Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 26
26 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR G uðmundur Alfreðs- son, prófessor í alþjóðalögum og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Raoul-Wallenberg- stofnunarinnar í Lundi í Svíþjóð, segir útbreiðslu mannréttinda vera mjög verðugt „útrásarverk- efni“ fyrir Íslendinga. Guðmundur var meðal ræðu- manna á málþingi um mannrétt- indi í utanríkisstefnu Íslands, sem fram fór á vegum Háskólans á Akureyri innan ramma háskóla- fundaraðarinnar „Ísland á alþjóða- vettvangi – erindi og ávinningur,“ sem haldið er í samstarfi utanrík- isráðuneytisins og háskólanna í landinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsti því yfir í sínu erindi á málþinginu að mann- réttindi væru nú „forgangsmál í utanríkisstefnu Íslands“. Sagði hún þetta ekki sízt í tengslum við það hvað Ísland hyggist standa fyrir sem aðili að öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, ef það nær kjöri til setu í því tímabilið 2009-2010. Mannréttindi inn í öryggisráðið En þar sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er ekki mannréttindaráð þess var Guðmundur fyrst spurð- ur hvaða máli mannréttindi skiptu í starfi öryggisráðsins. „Í æ ríkari mæli hafa ályktanir frá ráðinu nefnt mannréttindi og jafnvel fjallað um mannréttindi, bæði í tengslum við mannréttinda- brot sem ástæður átaka og mann- réttindareglur sem tæki til að koma í veg fyrir átök eða byggja upp lönd eftir átök,“ svarar Guð- mundur. „Þannig að það er enginn vafi í dag að það eru talin tengsl milli mannréttindanna og friðar og öryggis í heiminum.“ Guðmundur bendir á að þetta komi líka fram í yfirlýsingu Kofi Annan, þáverandi framkvæmda- stjóra SÞ, um mannréttindi í starfi SÞ („mainstreaming of human rights“). Þá hafi öryggisráðið á síðustu árum ítrekað boðið eftir- litsfulltrúum mannréttindanefnd- ar SÞ til að flytja ráðinu skýrslu um mannréttindamál á tilteknum svæðum. Ráðið hafi hlýtt á slíkar skýrslur um ástandið í Júgóslavíu, Rúanda og Súdan. „Þannig að þarna eru tengslin að aukast,“ heldur Guðmundur áfram. „Fyrir 20-30 árum, í kalda stríðinu, mátti ekki nefna mannréttindi í öryggis- ráðinu, en í dag er það orðið nokk- uð algengt og er komið inn í álykt- anirnar.“ Þótt Guðmundur taki undir það að öryggisráðið sé eina stofnun SÞ sem hafi áþreifanlegt vald, þá sé það valdsvið takmarkað „að því marki að það getur aðeins fjallað um frið og öryggi. Þá getur það bara fjallað um mannréttindi að því marki sem þau varða frið og öryggi“. Hentistefna stórvelda Spurður hvort það sé þó ekki til- fellið að mannréttindi séu notuð nokkuð hentistefnulega af hálfu öryggisráðsins játar Guðmundur því. „Því miður er það ennþá til- fellið í Sameinuðu þjóðunum að stóru löndin, aðallega fastafull- trúarnir með neitunarvaldið í öryggisráðinu, hafa komið í veg fyrir að mannréttindunum sé snúið upp á þau sjálf. En ef litið er á heildarþróunina undanfarinn áratug eða tvo hefur æ meira verið hægt að fjalla um mannréttindamál að minnsta kosti í öðrum stórum ríkjum, sem ekki var hægt áður, og það er byrjað að fjalla um mannréttindi til dæmis í meðferð Bandaríkja- manna á föngum í Guantánamo- flóa-fangabúðunum. Eftirlitsfull- trúar mannréttindaráðsins eru að skrifa skýrslu um það. Það er vissulega enn svo, að Bandaríkja- menn njóta í krafti síns valds og lobbýing-möguleika alls konar undantekninga frá reglunni. En í æ ríkari mæli tekst SÞ að halda uppi eftirliti alls staðar um heim- inn.“ Fátækt sem mannréttindabrot Á málþinginu á Akureyri var nefnt að fátækt hefði verið skil- greind sem mannréttindabrot. Hver eru rökin fyrir því? „Það er viðurkennt af mann- réttindaráði SÞ að fátækt, sér- staklega hinna örsnauðu, sé venjulega tengd mannréttinda- brotum og hún sé jafnvel brot í sjálfu sér. Rökin sem búa að baki því eru að það er oftast misskipt- ing eða misrétti sem veldur því að fátæktin verður til og við- helzt,“ útskýrir Guðmundur. Oft og tíðum sé minnihlutahópum í þjóðfélögum mismunað, og það leiði til þessarar fátæktar. „Fátæktin viðhelzt vegna þess að þessu sama fólki er mismunað varðandi möguleika á skólagöngu til jafns við aðra, heilbrigðisþjón- ustu til jafns við aðra, atvinnu til jafns við aðra. Það er margt sem tengir mannréttindi við fátækt- ina.“ Þarna er þá líka tenging mann- réttinda við þróunarsamvinnu? „Já, en það tengist að mínu mati líka öryggismálum,“ segir Guð- mundur. „Því að það er oft og tíðum svo að minnihlutahópar eða aðrir aðilar að átökum eru í upp- reisn eða taka upp vopn vegna örbirgðar, vegna vonleysis. Þannig að fátæktin á þannig líka heima á öryggismálasviðinu. Það tengist oft því að fátækir njóta ekki jafns aðgangs að vatni, sem er gjarnan álitin mest vaxandi hættan á því sviði.“ Allir tapa á undirokun En hvað segir Guðmundur þá um athugasemdir í þá veru, að hinir fátækustu eigi mestu sökina sjálf- ir á að takast ekki að brjótast út úr fátæktinni þar sem þeir eign- ist svo mörg börn og viðhaldi þar með eymdinni og bjargarleys- inu? Guðmundur svarar því til að í flestum tilvikum sé það svo, að þeir fátækustu njóta ekki mennt- unar eða heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra. „Það eru til tölur sem sýna að þegar menntastigið vex, sérstaklega þegar menntun og skólun kvenna eykst, þegar heilbrigðisþjónustan batnar, þá lækkar fæðingartíðnin.“ Hann vísar til þess að í fræði- rannsóknum á þessu sviði sé almennt komizt að þeirri niður- stöðu að þessi fólksfjölgun í röðum hinna fátækustu haldist í hendur við skólagöngu, menntun- armöguleika og heilbrigðisþjón- ustu. „Og ef það er verið að mis- Mannréttindi til útflutnings Guðmundur Alfreðsson, prófessor í alþjóðalögum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raoul-Wallenberg-stofnunarinnar í Lundi í Svíþjóð, tjáir Auðuni Arnórssyni í viðtali að útbreiðsla mannréttinda sé mjög verðugt „útrásarverkefni“ fyrir Íslendinga. KÚGUN Guðmundur segir kúgunarstjórnir gjarnan beita fyrir sig kenningum um afstæði mannréttinda. Það þjóni hagsmunum þeirra, ekki borgaranna í þessum löndum. NORDICPHOTOS/AFP GUÐMUNDUR ALFREÐSSON Hefur starfað í áratugi að fræðslu um og útbreiðslu alþjóðlegrar mannréttindalöggjafar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.