Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 62
34 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR Við komumst alltaf fyrir Þétt gufan reyndi að brjótast út úr eldhúsinu, þrengja sér að rúðun- um eins og barmmikil kona að mjóslegnum manni, en komst hvergi. Ég hafði skellt aftur glugg- anum, var á leið í bað, kærði mig ekki um trekk. Þegar loftið var orðið svo heitt og rakt að vatns- perlur mynduðust á borðum og stólum, afklæddist ég og steig ofan í trébalann mikla sem konur nota undir stórþvott eða barna- hópinn á laugardögum og er alltof þröngur fyrir fullorðna mann- eskju, en ef ég dró undir mig fæt- urna, lá í kuðung, komst ég fyrir. Við komumst alltaf fyrir ef við förum rétt að. Kristín Marja Baldursdóttir: Óreiða á striga (2007) Stig haldi? „Óvíst að þjónustustig Landspítal- ans haldi“ segir í fyrirsögn hér í Fbl. 15. des. Hvað skyldi þetta merkja á mannamáli? Skýring fæst í greininni: „Við ætlum að reyna að hagræða þannig að það komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga...“ – en þjónustustig er mér framandi orð og lítt skiljan- legt. Og enn síður að það haldi. Á mannamáli mætti kannski segja: Óvíst um óbreytta þjónustu. Skilst það ekki betur? Ekki er nauðsyn að fjalla um stofnanir á stofnana- máli. Áhorf í gangi „Hvaða áhorf er í gangi?“ – var spurt í fréttum á Stöð 2, 19. des. No. áhorf er ungt og haft um hversu mikið er horft á tiltekið sjónvarpsefni og oftast haft um könnun eða rannsókn á „áhorfi“. Það réttlætir hins vegar ekki ofan- greinda notkun. Í stað „hvaða áhorf“ mætti segja „hversu marg- ir horfa“ – og svo má ég til með að amast við þessu sífellda „í gangi“ sem alltof margir tönnlast á í tíma og ótíma. Var „Við starfsfólk kirkjugarðanna höfum orðið var við það...“ – var sagt í fréttum Rúv. 22, des. Hvað eftir annað heyrum við viðlíka rangbeygingu lo. var sem merkir að taka eftir, veita athygli, skynja. Hann verður var við, hún verður vör við, það verður vart við, þeir verða varir við, þær verða varar við, þau verða vör við. Og við (fólkið, karlar og konur) verðum vör við. Viðbragðsaðilar! Ekki er langt síðan ég fjallaði um aðilapláguna miklu. Og nú bætast í það safn nýir „aðilar“ fengnir úr stórri fyrirsögn í Mbl. á gamlárs- dag: „Viðbragðsaðilar í baráttu við veðrið.“ Í greininni sést að það eru björgunarsveitar- og slökkviliðs- menn sem fá þetta ósmekklega starfsheiti. Viðbragðsaðili? Ef ég bregst við slæmu málfari, er ég þá ekki líka „viðbragðsaðili“ að dómi þessa blaðamanns – eða kannski „málfarsaðili“? Braghenda Ragnar Böðvarsson sendir þessa braghendu: Hvítum voðum hól og lautu hjúpað getur sjálfsagt öllum öðrum betur afli Norðra gæddur vetur. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið myndina Hákarlabeita á DVD! Með íslensku og ensku tali Leystu krossgát una! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur HELGARKROSSGÁTAN Góð vika fyrir... ... andstæðinga kvótakerfisins Eftir áratugalanga baráttu gegn vindmyllum kerfis- ins fengu andstæðingar kvótakerfisins loksins vind í seglin þegar Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóð- anna úrskurðaði að íslensk- um stjórnvöldum bæri að endurskoða fiskveiði- stjórnunarkerfið og greiða tveimur sjómönnum bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta. Þetta er þó væntanlega skammgóður vermir því bæði sjávarútvegsráðherra og fram- kvæmdastjóra LÍU finnst lítið til koma. ... íslenska vatnið Bevnet.com, netbiblía drykkjarbransans, kaus í vik- unni Icelandic glacial natural spring water besta vatn í heimi. Þetta er mikil viðurkenning og sölu- hvetjandi fyrir drykkinn, sem Jón Ólafsson hefur fengið Anheuser-risann til að dreifa fyrir sig í Bandaríkjunum. Það er líka gott fyrir þjóðar- stoltið að það sé skjalfest að vatnið okkar sé það besta í heimi. ... baráttufólk Nú þegar mestur vindur er farinn úr and- ófi gegn virkjun- arframkvæmd- um á hálendinu kemur nýtt mál eins og himnasending upp í hend- urnar á baráttufólki: húsa- friðun í miðbæ Reykjavíkur. Vondu karlarnir ætla að rífa krúttlegu kofana og byggja ljóta steypukassa og nú verð- ur aldeilis tækifæri til að halda mótmælatónleika, mál- fundi og kröfugöngur. Jafn- vel má hlekkja sig við Líf- stykkjabúðina ef í hart fer. Slæm vika fyrir... ... hlutabréfaeigendur Það sem fer upp, kemur niður, og í vikunni lækk- uðu hlutabréfin sem aldrei fyrr. Enginn er kannski beinlínis farinn á hausinn ennþá, en þetta lítur ekki vel út fyrir marga, sér- staklega þá sem fjármögnuðu allt sitt með lánum. Anda nú fegnir þeir sem aldrei létu hafa sig út í að taka þátt í hlutabréfadansinum. ... alla sem koma nálægt ráðningu Þorsteins Davíðs- sonar Það er sama hvernig á það er litið, allir sem koma nálægt ráðningu Þorsteins Davíðssonar til Héraðs- dóms Norðausturlands og Austurlands koma illa út úr málinu. Settur dómsmálaráðherra, Árni M. Matt- hiesen, lítur úr eins og kjáni og er sagður af Pétri Kr. Hafstein, formanni dómnefndar, fara með rangfærsl- ur; Pétur og hinir í dómnefndinni koma illa frá málinu því á þau er greinilega ekkert hlustað þegar til kastanna kemur; og Þor- steinn Davíðsson kemur ekkert sérlega sterkur út úr þessu heldur, þótt hann sé í stjórn bók- menntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og allt. ... Víkverja Morgunblaðsins Hinn mikli aðdáandi Karlakórsins Heimis í Skagafirði lýsti því yfir á þriðjudaginn að það yrði reginhneyksli ef kórinn fengi ekki Eyrar- rósina, verðlaun forseta- embættisins til þess sem skaraði fram úr í menning- armálum landsbyggðarinn- ar. Þótt kórinn syngi við afhendinguna gerði það ekki gæfumuninn og Eyr- arrósin fór til ísfirska rokkhunda. Það gengur bara betur næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.