Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -2,7% -2,7% Bakkavör -10,6% -10,6% Exista -17,2% -17,2% FL Group -12,7% -12,7% Glitnir -7,1% -7,1% Eimskipafélagið -2,0% -2,0% Icelandair -4,3% -4,3% Kaupþing -10,9% -10,9% Landsbankinn -8,6% -8,6% Marel -1,5% -1,5% SPRON -13,1% -13,1% Straumur -7,1% -7,1% Teymi -2,4% -2,4% Össur -1,5% -1,5% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Markaður með stofnbréf Byr sparisjóðs opnaði aftur í gær, en hann hafði verið lokaður frá því fyrir stofnfjár- aukningu sjóðs- ins í desember. Fyrri part dags höfðu enn ekki átt sér stað við- skipti með bréf sjóðsins. Valgarð Briem, sérfræð- ingur í Mark- aðsviðskiptum hjá MP Fjárfest- ingarbanka, segir hagstæðasta sölutilboð sem fram kom um morguninn hafa verið 2,5 krón- ur á hlut. „Þetta fer mjög rólega af stað,“ sagði hann, en taldi ekki útilokað að kaupendur fyndust fyrir lok dags. Miðað við sölu- tilboðið 2,5 er V/I-hlutfall (e. price-to-book ratio) Byrs tæp- lega 1,5, en 1,7 til 1,8 miðað við gengið 3,0. Val- garð segir upp- haf viðskipt- anna í gær í takt við stemningu á markaði, en í Kauphöllinni hafa félög lækkað töluvert frá ára- mótum. - óká Engin viðskipti með Byr Glitnir kannar í þessari viku að- stæður í Bandaríkjunum með hugsanlega skuldabréfaútgáfu í huga. „Við erum á ferðalagi að hitta fjárfesta og sjáum svo bara hvað út úr því kemur,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis banka. Valdir voru þrír bankar vestra til að sjá um mögulega útgáfu fyrir Glitni, Barclays, Merrill Lynch og JP Morgan, en þeir sendu fyrir helgi frá sér tilkynn- ingu um málið. Ingvar segir ekki ólíklegt að ráðist verði í útgáfu vestra reyn- ist fyrir því grundvöllur, en bank- inn fjármagnar starfsemi sína meðal annars með alþjóðlegum skuldabréfaútgáfum sem þess- um. Hann segir að síðustu vikur og mánuði hafi lítið verið um út- gáfur sem þessar í skugga lausa- fjárkrísu eftir undirmálslána- vandræði í Bandaríkjunum. „En á eðlilegum árum er alla jafna mest að gera í janúar og febrú- ar í nýjum lánum. Við ákváð- um bara að vera snemma á ferð- inni í að banka upp á hjá fjárfest- um,“ segir Ingvar og bætir við að slíkar heimsóknir séu alvanaleg- ar og reglulegur þáttur í starf- semi bankans, hvort sem útgáfa skuldabréfa standi til eður ei. „Okkur finnst mikilvægt að vera sem oftast á ferðinni.“ - óká Glitnir kannar hug fjárfesta vestan hafs Óli Kristján Ármannsson skrifar „Ef að því er gætt að hafa margar fjármögnunar- leiðir og valkosti opna er hægt að sækja fé á við- ráðanlegum kjörum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings banka. Í desember sótti bankinn sem svarar um 37 milljörð- um króna í tveimur sambankalánum, öðru í Asíu og hinu í Evrópu. Að láninu í Asíu komu 12 bankar, en það var til þriggja ára upp á 160 milljónir Bandaríkjadala. Guðni segir kjörin í láninu ágæt, punktar yfir Libor millibankavöxtum. Að hinu láninu segir hann að hafi komið fjórir evrópskir bankar, en það var held- ur stærra. „Þeir lánuðu okkur 300 milljónir evra til eins árs á 60 punktum yfir Libor-vöxtum, sem er líka stórgott,“ segir Guðni. Vaxtakjör bankanna í skuldabréfaútgáfu ver- snuðu hins vegar heldur í gær samkvæmt tölum um skuldatryggingarálag á skuldabréf þeirra til fimm ára (CDS), en þetta álag getur sveiflast