Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Jón Skaftason skrifar Hlutabréf í bandaríska kaffihúsrisanum Starbucks féllu um 42 prósent á nýliðnu ári, og var fyrir tækið meðal þeirra sem verst vegnaði á hinum banda- ríska NASDAQ-markaði. Gengi bréfa í félaginu hafa lækkað um ellefu prósent síðastliðna viku. Jim Donald, forstjóri Starbucks, var í gær látinn taka pokann sinn. Starbucks hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og rekur nú rúmlega fimmtán þúsund verslanir víðs vegar um heim. Sérfræðingar segja fyrir tækið einfaldlega hafa vaxið of hratt og nú sé heimamark- aðurinn í Bandaríkjunum fullmettur. Ekkert lát er þó á velgengni fyrirtækisins utan heimalandsins. Lausafjárkreppan hefur enn fremur haft áhrif á starfsemi Starbucks. Fyrirtækið hefur undan farin ár unnið markvisst að því að öðlast hylli meðal hinu ýmsu þjóðfélagsstétta, en nú þegar bandaríska hag- kerfið leikur á reiðiskjálfi halda efnaminni við- skiptavinir hins vegar að sér höndum. „Við höfum tekið ákvarðanir síðustu misseri sem skref fyrir skref hafa leitt til þess að Starbucks hefur misst hluta af þeim sjarma sem upphaflega einkenndi fyrirtækið,“ lét Howard Schulz stjórnar- formaður hafa eftir sér. Schulz tekur við forstjóra- starfinu nú þegar Donald hefur horfið á braut. Mikil samkeppni er á kaffihúsamarkaðnum í Bandaríkjunum, enda hafa risar á borð við McDon- ald‘s og Dunkin‘ Donuts undanfarið lagt aukna áherslu á kaffidrykki. Yfirlýst markmið Starbucks er að hafa tuttugu þúsund verslanir í Bandaríkjunum og tuttugu þús- und til viðbótar í öðrum löndum. Forsvarsmenn fé- lagsins virðast þó hafa dregið í land og stefna að því að opna hundrað verslanir árið 2008. Hlutabréf í Starbucks standa nú í rétt rúmum átján Bandaríkjadölum á hlut í NASDAQ-kauphöll- inni, en voru í 36 Bandaríkjadölum á hlut fyrir ári. Starbucks hikstar og forstjórinn rekinn Kaffihúsarisinn Starbucks var meðal þeirra fyrirtækja sem verst vegnaði á nýliðnu ári. Sérfræðingar telja kaffimarkað- inn í Bandaríkjunum mettan og spá því að áfram hægist á hjá Starbucks. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið rekinn. GÆÐIR SÉR Á STARBUCKS Í FORBOÐNU BORGINNI Starbucks rekur nú rúmlega fimmtán þúsund verslanir um allan heim. Ekkert lát virðist á velgengninni utan heimalandsins, þótt Bandaríkjamenn virðist hafa fengið nóg af Starbucks-kaffi í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Meðal Bretinn hefur nú meira milli hand- anna en meðal Bandaríkjamaður, sam- kvæmt könnun Oxford Economics. Er þetta í fyrsta skipti síðan við lok nítjándu aldar sem sú er raunin. Landsframleiðsla í Bretlandi nemur nú rúmlega 2,9 milljónum króna á mann á ári, en er rúmlega þrjátíu þúsund krónum lægri á mann í Bandaríkjunum. Adrian Cooper, sérfræðingur Oxford Economics, segir lífskjör hafa stórbatnað í Bretlandi undanfarin fimmtán ár. „Hér áður var talað um Bretland sem veikburða Evrópuþjóð. Svo er ekki lengur og nú trón- um við efst á lífskjaratöflunni.“ - jsk Bretar stöndugri en Bandaríkjamenn FRÁ LUNDÚNUM Bretar hafa nú meira milli handanna en Bandaríkjamenn, í fyrsta skipti síðan við lok nítjándu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Mississippi-ríki nýtur þess vafa- sama heiðurs að vera feitasta ríki í Bandaríkjunum, en þriðjungur íbúa fylkisins þjást af of fitu sam- kvæmt opinberum tölum. Hvergi í veröldinni, að örfáum Kyrra- hafseyjum undanskildum, eru fleiri offitusjúklingar en í Banda- ríkjunum. Sérfræðingar segjast ekki sjá fyrir endann á offituvanda Miss- issippi-búa, og spá því að árið 2015 verði helmingur íbúa ríkis- ins löggiltir offitusjúklingar. Ástæður offituvanda íbúa Miss- issippi eru margvíslegar. Íbúarn- ir hreyfa sig minnst allra Banda- ríkjamanna, enda eru veður- skilyrði erfið til líkamlegrar áreynslu, heitt og rakt. Yfirvöld í Mississippi leggja heldur ekki mikla áherslu á líkamlega hreyf- ingu en frímínútur í grunnskól- um voru nýlega afnumdar, og börnunum gert að sitja inni þar til skóla lýkur. Þá er fylkið eitt hið fátækasta í Bandaríkjunum en samkvæmt rannsóknum eru bein tengsl á milli offitu og