Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 24
9% 17,2% 600Lækkun úrvalsvísitölunnar frá ára-mótum. Lækkun á bréfum Exista fyrstu þrjá viðskiptadaga ársins. milljarðar eru heildarfjárhæðin sem fellur á gjalddaga hjá íslensku bönkunum á árinu. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi for- stjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimild- um Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga o g þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunar- leiðangurinn haf- inn. Leitin mikla Nokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykil- mönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftir litsins ánafnaði starfs- mannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauð- synlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjár- málafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftir- litsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á við- horf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunar- innar enda má segja það hreina og beina skatt- heimtu. Og varla renn- ur króna af þeirri fjár- mögnun til kaupa á rauð- víni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum. Gott partí Búast má við miklu fjöri á hlut- hafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna síma- fyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöll- inni í Helsinki. Eftir að prúð- búnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðar- ins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra. Ræða kynlíf eftir símafund Félags- og tryggingamálaráðuneyti Opið málþing innflytjendaráðs og félags- og tryggingamálaráðuneytis 11. janúar 2008, klukkan 9.30–16.30 í Borgartúni 6 Fjallað verður um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Innflytjendaráð kallar eftir sjónarmiðum og hugmyndum frá sem flestum. 10.00–11.00 Inngangserindi Hrannar Björn Arnarsson, formaður innflytjendaráðs Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur 11.00–12.30 Málstofur – fyrri hluti Löggjöf sem hefur áhrif á innflytjendur Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi Paul Nikolov, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Atvinnumál Halldór Grönvold, deildarstjóri félagsmáladeildar Alþýðusambands Íslands Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins Fjölmenning í spegli fræðanna Rannsóknir Háskóla Íslands kynntar Hanna Ragnarsdóttir, lektor í Kennaraháskóla Íslands Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri Upplýsingamiðlun – til innflytjenda og um innflytjendur Margrét Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands Ari Klængur Jónsson, verkefnastjóri Fjölmenningarseturs í upplýsingamiðlun 13.30–15.00 Málstofur – seinni hluti Nærsamfélagið og sveitarfélög Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar Aðalsteinn Á. Baldursson forstöðumaður og Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík Fordómar, fjölmiðlar og fræðsla Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland Amal Tamimi, fulltrúi fræðsludeildar Alþjóðahúss Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins Menntun – Auður í krafti innflytjenda Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneyti Atli Lýðsson, fræðslustjóri hjá Eflingu-stéttarfélagi Framtíð barna Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða Brian Daniel Marshall, doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs hjá Miðstöð heilsuverndar barna Að málþingi loknu mun Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra tilkynna um styrkveitingar úr þróunarsjóði innflytjendamála og er það í fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum. Ráðstefnustjórar eru Barbara Gunnlaugsdóttir, formaður Félags Pólverja á Vestfjörðum, og Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Þátttökugjald er 1.500 krónur. Hádegisverður og kaffi er innifalið. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið linda.ros.alfredsdottir@fel.stjr.is Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytis, www.felagsmalaraduneyti.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.