nokkuð dag frá degi. Við núverandi markaðsaðstæður hefur þetta álag hins vegar aukist á velflesta banka heims, en þykir hátt á útgáfu íslensku bankanna og gjarnan talað um íslenska álagið í því samhengi. Í gærmorgun hafði álag á bréf Kaupþings aukist um 8 punkta milli daga, var 318 punktar, um 16 punkta á bréf Glitnis, var 238 punktar og um 9 punkta á bréf Lands- bankans, en CDS-álag á þau var í gær 172 punkt- ar. Meiri breyting á álagi á bréf Glitnis en hinna bank- anna er rakin til fregna af mögulegri skuldabréfa- útgáfu sem í undirbúningi er í Bandaríkjunum hjá bankanum. Skuldatrygging- arálagið hefur hins vegar hækkað jafnt og þétt á bréf bankanna frá áramótum, eða um nærri fimmtung. Mest er hækkunin álagsins rúm 26 prósent á bréf Landsbankans, rúm 11 prósent á bréf Kaupþings og rúm 19 prósent á bréf Glitnis. Hjá íslensku bönkunum eru á þessu ári um 6,5 milljarðar evra á gjalddaga, að því er fram kom í samantekt á viðskipta- síðu Fréttablaðsins 5. janúar. Upphæðin nemur nálægt 600 milljörðum króna. Skiptingin á milli stærstu bankanna er þannig að að hjá Kaupþingi eru 1,7 milljarðar evra langtíma- lána á gjalddaga á árinu, 764 milljónir evra hjá Landsbank- anum og 2,2 milljarðar evra hjá Glitni, auk 1,1 milljarðs hjá dótturfélögum í Noregi. Hjá Straumi-Burðarási nema lang- tímaskuldir sem gjaldfalla á árinu 717 milljónum evra. Sóttu 37 milljarða til Asíu og Evrópu Í desember tók Kaupþing tvö sambankalán, annað upp á 160 milljónir dala í Asíu og hitt upp á 300 milljónir evra í Evrópu. CDS-álag á bréf bankanna hækkaði í gær. „Það er góð tilfinn- ing að margir hafi það hlutverk að leysa þetta,“ sagði Sigurjón Árnason, bankastjóri Lands- bankans, um al- þjóðlegu lausafjár- kreppuna, í hádegis- viðtali Markaðarins á Stöð tvö í gær. Þar vitnaði Sigur- jón til seðlabanka sem í vissum til- vikum hlaupa undir bagga með bönk- um. Sigurjón telur að kreppan hér á landi verði um garð gengin í vor eða sumar. Það skipti líka miklu máli að menn átti sig á því hvenær það versta sé yfirstaðið. Niður sveifla sé eðlileg en hann sjái ekki ástæðu til of mikillar svartsýni. „Af botninum er spyrn- an best, bara eins og í sundlaug- unum,“ sagði Sigur- jón. Sigurjón sagði að menn hefðu ekki verið alveg heiðar- legir í upplýsinga- gjöf og það væri hluti af orsök vand- ans. „Ég er ekki að segja að menn séu óheiðarlegir, en það er ljóst að jafnvel enn í dag er ekki allt komið fram. Það veldur ákveðinni óvissu.“ Hins vegar spái flestir vaxtalækkun á árinu og því fylgi góð tilfinning. Hann bætti því við að það væri „lán í óláni“ að íslensku bankarn- ir gengu í gegnum ákveðna krísu á árinu 2006. Það þýddi í raun að þeir hefðu búið sig vel undir lausafjárkreppuna nú „eiginlega alveg óvart“. - ikh Kreppunni lýkur í vor S K U L D A T R Y G G I N G A R - Á L A G Á 5 Á R A S K U L D A - B R É F B A N K A N N A ( C D S ) Dagsetning Landsbanki Kaupþing Glitnir 31.12.2007 136 286 199 01.01.2008 136 286 199 02.01.2008 137 288 202 03.01.2008 142 288 205 04.01.2008 151 299 214 07.01.2008 163 310 222 08.01.2008 172 318 238 Hækkun frá áramótum 26,36% 11,29% 19,31% SIGURJÓN ÁRNASON, BANKASTJÓRI LANDSBANK- ANS „Af botninum er spyrnan best.