Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 78
50 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. óskiptu 6. kyrrð 8. léreft 9. veitt eftirför 11. í röð 12. frosktegund 14. áburður 16. í röð 17. hrós 18. ennþá 20. núna 21. betl. LÓÐRÉTT 1. afl 3. tveir eins 4. land í Suðvestur- Asíu 5. sár 7. klaufskur 10. traust 13. mál 15. óviljugur 16. húðpoki 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. öllu, 6. ró, 8. lín, 9. elt, 11. bd, 12. karta, 14. gúanó, 16. hi, 17. lof, 18. enn, 20. nú, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. ll, 4. líbanon, 5. und, 7. ólaginn, 10. trú, 13. tal, 15. ófús, 16. hes, 19. na. Fríða Sóley Hjartardóttir Aldur: Sextán ára. Starf: Nemi í Kvennaskólanum. Fjölskylda: Einhleyp. Foreldrar: Gunnur Inga Einarsdóttir, ritari hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, og Hjörtur Ólafsson, tölvunarfræðingur. Búseta: Hjá mömmu í Grafarvogi. Stjörnumerki: Sporðdreki. Fríða Sóley keppir í fyrirsætukeppninni Supermodel of the World í New York á miðvikudaginn. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fékk sem kunnugt er Eyr- arrósina í fyrradag. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi menningarframtak á landsbyggð- inni. Mugi, pabbi Mugisons, tók við verðlaununum úr hendi for- setafrúarinnar, en sjálfur var Mugison á leið til Hollands á sama tíma. „Þetta er stórkostleg viður- kenning,“ segir Mugison. „Hel- víti töff að fá þetta því við höfum alltaf verið að basla í peninga- málunum. Í fyrra vorum við með 200 listamenn og þótt við hefðum ágætis styrktaraðila má alltaf gera betur. Nú getum við keypt fleiri partíblöðrur.“ Verðlaunin fyrir Eyrarrósina eru 1,5 milljón- ir króna. Byrjað er að bóka fyrir fjórðu Aldrei fór ég suður-hátíðina, sem fram fer nú um páskana. „Það er allt galopið og um að gera að senda inn umsókn á aldrei@aldrei. is,“ segir Mugison. „Það er nefnd sem fer yfir allar umsóknir. Ég hef ekkert vald lengur því ég lofa alltaf öllum að koma.“ Mugison er í Groningen í Hol- landi þar sem hann spilaði á Eurosonic í gærkvöldi. Hann kom fram með gítarséníinu Björgvini Gíslasyni og þeir tóku að sögn Mugisons „hrikalegt blússjó“. „Bubbi rændi bandinu mínu,“ segir Mugison. „Addi trommari er í sjónvarpsþættinum hans og Pétur Ben að taka upp með honum plötu. En það er auðvitað ekkert slor að fá Bjögga Gísla í staðinn. Mér finnst synd ef það verður bara þetta eina gigg með honum, svo ég er að pæla í að ljúga hann vestur til að spila með mér. Kannski bara á næstu Aldrei fór ég suður.“ Bubbi rændi bandinu mínu GETUM KEYPT FLEIRI PARTÍBLÖÐRUR Mugison er hress með Eyrarrósina. „Ef það þarf að uppfæra frasana þurfum við væntanlega að tylla okkur niður. Ef þeir þurfa hjálp þá er Geirdalinn klár,“ segir Jón Gunnar Geirdal, sem var sérlegur frasaráðgjafi fyrir Ólaf Ragnar, persónu Péturs Jóhanns Sigfús- sonar í sjónvarpsþáttunum Næturvaktin. Þessa dagana eru Pétur Jóhann og félagar að vinna að handriti að Dagvaktinni og telur Jón Gunnar að Pétur sé líklega búinn að sanka að sér nógu af frösum í gegnum vinskap þeirra til að þeir endist honum í nýja þátta- röð. Sjálfur segist Jón Gunn- ar ekki setjast niður á kvöld- in til að finna upp á nýjum frösum heldur sé þetta eitthvað sem vellur upp úr honum daglega í sam- skiptum sínum við fjölda fólks. Til að mynda hefur nýjasti frasi hans, „Takk“, vakið mikla athygli að und- anförnu á meðal samstarfsmanna hans og kæmi það ekki á óvart þótt hann yrði að finna í Dag- vaktinni. Frasar Ólafs Ragnars úr Næt- urvaktinni á borð við „Sæll, eigum við að ræða það eitthvað?“ og „Já sæll, já fínt“ hafa notið mikilla vin- sælda hjá landanum og hefur Jón Gunnar orðið enda- laust var við það að eigin sögn. „Það var mjög fyndið þegar ég var í jólahlaðborði þá var einhver fertug kona sem sagði: „Eigum við að ræða það eitthvað?“ Síðan eru fjögurra, fimm og sex ára krakkar komnir með: „Já, sæll, já fínt.“ Þetta er komið út um allt, sem er mjög fyndið,“ segir hann. „Ég er farinn að draga úr þessu sjálfur ef eitthvað er því maður er farinn að vitna í Ólaf Ragnar en ekki öfugt fyrir þá sem vita það ekki.