Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 1
225 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 9. janúar 2008 – 1. tölublað – 4. árgangur 12-13 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R www.lausnir.is fi nndu rétta tóninn… www.trackwell .com Tíma- og verkskráning fyrir starfsmenn og tæki FORÐASTÝRING Nordic Partners í matvæl- in Íslenska fjárfestingarfélagið Nordic Partners keypti Hamé, stórt matvælafyrirtæki í Mið- og Austur-Evrópu. Starfsmenn Hamé eru um þrjú þúsund og veltan í fyrra nam sautján millj- örðum íslenskra króna. Kaup- verð er trúnaðarmál. Wessmann tekur stjórnarsæti Róbert Wessman, eigandi fjár- festingarfélagsins Salts og for- stjóri Actavis, hyggst fara fram á sæti í stjórn Glitnis á næsta hlut- hafafundi, en Salt keypti á dögun- um tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um 7,5 milljarða króna. Nótt hinna löngu hnífa Banka- stjóra og tveimur lykilstarfs- mönnum Icebank var óvænt sagt upp um áramótin. Stjórnarfor- maður og nýráðinn bankastjóri segja breytingar á framkvæmda- stjórn eiga sér eðlilegar skýr- ingar. Undirmarkaður í Kauphöll- inni Nýr markaður fyrir ýmis hlutabréfatengd réttindi var opn- aður í Kauphöllinni, OMX Nordic Exchange Iceland, í gær. Í við- skiptakerfi Kauphallarinnar ber nýi markaðurinn heitið „OMX ICE Equity Rights“. 600 milljarða gjalddagi Fram kom að alls væru rúmlega 600 milljarðar íslenskra króna á gjalddaga hjá bönkunum á árinu 2008. Verg landsframleiðsla árið 2006 nam tæplega tólf hundruð milljörðum, svo það sem bank- arnir greiða nemur ríflega helm- ingi þess. „Ég tek sætinu með brosi á vör ef eftir því verður kallað,“ segir Orri Hauksson, talsmaður Novators í Finnlandi, „en aðalmálið er að ná í gegn breyting- um í þágu hluthafanna.“ Novator vill fá tvo stjórnarmenn í finnska fjar- skiptafélaginu Elisa á hluthafafundi sem haldinn verður 21. þessa mánaðar. Novator hefur lagt til ýmsar breytingar á Elisa. Novator er stærsti hluthafinn í Elisa og á yfir 11,5 prósenta hlut í félaginu. Björgólfur Thor Björgólfsson segir í viðtali við finnska dagblaðið Helsingin Sanomat að Orri verði annar fulltrúa félagsins, fáist menn í stjórn. Hinn fulltrúi Novators verði annar Íslendingur eða Breti. Orri Hauksson hefur starfað fyrir Novator um skeið en áður vann hann fyrir Símann, auk þess að hafa verið aðstoðarmaður forsætisráðherra. Novator hefur undanfarið aukið hlut sinn í félaginu. Finnskir lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem eru andsnúin hugmyndum Novators um breytingar á félaginu hafa nýlega aukið hlut sinn. - ikh / Sjá síðu 16 Vilja Orra Hauksson í stjórnina Novator vill fá tvo stjórnarenn í finnska fjarskiptafélaginu Elisa. Ekki verður tekin ákvörðun um skráningu Promens í OMX kauphöll Íslands fyrr en undir lok þessa árs, að sögn Ragnhildar Geirs dóttur, for- stjóra félagsins. Upphaflega var stefnt að skráningu félagsins í Kauphöllina á síðasta ári, en þá voru horfur á að hægt yrði að skrá hér hluta- bréf í evrum líkt og félagið stefnir á að gera. Ragnhildur segir þó að núna séu það erfiðar markaðsaðstæður sem ráði því að forsvarsmenn félags- ins vilji bíða og sjá hver þróunin verður áður en næstu skref verða tekin. Þá verður að öllum líkind- um heldur ekki fyrr en undir mitt ár sem hægt verður að skrá hluta- bréf í evrum, samkvæmt upplýs- ingum frá Verðbréfaskráningu. - óká / Sjá síðu 18 Skráningu Promens frestað RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR Ingimar Karl Helgason skrifar „Hingað í fjármálaráðuneytið hafa borist kærur vegna synjunar á beiðni um uppgjör í erlendri mynt,“ segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra. Samkvæmt heimildum Markaðarins synjaði Árs- reikningaskrá beiðni Kaupþings um heimild til að gera bókhald sitt upp í evrum. Í kjölfarið vísaði Kaupþing málinu til fjármálaráðherra. Kaupþing sótti um heimild til uppgjörs í evrum í fyrra. Ársreikningaskráin tekur slíkar ákvarðanir. Sam- kvæmt reglugerð, sem tók gildi um miðjan febrúar í fyrra, þarf Ársreikningaskráin að leita umsagn- ar Seðlabankans áður en hún samþykkir eða synjar slíkum beiðnum, þegar banki á í hlut. Ársreikningaskráin er innan vébanda ríkissak- sóknara. Hann tjáir sig hvorki um niðurstöðu Árs- reikningaskrár né umsögn Seðlabankans. Bankastjórn Seðlabankans vísar á ríkisskatt- stjóra um málið. Skilyrðin fyrir því að fá að gera bókhald sitt upp í erlendri mynt koma fram í annarri grein reglu- gerðarinnar. Þau eru að félag hafi meginstarfsemi sína erlendis í erlendum gjaldmiðli. Það eigi erlend dótturfélög eða hlutdeild í erlendum félögum og meginviðskipti við þau séu í erlendri mynt. Félag hafi meginstarf- semi hér á landi en hafi meirihluta tekna sinna frá erlendum aðilum, í erlendri mynt. Þá þarf félag að vera af tiltekinni stærð. Kaupþing virðist uppfylla öll skilyrði reglugerðar- innar. Vera má að umsögn Seðlabankans um beiðni Kaupþings hafi verið neikvæð eða að formgalli hafi verið á beiðninni. Hvorugt fæst staðfest. Talsmaður Kaupþings vildi það eitt segja að beðið sé niðurstöðu fjármálaráðuneytisins. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er búist við því að úrskurðað verði í málinu í þessum mán- uði. Straumur-Burðaráss hefur leyfi til að færa bók- hald sitt í erlendri mynt og hefur gert það um nokk- urra mánaða skeið. Straumur sótti um þetta og fékk beiðni sína afgreidda áður en reglugerðin um um- sögn Seðlabankans var sett. Kaupþing kærir til ráðherra vegna evru Seðlabankinn veitir Ársreikningaskrá umsögn um beiðni banka til að færa bókhald í evru. Hún synjaði beiðni Kaupþings um það. Bankinn kærði til fjármálaráðherra. Mikil sala lúxusvarnings Kampavínið flæddi sem aldrei fyrr Allt loft úr bankabólunni Framhaldið með öllu óráðið Stórveldin slást Man. Utd ríkast á ný

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.