Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 74
46 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is 5 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA HANDBOLTI Það hefur gengið á ýmsu í herbúðum landsliðsins síð- ustu daga. Menn hafa verið meidd- ir og hreinlega fárveikir og það hefur nú leitt til þess að allt liðið er komið á lyfjakúr þar sem óttast var að fleiri myndu veikjast. Strákarnir okkar eru komnir á veirudrepandi lyfjakúr og dugar ekkert minna til en sjálft fugla- flensulyfið, tamiflu. „Það var einn í hópnum [Jalies- ky Garcia Padron, innsk. blm] sem greindist með inflúensu og ég hafði í kjölfarið samband við helsta smitsjúkdómalækni lands- liðsins og fékk í kjölfarið ráðlegg- ingar sem ég fylgi. Þetta eru mjög dýr lyf fyrir allan þennan hóp og ég fékk IcePharma til þess að greiða fyrir lyfin og sem betur fer svöruðu þeir kalli okkar fljótt og vel. Þetta eru veirudrepandi lyf sem er notað við hinar ýmsu aðstæður en gengur undir nafninu fuglaflensulyfið,“ sagði Brynjólf- ur Jónsson, læknir landsliðsins, við Fréttablaðið en lyfin kostuðu yfir 100 þúsund krónur. „Þetta er í fyrsta skiptið sem þessi vírus greinist hér á landi á árinu og vonandi kemur lyfjakúr- inn í veg fyrir að fleiri í hópnum smitist en sá sýkti hafði verið í kringum hópinn í tvo daga og því var ákvað að grípa til þessara fyr- irbyggjandi ráðstafana,“ sagði Byrnjólfur. Alfreð Gíslason landsliðsþjálf- ari ætlaði að láta liðið æfa í tví- gang í gær en ákvað að gefa öllum hópnum frí og hvatti menn til þess að fara í Spa-meðferð í Laugum. „Ég var kominn niður í níu leik- menn á æfingu á fimmtudag og þar af voru tveir úr B-liðinu. Í ljósi meiðslanna og veikindanna ákvað ég bara að gefa hópnum frí til þess að slappa af,“ sagði Alfreð. Hann var ekki í góðu skapi á æfingunni á fimmtudag en eftir að hafa heim- sótt Sverre Jakobsson og Garcia síðar um kvöldið og séð að þeir væru á batavegi skánaði lundin á ný. „Sverre er kominn á ról aftur og hann reyndi við sína fyrstu máltíð í nokkra daga á fimmtudag og hefur haldið henni niðri. Ég varð ekki beint kátur þegar sagt var við mig að Garcia yrði frá í tvær vikur vegna veikindanna en lyfin höfðu góð áhrif á hann og allt annað að sjá hann núna,“ sagði Alfreð. Fyrir utan veikindi Garcia og Sverres hafa þeir Alexander Pet- ersson, Arnór Atlason og Bjarni Fritzson verið að glíma við meiðsli en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Ef allt gengur að óskum verða allir á æfingu í dag og vonandi get ég teflt fram mínu besta liði gegn Tékkum á sunnudag,“ sagði Alfreð en hann velur endanlegan lands- liðshóp eftir síðari leikinn gegn Tékkum á mánudag. henry@frettabladid.is Landsliðið á fuglaflensulyfinu Íslenska landsliðið í handbolta er komið á lyfjakúr í kjölfar þess að inflúensa kom upp í hópnum. Strák- arnir eru byrjaðir að taka inn veirudrepandi lyf, tamiflu, sem oftast er kallað fuglaflensulyfið. Meiddir og veikir leikmenn eru á batavegi og Alfreð landsliðsþjálfari vonast til að hafa alla menn á æfingu í dag. LANDSLIÐIÐ Á LYFJUM Allt íslenska landsliðið er komið á lyfjakúr. Strákarnir taka inn veirudrepandi lyf til að fyrirbyggja frekari veikindi í hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari upplýsti í þættinum Utan vallar á Sýn að hann væri kallaður „Kraumi“ af strákunum í landsliðinu þar sem það kraumaði oft í honum í búningsklefanum. „Ég neyðist til að viðurkenna að þetta uppnefni á vel við og mér líkar ágætlega við það,“ sagði Alfreð léttur við Fréttablaðið. - hbg Alfreð Gíslason: Strákarnir kalla hann „Krauma“ > Birgir Leifur úr leik Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Joburg- mótinu sem fram fer í Suður-Afríku. Birgir Leifur lék annan hringinn á 72 höggum í gær eða einu höggi yfir pari. Hann var því samtals á fimm höggum yfir pari eftir hringina tvo og það nægði ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Aðstæður hafa sett svip sinn á mótið en það hellirigndi báða dagana og varð að fresta keppni um tíma vegna þessa. HANDBOLTI Gunnar Pettersen, þjálfari norska handboltalands- liðsins er allt annað en ánægður með að Ísland sendi aðeins vara- lið sitt á Posten Cup sem hófst í gærkvöldi. Leikurinn við Ísland í Lillehammer á sunnudagskvöldið verður síðasti leikur Norðmanna fyrir EM sem fram fer á heima- velli