Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 56
28 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR ➜ MYND UM LÍF MIT21 SPILARA Þ að fyrsta sem flestum dettur í hug þegar MIT- tækniháskólinn (Massa- chusetts Institute of Technology) í Bandaríkj- unum er nefndur á nafn er yfirburðaárangur nemenda skólans í verkfræði og stærðfræði. Nemendur skólans eru þó einnig alræmdir fyrir þá sök að úr þeirra hópi hafa á tölvuöld sprottið margir stórvirkustu tölvurefir sögunnar. Við skólann er líka kennt umfangsmesta „svindl“ í sögu fjár- hættuspila í heiminum þar sem hópur nemenda nýtti stærðfræðisnilld sína til að vinna hundruð milljóna af spilavít- um í Las Vegas og víðar. Byrjunin Saga MIT21-liðsins (The MIT Black- jack Team) er með ólíkindum. Upphaf- lega var það vinsæl dægradvöl stúd- enta við skólann að koma saman og spila fjárhættuspil og nýta stærðfræði- kunnáttu sína til að vinna smáar upp- hæðir af félögunum. Þessi hefð innan skólans þróaðist síðan upp í dauðans alvöru fyrir tilstuðlan fyrrverandi stærðfræðiprófessors og sex nemenda, sem síðar urðu kjarni MIT21-liðsins. Þeir komu auga á að nýta mætti yfir- burðagáfur nemenda í MIT til að auka líkur á vinningum í fjárhættuspilinu 21, sem er eitt fárra fjárhættuspila þar sem hægt er að hafa áhrif á vinnings- líkur þegar spilað er. Á níunda áratugnum hafði þessi félagsskapur nemenda úr MIT sett á fót eins konar neðanjarðarkerfi spila- víta sem teygðu sig til íbúða nemenda og kennslustofa en einnig voru heilu vöruhúsin leigð þar sem sett voru upp eftirlíkingar af spilavítum. Í þessu umhverfi fór fram þjálfun fjárhættu- spilara en þeim var ætlað að vinna stór- fé við erfiðustu aðstæður; í stóru spila- vítunum í Las Vegas og Atlantic City. Hinir útvöldu Það var ekki á allra færi að fá að spila í MIT21-liðinu. Nýir spilarar voru látnir gangast undir fjölda prófa til að kanna hvort þeir kæmu til greina í liðið. Ef svo reyndist vera, þá tók við strangt þjálfunarferli. Hver spilari þurfti að standast próf sem MIT21-liðið kallaði „eldskírnina“. Spila þurfti óaðfinnanlega í tilteknum fjölda spila og þola margs konar áreiti og truflun á meðan, sem viðgengst í stærri spilavítum. Þar þurfti spilarinn að sýna fram á að allir útreikningar væru óaðfinnanlega útfærðir. Aðeins þeir bestu fengu síðar að spila fyrir stærri fjárhæðir í stærstu spilavítun- um. Sumir stóðu stutt við en þeir hæfi- leikaríkustu gerðu fjárhættuspil að atvinnu sinni, og hafa efnast gríðarlega og eru fyrir vikið goðsagnir innan þessa afmarkaða heims sem fjárhættu- spilarar lifa í. Fjárfestarnir Allan níunda áratuginn fóru nemendur skólans frá Boston til Las Vegas og Atl- antic City, þar sem stærstu spilavíti Bandaríkjanna er að finna. Á vegum MIT21-liðsins voru allt að 80 spilarar á hverjum tíma. Það sem gerði þessum ungu námsmönnum kleift að spila fyrir háar upphæðir var að þegar geta þeirra til að vinna fé af spilavítunum kom í ljós, buðu sig fram „fjárfestar“ sem reyndust oftar en ekki tengjast skipu- lagðri glæpastarfsemi. Þeir lögðu fram stofnfé sem hinir ungu ævintýramenn margfölduðu með spilamennskunni. Fjárfestarnir svokölluðu og spilararnir hittust aldrei, en þeir sem stjórnuðu liðinu sáu um reksturinn. Allt var byggt upp eins og hvert annað fyrirtæki. Fjárfestarnir borguðu fyrir þjálfun, ferðir og uppihald spilaranna sem þurftu á móti að skila inn skýrslu um hvernig þeir