Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 14.01.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 14. janúar 2008 — 13. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG GUÐRÚN KATRÍN JÓHANNSDÓTTIR Keypti búslóðina á „kaupa ekkert-deginum“ heimili Í MIÐJU BLAÐSINS ÁSGEIR DAVÍÐSSON Breytir til á Bóhem Byggir glæsilegan sportbar FÓLK 30 FASTEIGNIR Virðulegt hús í Hafnarfirði Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Britney að gifta sig Sögð ýmist vera að snúast til Vísinda- kirkjunnar eða íslam. FÓLK 20 Paul eltur á röndum Heather Mills hyggst grípa hann glóð- volgan. FÓLK 20 Nýliðar og gamlir refir Iðnaðarmannafélag í Hafnarfirði 40 ára. TÍMAMÓT 16 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Allir eiga sinn uppáhaldsstað á heimilinu og Guðrún Katrín Jóhannsdóttir innkaupafulltrúi er þar engin undantekning. Hún og tíkin Beta njóta þess að kúra saman í stofusófanum. „Ég flutti inn í nýja íbúð fyrir skömmu og hafði fram að því verið með samsafn húsgagna héðan og þaðan. Þetta er mín fyrsta íbúð og er ég auk þess fyrsti íbúinn þar sem hún er ný. Mig langaði því að fá mér ný húsgögn, valin af mér, og ákvað meðal annars að kaupa mér sófa,“ segir Guðrún og bætir við: „Ég ætlaði að fá mér tungusófa en sófinn sem mig langaði í var ekki til og úr varð að ég keypti þennan sófa sem er rúmgóður og með lausum fót-skemli sem færa má að vild og er það mjög þægi-legt.“ Kaldhæðni örlaganna réði því að d i dag. „Það var frekar skondin tímasetning en Ikea var oft og iðulega heimsótt á þessu tímabili og naut viðskipta minna. Ég vildi frekar kaupa ódýr hús-gögn og eiga þá einhvern pening eftir fyrir hestana mína og ferðalög frekar en að eyða öllu í húsgögn og því segi ég stundum að íbúðin mín sé eins og bás í Ikea,“ segir Guðrún kímin. Tíkin Beta er mikið gæludýr og nýtur þess að lúra í sófanum hjá Guðrúnu. „Hún kemur ekki óboðin en hins vegar er hún svolítil prinsessa og fær yfirleitt að vera í sófanum. Hún á teppi sem hún liggur á,“ segir Guðrún glettin. Ljóst er að Beta litla hefur töluverð áhrif þar sem hún var Guðrúnu ofarlega í huga við val á íbúðinni. „Ég leitaði að íbúð í tvö ár sem væri með sér inngangi og garði fyrir Betu og hæfði mínum fjárhag. Síðan datt þessi íbúðupp í hendurnar á mér o þ ð Nýjungar og notalegheit Handklæði, tuskur og diskaþurrkur er tilvalið að fara í gegnum í byrjun nýs árs og fleygja því sem orðið er ónýtt. Eins getur verið gott að athuga rúmfötin og kaupa ný ef það hefur ekki verið gert fyrir jólin. Geymslur fyllast venjulega fljótt af alls konar dóti og drasli og margt af því verður aldrei notað aftur þó enginn tími að henda því. Stundum er þó bara gott að sleppa takinu og hreinsa hressilega til. Húsgögn getur verið skemmtilegt að færa annað slagið til ef rými leyfir. Oft er gott að brjóta upp vanann þó að það sé bara tíma- bundið, því það er ekkert mál að færa húsgögnin til baka. Þær „mæðgur“ Guðrún Katrín og Beta láta oftar en ekki fara vel um sig í sófahorninu. FRÉTTAB LA Ð IÐ /A N TO N ýs in g as ím i 14. JANÚAR 2008 Fasteignasalan Ás hefur til sölu fallegt einbýlis-hús í Hafnarfirði. F agrakinn 9 er fallegt og virðulegt hús á þrem-ur hæðum. Því hefur verið vel við haldið og er 194,7 fermetrar að stærð ásamt 41 fermetra bílskúr, alls eru þetta 235,7 fm. Komið er inn í forstofu með