Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 12. janúar 2008 — 11. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG „Frábært félag með stórt hjarta.“ Knattspyrnufélag Akureyrar 80 ára. TÍMAMÓT 24 Jeppaklúbburinn NFS Siggi stormur er for- maður jeppaklúbbs sjónvarpsfólks á Stöð 2. FÓLK 44 Helgi kominn aftur Körfuknattleiks- maðurinn Helgi Jónas Guðfinns- son hefur tekið skóna niður úr hillunni. ÍÞRÓTTIR 46 HANDBOLTI Strákarnir okkar, í íslenska landsliðinu í handbolta, eru allir sem einn komnir á lyfja- kúr eftir að inflúensa greindist innan hópsins. Það var Jaliesky Garcia Padron sem greindist með inflúensuna en hann hafði þá verið með hópnum í tvo daga. Af ótta við frekari veikindi var ákveðið að setja landsliðið á veiru- drepandi lyf en strákarnir taka inn það sem venjulega er kallað fugla- flensulyfið en heitir réttu nafni tamiflu. „Ég hafði samband við smitsjúk- dómalækni þegar málið kom upp og hef fylgt hans ráðleggingum. Þetta er mjög dýr lyfjaskammtur fyrir allan þessa menn og ég bað þá hjá IcePharma að bjarga þessu fyrir okkur og sem betur fer svör- uðu þeir kalli okkar fljótt og vel,“ sagði Brynjólfur Jónsson, læknir landsliðsins, við Fréttablaðið en lyfin fyrir allan hópinn kosta yfir 100 þúsund krónur. Í fyrstu var óttast að Garcia yrði frá í tvær vikur vegna veikindanna en lyfin hafa virkað vel á leikmann- inn og hann því á góðum batavegi rétt eins og aðrir leikmenn lands- liðsins sem hafa verið meiddir eða veikir. - hbg / sjá síðu 46 Gripið til fyrirbyggjandi aðgerða vegna veikinda innan íslenska landsliðshópsins: Íslenska landsliðið á lyfjakúr OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 SAMKEPPNI Kortafyrirtækin Greiðslumiðlun, nú Valitor, Kred- it kort, nú Borgun, og Fjölgreiðslu- miðlun hafa sæst á að greiða samtals 735 milljónir króna í stjórnvaldssektir vegna samráðs fyrirtækjanna á árunum 2002 fram á mitt ár 2006. Rannsókn Sam- keppniseftirlitsins hófst með hús- leit í höfuðstöðvum Greiðslumiðl- unar 13. júní 2006. Þáttur Greiðslumiðlunar, þjón- ustuaðila VISA á Íslandi, var veiga- mestur en fyrirtækið viðurkenndi brot sín og greiðir 385 milljón- ir króna í stjórnvaldssektir. Sekt Kreditkorta, þjónustuaðila Mas- tercard, er 185 milljónir og Fjöl- greiðslumiðlunar 165 milljónir. - mh / sjá síðu 10 Samráð kortafyrirtækja: Sættust á 735 milljóna sekt EUROVISION Nýtt fyrirkomulag í Eurovision-keppninni í maí gerir ráð fyrir tveimur undanúrslita- kvöldum þar sem sérstaklega verður passað upp á að nágranna- þjóðir sem gefið hafa hvor ann- arri stig í símakosningu verði ekki saman. Með þessari aðgerð ætti „Austantjaldsmafían“ svonefnda að vera fyrir bí. - glh / sjá síðu 42 Nýjar reglur í Eurovision: Austantjalds- mafían upprætt Hæglætis veður um allt land, frost víðast hvar og úrkoma víðast bundin við ströndina. VEÐUR 44      HEILSA Barnshafandi konur eiga að hreyfa sig reglulega og mega taka jafnmikið á í leikfiminni og aðrar konur. Hreyfingin auðveldar meðgöngu og fæðingu og heldur móður og barni við kjörþyngd. Þetta segja tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar sem kenna leikfimi fyrir barnshafandi konur. Gamla viðhorfið, að konur eigi bara að vera heima í rólegheitum, er á undanhaldi. –jma/sjá síðu 30. Breytt viðhorf til meðgöngu: Óléttar konur mega púla SJÁVARÚTVEGUR Tuttugu útgerðar- menn víðs vegar af landinu hyggj- ast undirbúa skaðabótamál á hend- ur stjórnvöldum, byggt á áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra telur ótímabært að hugsa um það hvernig brugðist yrði við ef útgerðarmenn óskuðu eftir samningum við stjórnvöld. Mannréttindanefnd SÞ hefur úrskurðað að íslenskum stjórn- völdum beri að endurskoða fisk- veiðistjórnunarkerfið og greiða tveimur sjómönnum bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta. Nefndin er alþjóðleg stofnun og Ísland hefur skuldbundið sig til að hlíta úrskurðum hennar. Níels Ársælsson, útgerðarmað- ur frá Tálknafirði, segir að í næstu viku muni hópurinn leita til lög- fræðings til að undirbúa hugsan- legt hópmál. „Það gætu verið hundruð milljóna sem hver og einn færi fram á.“ Ólafur Sigurðsson, útgerðar- maður í Grindavík, segir hópinn bíða eftir viðbrögðum stjórnvalda við ályktuninni. „En við munum sækja rétt okkar, það er öruggt.“ Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður segir það afdrátt- arlaust að sjómennirnir tveir eigi rétt á skaðabótum frá íslenska rík- inu miðað við ályktun mannrétt- indanefndarinnar. „Síðan er hægt að yfirfæra það á aðra sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir hann. Ragnar segir að það yrði dýrkeypt fyrir íslenska ríkið ef það hunds- aði ályktun mannréttindanefndar. „Þeir sem það gera verða úthróp- aðir á alþjóðavettvangi.“ „Við ætlum alls ekki að hundsa ályktunina,“ segir Einar K. Guð- finnsson. „Við höfum hálft ár til að bregðast við álitinu og það munum við gera.“ - jse / -shá / sjá síðu 6 Útgerðarmenn íhuga hópmál gegn ríkinu Tuttugu útgerðarmenn íhuga skaðabótamál vegna álits Mannréttindanefndar SÞ um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hæstaréttarlögmaður segir tvo sjómenn eiga afdráttarlausan rétt til skaðabóta. Sjávarútvegsráðherra mun skoða málið. FIMLEGA KLIFIÐ Katrín Hrund Eyþórsdóttir er ein þeirra sem stundar klifur í Klifurhúsinu en slík íþrótt krefst allt í senn mikillar einbeitingar, styrks og þols. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hvað segja fötin um manninn? FRÉTTABLAÐIÐ FÉKK NOKKRA ÞJÓÐ- KUNNA ÍSLENDINGA TIL AÐ GISKA Á HVER KLÆDDIST HVERJU Mannréttindi verðugt útflutningsverkefni GUÐMUNDUR ALFREÐSSON, PRÓFESSOR Í ALÞJÓÐALÖGUM, RÆÐIR UM MANNRÉTTINDI OG ÖRYGGISRÁÐIÐ hús&heimili Skyggnst inn í íburðarmiklar svítur nokkurra hótela í Reykja- vík. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG ● HÖNNUN Nammilampar og hliðstæðu-klukkur ● HEIMILIÐ Íslenskt grjót í öndvegi ● INNLIT Dýrðlegar svítur hótelanna hús&heimiliLAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 32 r, 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.