Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 29
][ Hún er kölluð eyja elskenda, perla Atlantshafsins og eyja hins eilífa vors; paradísareyj- an Madeira undan ströndum Marokkó. „Þangað ætlum við um páskana og gista á fjögurra stjörnu hóteli með glæstu útsýni til sjávar og öllum hugsanlegum þægindum,“ segir Inga Sólnes, eigandi Gestamót- tökunnar, sem býður Íslendingum tvær brottfarir til Madeira í mars; frá 16. til 30. mars og 20. til 30. mars, en vegna páska henta ferðalög vinnualmanakinu vel með fáum frí- dögum frá vinnu. „Madeira er eldfjallaeyja eins og Ísland og annáluð fyrir náttúrufeg- urð. Við strendurnar eru sums stað- ar hrikalegir sjávarhamrar og inni í landi fjallshryggir, sigdældir og dalir. Eyjan er paradís útivistar- fólks og göngugarpa um fjöll og firnindi, en boðið verður upp á skipulagðar skoðunarferðir á staðn- um,“ segir Inga, og góða golfvelli er einnig að finna á Madeira. „Eyjan hefur heillað fólk allt frá því hún var numin af Portúgölum á fimmtándu öld. „Hvíta gullið“ var sykur eyjunnar kallaður, en þegar best lét var Madeira stærsti útflytj- andi sykurs til Evrópu. Seinna sner- ist frægð eyjunnar um hið rómaða Madeiravín sem getið er um í verk- um Shakespeares, og í dag gerir milt veðurfar, hitabeltisgróður og stórfenglegt landslag Madeira að einum eftirsóttasta stað náttúru- unnenda og þeirra sem vilja njóta slökunar og sólbaða á hvaða árstíma sem er,“ segir Inga um þessa dás- amlegu eyju þar sem íbúarnir 250 þúsund lifa að mestu á landbúnaði og fiskveiðum og flestir í höfuð- borginni Funchal. „Þótt Madeira sé aðeins 736 fer- kílómetrar að stærð eru fáir staðir í veröldinni sem bjóða jafn mikla fjölbreytni í landslagi, en þarna má finna öll gróðurbelti jarðar, og vegna legu og lögunar landsins getur veður verið mismunandi á sama tíma. Þannig rignir oft norðan megin á eyjunni og í fjöllum, en sunnan megin blása samtímis þurr- ir og heitir fönvindar. Á sunnan- verðri eyjunni er reyndar svo lítil úrkoma að grafnir hafa verið áveitu- skurðir þar sem vatn er leitt úr fjöll- um og hásléttum niður til hins þurra láglendis og kallast „levadas“, en skurðirnir liggja sem net um alla eyjuna,“ segir Inga sem hlakkar til að verja páskum á Madeira. „Þarna er margt svo spennandi að skoða og við bjóðum upp á skoðun- arferðir af ýmsu tagi; meðal annars til heimabæjar Kristófers Kól- umbusar og til hins myndræna fiski- bæjar Camara de Lobos þar sem Winston Churchill sat löngum og málaði. Þá er maturinn sælgæti á Madeira og stinglax einn vinsælasti rétturinn, en þar er mikil grænmet- is- og ávaxtarækt og má víða sjá bananaekrur, eins og þá sem stend- ur við hliðina á hótelinu.“ Fararstjóri verður Jón Kristleifs- son sem hefur verið fararstjóri á Madeira til fjölda ára og er staðhátt- um mjög vel kunnur. Nánari upplýsingar á www.gesta- mottakan.is thordis@frettabladid.is Páskar á eyju elskenda Skýin sleikja Curral das Freiras-fjallgarð- inn á Madeira. Grænmetis- og ávaxtamarkaður í Funchal. Séð yfir Funchal, höfuðborg Madeira. MYNDIR/GETTY Ástralía er skemmtilegt land heim að sækja og mikið ævintýri þar sem landið er svo ólíkt okkar, enda hinum megin á hnettinum. Þrátt fyrir það er auðvelt að ferðast þar því tungu- mál er engin fyrirstaða ef maður kann ensku. Á sagnaslóðir SAGNASLÓÐIR Á REYKJANESI I ER TILTÖLULEGA NÝÚTKOMIN BÓK SEM UPPLAGT ER AÐ NOTA SEM LEIÐSÖGN UM SÖGU, MINJAR OG LANDSLAG Á REYKJANESI. Ritinu Sagnaslóðir á Reykjanesi I er ætlað að vekja áhuga á for- vitnilegum slóðum suður með sjó. Hentugt er að taka það með sér í bílinn og aka á einhvern þeirra staða sem fjallað er um. Það bygg- ist á efni sem leiðsögumenn Reykjaness fluttu á sagnakvöldum víðs vegar á Reykjanesi á síðustu árum. Sigrún Jónsdóttir Franklín skipulagði sagnakvöld- in, tók efnið saman, rit- stýrði og sjf menningar- miðlun er útgefandi að ritinu. - gun Það eru tvær góðar ástæður til að skoða húsbíla... ...McLouis og Weinsberg Sýning á laugardag og sunnudag frá eitt til fimm. frá18.400 Vika í Þýskalandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. VW Fox eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.