“ - fb Geirdal tilbúinn í frasauppfærslu JÓN GUNNAR GEIRDAL Jón Gunnar er tilbúinn að leggja fram hjálparhönd ef Ólafi Ragnari vantar nýja frasa. ÓLAFUR RAGNAR Pétur Jóhann Sigfússon fór á kostum í hlutverki Ólafs Ragnars í Næturvaktinni. Tvö kvikmyndaver munu rísa í grennd við og á höfuð- borgarsvæðinu á næstu árum. Atlantic Studios verður opnað á þessu ári á gamla varnarsvæðinu á Suðurnesj- um og í vikunni var skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar falið að finna hentugan stað fyrir kvikmyndaþorp í Reykjavík. Júlíus Kemp og félagar eru aðstandendur Atlantic Studios. Þeir furða sig á þessum bollaleggingum og telja ekki þörf fyrir tvö kvikmyndaver en Baltasar Kormákur, fulltrúi kvik- myndaþorpsins í Reykjavík, segir einfaldlega um ólík mál að ræða. Hallur Helgason, sem situr í stjórn Atlantic Studios ásamt kvikmyndaframleiðendunum Júlíusi Kemp og Ingvari Þórðarsyni, segir að þeir hafi frá upphafi talið að verkefni þeirra á Suðurnesjum væri einnig fyrir höfuðborgarsvæðið. En á svæðinu verður meðal ann- ars neðansjávartankur, stórt kvikmyndaver og starfs- fólk til að þjónusta kvikmyndagerðarfólkið. Hann segir einnig að allt tal um fjarlægðir milli staða sé afstætt. Menn gætu sjálfir tekið tímann sem tæki að keyra frá Lækjartorgi og upp í Hádegismóa á háanna- tíma. „Og komist í raun um að þeir væru lengur á leið- inni en til Keflavíkur,“ segir Hallur. Júlíus Kemp tekur undir orð félaga síns og segir varla þörf á tveimur kvikmyndaverum fyrir Ísland. „Ekki eins og staðan er í dag,“ segir hann en tekur um leið fram að kvikmynda- verið á Miðnesheiði sé ekki eingöngu hugsað fyrir inn- lenda kvikmyndagerð heldur eigi einnig að laða að erlenda kvikmyndagerðarmenn. Baltasar Kormákur, sem hefur verið í forsvari fyrir hugmyndir um kvikmyndaþorp í Reykjavík, segir ein- faldlega um tvo ólíka hluti að ræða. Kvikmyndaþorpið sé hugsað sem mið- stöð fyrir kvikmyndagerðar- menn þar sem þeir geti haft sinn rekstur þótt vissulega verði þarna einnig kvikmyndaver og öll aðstaða til kvikmyndagerðar. „Íslenskir kvik- myndagerðarmenn hafa unnið að því að koma þessu á kopp- inn í langan tíma og það hefur verið kappsmál að fá borgina til liðs við okkur enda var það vilji kvik- myndagerðar- fólks að fá aðstöðu innan borgar- markanna. Og nú loks sjáum við hilla undir þetta,“ segir leikstjór- inn. Hann upplýsir jafnframt að ein af þeim staðsetn- ingum sem nefnd- ar hafi verið sé Miðnes- heiðin. Henni var hins vegar fljótlega hent út af borðinu sökum vegalengda. Balt- asar nefnir einnig að farið hafi fram nákvæm þarfagreining og að niðurstöður hennar bentu til þess að kvikmyndagerð- arfólk vildi vera í Reykjavík. Einnig hafi það komið fram að erlendir kvik- myndagerðarmenn sýndu því lítinn áhuga að taka upp sínar kvikmyndir í kvikmyndaveri uppi í sveit, lítið væri um tökur inni í kvik- myndaverum og að þeir sæktust miklu frekar eftir umhverfinu og nálægðinni við höfuðborgina. Þetta hafi meðal annars komið fram í máli Eli Roth og Quentin Tarantino þegar þeir dvöld- ust hér á landi yfir áramótin. freyrgigja@frettabladid.is HALLUR HELGASON: UNDRAST UMRÆÐU UM KVIKMYNDAÞORP Í REYKJAVÍK Keppt um kvikmyndaver Rokkarinn Tommy Lee verður með dyggan aðstoðarmann sinn sér við hlið þegar hann kemur hingað til lands síðar í mánuðinum. Sá gerir víst allt sem Tommy biður hann um að gera en aðalstarfi hans um árin hefur verið sá að passa upp á lyklana hans og vínflöskuna, sem vitaskuld þarf alltaf að vera við höndina. Ragnar Gunnarsson, betur þekkt- ur sem Raggi „Sót” forsöngvari Skriðjökla, er nýkominn heim frá Tælandi þar sem hann var að spila golf. Var þar yfir jól og áramót og staldrar ekki lengi við í höfuðstaðn- um heldur er kominn norður yfir heiðar. Þar er hann aðalræðumaður á miklum afmælisfagn- aði, 80 ára afmæli KA sem er um helgina. Frétt blaðsins um gjöf sem Jónas Freydal hugðist færa listasafni HÍ, 30 verk eftir Þorvald Skúla- son, en dró til baka vegna meints áhugaleysis safnsins hefur vakið mikla athygli innan listageirans. Gjafmildin hefur þó ekki með öllu rjátlast af Jónasi því hann mun ekki ætla með öll verkin úr landi heldur hefur hann hug á að gefa einhver Þorvaldarverk í Riishús á Borðeyri en þar fæddist Þorvaldur. Mun Jóhanna Vilhjálms og sjónvarpsþátt- urinn Kastljós hafa fyrirætlanir um að fjalla nánar um málið í tengslum við þá lista- verkagjöf. -fb/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Aldrei fór ég suður. 2 Vera. 3 Grétar Rafn Steinsson. EKKI ÞÖRF Á TVEIMUR Halli Helgasyni þykir allar bolla- leggingar um tvö kvikmyndaver vera furðulegar. BALTASAR KORMÁKUR Kvikmyndafyrirtæki á borð við ZikZak og Bíóhljóð standa að baki kvikmyndaþorpinu í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.