Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR18 H Á D E G I S V E R Ð U R I N N F Ó L K Á F E R L I R agnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, gaf sér nýverið tíma til að setjast niður með blaðamanni yfir hádegisverði og fara yfir þau mál sem efst eru á baugi hjá Promens um þessar mundir. Að baki er viðburðaríkt ár og fram undan skráning félagsins á mark- að eftir kaupin á norska plastfyrirtækinu Polimoon og samþættingu undir merkjum Promens. Þar hefur þó orðið sú breyting á að skráningunni, sem stefnt var að á fyrri hluta ársins, hefur verið frestað. „Núna er horft til skráningar í fyrsta lagi fyrir lok þessa árs,“ segir Ragnhildur. Hún segir að fyrst og fremst séu það óhagstæðar markaðsaðstæður sem ráði því að skráning- unni sé frestað, en markaðir eru nú plagað- ir af lausafjárkreppu sem sprottin er upp úr óróleika tengdum bandarískum undirmáls- lánum. „Eins og sakir standa teljum við skyn- samlegast að fresta skráningunni og endur- meta svo stöðuna í lok árs.“ STARFSMENN ERU SEX ÞÚSUND Líklegt verður að teljast að skráning Promens á markað hefði færst fram yfir fyrsta árs- fjórðung vegna þess að evruskráning hluta- bréfa hér verður að öllum líkindum ekki möguleg fyrr en um mitt ár. „Langstærstur hluti af okkar rekstri er í evrum og á evru- svæði. Við stefnum því að skráningu í evrum,“ segir Ragnhildur og bætir við að evruskrán- ing skipti bæði erlenda fjárfesta og stjórn- endur sem hlut eiga í félaginu miklu. „Það ræður náttúrlega enginn yfir gengi krónunn- ar og tenging við hana myndi bara verða til vandkvæða.“ Annars er létt er yfir Ragnhildi og ekki á henni að sjá að það sé þungur baggi að bera ábyrgð á um sex þúsund starfsmönn- um og 64 verksmiðjum í 22 löndum. Um- fang starfsemi Promens er mikið og trúlega meira en fólk hér gerir sér almennt grein fyrir. Félagið er þannig gjarnan kennt við „gamla Sæplast“ þegar um það er rætt en þar liggja jú vissulega rætur starfseminnar. Ragnhildur segir félagið hins vegar komið langan veg frá upprunanum. Af starfsmönn- unum sex þúsund starfa nefnilega innan við hundrað hér á landi í tveimur verksmiðj- um. Annars vegar er það á Dalvík, þar sem áður hét Sæplast, og í frauðplastverksmiðju Tempru í Hafnarfirði. Promens er hins vegar með stærstu fyrirtækjum Evrópu í plastiðn- aði. „Það hefur alltaf gengið mjög vel í Dal- vík þar sem þetta byrjaði allt og við erum afskaplega stolt af starfseminni þar,“ bætir Ragnhildur við og vísar til að mynda til ný- sköpunarstarfs sem þar er unnið við þróun fiskikerja. „Í starfseminni þar endurspeglast hlutir sem við leggjum orðið almennt meiri áherslu á í samstæðunni, vöruþróun og ný- sköpun. Þetta eru þættir sem skipta gríðar- legu máli því vöruþróun og nýsköpun fylgja vöxtur og aukin arðsemi.“ ÆTLA SÉR STÓRT HLUTVERK Í SAMRUNAFERLI Nýliðið ár var afar viðburðaríkt í sögu Promens. Þannig kynnti félagið í fyrrasumar nýtt skipurit þar sem öll félögin innan sam- stæðunnar eru rekin saman. Í nóvember varð svo sú breyting á að öll félög samstæðunn- ar voru rekin undir nafni Promens. Félag- ið hefur stækkað gífurlega og bætt við sig á árinu, en stærsta stökkið var tekið í desember 2006 með kaup- unum á norska félaginu Polimoon Group sem skráð var í kauphöll- ina í Ósló. Polimoon var fjórum sinn- um stærra félag en Promens. Í fyrra bætti Promens hins vegar við sig þremur félögum sem öll sérhæfa sig í snyrtivöruumbúðum: strax í byrjun ársins í félagi í Rússlandi, um mitt ár var svo keypt félag í Frakk- landi og síðast var yfirtekin framleiðsluein- ing spænska fyrirtækisins STE. Ragnhildur segir stefnt að áframhald- andi ytri vexti félagsins, enda sé í plast- iðnaði gnótt tækifæra á dreifðum markaði þar sem mikið sé um smáfyrirtæki. „Þannig eru til dæmis um 49.000 fyrir- tæki í Evrópu sem starfa við að umbreyta hráefni í plast- vörur. Tækifærin til stækk- unar og samruna eru nánast óendanleg, en við horfum til smærri og millistórra fyrir- tækja í þeim efnum,“ segir hún. Um leið segir Ragn- hildur þó ekki tíma- bært að upp- lýsa frekar um gang þeirra mála, tækifærin verði gripin þegar þau gefast. Hún upplýsir þó að þótt fyrirséð- ur sé áframhaldandi vöxtur á líflegum markaði Vestur-Evr- ópu horfi Promens fremur til vaxtarmarkaða annars stað- ar, svo sem í Austur-Evrópu. „Þangað hefur til dæmis verið að flytjast mikið af fram- leiðslu fyrir bílaframleið- endur.