höfðu spilað til sigurs; allt var þetta matað inn í tölvur sem unnu úr upplýsingunum. Þar sem spilararnir voru einnig frábærir forritarar þróuðu þeir tölvuforrit sem nýtt voru til að reikna líkur og þróa vinningskerfin áfram. Við sögu komu hundruð spilara á þessum tíma; sumir stofnuðu sín eigin lið en aðrir sögðu skilið við líf fjár- hættuspilarans eftir að námi í MIT lauk. Sem dæmi má taka nokkra þeirra sem seinna áttu meginheiðurinn að því þróa forrit fyrir Microsoft-hugbúnað- arfyrirtækið. Windows-stýrikerfið er þannig skrifað að stórum hluta af fyrr- verandi fjárhættuspilurum frá MIT. Blómatíminn Blómatími MIT21-liðsins var tíundi áratugurinn og er sögusvið bókarinnar Bringing Down the House eftir banda- ríska rithöfundinn Ben Mezrich. Bók Mezrich er samantekt frásagna nokk- urra af hæfileikaríkustu spilurum MIT21-liðsins sem hafa gert fjárhættu- spil að atvinnu sinni og eru í dag stór- efnaðir menn. Vopnaðir rúmlega ára- tuga reynslu í spilavítum um allan heim tóku þeir sig saman, söfnuðu einni milljón dollara í stofnfé og tóku að spila á stærðargráðu sem var áður óþekkt. Frásagnir þeirra endurspegla líf þess- ara ungu manna sem í byrjun voru blankir háskólastúdentar og enduðu sem vellauðugir ævintýramenn. Eig- endur spilavítanna áttuðu sig ekki á svikamyllunni og veittu þeim aðgang að öllum þeim lystisemdum sem ríkir fjárhættuspilarar njóta í borg synd- anna, eins og Las Vegas er löngum köll- uð. Undir fölsku flaggi Hugsaðu þér tvítugan háskólastúdent sem tekur stærðfræðipróf á föstudags- morgni en er hrókur alls fagnaðar í veislu með Michael Jordan, Eddie Murphy og Howard Stern á laugar- dagskvöldi. Stjörnurnar eru áhugasam- ar um líf þessa unga manns af þeirri ástæðu að þeir halda að hann sé forrík- ur rússneskur vopnasali. Það héldu eig- endur stærstu spilavíta Las Vegas einn- ig um einn af bestu spilurum MIT21, en hann, eins og aðrir í liðinu mætti aldrei til leiks öðruvísi en undir fölsku nafni, og oftar en ekki í dulargervi. Það er ekki einfalt að blekkja eigend- ur spilavíta um árabil og hafa af þeim stórfé. Þess vegna þurftu spilarar frá MIT að villa á sér heimildir til að halda leiknum gangandi. Spilararnir ferðuðust saman en höfðu engin samskipti sín á milli til að gera njósnurum á vegum spilavítanna erfiðara að þekkja þá. Hver og einn fékk nýtt nafn, tilheyrandi skilríki og sögu sem var uppdiktuð af stjórnend- um liðsins. Þeir sem spiluðu hlutverk sitt af mestri kostgæfni náðu undraverðum árangri í blekking- unni. Þeir voru þekkt- ir í Las Vegas og víðar og voru keyrðir á milli í eðalvögnum, fengu úthlutað stærstu lúxus- svítunum á flottustu hótelum spilavítanna og ókeypis miða á eftirsótt- ustu leiksýningar og íþróttaviðburði í Banda- ríkjunum. Tveir liðs- manna voru á tímabili í föstu sambandi með klapp- stýrum Los Angeles Rams- fótboltaliðsins og annar með ungfrú október úr Playboy-tíma- ritinu 1994. Í raun voru þeir bara háskólanemar sem áttu að vera að lesa undir próf. Milljónir í pappahatti Eitt stærsta vandamál liðsmanna var hvað þeir græddu mikla peninga. Einn viðmælanda Mezrich minnist þess að hafa labbað á milli spilavíta í Las Vegas með 180 þúsund dollara í partíhatti en hann, eins og fleiri, þurfti að koma sér upp sérstökum aðferðum til að koma vinningsfénu frá borginni sem spilað var í til Boston þar sem skólinn er. Þeir límdu féð inn á sig í milljóna vís og