Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R „Við erum að fara yfir þetta með viðskiptavinum okkar núna og getum ekkert sagt opinberlega um sinn,“ segir Ingólfur Bender, for- stöðumaður Greiningar Glitnis. Greiningardeildir bankanna eru að vinna að yfirlitum yfir það hvaða hlutabréf fólki er ráðlagt að kaupa, halda í eða selja. Ásgeir Jónsson, forstöðu maður Greiningardeildar Kaupþings, segir að von sé á yfirliti frá deild- inni á næstu dögum. Sama segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður Greiningardeildar Lands- bankans. „Það er hins vegar svo að það getur breyst á hálftíma hvort við ráðleggjum að kaupa eða selja í fyrirtækjum.“ Samkvæmt yfirliti Landsbank- ans fyrir þriðja ársfjórðung taldi Landsbankinn vænlegt að fólk keypti í tíu prósentum fyrirtækja, héldi í eign sína í 38 prósentum fyrirtækja og seldi hluti í 27 pró- sentum fyrirtækja. Ekki var lagt mat á fjórðung fyrirtækja í Kaup- höllinni. - ikh Ingimar Karl Helgason skrifar „Kvótaniðurskurðurinn mun hafa veruleg áhrif á þessu ári,“ segir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ. Þar eru þrjár hafnir: Í Ólafsvík, á Rifi og Arnarstapa. Björn segir að höfnin verði af 20 til 25 milljónum króna í tekjur á þessu ári, einkum vegna kvótanið- urskurðar. „Hingað til höfum við alltaf verið réttu megin við núllið.“ Miklar framkvæmdir verða í höfnum Snæfells- bæjar á árinu. Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins á að verja yfir 230 milljónum króna til framkvæmda. Þar af greiðir hafnarsjóður rúmar 50 milljónir. „Við ákváðum að leggjast ekkert í þunglyndi,“ segir Björn. Byrjað hafi verið á framkvæmdunum í fyrra og ekkert vit sé í öðru en að halda þeim áfram í ár. Meðal annars á að búa til yfir 600 metra langan grjótgarð við höfnina á Rifi og smíða trébryggju í Ólafsvík. „Ég held að við stöndum þokkalega og hafnar- sjóðurinn stendur vel,“ segir Runólfur Guðmunds- son, formaður hafnarstjórnar í Grundarfirði. Hann segir að þrátt fyrir þriðjungsniðurskurð á þorsk- kvótanum hafi ekki dregið úr umsvifum Grundar- fjarðarhafnar. Útgerðarmenn í plássinu hafi bæði keypt og leigt kvóta. „Svo var hér sett upp frysti- geymsla, eða frosthótel, sem fylltist í raun fáum klukkustundum eftir að hún var opnuð, svo hér urðu til ný atvinnutækifæri,“ segir Guðmundur, sem einnig nefnir saltgeymsluna á staðnum í þessu sam- hengi. „Við erum bara nokkuð bjartsýnir fram á næsta ár.“ Erla Friðriksdóttir, bæjar- og hafnarstjóri í Stykkishólmi, segir að verulega hafi dregið úr umsvifum hafnarinnar síðan skelin hrundi fyrir fjórum árum. Hún telur að þótt þorskaflinn hafi verið skertur um þriðjung, dragi ekki svo mjög úr umsvifum hafnarinnar í Hólminum. „Menn hafa líka gegnum tíðina landað annars staðar, svo kannski munar ekki svo mikið um þetta.“ Hundraða milljóna hafnarframkvæmdir Kvótaskerðingin hefur mikil áhrif á umsvif hafna landsins. Ákveðið hefur verið að halda áfram með framkvæmdir við HÖFNIN Í STYKKISHÓLMI Mun minni umsvif hafa verið eftir að skelfiskveiðin hrundi. Kvótaniðurskurðurinn hefur ekki svo mikil áhrif, segir hafnarstjóri. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur að eigin frumkvæði hafið frumathugun á því hvort norsk lög um kynjakvóta í stjórnum skráðra fyrirtækja standist Evr- ópurétt. Rannsóknin er í fullum gangi, en hún hófst í hitteðfyrra, sam- kvæmt upplýsingum sem Mark- aðurinn fékk hjá Eftirlits- stofnuninni í gær. Óvíst er hve- nær henni lýkur. Lög sem skylda skráð hluta- félög til þess að hafa að lágmarki fjóra af hverjum tíu stjórnar- mönnum af hvoru kyni gengu í gildi í Noregi fyrir tveimur árum. Samkvæmt athugun norsku ríkisstjórnarinnar voru þá sex- tán prósent stjórnarmanna konur. Frestur félaga til að gera úr bætur rann út nú um áramótin. Íslensk félög sem skráð eru í Noregi hafa lagað stjórnir sínar að nýjum lögum. Samkvæmt athugun Rann- sóknar seturs vinnuréttar og jafn- réttismála við Háskólann á Bif- röst, sem birt var um mitt síðasta ár, var engin kona í stjórn 70 af 100 stærstu fyrirtækjum lands- ins. Þá skipuðu konur 32 af ríf- lega 400 stjórnarsætum og hafði þá dregið úr hlutfalli kvenna í stjórnum frá árinu 2005. