Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 12. janúar 2008 47 FÓTBOLTI Franski framherjinn Nicolas Anelka er enn og aftur á faraldsfæti og gekk í gær til liðs við Chel- sea frá Bolton á kaupverði sem talið er nema um 15 milljónum punda eða tæpum tveimur millj- örðum íslenskra króna. Samtals er Frakkinn búinn að vera seldur fyrir tæpar 85 milljónir punda eða rúma tíu milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Anelka byrjaði knatt- spyrnuferil sinn hjá Paris St. Germain í Frakklandi og vakti strax mikla athygli fyrir markaskorunarhæfileika sína. Arsene Wenger, þá nýráðinn sem knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki lengi að sýna snilli sína á leikmannamarkaðinum og keypti Anelka til liðsins á 500 þúsund pund árið 1997. „Le Sulk“ Framherjinn blómstraði á öðru keppnistímabilinu og átti stóran þátt í tvenn- um sigri Arsenal í deild og bikar á Englandi. Tímabilið 1999-2000 var hins vegar vonbrigði fyrir Lundúnaliðið og Anelka, sem var þá orðinn stórstjarna, lét hafa eftir sér að hann væri óánægður og ætti rétt á því að fá betri laun. Yfirlýsingar Anelka komu talsvert á óvart þá, en seinna meir varð hann þekktur fyrir að tjá sig óhikað við fjöl- miðla ef eitthvað var ekki eins og hann vildi hafa það hjá þeim félögum sem hann spil- aði með og hlaut því viðurnefnið „Le Sulk“ eða „fýlupokinn“. Arsenal gat ekki neitað risaboði Real Madrid upp á 22,3 milljónir punda í hinn óánægða Anelka sem stoppaði stutt á Spáni, en náði þó að vinna Meistaradeild Evrópu tímabilið 1999-2000 með lið- inu, áður en hann sneri á fornar slóðir til Paris St. Germain. Aftur til Englands Anelka náði ekki fótfestu í París en fékk þess í stað annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni þegar hinn franski Gérard Houllier, þáverandi knattspyrnustjóri Liverpool, fékk hann til þess að koma á láni tímabilið 2001-2002. Ekkert varð þó af endanlegum félags- skiptum Anelka til Liverpool og Manchester City stökk á hann og þrátt fyrir að hann hafi skorað af miklu kappi fyrir félagið, þá náði City aldrei þeim hæðum sem von- ast var til á þeim þremur keppn- istímabilum sem hann var þar. Tyrkland var næsta stoppi- stöð hjá Anelka og þar varð hann deildarmeistari með Fen- erbahce tímabilið 2004-2005, en hann var samt stöðugt orðaður við endurkomu til Eng- lands og Anelka fór ekki leynt með vilja sinn til að snúa aftur þangað. „Ef ég fer aftur til Eng- lands, þá vil ég fara í eitt af „topp fjórum“ liðunum,“ sagði Anelka í viðtöl- um en miðlungs- lið Bolton varð áfangastaðurinn árið 2006. Eftir að hafa sannað sig enn og aftur sem markaskorari með Bolton, varð draumur Anelka að veruleika þegar Chelsea gekk í gær frá kaupum á honum á kaupverði sem talið er nema um 15 milljónum punda. Samtals er Anelka því búinn að vera keyptur fyrir tæpar 85 milljónir punda eða rúma tíu milljarða króna miðað við núver- andi gengi. omar@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Íþrótta- og ólympíusam- band Íslands, ÍSÍ, úthlutaði einum 60 milljónum króna úr afreks- sjóði sínum í gær. Þrátt fyrir fjárútlátin á afrekssjóðurinn enn fjármagn aflögu og verður það nýtt í samræmi við árangur og verkefni sérsambanda. A-landslið karla í handknattleik fékk 6,5 milljónir króna úr sjóðnum vegna Evrópumótsins sem hefst í næsta mánuði. Tveir einstaklingar féllu af A- styrk ÍSÍ í gær en það eru fimleikamaðurinn Rúnar Alex- andersson og Jón Oddur Hall- dórsson úr Íþróttasambandi fatlaðra. Tveir einstaklingar færðust úr C-styrkleikaflokki upp í B en það