Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 13
H A U S MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 var til skamms tíma jafn hátt. Allir lánveitendur sáu síðar að sér og lækkuðu lánshlutfallið á endan- um. Fasteignaverð hækkaði eðlilega eftir því sem fjármagn og skuldsetningar urðu ódýrari. Eftir því sem vanskilaaukning á undirmálslána- markaði jókst síðasta sumar lokuðust dyr bank- anna að fjármagni hægt og bítandi enda þurftu margir þeirra, ekki síst bankar í Bandaríkjunum og Bretlandi, að hafa sig allan við til að koma í veg fyrir lausafjárþurrð. Ljóst er að dyrunum hefur víða verið lokað fyrir lánsfé til jafn umsvifamikilla fyrirtækjakaupa og síðastliðin misseri en það fjármagn sem enn er veitt fæst gegn háum vöxtum. Þeir heppnu, fyrirtækin sem tryggðu sig fyrir fjármagni, svo sem í formi leyfa til skuldabréfaútgáfu á jaðarmörkuðum, svo sem í Asíu, Miðausturlöndum, Kanada, Ástralíu og víðar, eru hins vegar með pálmann í höndunum. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýr- ingar hjá Kaupþingi, sagði í Fréttablaðinu á dögun- um, að bankinn hefði verið framsýnn þegar hann sótti um leyfi til skuldabréfa útgáfu í Japan fyrir tveimur árum. Kollegar hans á Norðurlöndunum hafi fundist gjörningurinn vart fyrirhafnarinnar virði þar sem vaxtaálag var þá hærra en í Evrópu. Það er nú sambærilegt, að hans sögn. KREPPUMERKI Það er ekki ofsögum sagt að síðastliðin þrjú ár hafi ríkt eitt mesta góðærisskeið sem heimshagkerf- ið hafi gengið í gegnum í rúm þrjátíu ár, líkt og dr. Pedro Videla, prófessor í hagfræði við Roosevelt University í Chicago í Bandaríkjunum og við Uni- versidad Adolfo Ibánez í Chile, benti á í erindi sínu á vegum Kaupþings í maí í fyrra. Á sama tíma hefur verðbólga aukist jafnt og þétt í flestum lönd- um á móti. Slík þróun er alla jafna undanfari niður- sveiflu og samdráttarskeiðs og líkist um margt net- bólunni svonefndu sem sprakk með látum skömmu eftir síðustu aldamót. Nokkrar mismunandi túlkanir eru reyndar á því hvað teljir til samdráttarskeiðs. Alla jafna er það þegar dregið hefur úr hagvexti í hálft ár og lengur og verðbólga eða verðhjöðnun átt sér stað. Þá auk- ast líkurnar enn frekar á samdrætti þegar dregur úr framleiðni og atvinnuþátttöku líkt og í Banda- ríkjunum í enda síðasta árs. Ótti fjármálasérfræðinga er ekki úr lausu lofti gripinn. Aukið atvinnuleysi samhliða kólnun á fast- eignamarkaði í Bandaríkjunum getur leitt til þess að neytendur þar dragi saman seglin. Slíkt getur komið harkalega niður á einkaneyslu. Það getur svo aftur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega þar sem um sjötíu prósent af hagvexti vestanhafs er drifinn áfram af einkaneyslu. Minni einkaneysla og samdráttur í hagvexti í Bandaríkj- unum getur síðan haft keðjuverkandi áhrif því tæpur þriðjungur hagvaxtar í heiminum kemur þaðan. Máli sínu til stuðnings benti Videla á tengsl Bandaríkjanna og Kína, en bæði löndin eiga stóran skerf í hagvexti á heimsvísu. Náið viðskiptasam- band hefur verið á milli landanna um árabil. Dragi úr eftirspurn í Bandaríkjunum getur það leitt leitt minni útflutnings frá Kína og því megi ætla að samdráttaráhrifa muni gæta þar á næstunni og jafnvel víðar í Asíu. Nokkuð hefur dregið nú þegar úr innflutningi í Bandaríkjunum enda gengi bandaríkjadals afar lágur gagnvart helstu gjaldmiðlum, ekki síst evru. Það hefur svo aftur dregið úr útflutningi frá evru- svæðinu og vakið upp harmakvein hjá forsvar- mönnum atvinnugreina í álfunni en þeir hafa þrýst mjög á evrópska seðlabankann að lækka vexti, draga þar með úr styrkingu evrunnar. AÐGERÐIR GEGN