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur sagt að lagasetning í þessum efnum hér- lendis yrði þrautalending. „Fyrst beri að skoða allar aðrar leiðir að því sjálfsagða markmiði að jafna hlut kvenna og karla í stjórnum íslenskra fyrirtækja.“ - ikh ESA skoðar lögmæti kynjakvóta í stjórnum Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur skrif- að undir starfslokasamning við félagið, að því er fram kemur á Vísi. Ekkert hefur komið fram um efni samningsins, en búast má við að hann verði gerður opin ber á fundi hinn 12. febrúar næstkomandi þegar ársuppgjör FL Group verður kynnt. Hannes lét af störfum sem forstjóri FL Group nú fyrir ára- mót í kjölfar hrókeringa innan félagsins. Gengi bréfa í FL Group stendur nú í rétt rúmum tólf krónum á hlut í Kauphöll Ís- lands. - jsk Gengið frá málum Hannesar „Það er komin gróf mynd af þessu, en við þurfum ná- kvæma mynd. Það eru einhverjar vikur í þetta ennþá,“ segir Krist- inn Hallgrímsson, formaður skilanefndar Eignarhaldsfélags- ins Samvinnutrygginga. Ákveðið var á fundi full- trúaráðs Eignarhaldsfélagsins í fyrrasumar að slíta félaginu og stofna upp úr því Fjárfest- ingafélagið Gift. Þessu fylgir að eigendur Eignarhaldsfélagsins, þeir sem áður tryggðu hjá Sam- vinnutryggingum, fá hluti í Gift. Enn er þó óvíst hversu mikið hver eign- ast. Í fyrstu átti það að liggja fyrir í haust hversu mikið hver fengi en síðan var því frestað til áramóta. Nú er ljóst að málið frestast að minnsta kosti fram í annan mánuð ársins. Talið er að um 50 þúsund ein- staklingar og lögaðilar eignist hlut í Gift, en ljóst er að stærstu hluthafarnir í félaginu verða Samvinnusjóðurinn og Samband íslenskra samvinnufélaga. - ikh Enn beðið eftir Gift Heildarvelta á millibankamark- aði með gjaldeyri nam tæplega 4,97 milljörðum króna á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. Er það þrettán prósenta aukning frá árinu 2006. Fram kemur í Morgunkornum Glitnis að ljóst sé að samhliða fjölgun þátttakenda í gjaldeyris- viðskiptum og nánari tengslum við alþjóðlega gjaldeyrismark- aði, aukist velta á innlendum gjaldeyrismarkaði. Sá fyrirvari er þó sleginn að heildaraukning veltu á gjaldeyrismarkaði sé lík- lega mun meiri, enda taki töl- urnar einungis til viðskipta með gjaldeyri á millibankamarkaði. - jsk Mikil aukning gjaldeyrisviðskipta Ráðleggja um sölu hlutabréfa Greiningardeildir bankanna útfæra ráðleggingar til viðskiptavina á nýju ári. Hluthafafundur Stork N.V. í Hol- landi heimilaði á föstudag sölu Stork Food Systems til Marel Food Systems. Með heimildinni var brautin jafnframt rudd fyrir yfirtöku London Acquisition, sem að standa breski fjárfestingar- sjóðurinn Candover, íslenska fjárfestingafélagið Eyrir Invest og Landsbanki Íslands, á því sem eftir stendur af hollensku iðn- samstæðunni. Í tilkynningu Stork um sam- þykktina kemur fram að hún sé því háð að yfirtakan verði lýst skilyrðislaus, en til þess þurfa meðal annars 95 prósent hluthafa að samþykkja yfirtökutilboðið, sem hljóðar upp á 48,4 evrur á hvern hlut í Stork. Yfirtökutilboð- ið rennur út 14. þessa mánaðar. Í lok nóvember síðastliðinn gaf stjórn Stork því blessun sína að selja frá samstæðunni hluta starfseminnar og lýsti stuðningi við yfirtöku London Acquisition. Þá lá þegar fyrir stuðningur tæp- lega áttatíu prósenta hluthafa. Yfir takan á Stork N.V. er metin á 1,5 milljarða evra, eða sem nemur hátt í 140 milljörðum ís- lenskra króna. - óká Hluthafar Stork heimila sölu Stork Food Systems verður selt Marel með samþykki hluthafa Stork. FORSTJÓRARNIR SAMAN Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, á kynningarfundi Marels vegna yfirtökunnar á Stork í nóvemberlok. MARKAÐURINN/GVA FORTÍÐ EÐA NÚTÍÐ? Stjórn Stöðvar tvö árið 1990. Í miklum meirihluta stjórna stærstu fyrirtækja landsins sitja engar konur. Ekki er víst að lög sem skylda fyrirtæki til að hafa lágmarkshlutfall af hvoru kyni í stjórn standist Evrópurétt. ÁSGEIR JÓNSSON EDDA RÓS KARLSDÓTTIR INGÓLFUR BENDER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.