Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008MARKAÐURINN A T V I N N U L Í F I Ð „Árið 2008 lítur ljómandi vel út,“ segir Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það er frekar að það verði vöxtur í þessu.“ Bygginga- verktakar sem Markaðurinn hefur rætt við búast al- mennt ekki við samdrætti á húsbyggingum á árinu. „Mér sýnist engin tilslökun vera í þessu. Ekki í byggingum. Þetta er alveg botnlaust,“ segir Ingólfur Ásgeirsson hjá Byggingafélaginu Ástaki. Þar smíða menn íbúðarhúsnæði. Kartan Sigurðsson hjá Byggjanda, sem nú reisir iðnaðarhúsnæði, segir líklegt að aukning verði í um- svifum á árinu. „Ef við vildum bæta við okkur þá væri það ekkert mál.“ Gunnar Sverrisson hjá ÍAV bætir við að þótt dregið hafi úr byggingu íbúðarhúsnæðis hafi önnur verkefni komið í staðinn. „Það er talsvert um að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum meðan mesta þenslan var og nú er nokkuð um að verið sé að byggja sérhæft húsnæði eins og vörugeymslur.“ Kjölfestuframkvæmd hjá ÍAV sé hins vegar fólgin í tónlistarhúsinu á hafnarbakkanum í Reykjavík. Guðjón Gíslason hjá Fossmótum á Selfossi segir árið líta vel út, verkefni séu næg. „Ég held að árið verði ekki síðra en það síðasta. Það varð eitthvað daufara yfir þessu í haust, en svo tók þetta kipp núna í byrjun ársins.“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallá, segir viðbúið að heildarumfangið í byggingum dragist saman, þar sem virkjana- og álversframkvæmdum fyrir austan sé lokið. „Það er erfitt að spá um þetta en horfur virðast almennt góðar. Greinin er í góðu jafnvægi þótt það dragi úr íbúðaframkvæmdum.“ Árni Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins segir óvissu einkenna byggingamarkaðinn. Sú óvissa sé raunar hin sama og aðrar atvinnugreinar standi frammi fyrir. „Ef staðan er sú að það sé að kólna í efnahagslífinu, þá hefur það áhrif á byggingariðn- aðinn. Atvinnugreinin er hins vegar víðfeðm og ein- stök svið innan greinarinnar eru ekki tengd. Ástand á íbúðamarkaði hefur til að mynda ekki áhrif á opinberar framkvæmdir, til dæmis varðandi sam- göngur.“ Í síðustu uppsveiflu hafi mörgum stór- um opinberum framkvæmdum verið frestað en nú standi til að hrinda þeim af stað. Ekki segja þó allir verktakar sömu sögu. „Það eru verkefni í gangi en farið er að koma í ljós að menn eru að hætta við framkvæmdir sem voru ákveðnar,“ segir Hreiðar Hermannsson hjá Sand- felli. „Ég býst við talsverðum samdrætti á árinu. Bankarnir taka, sem eðlilegt er, mikinn þátt í að hægja á þessu.“ Þá sagði einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafns síns getið, að í byggingabransanum væru bremsuför um tólf mánuðir. Það tæki tíma að hægjast um. - ikh Bjartsýni í byggingum Verktakar hafa nóg að gera í byrjun árs þótt minna sé um íbúðabyggingar „Hráefni til fóðurgerðar hefur verið að hækka jafnt og þétt. Það er allt á leiðinni upp, sama hvar mann ber niður,“ segir Eyjólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar. Fóðurblandan hefur tilkynnt um 5 til 7 prósenta hækkun á fóður- verði sem tók gildi á mánudag. Hann bendir á að verð á hveiti, sem er uppistöðu- hráefni í fóðri, hafi eitt og sér hækkað um 150 til 200 prósent undanfarið eitt og hálft ár. Sama eigi við um ýmis önnur hráefni eins og maís, fiskimjöl, sojamjöl og fleira. „Ég geri ráð fyrir að þetta eigi eftir að hækka frekar,“ segir Eyjólfur. Uppskerubrestir, olíuverðshækkanir, aukin eftir- spurn eftir hveiti á Indlandi og í Kína, auk bíódísils, eru einkum nefnd til að skýra hækkandi verð. Um 90 þúsund tonn af fóðri eru framleidd hér ár- lega, en innflutningur er hverfandi. Sé miðað við verð á ódýrasta fóðrinu hjá Fóðurblöndunni, sem fyrir hækkun kostaði um 36.500 krónur tonnið, nemur heildarhækkunin yfir 180 milljónum króna ári. Ætla má að heildarhækkunin sé vel yfir 200 milljónir króna á ári. Ætla má að fóðurkaup nemi um helmingi rekstrar- kostnaðar í svína- og kjúklingarækt en á milli tíu og fimmtán prósentum hjá nautgripabændum. „Menn hafa klárlega miklar áhyggjur af þessari þróun. Þetta er langstærsti kostnaðarliðurinn,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svína- bænda. Ingvi rekur svínabú með 1.400 svínum að Teigum í Eyjafirði. „Þessi hækkun á fóðrinu skilar sér í þriggja pró- senta hækkun á rekstrarkostnaðinum hjá mér. Þetta gæti verið hátt á aðra milljón króna á ári.