Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 60
32 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR Á L I T S G J A F A R F R É T T A B L A Ð S I N S E R U: DR. GUNNI: TÓNLISTARMAÐUR OG BLAÐAMAÐUR ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR: RITHÖFUNDUR JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR: RITHÖFUNDUR OG LEIKSKÁLD Hvað segja fötin um manninn? Það er ofurmannlegt að rýna aðeins í textílmynstrið á kápunni og leðrið í skónum og draga einhverjar ályktanir um hvaða per- sónu viðkomandi hefur að geyma. Júlía Margrét Alexandersdóttir brá á leik með nokkrum spekingum og sendi þeim ljósmyndir af þekktu fólki hér í bæ þar sem búið var að fela andlit viðkomandi. Voru álitsgjafar beðnir um að „lesa“ í klæðaburðinn og segja til um hvers konar persónuleiki klæddi sig svona án þess að þeir hefðu nokkra hugmynd um hverjir eigendur fatanna voru. Jónína Leósdóttir: Þetta er greinilega íhaldssamur maður og dálítið gamaldags. Svo sýnist mér hann líka vera með erma- hnappa. Það styrkir þetta viðhorf mitt enn frekar – og sýnir þar að auki að maðurinn er þokkalega stæður. Það sést á höndunum á honum að hann er meiri innimaður en útimaður. Það liggur við að lýsingin „hefur varla dýft hendi í kalt vatn“ komi upp í hugann. Auðvitað er þó ekki þar með sagt að hann sé ekki vinnuþjarkur. Mér finnst hann hafa fæðst á svolítið vitlausum tíma – og gæti vel trúað að honum fyndist það líka. Þóra Sigurðardóttir: Þetta er týpa sem er ekki mikið að velta sér upp úr klæðaburðinum – en þó. Slaufan er alltaf ákveðin yfirlýsing, rétt eins og konur með hatta. Annars er þetta fremur hversdagslegur klæðnaður, gæti verið kominn til ára sinna og eigiandinn er ekki mikið að velta sér upp úr ytra birði. Þó örlar þó á sjentílmanninum því áðurnefnd slaufa, ermahnaparnir og axlaböndin bjóða uppá skemmtilegan og herramannslegan retró fíling. Spái því að þetta sé hagfræðingur hjá Seðlabankanum eða jafnvel jarðfræðingur. Dr. Gunni: Þar sem ekki eru margir með slaufur svona dags daglega hlýtur þetta annað hvort að vera Ármann Reynisson eða Kjartan Gunnars- son í Landsbankan- um. Ef ekki þá er þetta einhver sem er andlega skyldur þeim. Ég myndi því ætla að þessi hefði gaman að vinjettum, vönduðum vínum, framgangi Sjálfsstæðis- flokksins og bridds. Klæðnaðurinn tilheyrir: Kjartani Gunnarsyni Dr. Gunni: Þetta er fín frú og hér mynduð í veislu með manni sínum, sem er kunnur í þjóðfélaginu fyrir störf sín. Þau búa flott og lifa lífinu í efri mörkum þeirra lífsgæða sem Vesturlönd hafa skapað sér með því að níðast á restinni af heiminum. Svo gæti þetta verið tóm steypa því kjóllinn er undarlegur. Þetta gæti þess vegna verið slátrari sem var nýkomin úr vinnunni þegar hún fékk sér einn kokkteil á Langabar. Þóra Sigurðardóttir: Hér er greinilega á ferðinni pólitísk sósíalpadda á atkvæðaveiðum. Afskaplega útspegúleruð múndering sem segir: „Sjáðu mig – ég er þjóðleg og styð íslenska framleiðslu! Plís kjósið mig eða manninn minn!“ Auk þess stendur hún greinilega þétt upp við manninn sinn til að leggja áherslu á hvað þau séu samrýmd og hress en hún gleymir að stinga glasinu fyrir aftan bak sem er nauðsynlegt fyrir alla í pólitík. En hún fær prik fyrir litavalið, kjóllinn er fallegur og eitthvað segir mér að hún hafi verið mun pæjulegri en stöllur hennar í þessu partíi. Jónína Léosdóttir: Þessi kona er annaðhvort ung með örlítið gamaldags fatasmekk eða nálægt miðjum aldri, óvenju síðhærð (fyrir sinn aldur) og klæðir sig eins og konur sem eru yngri en hún. Efnið í kjólnum minnir óneitanlega á rauðsokkulega batikmussu – en gæti líka verið mjög nútímalegt, „Rögnu