Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR14 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@ markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid. is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... U M V Í Ð A V E R Ö L D Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Straums- Burðaráss og Actavis, sagði í síðasta Markaði að margir álitu að svipt- ingar undanfarinna vikna mörkuðu upphaf endaloka bankabólunnar svokölluðu, en hún tók við af netbólunni fyrir fimm árum. „Bankabólan byggir á þeirri ranghugmynd að fjármálafyrirtækin skipti mestu máli í heiminum við sköpun verðmæta og að skilvirkari nýting fjármuna geti ein knúið áfram aukinn hagvöxt. Dæmi eru um efnahagskerfi á Vesturlöndum þar sem hagvöxtur undanfarinna ára hefur verið knúinn áfram af skuldsetningu einni en ekki með betrum- bótum á innviðum eða framleiðsluaukningu,“ sagði Björgólfur Thor. Ljóst er að stór fjármálafyrirtæki úti í heimi hafa orðið fyrir nokkr- um álitshnekki síðustu mánuði. Menn hafa farið of geyst í að búa til það sem kallað er flóknar fjármálaafurðir til að fjármagna skuldsett kaup. Áhættan var misreiknuð. Fyrir vikið var lánsfé ódýrt og lánin ótrygg og markað- ir með ýmsa fjármálavafninga hrundu í kjölfarið. Það mun taka tíma fyrir sér- fræðinga að átta sig á hvaða pappírar viðhalda verðmæti sínu. Á meðan ríkir mikil tortryggni á markaðnum sem bitn- ar á lánamarkaðnum í heild. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, hefur sagt í Markaðn- um að vantraustið sé nú algjört. „Allir trúa því að mótaðilinn hafi Svarta Pétur á hendi og það verður ekki fyrr en upp- gjör og afskriftir ársins líta dagsins ljós sem menn fara að slaka á og þá fyrst mun lausafé aukast á ný og fjármála- kerfið leita í eðlilegra horf.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður Baugs Group, og Ágúst Guð- mundsson, forstjóri Bakkavarar Group, hafa lýst þessum tíma sem afturhvarfs til raunveruleikans. Mönnum hafi verið kippt niður á jörðina. Svipuð afstaða er fólgin í því viðhorfi og sýn Björgólfs Thors á ástandinu. Framleiðslufyrirtækin eru aftur komin í tísku. Björgólfur Thor segir umrótið á seinni hluta ársins 2007 hafa dregið fram tvíþætt umskipti á fjármálamörkuðum. Annars vegar að framleiðslufyrirtækin og grunnvörur eins og vatn, orka, prótín og byggingar efni séu aftur að verða ráðandi þættir á fjármálamörkuðum. Hins vegar að fjármagnið leiti í ríkari mæli frá gamla heiminum til hinna nýju, stóru hagkerfanna í Asíu og Suður-Ameríku. Myndinni sem þessir forystumenn mála af mörkuðum í dag svipar til þeirrar sem sást í kjölfar netbólunnar. Menn missa sjónar á hinum raunverulegu verðmætum og því sem knýr áfram hagvöxt til lengri tíma þegar bólan er að þenjast út. Vissulega skipta alþjóðleg fjármálafyrirtæki gríðarlega miklu máli við að beina fjármagni í skilvirkan farveg. Það skiptir máli þegar sí- fellt þarf að bæta nýtingu fjármuna og auka hagvöxt. En vandamál fjármálamarkaða undanfarinna vikna sýna að grundvöllur lánveitinga verður að vera traustur. Áhætta í öllum eignaflokkum hefur nú verið endurmetin. Lítið skuld- settir fjárfestar, sem eiga traust eignasafn og fyrirtæki sem skila góðu sjóðstreymi, standa sterkast að vígi. Tími framleiðslufyrirtækja, sem geta bætt innviði sína og aukið framleiðslu, er kominn. Aftur. Sterk staða framleiðslufyrirtækja með gott sjóðstreymi: Ranghugmyndin um bankabólu og hagvöxt Björgvin Guðmundsson FORSETI ÍSLANDS Á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU Nemendur í Þelamerkurskóla mynduðu fánaskjaldborg um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í heimsókn hans þangað á degi íslenskrar tungu í nóvember síðastliðnum. Greinarhöfundur segir viðskiptalífið eiga forset- anum margt að þakka og fagnar því að hann gefi áfram kost á sér í embættið. MARKAÐURINN/HEIÐA.IS Fagnaðarefni er að Ólafur Ragnar Grímsson skuli gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti Íslands. Ekki síst er þetta sérstakt fagnaðarefni fyrir ís- lenskt viðskiptalíf sem hefur átt sterkan bakhjarl í Ólafi Ragnari, en forsetinn hefur verið einstak- lega duglegur að veita íslenskum fyrirtækjum aðstoð og stuðning í útrás þeirra. Ólafur Ragnar stendur svo sannarlega ekki einn því við hlið hans stendur glæsileg eiginkona, Dorrit Moussaieff, sem hefur opnað ýmsar dyr erlendis á sviði menningar, lista og viðskipta. VIÐSKIPTALÍFINU ÓMETANLEGT Ég gef ekki mikið fyrir þá gagn- rýni að forsetinn hafi fjarlægst þjóðina, mörgum finnst að hann hafi nálgast fólkið og atvinnulífið betur en aðrir forsetar. Ferðalög forsetans erlendis eru alls ekki merki um að hann hafi fjarlægst þjóðina, miklu frekar merki um mikinn dugnað