SAMDRÆTTI Seðlabankar víða um heim hafa gripið til ýmissa ráða til að sporna gegn lausafjárþurrðinni og hugs- anlegu samdráttarskeiði. Seðlabankar í Bandaríkj- unum, Kanada, Ástralíu, í Bretlandi og evrusvæð- inu hafa allir dælt inn fjármagni á markaði auk þess sem fjármálafyrirtækjum hefur gefist kostur á að sækja sér fjármagn á lægri vöxtum en alla jafna hefur gefist. Þá hafa aðrir bankar, svo sem seðlabankar Bandaríkjanna og Englandsbanki í Bretlandi lækkað stýrivexti í fyrsta sinn í áraraðir í von um að halda lífi í neyslunni. Í ofanálag náðu bandarísk stjórnvöld samkomulagi við þarlend fasteignalánafyrirtæki þess efnis að „frysta“ vexti undirmálslána til fimm ára til að draga úr vanskila- aukningu og koma í veg fyrir upptöku eigna og gjaldþrota samfara þessu. Seðlabankar eru á milli steins og sleggju nú um stundir, líkt og Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital og fyrrum forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands, benti á í áramóta- blaði Markaðarins. Tryggvi benti á að merkilegt hafi verið að fylgjast með viðbrögðum bankanna enda hafi þeir horfið frá verð- bólgumarkmiðum sínum og ýmist haldið stýrivöxtum óbreyttum eða lækkað þá til að bregðast við ástand- inu. Líkt og fram kom bæði í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og fleiri í enda síðasta árs, eru blikur á lofti í efnahagsmálum bæði hér og erlendis og vegur hún þyngra á vogarskálunum en verðbólgu- hættan. Bandaríski seðlabankinn hefur til dæmis brugð- ist við stöðunni með snarpri lækkun stýrivaxta í þrígang frá því í haust í fyrra og keyrt þá niður úr 5,25 prósentum í 4,25 prósent. Flest bendir til að hann muni endurtaka leikinn í enda þessa mánaðar en vonast er til að bankinn lækki vextina um allt að 50 punkta hið mesta. Gangi það eftir fara vextirn- ir í 3,75 prósent og hafa ekki verið lægri þar í landi síðan síðla árs 2005. Vaxtaákvörðunardagur er í Bretlandi og á evru- svæðinu á morgun. Flestir greinendur telja líkur á að bankarnir haldi báðir stýrivöxtum óbreyttum í ljósi aðstæðna á mörkuðum þrátt fyrir verð- bólguþrýsting í hagkerfinu, að mati Bloomberg- fréttaveitunnar. Vissulega er úr vöndu að ráða. Eða eins og Tryggvi Þór bendi á í áramótablaði Markaðarins: „Þetta sýnir hve gríðarlega alvarleg staðan er,“ sagði hann. jan feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. 2007 2008 Ú R V A L S V Í S I T A L A N 9.000 8.000 7.000 6.000 0 20.000 19.000 18.000 17.000 16.000 15.000 14.000 0 N I K K E I 15.000 14.000 13.000 12.000 0 D O W J O N E S 7.000 6.750 6.500 6.250 6.000 0 F T S E 3.000 2.750 2.500 2.250 0 N A S D A Q ÓSÁTTIR LÁNTAK- ENDUR Viðskiptavinir banka og bandarískra fasteignalánafyrirtækja sem lent hafa í van- skilum vegna þungrar greiðslubyrgði hafa í auknum mæli sakað fyrirtækin um að hafa í hagnaðarskyni prangað áhættusömum lánum á þá. Markaðurinn/AFP Fasteignabólan og lausa- fjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar van- skilaaukningar á svoköll- uðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjun- um frá því snemma á síð- asta ári. Lántakar voru flestir einstaklingar sem alla jafna hafa lágar tekjur, lítið greiðsluhæfi og ekki átt aðgang að venjulegum íbúðalánum. Lán til þessa hóps hafa skiljanlega þótt áhættusamari en önnur lán og bera því hærri vexti þar sem reiknað er með meiri vanskilum af þeim en venjulegum lánum. Afborganir af lánum sem þessum voru lágar í fyrstu en fóru hækkandi eftir því sem á leið, gjarnan eftir tvö ár. Þegar heildarvaxta- byrði lenti á lántaka af full- um þunga varð róðurinn eðlilega erfiður fyrir stór- an hóp