Fróða- legt“ og smart. En ekkert af þessu segir mér mikið um manneskjuna. Og þó. Ég giska á að föt og aðrir veraldlegir hlutir skipti hana minna máli en það sem fram fer inni í höfðinu á fólki – þar á meðal henni sjálfri. Klæðnaðurinn tilheyrir: Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Dr. Gunni: Þessi má ekkert ljótt sjá og er alltaf tilbúin að berjast. Hún áframsendir allan fjölda- póst hvort sem verið er að mótmæla stækk- un virkjana eða áformum um niðurrif gamalla húsa. Hún vill sjá betri heim en efast stundum um að það sé raunhæf von. Þá kemst hún að því að líklegast sé best að byrja á sjálfri sér og leita inn á við. Talar við spámiðil, andlegan kynlífsfræðing og vísan indjána sem hingað er kominn til að skoða augun í fólki. Indjáninn segir henni að skrifa ljóðabók og hún er ekki lengi að hlýða fyrirmælum hans. Þóra Sigurðardóttir: Þessi týpa er klárlega ekki meðlimur í PETA! Hér er á ferðinni djörf týpa sem sumir gætu skilgreint sem litblinda en ég er ekki endilega sammála því. Djörf og dáldið töff kjötæta með þjóðlegu og listrænu ívafi sem borðar ábyggi- lega hval- og póníhestakjöt á jólunum. Ekki þykir mér ósennilegt að hún sé í listum – þú sæir aldrei starfsmann í Kaupþingi í svona múnderingu án þess að verða fyrir grófu aðkasti dragtarmafíunnar. Þetta gæti líka svo sem verið flippaður sauðfjárbóndi sem vill ólmur sína afrakstur heimaslátrunarinnar þó að það útskýri með engu móti villtar hlébarðabuxurnar. Nei, ég held mig við listatýpuna og spái því að hún sé rauð- hærð í þokkabót og gef henni prik fyrir dirfsku en mínus fyrir ofnotkun á afurðum dýraríkisins. Jónína Leósdóttir: Það æpir á mann að þetta er kona sem fer sínar eigin leiðir, jafnt í klæðaburði sem öðru. Hún er mjög kjarkmikil og sjálfsörugg. Annars hefði hún aldrei þorað að blanda saman svona ólíkum efnum, litum og mynstrum. Ég átta mig ekki alveg á hvort hún er í pilsi eða buxum. Flestum hefði hins vegar ekki fundist þessi flík passa við græna lopapeysu. En hún kemst upp með það vegna þess hvað hún hefur gott sjálfstraust. Það sést á því hvernig hún stendur. Stellingin segir: Hér er ég! Kannski vinnur hún því eitthvað með höndunum. En hún er að minnsta kosti með mjög sterka, listræna hæfileika. Klæðnaðurinn tilheyrir: Dorrit Moussaeiff Dr. Gunni: Hér höfum við sjálfstæða skvísu sem óöruggum körlum er illa við. Þeim stendur stuggur af henni og finnst fúlt að eiga engan séns í hana. Skvísan er líklega einhleyp (eða með yngri mann upp á punt) og hefur komist í álnir eða til áhrifa með útsjónarsemi og dugnaði. Og ekki skemmir útlitið fyrir henni. Henni finnst best að slappa af á ættarsetri fjölskyldunnar úti á landi og er þar allt önnur manneskja en vanalega í ,,frumskóginum Reykjavík“. Hún fer í ræktina að minnsta kosti fjórum sinnum í viku og er leynilegur aðdáandi AC/DC. Þóra Sigurðardóttir: Hér er kona í yngri kantinum sem hefur ábyggilega horft ansi mikið á Völu Matt. Skemmtilega snjáðar gallabuxurnar gefa til kynna ungan aldur og dálítinn töffaraskap á meðan jakkinn er ívið frúarlegri. Pósan er samt útpæld og kemur vel út á mynd og því ætla ég að leiða líkur að því að hér sé á ferðinni sjálfsörugg kona, með klassískan smekk en þó veik fyrir hóflegu glingri – eins og sjá má á skrautlegri beltissylgjunni og hringn- um. Þetta er kvenskörungur sem fellur ekki í pjattið og vitleysuna en á það til að vera helst til of settleg miðað við aldur. Jónína Leósdóttir: Þessari konu leiðist ekki að láta horfa á sig, enda leggur hún rækt við útlitið og getur verið stolt af því. Þótt konan sé svolítið „fatafrík“ þýðir það ekki að hún sé innantóm puntu- dúkka sem hefur ekkert