrir Geymslur.com, fyrir- tæki sem tekur að sér að geyma búslóðir fyrir fólk. Þótt kostnaður- inn hafi greinilega verið talsvert minni en við gerð áðurnefndra auglýsinga er hún engu að síður bráðskemmtileg. Sem er kannski ekkert skrýtið því Val- geiri Guðjóns- syni eru eignuð herlegheitin. - glh/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.