lántaka sem hafði lítið milli handanna. Þegar vísbendingar um aukin vanskil á þess- um undirmálslánamarkaði komu fram á vordögum ný- liðins árs kom í ljós að útlán fyrirtækjanna náðu út fyrir þann ramma sem þeim var settur. Í einhverjum tilvik- um mun eldri borgurum hafa verið veitt lán sem þessi til endurfjármögn- unar, jafnvel sjúklingum eða einstaklingum sem áttu erfitt með að skilja smáa letrið. Í öðrum til- vikum voru litlar kvaðir á lántaka að þeir sýndu fram á eignir til trygginga eða tryggar tekjur. Skrúf- að hefur verið fyrir lán- veitingar sem þessar að miklu leyti og útlánaregl- ur hertar til muna. Íbúðabréfum fjármála- fyrirtækjanna var vöndl- að saman með flóknum fjármálagerningum, sem komið hefur á daginn að fáir skildu, en báru vænt- ingar um háa vexti þegar nær dró skuldadögum. Þegar vanskil tóku að aukast á undirmálslána- markaði vestanhafs síð- asta vor og fram eftir ári hrundi spilaborgin á skömmum tíma. Þeir bankar og fjármálafyrir- tæki sem fest höfðu kaup á lánavöndlum sem sam- anstóðu að stóru leyti af bandarískum undirmáls- lánum neyddust til að horfa upp á mikla eignarýrnun. Þrír af stærstu bönkum Bandaríkjanna hafa til að mynda afskrifað tæpa 100 milljarða dala, jafnvirði rúmra sex þúsund millj- arða íslenskra króna, úr bókum sínum af þessum sökum á þriðja ársfjórð- ungi. Reiknað er með að allt að þriðjungi lægri upp- hæð fari á afskriftareikn- inginn fyrir síðasta fjórð- ung ársins. Þá eru ótaldar afskriftir fleiri banka vest- anhafs og kollega þeirra í öðrum löndum. Banka- stjórar margra þeirra hafa verið látnir taka poka sína í kjölfarið. Afskriftirnar hafa sett stórt skarð í afkomutölur fjármálafyrirtækjanna og gengi margra þeirra fallið um allt að fimmtíu pró- sent. Það gerir fyrirtækin að aðlaðandi fjárfestinga- kostum og telja fjárfestar því að vel megi búast við yfirtökum og jafnvel sam- runa banka og fjármála- fyrirtækja víða um heim í meiri mæli á næstunni af þessum sökum. Hugsanlegt að bankar sameinist Heimsmarkaðsverð á hrá- vöru hefur undanfarna mán- uði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæð- um upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækk- unum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og vald- ið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausa- fjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestinga- kostum í skugga óró leika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virð- ist á fleygiferð. Bloom berg- fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óró- leiki á fjármálamörkuð- um lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svip- uðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuð- um, svo sem í Kína, Ind- landi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði elds- neyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloom- berg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagn- ing olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudrop- inn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leit- að leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem fram- leitt er úr lífmassa til sög- unnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem fram- leiða íhluti tengda sólarraf- hlöðum, svo mikla að verð- lagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjár- málafyrirtækjum nú. „ELDSNEYTISSÁNING“ Í BÍGERÐ Margir bændur í Bandaríkjunum hafa séð hag sínum betur borgið með kornrækt til eldsneytisnotkunar en mann- eldis enda fá þeir meira fyrir sinn snúð. MARKAÐURINN/AFP Hætta á hrávörubólu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.