til málanna að leggja. Aldeilis ekki. Ég held að hún sé eldklár og hæfileikarík – og eitthvað við myndina gefur líka til kynna að hún sé hress og skemmtileg manneskja. Sjálfsöruggur töffari með mikla kímnigáfu. Klæðnaðurinn tilheyrir: Ingu Lind Karlsdóttur Dr. Gunni: Herra útrás gáir hver var að senda honum sms – „æ bara mamma eitthvað að suða um að koma í heimsókn. Enginn tími til þess. Verð að græða meira. Græða meira. GRÆÐA MEIRA! Hluthafarnir krefjast þess og hagkerfið verður að rúlla áfram á góðu bíti. Ég meina, ekki lifum við á fjallagrös- um. Fínt, nú hringir verktakinn og segist hafa fundið nokkra Pólverja til að rífa 80 milljón króna einbýlishúsið á Seltjarn- arnesi og byggja nýtt með fimmföldum bílskúr og þyrlupalli. Jess beibí, við erum að dansa.“ Þóra Sigurðardóttir: Úff, hér erum við með sparigrís í lagi (lesist: týpa sem spáir óhóflega mikið í heildarútlitið og missir hæglega svefn yfir nýjustu jakkafatasendinunni hjá Sævari Karli). Veðja jólagjöf- unum mínum á að hann er í fjólubláum nærbuxum í stíl við skyrtuna. Síminn er síðan punkturinn yfir i-ið. Þetta er háklasssa steríótýpa. Einn af spöðunum í samfélaginu eða einhver sem þráir að tilheyra þeirri kreðsu. Sæir hann aldrei í hreindýrapeysu á jólunum og hann sefur ábyggilega í Boss náttfötum, á tempúr-dýnu, í hvítri mínímalískri íbúð með 82 tommu flatskjánum sínum. Jónína Leósdóttir: Þessi náungi vill ekki bara sýnast „hipp og kúl“ – hann ER „hipp og kúl“. Útlitið styrkir sjálfstraust hans og stuðlar að vellíðan sem skilar honum betri árangri í starfi. Og ekki spillir það heldur fyrir ef hann finnur að konur virða hann fyrir sér með velþóknun. Ég giska á að hann sé efnaður. Einnig held ég – án þess að geta bein- línis rökstutt það – að hann sé svolítið sérstök blanda: Ótrúlega fram- kvæmdasamur maður sem á jafn- framt óvenjuauðvelt með að slaka á. Hann virkar eitthvað svo afslappaður með höndina í buxnavasanum en samt er hann í vinnustellingum. Klæðnaðurinn tilheyrir: Björgólfi Thor Dr. Gunni: Þessi múndering öskrar: NÖRD! Því er ekki ósennilegt að hér sé á ferð veðurfræðingur, stjörnufræðingur eða tölvukarl. Hann er traustur náungi og á sér mörg áhugamál sem hann sökkvir sér niður í. Honum finnst gaman að ganga á fjöll og vera þar einn með sjálfum sér. Hann náði sér í konu sem er líka nörd og saman eiga þau tvö börn, sem öll eru líka nörd. Þetta er allt topplið og salt jarðar enda eru nördarnir bestir! Þóra Sigurðardóttir: Halló Hafnarfjörður! Þetta er litapalletta í lagi. Beis í nokkrum afbrigðum. Þetta er ákaflega settleg týpa, ekki mikið fyrir að taka áhættur og vill hafa þægilegt í kringum sig. Veðja á að hann á Lazy-boy heima hjá sér og finnst gott að fá sér kakó með Baileys á kvöldin. Peysan er vel rúm og greinilega mikið notuð, en vönduð og eigandanum ábyggilega kær. Kakíbuxurnar eru bara dáldið krúttlegur punktur yfir i-ið. Ég giska á að hér sé á ferðinni vinstrisinnað- ur fræðimaður, mögulega veðurfræðingur eða einhver á Þjóðminjasafninu. Háskólakennari eða eitthvað í þeirri deildinni. Múnderingin ber það allavega með sér að hann hafi lesið bók eða tvær. Jónína Leósdóttir: Þessi maður er dálítið forn, eins og sá með þverslauf- una. Þarna er hann í afslöppuðum gír. Þetta eru að minnsta kosti ekki vinufötin hans. Ég held að þessi karlmaður hafi komið sér upp mjög fastmótuðum stíl og viti nákvæmlega hvað hann vill þegar föt eru annars vegar. Þessi ljósi litur verður örugglega oft fyrir valinu þegar hann kaupir sér hversdagsfatn- að en í vinnunni gengur hann í dekkri litum. Klæðnaðurinn tilheyrir: Ástþóri Magnússyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.