“ Ingvi segir að bændur geti ekki tekið á sig hækkanir til lengdar. „Til lengri tíma á þetta eftir að skila sér út í verðið,“ segir Ingvi og bætir því við að vaxandi innflutningur á svínakjöti geri íslenskum bændum erfitt fyrir. Guðbjörg Jónsdóttir, kúabóndi á Læk í Flóa, segir að það muni um hækkun á fóðurkostnaði. Bæði hafi fóðrið hækkað í verði en ekki síður allur annar rekstrarkostnaður. Hún kallar eftir samkeppni að utan um fóður. - ikh Fóðurverðið hækkar um yfir 200 milljónir Framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar segir eðlilegar skýringar á verðhækk- unum undanfarinna ára. Bændur segja verðhækkun á fóðri hækka rekstrar- kostnað til muna. „Mér finnst nú, þegar þessar gífurlegu hækkanir verða á fóðrinu, að ekki sé lengur for- svaranlegt að ráðamenn verji áfram fákeppni og trufli heil- brigða samkeppni á þessum markaði,“ segir Guðbjörg Jóns- dóttir bóndi. Hún rekur kúabú á Læk í Flóa ásamt manni sínum, Gauta Gunnarssyni. Þau hjónin hafa á milli 40 og 50 kýr í fjósi og 215 þúsund lítra greiðslumark. Tvö fyrirtæki starfa á fóður- markaði hérlendis, Fóðurbland- an og Lífland. „Þetta tel ég vera fákeppni. Það sem haml- að hefur innflutningi á tilbúnu fóðri er 3,6 prósenta tollur sem kúabændur hafa ítrekað farið fram á að verði aflagður til að styrkja samkeppni.“ Einnig hafi kaup Mjólkursamsölunn- ar á Fóðurblöndunni farið fyrir brjóstið á mörgum. „Mér finnst ekki forsvaranlegt að ríkjandi afurðastöð í mjólkuriðnaði sé að setja sig í slæma stöðu gagn- vart bændum, með þátttöku á fóðurmarkaði.“ Guðbjörg segir að verð á kjarnfóðri hafi hækkað um fjórðung undanfarið ár og um sautján prósent umfram vísi- tölu neysluverðs á sama tíma. Verð á mjólk til bænda hafi í raun lækkað á sama tíma- bili um 0,6 prósent miðað við vísitöluna. „Það er því ljóst að hækkun á verði mjólkur til bænda heldur engan veg- inn í við verðþróun á aðföngum og það að flestar ef ekki allar kostnaðarleiðréttingar í þessum rekstri koma talsvert eftir á. Hækkun á kjarnfóðri til bænda á síðustu misserum hefur haft gríðar leg áhrif á rekstur bús- ins og höfum við gripið til þess ráðs að kúvenda okkar rekstrar- plönum á síðari hluta ársins 2007 og dregið verulega úr notkun kjarnfóðurs.“ Það verði þó að fara varlega í því að draga úr kjarnfóður- gjöf því kýrnar séu viðkvæmar, einkum í kringum burð. Guðbjörg segir að í hittifyrra hafi þau hjónin keypt um 50 tonn af kjarnfóðri, en fóður- kostnaðurinn sé langstærsti einstaki kostnaðarliður búsins. Verðhækkunin nú skili sér í um hálfrar milljónar króna auknum rekstrarútgjöldum á ári og fari fast að 2,2 milljónum króna. „Annar þáttur sem hefur áhrif á þessa ákvörðun er að það hefur verið gefið út af forsvarsmönn- um mjólkuriðnaðarins að aðeins verði greiddar 27 krónur á lítr- ann af umframmjólk, en í hitti- fyrra nam breytilegur kostn- aður 34 krónum á lítrann. Við fengjum sem sagt minna en ekki neitt.“ Guðbjörg bendir á að fleira hækki í verði en fóður. „Það hefur verið gefið út að áburður muni hækka um að minnsta kosti 40 prósent. Einnig er það staðreynd að olía, rafmagn, að- keypt þjónusta, vextir og verð- bætur hafa hækkað. Mín tilfinn- ing er að mjólkurframleiðslan yfir heildina hefur verið rekin með tapi síðari hluta ársins 2007 og róðurinn virðist þyngj- ast í rekstri.“ Þessi staða kalli á enn frekari hagræðingu í rekstri búa. Þá sé knýjandi að breyta verðlagn- ingu búvara. „Til framtíðar kallar þetta á fleiri þætti eins og afkastameira kúakyn. Ég vona að í framtíðinni takist okkur að fullnægja þörfum íslenskra neytenda með hollum og góðum mjólkurvörum á sanngjörnu verði.“ - ikh Skortur á erlendri samkeppni í fóðri Einungis tvö fyrirtæki starfa á fóðurmarkaði. Bóndi telur verðhækkanir undanfarinna ára mega rekja til fákeppni á markaði og segir ráðamenn verja ríkjandi ástand. GUÐBJÖRG JÓNS- DÓTTIR BÓNDI „Það þarf að fella niður tolla svo hægt verði að örva samkeppni á fóður- markaði. Ekki er lengur forsvaranlegt að ráðamenn verji fákeppni.“ HÁDEGISVERÐURINN ER EKKI ÓKEYPIS Hráefni til fóðurgerðar hefur hækkað mikið á heimsmarkaði. Það skilar sér í hækkunum á fóðri sem framleitt er hérlendis. Hækkanirnar koma illa við bæði svína- og kúabændur og hækkar rekstrarkostnað þeirra verulega. UNNIÐ Í GRUNNINUM Byggingaverktakar eru bjartsýnir á árið og segja yfirleitt að ekkert lát sé á verkefnum, þótt dregið hafi úr íbúðabyggingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.