fátæktar í hinum þróaðri löndum. Hollur matur er til að mynda mun dýrari en svo- kallað ruslfæði. - jsk Íbúar Mississippi feitastir Þriðji hver íbúi Mississippi-ríkis þjáist af offitu. Sérfræðingar spá því að hlutfallið nái helmingi árið 2015. OF ÞUNGUR Hvergi í Bandaríkjunum eru fleiri offitusjúklingar en í Mississippi- ríki. Fátækt íbúanna er talin ein stærsta orsökin. Breska knattspyrnustórveldið Manchester United hagnaðist um tæplega tíu milljarða króna á síðasta fjárhagsári, samkvæmt spám sérfræðinga en uppgjör fé- lagsins verður birt á fimmtudag. Manchester United getur því á ný borið sæmdarheitið ríkasta félag Bretlandseyja, en Arsenal hefur haldið þeim titli frá síð- ustu uppgjörahrinu. Samkvæmt spánni velti Manchester United 25,2 millj- örðum króna á árinu og skaut því Arsenal, sem velti 24,8 millj- örðum króna, ref fyrir rass. Spænsku risarnir í Real Madrid eru enn ríkasta félag veraldar, þótt ensku risarnir séu ekki langt undan. Bætt fjárhagsstaða Man- chester United er rakin til góðs árangurs inni á vellinum árið 2007, en félagið vann enska meistaratitilinn á árinu auk þess að komast í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu. Þá tapaði Manchester United úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á eftir- minnilegan hátt. Risarnir tveir heyja ekki ein- ungis harða baráttu utan vallar því liðin sitja í tveimur efstu sætum ensku úrvalsdeildarinn- ar og hafa skipst á að hafa for- ystu undanfarnar vikur. - jsk United á toppinn á ný Manchester United er aftur orðið ríkasta félag Bretlandseyja. Liðið háir harða baráttu við Arsenal bæði innan og utan vallar. MARKI FAGNAÐ Manchester United náði góðum árangri bæði innan og utan vallar á síðasta ári. Félagið vann enska meistaratitilinn á ný og getur að auki með réttu talist ríkasta félag Bretlandseyja. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bresku verslanakeðjurnar Jane Norman og House of Fraser, sem Baugur keypti ásamt fleiri fjár- festum seint í hittifyrra, áttu góðu gengi að fagna á síðasta ári. Rekstrarhagnaður Jane Norman nam 21,5 milljónum punda, jafnvirði 2,6 milljarða króna, á síðasta ári samanborið við 9,6 milljónir punda árið á undan. Taka ber fram að rekstrar- ár Jane Norman nær frá mars- lokum ár hvert og því enn tæpir þrír mánuðir þar til árinu lýkur í bókum verslunarinnar. Jólin voru að sama skapi góð hjá House of Fraser en hagnaður- inn tvöfaldaðist á milli ára í jóla- mánuðinum auk þess sem sala jókst um 2,4 prósent á milli ára, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá félaginu. Don McCarthy, stjórnarformaður House of Fraser, sagði í samtali við breska fjölmiðla í gær útlit fyrir gott ár. Þetta er ekki í samræmi við afkomuna hjá öðrum breskum verslunum sem neyddust til að horfa upp á samdrátt um hátíð- arnar, samkvæmt breskum fjöl- miðlum. - jab Góð jól hjá Baugi í Bretlandi VIÐSKIPTAVINIR Í KAUPHUGLEIÐINGUM Sala jókst bæði í verslunum Jane Norman og House of Fraser um jólin. Öðru máli gegnir um samkeppnisaðilana. James Cayne, forstjóri banda- ríska bankans Bear Stearns, mun taka poka sinn á næstu dögum, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Blaðið segir stjórn bankans hafa verið undir miklum þrýst- ingi í kjölfar mikilla afskrifta úr bókum félagsins vegna tapa á fasteignalánavöndlum. Þá tap- aði bankinn 854 milljónum dala, 53 milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra en það var fyrsta tapið í sögu bankans. Þá hefur gengi félagsins fallið um rúm 50 prósent frá miðju síð- asta ári sem er meira en aðrir bankar hafa þurft að horfa upp á. Eina lausnin var að láta for- stjórann fara, samkvæmt blað- inu. Cayne bætist við þetta í hóp forstjóra nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem hafa staðið upp úr forstjórastól- um í skugga lausafjárþurrðar- innar eftir vanskilaaukningu á fasteignalánamarkaði. - jab Forstjóri Bear Stearns látinn fara VIÐ BANKANN Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur ákveðið að vísa forstjór- anum á dyr eftir taprekstur á síðasta ári. MARKAÐURINN/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.