hans og metnað fyrir hönd þjóðarinnar. Íslensku viðskiptalífi hefur verið ómetanlegt hve markvisst Ólafur Ragnar hefur unnið að því að leggja íslenskum fyrirtækjum lið á alþjóðavettvangi. Hann hefur opnað ýmsar dyr erlendis sem ella væru íslenskum fyrir- tækjum enn lokaðar. Ég hef sjálfur í nokkur skipti fylgt forsetanum erlendis og hlustað á hann flytja tækifæris- ræður, nú síðast í Rúmeníu í september 2007. Alls staðar vekur hann mikla athygli og að- dáun, frábær ræðumaður, talar af þekkingu og innsæi um þau mál sem efst eru á baugi. Hann er alþýðlegur og á gott með að blanda sér í samræður við ókunn- ugt fólk. Það var eins og dagur og nótt að hitta forseta Rúmeníu og Íslands hvað Ólafur Ragnar bar af í þeim samanburði. Enda spurði rúmenskur sessunautur mig í einni veislunni hvort þeir gætu ekki fengið Ólaf Ragnar sem forseta Rúmeníu. Ég taldi það af og frá því hann ætti eftir að spila eitt kjörtímabil enn. Á AÐ TJÁ SIG UM ÞJÓÐFÉLAGS- MÁL Íslenskt viðskiptalíf hefur átt hauk í horni þar sem Ólafur Ragnar er og viðskiptalífið treystir á hann og veit að hann mun á næstu árum leggja því enn frekara lið. Útrás íslenskra fyrir- tækja er ekki stopp, þó að gefið hafi á bátinn um stund, menn munu slá af eins og góðir sigl- ingamenn myndu gera, en það mun gefa byr í seglin á nýjan leik. Við eigum mörg tækifæri erlendis þó að sennilega muni bera hæst frekari fjárfestingar í fjármálageiranum og í orkugeir- anum, en í orkumálum er for- setinn á heimavelli. Ísland mun á næstu árum verða mjög áber- andi í umræðunni um vistvæna orkugjafa. Síðastliðið haust flutti for- setinn mjög merkilega ræðu í Bandaríkjunum um vistvæna orkugjafa og var tekið vel eftir henni í þarlendum fjölmiðlum. Það er ekkert að því að for- setinn tjái sig um þjóðfélags- mál. Það sýnir þekkingu hans og áhuga og ef hann gerði það ekki mætti líta svo á að hann væri yfir það hafinn að hafa skoðun á þeim málum sem hæst ber. Umræðan um hvort takmarka skuli kjörtíma forseta er út í hött. Völd forsetans eru ekki slík að nokkur þörf sé á því að tak- marka kjörtímann. Það mætti miklu frekar ræða hvort tak- marka ætti kjörtíma alþingis- manna eða setu á ráðherrastóli. Áfram Ólafur Ragnar Áhætta í öllum eignaflokkurm hefur nú verið endurmetin. Lítið skuldsettir fjár- festar, sem eiga traust eignasafn og fyrirtæki sem skila góðu sjóð- streymi standa sterkast að vígi. O R Ð Í B E L G Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri Veigs ehf. fjárfestingarfélags Þrýst á seðlabankann Guardian | Breskir verslanaeigendur þrýsta þessa dagana á Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, að lækka stýrivexti sína um allt að 50 punkta. Banka- stjórnin kemur saman á vaxtaákvörðunardegi á morgun og reikna flestir með að þvert á vonir manna verði ákveðið að halda vöxtum óbreyttum að sinni í 5,25 prósent- um í skugga óróleika á fjármálamörkuðum og tak- markaðs aðgengis að lánsfé. Útlit er fyrir heldur lélega veltu í jólamánuðinum í flestum verslunum í Bretlandi. Breska dagblaðið Guardian bendir á að velta hafi einungis aukist um 0,3 prósent á milli ára samanborið við 2,5 prósent í desember í hitti- fyrra. Blaðið hefur eftir Kevin Hawkins, fram- kvæmdastjóra samtaka verslunar og þjónustu (BRC), að dregið hafi úr veltu í kjölfar snarpra stýrivaxtahækkana frá þarsíðasta ári og dökkt sé fram undan verði ekkert að gert. Flatbaka um jólin, heillin Telegraph | Mitt í harmakveinum nokkurra versl- anaeigenda í Bretlandi brosa stjórnendur skyndi- bitastaðarins Domino‘s Pizza hinu breiðasta. Sala á heit- um flat- bökum með áleggi jókst um 17,6 prósent á milli ára frá miðjum nóvember í fyrra til enda jólamánað- ar. Breska blaðið Telegraph hafði í gær eftir Chris Moore, sem tók við forstjórastólnum hjá Domino‘s um áramótin, að neytendur hefðu í raun áttað sig á því um jólaleytið að um helmingi ódýrara væri að bjóða kjarnafjölskyldunni upp á heimsenda pitsu en að fara á veitingastaði með tilheyrandi umstangi. Hann tekur undir með kollegum sínum í verslunarrekstri og segir útlit fyrir krefjandi ár, haldi fram sem horfi í efnahagsmálum. Þrengi enn frekar að megi hins vegar reikna með að fólk fari sjaldnar út að borða. Slíkt ætti að koma Dom- ino‘s vel, að hans mati. Moore sagði engu að síður ekkert til um hvort reikna mætti með flatbökum á borðum Breta um næstu jól. Fjárfestar A.T.H Er að fara stað með eitt merkilegasta og stæðsta verkefni sem sögur fara af. Þetta verkefni er nýjungur á hér á landi og víða. Það sem við erum að leyta að er fjárfestum sem hafa áhuga að gerast hluthafar í þessu fjárfestingarfélagi. Umsóknir og spurningar eru veittar á fjarfesting@internet.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.