borguðu einnig sérstökum burðardýr- um til að smygla því fyrir sig. Einn spilari notaði fötlun sem dulargervi og lét hanna fyrir sig hækjur þar sem hann gat falið vinningsféð. Vinningar þriggja manna liðs í eitt skipti eru tald- ir hafa náð um hálfri milljón dollara yfir eina helgi. Heildarvinningsfé MIT21-liðsins hleypur á tugum millj- óna dollara þegar allt er talið. Upp komast svik um síðir Þegar eigendur spilavítanna áttuðu sig voru settar af stað gagnaðgerðir sem taldar eru hafa kostað margfalt það fé sem þeir voru að tapa til spilaranna. Eitt stærsta eftirlitsfyrirtæki heims, Griffin Investigations, var þá ráðið þeim til höfuðs. Búnaðurinn sem var nýttur til eftirlitsstarfanna var eins og sést í Bond-myndunum en það var þó ekki fyrr en einn starfsmaður Griffin tók sér í hönd árbækur MIT-háskólans og bar saman myndir úr gagnabanka fyrirtækisins að ævintýrið var úti. Ára- löng rannsókn fyrirtækisins, þar sem meðal annars var nýttur búnaður frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hafði ekki séð í gegnum svikamyllu háskólanemanna fram að því. Í dag starfa margir úr MIT21-liðinu við að kenna aðferðirnar sem notaðar voru við svindlið. Það er jú ekki ólög- legt að telja spil úr stokki og reikna sér líkur á vinningi. Aðrir hafa þó stofnað ný lið og ferðast um allan heim og stunda hina ábótasömu iðju sem þeir lærðu á skólabekk í fimmta besta háskóla heims. Skólastrákar kjöldraga spilavíti Hundruð ungra stúdenta frá einum besta háskóla heims voru þjálfaðir til að hafa fé af stærstu spilavítum heims. Þeir bestu gerðust atvinnumenn í fjárhættuspilum og hafa efnast gríðarlega. Svavar Hávarðsson kynnti sér sögu ungmenna sem sátu á skólabekk á virkum dögum en spiluðu fjárhættuspil fyrir milljónir um helgar og skemmtu sér með Hollywood-leikurum, íþrótta- stjörnum og þurftu aðstoð til að flytja vinningsféð. Blekkingarnar voru svo lygilegar að verið er að gera kvikmynd um líf þeirra. THE LAS VEGAS STRIP Við hið fræga sjö kílómetra langa breiðstræti í Las Vegas eru 30 stór hótel með spilavítum, sem eru hin glæsilegustu í heimi. Hvergi er spilað um hærri fjárhæðir. Í MGM Grand hótelinu eru tæplega 7.000 herbergi og í turnum hótelsins eru 527 stórar svítur og 21 glæsiíbúð. Gólfflötur spilavítisins er 16 þúsund fermetrar. Sundlaugar með ám og fossum taka 35 þúsund fermetra. Innan MGM er verslunarmiðstöð, næturklúbbar og sextán stór veitingahús. Heildarfjöldi herbergja í hótelum við breiðgötuna er um 70 þúsund. Nokkur hótel eru nú í byggingu. Það nýjasta, Wynn Las Vegas, kostaði 2,7 milljarða Bandaríkjadollara að reisa. Í mars næstkomandi verður tekin til sýninga kvikmyndin 21 sem byggð er á bók Bens Mezrich um fjárhættuspilarana frá MIT-tækniháskólanum. Með aðalhlutverkin fara meðal annarra Kevin Spacey, Kate Bosworth og Lawrence Fishburne en leikstjóri er Robert Luketic. MGM-kvikmyndasamsteypan er einn aðalframleiðandi myndarinnar en MIT-spilararnir höfðu stórfé af spilavíti í hennar eigu í Las Vegas. Gárungarnir vilja meina að stjórnendur MGM hafi þar loksins séð sér leik á borði til að endurheimta þær fúlgur fjár sem þeir töpuðu í hendur háskólastrákanna. Hugsaðu þér tvítugan há- skólastúdent sem tekur stærðfræði- próf á föstu- dagsmorgni en er hrókur alls fagnaðar í veislu með Michael Jor- dan, Eddie Murphy og How- ard Stern á laugardags- kvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.