“ Eins segir hún tækifæri leynast í Asíu og vísar meðal annars til þess að notkun plastvarnings sé margföld í Vestur-Evrópu miðað við það sem ger- ist í austurhluta álfunnar og í Asíu. „En við kaup- um náttúrlega ekki hvaða félag sem er, þau verða að passa inn í áætlanir okkar,“ bætir hún við. „Markmið okkar er ekki endilega að vera stærst þótt við vilj- um verða stærri en í dag. Við viljum vera þekkt fyrir nýsköpun þar sem við finnum bestu lausn- irnar með viðskiptavin- um okkar. Í leiðinni ætlum við svo náttúrlega að leika stórt hlutverk í því sam- runaferli sem fyrirséð er að fari í hönd á þessum markaði.“ Skráningu Promens frestað að sinni Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, segir að vegna erfiðra markaðsaðstæðna hafi ákvörðun um skráningu félagsins í Kauphöllina hér verið frestað þar til í lok árs. Þá er líka ljóst að Kauphöllin ræður ekki við evruskráningu, líkt og Promens stefnir á, fyrr en síðar á árinu. Óli Kristján Ármannsson hitti Ragnhildi á veitingastaðnum La Primavera og forvitnaðist um stöðu mála hjá henni. RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR Ragnhildur, sem er forstjóri iðnfyrirtækisins Promens, lét vel af rauðsprettunni á La Primavera, sem og súkkulaðimúsinni sem fylgdi. Nýliðið ár var viðburðaríkt hjá Promens sem margfaldað hefur stærð sína. Hún segir enn tækifæri til að stækka. MARKAÐURINN/VÖLUNDUR Hádegisverður fyrir tvo á La Primavera Pistasíuhjúpaður þorskhnakki með rauðri sósu og pönnusteikt rauð- spretta með skelfiski og hvítlauk. Eftirréttur var súkkulaðimús með hindberjasósu. Drykkir Vatn, caffè latte og espresso. Alls 5.300 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Ragnhildi Geirsdóttur forstjóra Promens Ragnhildur Geirsdóttir Starf: Forstjóri Promens Fæðingardagur: 9. október 1971 Menntun: M.S. gráða í iðnaðarverkfræði og við- skiptafræði frá University of Wisconsin-Madison og C.S. gráða í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Framlag í stað jólagjafa Kaupþing afhenti á dögunum Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, á Akur- eyri og Akranesi veglega pen- ingagjöf. Bankinn vill ekki gefa upp hversu há fjárhæðin var. Fram kemur í tilkynningu frá Kaupþingi að bankinn hafi undan- farin ár sent viðskiptamönnum sínum litlar jólagjafir en í ár hafi verið ákveðið að fara þessa leið. Einnig er tekið fram að Kaup- þing hafi lánað húsnæði við Sæ- braut undir jólaúthlutun á vegum Mæðrastyrksnefndar í Reykja- vík, Rauða krossins og Hjálpar- starfs kirkjunnar. - jsk FRÁ AFHENDINGU Í REYKJAVÍK Hér má sjá Benedikt Sigurðsson frá Kaupþingi afhenda fulltrúum Mæðrastyrksnefnda peningagjafir. Landsbankinn réð á dögunum fjóra nýja útibússtjóra; Daníel Jakobsson tekur við Laugavegsútibúi bankans af Kristjáni Einarssyni sem hverfur til starfa í höfuðstöðvum Landsbankans, Torfi Kristjánsson verður útibússtjóri í Holtagörðum, Árni R. Magnússon í Bæjarhrauni í Hafnarfirði og Brynjólfur Sævarsson í Vesturbæjarútibúi. Daníel Jakobsson var áður útibússtjóri í Holtagörðum og segist spenntur að taka við Laugavegsútibúi, sem er stærsta einstaka útibú Landsbankans. „Þetta er spennandi verkefni fyrir mig. Laugavegur 77 er stærsta bankaútibú á Íslandi. Kristján hefur sinnt því vel og nú þarf ég að halda því góða starfi áfram.“ HRÓKERINGAR HJÁ LANDSBANKANUM BRYNJÓLFUR SÆVARSSON TORFI KRISTJÁNSSON Mario Ful- goni hefur verið ráðinn forstjóri flug- félagsins Ast- raeus Limited, sem er alfar- ið í eigu Nort- hern Travel Holding. Ful- goni er meðal stofnenda Ast- raeus og hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs síðastliðin misseri. Astraeus sinnir verkefnum í leiguflugi og áætlunarflugi og gerir út starfsemi sína frá Gat- wick-flugvelli í nágrenni Lund- úna. Félagið hefur verið starf- rækt í fimm ár. - jsk Nýr forstjóri hjá Astraeus MARIO FULGONI Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.