eru badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir og sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir. - hbg Afrekssjóður ÍSÍ: Úthlutaði 60 milljónum RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Sund- drottningin er komin á B-styrk hjá ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL Tíu milljarða maðurinn Franski framherjinn Nicolas Anelka gekk í gær í raðir Chelsea á 15 milljónir punda, en Chelsea er áttunda félagið sem hann leikur fyrir á þrettán keppnis- tímabilum. Samtals hefur Anelka verið seldur fyrir tæpar 85 milljónir punda. FÉLAGASKIPTI ANELKA: 1995-1997: Paris St. Germain (PSG) 1997-1999: Arsenal - £500,000 1999-2000: R. Madrid - £22,300,000 2001-2002: PSG - £20,000,000 2001-2002: Liverpool - Á láni 2002-2005: Man. City - £12,000,000 2005-2006: Fenerbahce - £7,000,000 2006-2008: Bolton - £8,000,000 2008- : Chelsea - £15,000,000 KÖRFUBOLTI Daninn Adama Darboe hefur spilað frábærlega með Grindavík í síðustu þremur leikjum liðsins og margir hafa tengt það komu Helga Jónasar Guðfinnssonar á æfingar en Adama segir sjálfur að Helgi Jónas hjálpi sér mikið. Helgi Jónas tekur þessu með jafnargeði en segist hafa talað mikið við Danann. „Ég reyni að miðla til hans því ég hef kannski aðeins meiri reynslu en hann. Hann hefur staðið sig mjög vel núna og ef það hjálpar honum að ég mæti á æfingar þá er það bara gott mál fyrir Grindavík,” segir Helgi. Adama hefur skorað 19,7 stig, gefið 7,0 stoðsendingar og hitt úr 63% prósent skota sinna í þremur leikjum síðan að Helgi Jónas fór að mæta á æfingar um jólin. Fyrir þann tíma var Darboe með 11,3 stig, 4,1 stoðsendingu og 51,5 prósenta skotnýtingu í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. - óój Adama Darboe hjá Grindavík: Blómstraði eftir komu Helga SPILAR VEL Adama Darboe hefur verið í miklu stuði í síðustu leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRJÁLSAR Hin fallna frjálsíþrótta- hetja, Marion Jones, var í gær dæmd í sex mánaða fangelsisvist fyrir að ljúga til um eigin steranotkun fyrir rétti. Jones sá að sér á endanum og játaði sekt sína. Lögfræðingar hennar vonuðust eftir skilorðs- bundnum dómi en varð ekki að ósk sinni. Frá því Jones játaði sekt sína og baðst afsökunar hafa afrek hennar verið þurrkuð út af metaskrám og hún hefur þess utan þurft að skila Ólympíuverð- launum sínum. - hbg Dómur Marion Jones: Sex mánaða fangelsi MARION JONES Á leið í steininn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Posten Cup: Ísland-Portúgal 27-28 (13-15) Mörk Íslands (skot): Einar Hólmgeirsson 7 (16), Hannes Jón Jónsson 5/3 (8/3), Arnór Gunnarsson 3 (5), Sturla Ásgeirsson 3 (5/1), Kári Kristján Kristjánsson 2 (2), Andri Stefan 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (2), Baldvin Þorsteinsson 2 (3), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (1), Sigfús Sigurðsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14. Iceland Express-deild karla: Keflavík-Snæfell 98-95 Stig Keflavíkur: Bobby Walker 30 (8 stoðs.), Tommy Johnson 26, Magnús Þór Gunnarsson 19 (5 stoðs.), Anthony Susnjara 9 (7 frák.), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7, Gunnar Einarsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2 (9 stoðs.), Þröstur Leó Jóhannsson 2. Stig Snæfells: Justin Shouse 28 (hitti úr 10 af 14 skotum, 8 stoðs.), Slobodan Subasic 19, Hlynur Bæringsson 15 (9 frák., 5 stoðs.), Magni Hafsteinsson 14, Anders Katholm 11, Sigurður Þorvaldsson 6 (10 frák.), Jón Ólafur Jónsson 2. Tindastóll-ÍR 98-94 ÚRSLIT HANDBOLTI Íslenska B-landsliðið lék sinn fyrsta leik á Posten Cup í gær. Strákarnir klúðruðu þá góðri stöðu niður á lokamínútunum og töpuðu með einu marki, 28-27. Leikið var í Trondheim Spektrum þar sem riðill A-landsliðsins fer fram á EM. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ungverjar leiddu með tveim mörkum í leikhléi, 15- 13. Síðari hálfleikur var mjög góður framan af og þegar aðeins fimm mínútur lifðu leiks leiddi Ísland með tveim mörkum, 27-25. Ungverjar skoruðu aftur á móti síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér eins marks sigur. Einar Hólmgeirsson tók lands- liðsþjálfarann Alfreð Gíslason á orðinu og skaut eins óður maður á markið í leiknum. Einar reyndi alls sextán sinnum fyrir sér og boltinn fór inn fyrir línuna í sjö skipti. Ljóst að þetta mót verður mjög dýrmætt fyrir Einar sem vantar tilfinnanlega leikæfingu. Ísland spilar aftur í dag og þá eru mótherjarnir Portúgal. - hbg Eins marks tap Íslands gegn Ungverjum í Noregi: Klaufalegt tap Íslands gegn Ungverjum EINAR HÓLMGEIRSSON Fékk fína æfingu í Trondheim Spektrum í gær. Hann skoraði sjö mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÖRFUBOLTI Keflvíkingar komust aftur á sigurbraut með því að vinna nauman 98-95 stiga sigur á Snæfelli í Iceland Express deild- inni í gær. Snæfellsliðið fær þó fljótt tækifæri til þess að hefna tapsins því liðin mætast í átta liða úrslitum Lýsingarbikarsins í Stykkishólmi á sunnudaginn. Keflvíkingar voru seinir í gang, lentu 0-6, 5-10 og 13-21 undir og þurftu greinilega tíma til þess að ná úr sér Grindavíkurleiknum á dögunum. Þeir náði því þó í lok annars leikhluta, unnu síðustu tólf mínútur fyrri hálfleiks 35-22 og náðu undirtökunum sem þeir héldu út leikinn. Snæfellingar gáfust þó aldrei upp og voru búnir að vinna upp forskotið í lokin en Keflavíkurliðið komst mest þrett- án stigum yfir (67-54) um miðjan þriðja leikhluta. Justin Shouse var búinn að sýna hetjulega frammistöðu í fjórða leikhluta og stýra Snæfelli inn í möguleika á að vinna leikinn þegar hann missti boltann klaufalega yfir miðju þegar tæpar sex sek- úndur voru eftir og staðan var 98- 95 fyrir heimamenn í Keflavík. Justin hafði skoraði 13 stig í loka- leikhlutanum þar af átta þeirra á síðustu einni og hálfu mínútunni en í stað þess að setja niður sitt sjöunda skot í röð tapaði hann boltanum og leikurinn rann frá Snæfellingum. Magni Hafsteins- son náði reyndar boltanum og náði þriggja stiga skoti áður en leik- tíminn rann út en Jón Norðdal Hafsteinsson varði það og tryggði Keflavík endanlega sigurinn. Bobby Walker og Tommy John- son rifu sig upp eftir slakan leik í Grindavík og skoruðu saman 56 stig eða 37 stigum meira en þeir gerðu í Grindavík. Walker setti niður stórt skot í lokin og endaði með 30 stig og 5 stoðsendingar. „Þetta var stór sigur eftir tapið í Grindavík þar sem við komum ekki tilbúnir og alltof afslappaðir til leiks. Við notuðum vikuna vel milli leikja og unnum góðan sigur,“ sagði Tommy Johnson sem skor- aði 17 af 26 stigum sínum þegar Keflavík breytti stöðunni úr 25-25 í 67-54. „Það verður allt annar leik- ur á sunnudagskvöldið, miklu meira undir og meiri spenna í loft- inu,“ sagði Tommy. - óój Snæfellingurinn Justin Shouse gerði klaufaleg mistök á lokasekúndunum gegn Keflavík í gær: Keflavíkingar misstu næstum sigurinn frá sér EKKI HINGAÐ, VINUR Jón Nordal Hafsteinsson verst hér vel gegn Snæfellingnum Justin Shouse sem gerði sig sekan um klaufaleg mistök undir lok leiksins. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.