Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 15
MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 S K O Ð U N S A G A N Á B A K V I Ð . . . . . . B J Ö R G Ó L F J Ó H A N N S S O N , V E R Ð A N D I F O R S T J Ó R A I C E L A N D E R G R O U P Við leitum að laghentum, hressum og stílvissum pörum með brennandi áhuga á innanhússhönnun. Þrjú pör verða valin úr hópi um- sækjenda og gefst þeim kostur á að taka þátt í spennandi hönnunarkeppni í nýjum þætti sem fengið hefur nafnið Hæðin og verður frumsýndur á Stöð 2 í mars. Keppnin gengur út á hvaða par innréttar fallegasta húsið í nýju raðhúsi á Arnarneshæðinni. Pörin verða að uppfylla eftirfarandi kröfur: Vera orðin 20 ára Vera í langtímasambandi Vera í fullri vinnu Geta sinnt verkefninu meðfram vinnu sinni frá febrúar til apríl Sérlega vegleg verðlaun eru í boði fyrir fallegasta húsið. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um hönnun til að láta reyna á hæfni sína og láta ljós sitt skína skært. Skráning fer fram á stod2.is og visir.is og stendur yfir til 18. janúar. NÝ ÁSK ORU N Í H ÖNN UN NÝT T Í Í SLE NSK U S JÓN VAR PI Björgólfur Jóhannsson tekur við starfi forstjóra Icelandair Group af Jóni Karli Ólafssyni hinn 15. janúar næstkomandi. Um er að ræða ákveðin straum- hvörf í sögu Icelandair Group, enda hefur Jón Karl stýrt félag- inu gegnum ólgusjó liðinna ára, ásamt því að gegna starfi for- stjóra Icelandair, stærsta dóttur- félagsins. Ekki er langt síðan Icelandair var keypt út úr FL Group-sam- stæðunni. Lesa má úr tilkynn- ingu til Kauphallarinnar um for- stjóraskiptin að þau séu liður í áherslubreytingum nýrra eig- enda, sem gjarnan eru kenndir við Samvinnutryggingar og hafa margir verið virkir í starfi Fram- sóknarflokksins. Því má segja að með forstjóraskiptunum séu tengslin við FL Group og Hannes Smárason endanlega rofin. Björgólfur Jóhannsson er því í senn fulltrúi gamalla og nýrra tíma. Hann á að baki fjölskrúð- ugan feril í sjávarútvegi, og er núverandi formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Björgólfur er menntaður við- skiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands og starfaði um tíma sem endurskoðandi. Þaðan lá leiðin til Útgerðarfélags Akureyr- inga, þar sem hann starfaði um fimm ára skeið sem fjármála- stjóri. Árið 1996 tók Björgólfur við framkvæmdastjórastöðu hjá Samherja, sem hann gegndi til ársins 1999 er hann gerðist fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Björgólfur hefur verið forstjóri Icelandic Group frá því í mars 2006. Þegar tilkynnt var um for- stjóraskiptin lét Björgólfur hafa eftir sér: „Fyrirtækið er afar sterkt fjárhagslega og býr yfir frábæru starfsfólki sem verður gaman að kynnast og vinna með að áframhaldandi uppbyggingu.“ Ljóst er því að vistaskiptin leggj- ast vel í Björgólf, þótt hann sé vanari að fara sjóleiðina. - jsk Úr fisknum í flugið Partístuð Mér líður eins og unglingi á ný, kominn í partíið endalausa aftur sem ég stundaði á háskólaárun- um og ekki útlit fyrir að ég ætli að sofna á næstu mánuðum. Þótt ég sé vissulega ekki sligaður af ábyrgð og svefnlaus- um nóttum er ég fjölskyldu maður og því ekki í partíi í raun og veru. Auðvitað er ég að tala um partíið á hlutabréfamarkaðnum á sker- inu. Er svoleiðis búinn að raka haug af monníi út af bókunum úti til að setja í íslensku bréfin á meðan þau falla að því er virðist endalaust. Já, stuðboltinn ég er í fullu svíngi á meðan aðrir eru farnir heim úr partíinu og pott- þétt að drepast úr þynnku í ein- hverju tjaldinu í Laugardalnum ásamt fjölskyldunni og tengda- mömmu eftir að hafa veðjað ofan af sér húsið, bílinn, hundinn og páfagaukinn. Þetta þykist ég auðvitað sjá af öllum heimagerðu kortunum sem ég fékk í ár. Aðeins eitt með gull- bryddingum. Sem reyndar var brandari frá mér til konunnar. En nóg um það. Pjéningaspékúlantar nota alls- kyns tuggur þegar þeir tala um dýfu á markaðnum eins og núna. Nota frasa, sem reyndar eru svo- lítið farnir að súrna, á borð við „fallandi hnífur sem enginn þorir að grípa“. Ég gef ekki mikið fyrir þetta enda lítið sirkusfífl og læt mér ekki koma til hugar að grípa fallandi hnífa. Enda mestar líkur á að skera sig í lófunum áður en handfanginu er náð. Miklu frekar kýs ég að kalla þetta græna tíð á mörkuðum, brunaútsölu og rífandi tækifæri fyrir menn eins og mig sem finnst gaman að moka ofan af monní- hrúgunni og koma sér aftur vel fyrir í íslenskum félögum eftir að hafa selt sig út með bullandi plús um svipað leyti og leigubíl- stjóri nokkur spurði mig í sumar hvort hann ætti að kaupa í Ex- istu. En fallandi hnífur? Ég bara botna ekkert í þessu. En ef maður sker þá... tja, þá bara setur maður plástur á sárið og gleymir því. Spákaupaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.