Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H A U S Fjárfestar, greinendur og aðrir markaðsaðilar eru sammála um að talsverð óvissa, jafn- vel taugatitr- ingur, ríki á hlutabréfa- mörkuðum í hinum vest- ræna heimi um þessar mundir. Gengi hluta- bréfa, sem fyrir um hálfu ári stóð í met- hæðum, hefur almennt lækk- að hratt upp á síðkastið, mörg hver um allt að fimmtíu pró- sent og meira. Mesta lækkunin er á gengi bréfa hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum. Lausafjárkreppan, sem rót á að rekja að mestu til mikilla vanskila á áhættusömum undirmálslánum, líkt og greiningardeild Kaup- þings kallaði lán þessi sem veitt voru einstakl- ingum með litlar tekjur og lélegt lánshæfi til íbúðakaupa í Bandaríkjunum fram undir mitt síðasta ár, hefur hrint af stað alvarlegri keðju- verkun sem geti aukið til muna hættuna á efnahagskreppu vestanhafs, að margra mati. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merrill Lynch fullyrðir í nýlegri skýrslu að lokahöggið hafi verið rekið á föstudag í síðustu viku þegar tölur um atvinnuþátttöku voru birtar. Atvinnuleysi mældist fimm prósent í jóla- mánuðinum. Það er 0,3 prósentustiga aukn- ing á milli mánaða og ívið meira en reiknað var með. Þá hefur fasteignasala dregist mjög saman og ekki verið með dræmara móti í tólf ár. Þeir allra svartsýnustu segja dyrun- um hafi verið hrundið upp á gátt fyrir efna- hagskreppu. Líkt og bent var á í áramóta- blaði Markaðarins segja aðrir að ástandið á geti jafnað sig um mitt ár og hugsanlega geti fjárfestar á ný fengið fast land undir fætur á seinni hluta þess. Fjárfestar, jafnt innlendir sem erlendir, bíða óþreyjufullir eftir ársuppgjörum fyrir- tækja, ekki síst í fjármálageiranum, enda reiknað með að þar leynist lyklarnir að því sem koma skuli. Talsverðrar óvissu gætir hins vegar hvað þar megi finna. Sumir segja ljóst að fyrirtækin komi mörg hver ekki vel inn í nýja árið en bæta við að slíkt hafi mátt sjá fyrir, leiðréttingin komin fram í verðlagningu hlutabréfa og muni markaðurinn jafna sig um mitt ár. Þeir svartsýnu óttast hins vegar að lausafjárkreppan hafi bitið fastar í flest fyrir- tækin en reiknað hafi verið með, ekki síst í fjármálageiranum, og sjá dökkt framundan. HVAÐ GERÐIST? Menn eru sammála um að samverkandi þætt- ir liggi til grundvallar fjármálakreppunni, sem einnig hefur verið kölluð bankabólan. Í fyrsta lagi liggur einn anginn í mikilli hækk- un á fasteignaverði víða um heim, þar á meðal hér á landi og lánveitingum banka og fjármála- fyrirtækja til fasteignakaupa. Samkvæmt vefsvæði Global Property Guide, sem heldur utan um upplýsingar um þróun fasteigna- verðs um heim allan hefur mesta verðhækk- unin orðið í gömlu Austantjaldslöndunum. Þar á hlut að máli tiltölulega nýfengið sjálf- stæði ríkjanna, bættur efnahagur íbúanna og innganga í Evrópusambandið. Þá hefur fast- eignaverð rokið upp síðastliðin ár í Asíu, ekki síst á þéttbýlustu svæðum í Kína. Þróunin hefur verið á hinn veginn upp á síðkastið víðast hvar, ekki síst í Bandaríkjun- um en þar hefur fasteignabólan kólnað hratt. Breytingarnar eru mismiklar eftir svæðum enda eðlilegt að mesta lækkunin verði þar sem mesta hækkunin hafi verið upp á síð- kastið. Fram til þessa hefur nægt fjármagn verið til á markaðnum og dyrnar galopnar að því fyrir bæði einstaklinga og fyrirtækja í kaup- hugleiðingum. Bankar og fjármálafyrirtækja komu að sjálfssögðu til móts við fólk í kaup- hugleiðingum og bauð þeim lán til kaupa á fasteign. Lánin voru eins og gengur af ýmsum toga. Íslensku viðskiptabankarnir tóku þátt í leiknum er þeir hófu að veita fasteignalán um svipað leyti og fasteignabólan var að taka stökkið hér síðla árs 2004. Lánin vissulega mishá, hundrað prósent af kaupverði íbúðar þegar mest lét. Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs Óræð skref eftir bankabólu Lausafjárþurrðin sem riðið hefur húsum frá því um mitt síðasta ár hefur komið illa við kauninn á mörgum eftur góðærisskeið. Svartsýnustu spámenn segja efnahagskreppu handan við hornið. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði ástandið og gerði tilraun til að sjá hvað framtíðin bæri í skauti sér. ÓRÆÐ STAÐA Á HLUTABRÉFA- MARKAÐI Gengi hlutabréfa hefur fallið í fjölmörgum kauphöllum í hálft ár í kjölfar þess að bóla á bandarískum fasteignamarkaði sprakk með látum. Stemningin virðist á tíðum svipuð og þegar net bólan sprakk um síð- ustu aldamót. MARKAÐURINN/AFP ÖLDUGANGUR ÚRVALSVÍSITÖL- UNNAR Eins og sést reis Úrvalsvísitalan hratt allt frá árinu 1997 byrjun árs 2000. Þá tók hún dýfu undir lok árs uns hún náði botninum í 988,6 stigum í ágúst 2001. Fall hennar nam rúmum 47 prósent á einu og hálfu ári. Til samanburðar hafði vísitalan rokið upp um 76 prósent frá því seint í júlí 2006 þar til hún náði sínu hæsta gildi í fyrra. Fallið hefur að sama skapi verið snarpara, 36,5 prósent á 116 viðskipta- dögum. Til samanburðar féll vísitalan um rétt rúm 18 prósent á jafn mörgum dögum um aldamótin. Eins og kunnugt er sprakk net- bólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með upp- sveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. Eins og sjá má á gröfunum hafði gengi hlutabréfa hækk- að mikið fram að aldamótum, ekki síst í tæknifyrirtækjum áður en hrikta tók í stoðunum á árabilinu 1999 til 2000. Þannig náði Dow Jones-vísitalan, sem samanstendur af bandarísk- um iðnaðar- og verslunarfyrir- tækjum, sínu hæsta lokagildi, 11.326 stigum, í ágúst þetta sama ár. Hún dalaði hratt eftir það og hafði fallið um 35,7 pró- sent þegar botninum var náð í október rúmum þremur árum síðar. Nasdaq-vísitalan, sem saman- stendur af tæknifyrirtækjum, rauk hæst í rúm fimm þúsund stig á vormánuðum árið 2000 en féll svo hratt í djúpum stökkum næstu þrjú árin og hafði fallið um 78 prósent þegar yfir lauk. Vísitalan hefur ekki borið barr sitt síðan en lokagengi henn- ar fór hæst í 2.859 stig í enda október í fyrra. Vísitalan hefur fallið um rúm tólf prósent í óróleikanum nú frá hæsta gildi hennar fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í kjölfar þess að netbólan sprakk drógu neytendur að sér höndum með þeim afleiðingum að mjög dró úr einkaneyslu. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu,“ sagði dr. Pedro Videla, sem nefndur er hér til hliðar. Fjárfestar gerð- ust áhættufælnir í kjölfarið og færðu fjármuni sína yfir í aðrar og tryggari eignir líkt og nú. Hann bætti við að seðlabönk- um helstu hagkerfa hefði tekist að snúa þróuninni við með sam- hentum aðgerðum sem fólust í því að keyra stýrivexti niður og koma hjólum hagkerfisins af stað á ný. Þróunin minnir á netbóluna jan. ‘97 júlí ‘97 jan. ‘98 júlí ‘98 jan. ‘99 júlí ‘99 jan. ‘00 júlí ‘00 jan. ‘01 júlí ‘01 jan. ‘02 júlí ‘02 jan. ‘03 júlí ‘03 jan. ‘04 Ú R V A L S V Í S I T A L A N 1 9 9 7 T I L 2 0 0 4 2.000 1.750 1.500 1.250 1.000 750 0 22.500 20.000 17.500 15.000 12.500 10.000 7.500 5.000 2.500 0 E R L E N D A R V Í S I T Ö L U R Á R I N 1 9 9 7 T I L 2 0 0 4 Nikkei Dow Jones FTSE Nasdaq jan. ‘97 júlí ‘97 jan. ‘98 júlí ‘98 jan. ‘99 júlí ‘99 jan. ‘00 júlí ‘00 jan. ‘01 júlí ‘01 jan. ‘02 júlí ‘02 jan. ‘03 júlí ‘03 jan. ‘04

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.