“ Hann telur að fjármála- kreppunni ljúki í vor eða sumar. Ekki sé ástæða til of mikillar svartsýni. „Það er mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu sem þessa,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holding, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir merki Icelandic Glacial í Ölfusi. „Nú er eigin- lega allt komið,“ segir hann og á þar við að fyrirtækið hafi frá upphafi fengið verð- laun fyrir flesta þætti sem snúa að vatninu allt frá hönnun flösk- unnar til umhverfis- stefnu fyrirtækisins og sé fátt eftir í rekstr- inum sem hægt er að verðlauna. Á dögunum bættist enn ein skrautfjöðrin í hattinn þegar netritið BevNet, sem samanstendur af sérfræðingum í drykkjarvörugeir- anum, krýndu Ice- landic Glacial besta vatn síðasta árs. Í umsögn segir meðal annars að vatnið sé einstak- lega hreint, frískandi og innihaldi lítið af aukaefnum. Fyrir þá sem ekki þekkja er litið á BevNet sem Biblíu vatnsbransans og heiður- inn eftir því. Icelandic Water Holding hefur verið á fleygiferð síðan fyrir- tækið skrúfaði frá krönunum í Ölfusi fyrir tæpum þremur árum en áætlað er að sexfalda söluna á árinu, að sögn Jóns. - jab Besta vatnið frá Icelandic Glacial Vatn Icelandic Glacial var sagt hreint, frískandi og með lítið af aukaefnum. GÓÐUR SOPI Icelandic Glacial, átappað vatn sem Jón Ólafsson og sonur hans Kristján framleiða, var á dögunum valið besta flöskuvatn síðasta árs. Í DEUTSCHE BÖRSE Í Evrópu og víðar um heim er þess beðið að markaðir taki flugið á ný eftir óróatíð og lausafjárkreppu sem ekki sér fyrir endann á. Kaupþing sótti fyrir skömmu 300 milljónir evra til fjögurra banka í evrópsku sambankaláni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGESMeð lækkandi verði hlutabréfa Kaupþings banka má segja að um leið hafi lækkað það verð sem bankinn gefur fyrir hollenska bankann NIBC. Lækkunin jafn- gildi 36,5 milljörðum króna. Kaupþing greiðir fyrir NIBC 1.392 milljónir evra, auk 140 milljóna hluta í Kaupþingi. Í ágúst síðastliðnum jafngilti þetta því að greiddar væru 2.985 millj- ónir evra fyrir NIBC. Miðað við gengi gærdagsins á bréfum Kaupþings, sem var um tíma í gær 770 krónur á hlut, eða 8,42 evrur, þá hefur verðmæti hlutabréfagreiðslunnar dregist saman um tæpar 400 milljónir evra, í 1.179 milljónir evra. Þetta jafngildir því að greidd sé 2.571 milljón evra fyrir NIBC. - óká Verð NIBC lækkar um 400 milljónir evra HÖFUÐSTÖÐVAR NIBC Í HOLLANDI Verðgildi hlutabréfanna sem Kaupþing gefur fyrir NIBC hefur lækkað síðan samið var um kaupin. Fjármálafyrirtækið Exista er sagt vera í kröppum dansi vegna skuldsetningar og takmarkaðs lausafjárflæðis. Þetta kemur fram í grein sænska viðskipta- blaðsins Dagens Industri í gær. Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu, segir félagið leggja ríka áherslu á öfluga lausafjárstöðu, ekki síst í núverandi markaðs- umhverfi. „Aðgangur okkar að lausu fé í árslok mætir endur- fjármögnunarþörf félagsins til næstu fimmtíu vikna og eru þá ekki taldar með auðseljanlegar eignir,“ segir hann. Aukinheldur segir hann endurfjármögnun fé- lagsins á þessu ári einungis um fjórðung af heildarfjármögnun síðasta árs. - óká FRÁ AÐALFUNDI EXISTA Vangaveltur eru um að tregt flæði lausafjár kunni að vera til trafala hjá Exista. Forsvarsmenn félagsins segja undirliggjandi gæði eigna mikil. Exista á fé til 50 vikna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.