þeirra síðar í mánuðinum. Auk liða Norðmanna og Íslands taka Ungverjaland og Portúgal þátt í mótinu. Gunnar segist hafa frétt þetta fyrir aðeins þremur vikum og að þetta sé ekki að gerast í fyrsta sinn með þetta árlega æfingamót í Noregi. „Þetta er í þriðja sinn sem við lendum í þessu því bæði Pólverjar og Rússar hafa sent varalið til okkar og þetta ber vott um algjört virðingarleysi,“ sagði Pettersen sem sagði Íslendinga hafa valið það að spila frekar við Tékka en Norðmenn. Gunnar heldur því reyndar fram að Ísland sé að fara í heim- sókn til Tékka en hið rétta er að Tékkar eru að koma til Íslands og spila í Laugardalshöllinni á sunn- dag klukkan 16.00 og á mánu- dagskvöldið klukkan 19.30. „Þetta er enginn heimsendir fyrir okkur en þegar Íslendingar segjast ætla að koma með lið þá treystum við á að aðalliðið þeirra komi. Þegar við fáum tilkynningu um annað aðeins þremur vikum fyrir mótið þá er enginn tími til þess að finna lið til þess að koma í staðinn,“ útskýrir Pettersen en hann sker ekki niður hópinn fyrr en eftir leikinn á móti Íslandi á sunnudagskvöldið. Eins og er þá eru 21 leikmaður enn inn í mynd- inni hjá Pettersen en hann sker hópinn niður í sextán menn eftir helgi. „Við fáum hörkuleik á móti Ungverjum og svo var aldrei á áætlun að keyra á besta liðinu í öllum leikjunum. Nú ætlum við bara að vinna alla leikina og koma á sigurbraut inn á EM,“ segir Pettersen sem er þó ekki tilbúinn að segja að norska liðið muni keyra yfir það íslenska. „Það eru til fleiri en 14 hand- boltamenn á Íslandi og við sjáum til hvaða leikmenn Ísland býður upp á í þessum leik,“ sagði Pett- ersen að lokum en hann segir að þetta muni ekki trufla undirbún- ing norska liðsins sem ætlar sér stóra hluti á EM, ekki síst eftir örugga sigra á Dönum og Pól- verjum á Danmerkurmótinu um síðustu helgi. - óój Gunnar Pettersen er ósáttur við að mæta b-liði Íslands í síðasta leik fyrir EM: Þjálfari norska landsliðsins er hneykslaður á Íslendingum BRJÁLAÐUR Gunnar Pettersen er ekki sáttur við að spila síðasta leikinn fyrir EM á móti b-liði Íslands. NORDICPHOTOS/GETTY Grindvíkingar gátu ekki bara glaðst yfir því að vinna sann- færandi útisigur á Íslandsmeisturum KR-inga heldur end- urheimtu þeir einnig gamla hetju þegar Helgi Jónas Guðfinnsson mætti aftur í slaginn. „Það skipti öllu máli að við unnum leikinn en þetta var mjög gaman þó að það hafi fylgt þessu svolítið skrítin tilfinning að koma inn í þetta aftur. Það kom mér á óvart hversu þolið er í góðu lagi en það vantar mikið upp á leikformið,” segir Helgi Jónas Guðfinnsson sem náði ekki að skora á þeim tæpum 16 mínútum sem hann spilaði. Grindavíkurliðið fékk hins vegar aðeins á sig 19 stig þann tíma sem Helgi Jónas spilaði (48 stig uppfært á hverjar 40 mínútur) og það er ljóst að hann hjálpar liðinu mikið varnarlega. „Ég hlýt nú að skora eina körfu í vetur. Þetta voru smá byrjunarerfiðleikar. Það er ekkert mál að spila vörn en helsti vandinn hjá mér er að finna sóknartaktinn aftur,” segir Helgi en hann klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það vakti athygli að Helgi Jónas settist ekkert á bekkinn þegar honum var skipt út af. „Ég var nú bara að halda mér heitum en skrokkurinn er í fínu lagi og ég hef ekki verið svona góður í mörg ár,” segir Helgi Jónas sem meiddist þó á æfingu fyrir leikinn gegn Keflavík og frestaði því að byrja aftur þá. „Þetta voru minniháttar álagsmeiðsli þar sem ég hafði ekki gert neitt í tvö ár og fór síðan að æfa á fullu. Maður gleymir því að maður er orðinn gamall karl,” segir Helgi Jónas í léttum tón. „Ég mætti á æfingu fyrir jól því þá var einhver mannekla hjá Frikka því útlendingarnir voru farnir. Mig langaði að fara að skjóta og þá tilfinningu hafði ég ekki fengið lengi. Ég tók tvær æfingar og ætlaði ekki að vera með eftir það en áhuginn kom aftur og ég fékk að koma inn í þetta aftur,” segir Helgi Jónas og hann hefur trú á að Grindavík fari langt í vetur. „Það hefur verið stígandi í liðinu eftir mjög slakan leik á móti Njarðvík. Mér sýnist deildin vera það jöfn að það sem ræður þessu er hvaða lið nær að toppa á réttum tíma,” segir Helgi Jónas að lokum. HELGI JÓNAS GUÐFINNSSON ER BÚINN AÐ TAKA SKÓNA AF HILLUNNI: LÉK MEÐ Í SIGRI GRINDAVÍKUR Á KR Ég hlýt nú að skora eina körfu í vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.