Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR20 F Y R I R T Æ K I V ið erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starf- semi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu mark- aðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrir- tækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmo politan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Info- press. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhrings- ins allan ársins hring. Og til að hámarka af- köstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þús- und eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefn- ið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfest- ing vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þenn- an markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskipta- umhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðj- una Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög. Keyra prentvélar 24 tíma sólarhringsins allt árið Infopress Group er leiðandi prentfyrirtæki í Austur-Evrópu. Félagið fjárfesti fyrir 3,5 milljarða í desember og prentar meðal annars Playboy og Cosmopolitan. Björgvin Guðmundsson spjallaði við Birgi Jónsson forstjóra um vöxtinn í prentgeiranum. FORSTJÓRI INFOPRESS GROUP Birgir Jónsson segir níu stórar prentvélar hafa verið teknar í notkun á einu ári, sem sé örugglega einsdæmi í heiminum. VAXANDI MARKAÐUR Í BÚDAPEST Heildarfjárfesting Infopress Group í Ungverjalandi er um tveir milljarðar króna. „Hann er einna fremstur á sínu sviði í heiminum. Ég hef lengi haft áhuga á árangurssálfræðí og ákvað því að fá hann hing- að til lands,“ segir Kristj- án Viðar Har- aldsson, fram- kvæmdastjóri New Vision. Bandaríski fyrirlesarinn Jack Canfield kemur hingað til lands í byrj- un næsta mán- aðar á vegum Kristjáns og heldur námskeið í Háskólabíói. Þar fjall- ar hann um hvernig bæta megi árangur og auka sjálfstraust. Margir þekkja Canfield af fjöl- mörgum bókum hans um árang- ur í viðskiptum og einkalífi, auk þess sem hann er meðhöfundur bókaflokksins „Súpa fyrir sálina“ eða Chicken Soup for the Soul. Hann hefur um árabil ferð- ast um heiminn og haldið nám- skeið og fyrirlestra, milli þess sem hann situr við skriftir í Kali- forníu. Bækur hans hafa selst í milljónum eintaka. Kristján Viðar fullyrðir að Jack Canfield sé einn allra besti og eftir sóttasti árangurs- og leið- togaþjálfari heims í dag. Í vin- sældum sem fyrirlesari sé hann meðal annars í hópi með Bill Clin- ton, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna. „Væri þessi maður í tónlistarbransanum mætti líkja þessu við að Bono væri á leið til landsins.“ - ikh Canfield eins og Bono Creditinfo til Íran Samningur Creditinfo hundrað milljóna virði. Creditinfo Solutions, sem er dóttur fyrirtæki Creditinfo Group sem meðal annars á Lánstraust, hefur gert samning um sölu á hugbúnaði og ráðgjöf til Íran. Kaupandi er Iran Credit Info Scorin (ICS) sem er fyrirtæki í eigu sextán stærstu banka Írans. Samkvæmt samningnum selur Creditinfo ICS hugbúnað til að halda utan um fjárhagsupplýs- ingar einstaklinga og fyrirtækja. Tekjur Creditinfo af samningn- um nema hundrað milljónum króna á næstu þremur árum, og mun sú upphæð hækka í sam- ræmi við gengi ICS. „Íran er þýðingarmikill markað- ur þar sem landið er eitt af tuttugu stærstu hagkerfum í heimi. Við erum stolt af því að hafa feng- ið þennan samning, og þetta mun festa okkur enn í sessi í Evrópu og Mið-Austurlöndum sem leiðandi sérfræðinga í að veita þjónustu sem tengist lánshæfi,“ sagði Mike Reilly, framkvæmdastjóri Credit- info Solutions. - jsk REYNIR GRÉTARSSON, FORSTJÓRI CREDITINFO GROUP Creditinfo hefur gert samning um sölu á hugbúnaði og þekkingu til Íran. Virði samningsins er um hundrað milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT REYNISSON JACK CANFIELD Einn af vinsælustu fyrirlesurum heims.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.