Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 42
● hús&heimili af vefnum „Þetta borð er mér mjög dýr- mætt,“ segir Ingibjörg og sýnir þungt og mikið borð sem er alsett steinum af ýmsum tegundum. „Pabbi gaf mér borðið árið 1979 og það hefur fylgt mér síðan. Ég er búin að flytja nokkrum sinn- um búferlaflutningum og hef alltaf látið hetjurnar í fjölskyld- unni bera borðið – þeim sterkustu sem ég treysti best. Alltaf stend ég þó við hliðina á þeim og segi stöðugt: „Varlega, varlega. Passið ykkur, passið ykkur. Það má ekk- ert koma fyrir þetta borð.“ Faðir minn er nefnilega látinn og þeir eru ekki gripnir upp sem gætu lagða borðið ef eitthvað kæmi fyrir það. Auðvitað sýnist það sterklegt og börnin mín og barna- börnin hafa hoppað á því en ef högg kæmi á einn fótinn er stór hætta á skemmdum sem erfitt yðri að gera við.“ Ingibjörg segir föður sinn hafa gert nokkuð mörg steinborð en ekkert með eins löppum og henn- ar. „Það er mjög mikil vinna í þessum borðfótum. Þeir eru úr fjörusteinum sem hann sagaði niður eins og brauð og setti steypu á milli. Síðan liggur járn- rör í gegn.“ útskýrir hún. Eðlilegt er að borðið hafi mikið gildi fyrir Ingibjörgu. Það er ekki einungis gert af föður hennar heldur geymir það beinlínis handarför hans. Að því kveðst hún hafa komist í einum flutn- ingunum. „Einu sinni var borðinu hvolft varlega. Þá sá ég för eftir hnúa og fingur föður míns þar. Hann hefur verið að þrýsta steyp- unni að steinunum með berum höndum og skilið eftir sig för. Auðvitað þykir mér enn vænna um borðið fyrir vikið,“ lýsir hún. Litirnir í íslensku steinunum njóta sín vel í borðinu og áferðin er eðlileg. „Pabbi var ánægður með þetta borð. Honum fannst gaman að sitja við það með viskílögg í glasi og rifja upp ferðir frá því hann var að velja í það efnið. Hann fór víða og leitaði fanga í sín verk en Hornafjörðurinn var í sér- stöku uppáhaldi.“ segir Ingibjörg og bætir við. „Borðið sýnir líka vel hversu stórkostleg mynstur leynast í fjörusteinunum.“ - gun Íslenskt grjót í öndvegi ● Ingibjörg Marteinsdóttir söngkona á forláta steinborð eftir föður sinn Martein Davíðsson listmúrara. Það er meðal hennar dýrmætustu gripa enda geymir það líka fingraför hans. Borðlappirnar eru búnar til úr fjörugrjóti sem skorið er í sneiðar og steypt á milli en járnteinar ganga í gegnum allt saman. „Ég er búin að flytja nokkrum sinnum búferlaflutningum og hef alltaf látið hetjurnar í fjölskyldunni bera borðið,“ segir Ingibjörg brosandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í þessum heimi þar sem allt er einnota er gott til þess að vita að sumir huga að endurvinnslu. Vefverslunin www.reestore.com sérhæfir sig í að bjóða upp á hluti sem hafa fengið nýtt líf. Gaml- ir hlutir sem annars hefðu lent á haugunum eru endurhannaðir sem húsgögn. Eigendurnir hafa í huga bæði nátt- úruvernd en einnig er þeim hugleikið að búa til fallega hönnun á heimili. Endurunnin hönnun Annie-stóllinn er búinn til úr gamalli innkaupakörfu. Sniðug endurnýting. Max-baðkarssófinn minnir um margt á klassískan stól úr myndinni Breakfast at Tiffany‘s. Þessi er til í mörgum litum. Kveðja til viðskiptavina veitangahússins Indókína Vegna fyrirhugaðs niðurrifs hússins að Laugavegi 19 í Reykjavík hættir veitingahús okkar, Indókína, rekstri nú um áramótin. Við þökkum öllum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir viðskiptin á liðnum árum og óskum þeim farsældar um ókomin ár. Vonandi á Indókína eftir að rísa aftur í nýju húsnæði þótt síðar verði. Margrét De Huynh og fjölskylda. 12. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.