Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 62
30 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1897 Leikfélag Reykjavíkur stofnað. 1922 Insúlín er notað í fyrsta sinn til að vinna á sykur- sýki í manni. 1944 Togarinn Max Pemberton frá Reykjavík ferst undan Snæfellsnesi með allri áhöfn, 29 manns. 1973 Réttarhöld í Watergate- málinu hefjast. 1974 Fyrstu sexburar, sem lifa af fæðast í Höfðaborg í Suður-Afríku. 1980 Nigel Short, þá fjórtán ára, verður alþjóðlegur skák- meistari yngstur allra. 1993 910-920 millibara lægð gengur norður með Austur landi. Þetta var dýpsta lægð sem vitað var um yfir Norður-Atlants- hafi. NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN STEINÞÓR SIGURÐSSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1904. „Það verður að teljast skylda okkar sem menningar þjóðar að þekkja sem ítrast okkar eigið land.“ Steinþór lést við myndatöku á Heklugosinu 1947 þegar hann varð fyrir glóandi hraunhellu. Þennan dag árið 1964 sendi nefnd, sem Luther Leonidas Terry, fyrrverandi landlæknir Bandaríkjanna, hafði skipað, frá sér skýrslu þess efnis að reykingar gætu haft alvarleg áhrif á heilsu fólks. Skýrslan átti eftir að hafa mikil áhrif um allan heim og enn í dag styðjast heilbrigðisstofnanir um allan heim við hana. Terry hafði lengi haft vitn- eskju um skaðleg áhrif reyk- inga en bresk heilbrigðis- nefnd hafði í byrjun sjöunda áratugarins birt skýrslu þar sem reykingar voru meðal ann- ars taldar geta valdið lungna- krabbameini og bronkítis. Í kjölfar þess tók nefnd Terry til starfa. Árið 1964 skilaði hún skýrslunni þar sem niðurstöður bresku nefndarinnar voru stað- festar. Samkvæmt nýju skýrslunni var ýmislegt sem benti til þess að reykingar gætu valdið lungna- krabbameini og krónísku bron- kítis sem og öðrum sjúkdóm- um. Þar á meðal lungnaþembu, hjarta- og æðasjúkdómum og ýmiss konar krabbameinum. ÞETTA GERÐIST: 11. JANÚAR 1964 Fyrsta skýrslan um skaðsemi reyk- inga kemur út í Bandaríkjunum Maðurinn minn, Sigurjón Sigurðsson Læk, Skíðadal, lést sunnudaginn 6. janúar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 12. janúar kl. 13.30. Jarðsett verð- ur í Vallakirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina á Dalvík. Elínborg Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og dóttir, Ingibjörg Árnadóttir Laufskógum 40, Hveragerði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 8. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur F. Baldursson Rósant Guðmundsson Edda Rúna Kristjánsdóttir Heiða Margrét Guðmundsdóttir Valdemar Árni Guðmundsson Enea og Mía Rósantsdætur Hallfríður Bjarnadóttir Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Halldóru F. Þorvaldsdóttur dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík, áður til heimilis Landakoti, Sandgerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík fyrir einstaka umönnun og alúð í starfi. Hrefna Magnúsdóttir Viðar Markússon Sigríður Á. Árnadóttir Þorvaldur Árnason Auður Harðardóttir Magnea Árnadóttir Katrín H. Árnadóttir Helgi Laxdal barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðjón Þorsteinsson Hamrabergi 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, þriðjudaginn 11. janúar. Lilían Kristjánsson Hörður Guðjónsson Brynhildur Sveinsdóttir Jóhanna Guðrún Guðjónsdóttir Guðmundur Jón Guðjónsson Dóra Magnúsdóttir Ásta Kristjana Guðjónsdóttir Jóhann Gestsson Þorsteinn Sigurður Guðjónsson og barnabörn. Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, er sextug í dag. Hún ætlar að eyða deginum í faðmi fjölskyldunn- ar en er svo með ýmislegt á prjónun- um næstu vikurnar. „Ég á von á nán- ustu fjölskyldu minni í mat í kvöld en síðan tókst mér að tæla manninn minn með mér til Taílands. Við förum reyndar ekki fyrr en eftir nýárstón- leika Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg þann 20. janúar. Markmiðið er að komast langt í burtu og slaka vel á, jafnvel í taílensku nuddi,“ segir hún dreymin. „Við erum að sækjast eftir algeru letilífi í góðu veðri og verður gaman að prófa það,“ bætir hún við. Í mars verður Guðný svo með tón- leika í Salnum í Kópavogi þar sem gamlir og nýir nemendur hennar munu meðal annars heiðra hana með því að koma fram. „Svo stendur Tríó Reykjavíkur, sem ég skipa ásamt manninum mínum Gunnari Kvar- an sellóleikara og Peter Máté píanó- leikara, einnig á tímamótum en það er tuttugu ára á árinu. Við verðum með afmælistónleika 20. apríl og þar munum við meðal annars frumflytja nýtt tríó eftir Hafliða Hallgrímsson,“ segir Guðný. Lífið mun svo hafa sinn vanagang en fyrir utan það að vera í Sinfóníunni kennir Guðný á fiðlu og er auk þess umsjónarmaður fiðlu- deildar Listaháskóla Íslands. Guðný hefur gegnt starfi konsert- meistara Sinfóníuhljómsveitarinnar síðan 1974. „Þetta hefur í senn verið fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf. Það er búið að vera ótrúlegt að fylgjast með heilli hljómsveit komast á legg. Hún var stofnuð árið 1950 og var því aðeins byrjuð að dafna þegar ég kom til starfa,“ útskýrir Guðný. Hún hafði reyndar verið viðloðandi hljómsveitina frá fimmtán ára aldri en þá hóf hún störf sem lausamann- eskja. Þegar Guðný var sextán og sautján lék hún nær alla tónleika með hljómsveitinni og þekkti því vel til þegar hún kom frá Bandaríkjunum eftir sjö ára framhaldsnám. Guðný segir mörg spennandi verk- efni fram undan hjá hljómsveitinni eins og ævinlega og bindur hún mikl- ar vonir við nýtt tónlistarhús sem brátt mun rísa. „Undanfarin ár hefur líka verið mikil hreyfing í þá átt að brjóta upp þetta hefðbundna og stífa tónleikaform og finna nýjar leiðir til að leyfa fólki að njóta tónlistar. Við höfum til dæmis verið að virkja börn- in, farið inn í skólana og bryddað upp á ýmsum nýjungum á tónleikum,“ út- skýrir hún. Guðný horfir björtum augum til framtíðarinnar og segir íslenskt tón- listarfólk standast alþjóðlegan sam- anburð með miklum sóma. „Við eigum mikið af frábæru tónlistar- fólki og því er bara að fjölga. Mér finnst fólk ótrúlega duglegt að búa sér til verkefni og fjármagna þau og get ég nefnt kammersveitina Ísafold sem dæmi en í henni eru fulltrúar ungu kynslóðarinnar,“ segir Guðný. „Ég get nefnt fjölmörg önnur dæmi og hef ekki áhyggjur af framtíðinni. Mér finnst íslenskt tónlistarlíf standa í miklum blóma.“ vera@frettabladid.is GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR KONSERTMEISTARI: Á SEXTUGSAFMÆLI Taílandsferð og tónleikar KONSERTMEISTARINN Guðný hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár og segir ótrúlegt að hafa fylgst með heilli hljómsveit komast á legg. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Metaðsókn var að námi við Landbúnaðarháskóla Íslands á síðasta ári. Umsóknir í há- skólanám þar hafa aldrei verið fleiri eða undirbún- ingur umsækjenda betri og komust færri að en vildu. Umsóknir fyrir nám næsta haust eru þegar farn- ar að berast. Aðsókn í náttúru- og um- hverfistengt nám hefur aukist ár frá ári. Að sögn Álfheiðar Marinósdóttur, kennslustjóra LbhÍ, skilur ungt fólk æ betur þýðingu þess að leggja stund á nátt- úrufræði, skógfræði og um- hverfisskipulag enda séu at- vinnumöguleikar í þessum greinum með ágætum. Þá fari einnig margir nemenda skólans áfram í meistara- nám. „Raunar má taka svo djúpt í árina að segja að þar hafi orðið sprengja. Æ fleiri vilja bæta við sig í námi enda er af nógu að taka,“ segir Álfheiður. Aðsókn að hefðbundnu búvísindanámi hefur haldist nokkuð stöðug en síðastliðið haust var farið af stað með nýtt nám í hestafræðum sem strax frá upphafi hefur notið mikilla vinsælda. Auk mikillar aðsóknar í háskóla- námið hefur þeim fjölgað sem stunda starfsmennta- nám í búfræði. Metaðsókn í landbúnað AFMÆLI PATRICK DEMPSEY leikari 42 ára. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafull- trúi Landsvirkj- unar 51 árs. ÁGÚST EINARSSON prófessor 56 ára. GUNNAR SMÁRI EGILSSON fjölmiðla- maður 47 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.