skáp og korkflísum á gólfi. Eldhús er með eldri innréttingu og mósaík-flísum milli skápa en parkett er á gólfi. Snyrting er með hvítri innréttingu, parketti á gólfi og máluðum veggjum. Parkett er á gangi. Tvær stofur og borð-stofa eru á hæðinni með parketti á gólfum. Útgengt er út á svalir úr stofu. Í risi eru þrjú góð svefnherbergi undir súð með kvistgluggum. Skápar í tveimur herbergjanna og parkett á tveimur en dúkur á einu þeirra. Á neðstu hæðinni er gott hol með ljósum flísum og skáp. Stórt tvöfalt herbergi sem mögulegt er skipta niður í tvö góð svefnherbergi. Ljósar flísar eru á gólfi. Baðherbergi er með sturtuklefa, viðarinnrétt-ingu, flísum á gólfi en panill er á veggjum. Þar er einnig klefi fyrir gufubað. Þvottahús er flísalagt. Útgengt er af jarðhæð út í lóð. Tvær geymslur fylgja eigninni. Innangengt er í bílskúr sem er full-búinn með hita og rafmagni. Þak hússins er uppruna-legt. Verð eignarinnar er 53 milljónir króna. Virðulegt og vel við haldið Fagrakinn 9 er fallegt og virðulegt hús á þremur hæðum í Hafnarfirði. LÁTTU DRAUMINN VERÐA AÐ VERULEIKA Hafðu í huga að það fyrsta sem væntanlegur kaupandi sér eru útidyrnar. hurðir standi á sér. Ást við fyrstu sýn ! Við erum 100% til staðar fyrir þig ! Við hjálpum þér 100% við flutninginn 699 6165 Þú fær ð FRÍA flutning skassa fasteignir EFNAHAGSMÁL „Yfirleitt eru ekki líkur á að nokkur lífeyrissjóður geti bætt réttindin þar sem ekki er borð fyrir báru vegna afkomunnar í fyrra,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyris sjóða. Lífeyrissjóður verzlunarmanna skilaði í fyrra undir eins prósents raunávöxtun. Þorgeir Eyjólfs son, forstjóri sjóðsins, segir vonbrigði að geta ekki hækkað líf eyris- réttindi sjóðfélaga nú um áramótin „eins og útlit var fyrir um mitt ár“. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, stærsta sjóðsins, vill ekki tjá sig um líklega afkomu sjóðsins, þar sem uppgjöri sé ekki lokið. Hann bendir hins vegar á að réttindi sjóðfélaga þar séu lög- bundin og verði hvorki aukin né skert. Helgi Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir tíðindin ekki koma sér á óvart. „Aðalvonbrigðin eru að ríkið sjái ekki sóma sinn í að laga þennan grunnlífeyri,“ segir Helgi. „Í dag er hann um 25 þúsund en okkar skoðun er að hann eigi að fara að minnsta kosti í áttatíu þúsund. Framlög frá Tryggingastofnun, líf- eyrissjóðunum og frá séreignasjóð- unum eiga að mynda þann lífeyri sem ætti að duga fyrir eldri borg- ara. Ef þessar þrjár stoðir nægja ekki á að koma viðbótarframlag frá Tryggingastofnun,“ segir hann. Samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabankanum hafa hreinar eignir lífeyrissjóðanna hafi dregist saman um tvö prósent, eða tæpa 33 millj- arða króna í nóvember. Þetta er mesta lækkun á eignum sjóðanna í einum mánuði í tíu ár. Þetta skýrist af lækkun á verði hlutabréfa, segir Seðlabankinn. Hins vegar jókst hrein eign sjóð- anna um ríflega tvö hundruð millj- arða króna frá nóvember 2006 til sama mánaðar í fyrra. Þetta er fjórtán prósenta aukning milli ára, en mun hægari aukning en árið 2006; þá nam hún ríflega fimmt- ungi. - ikh/fb Lífeyrissjóðir auka ekki greiðslur á árinu Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða telur að lífeyrissjóðir geti ekki bætt réttindi félaga sinna vegna slæmrar afkomu í fyrra. Formaður Landssam- bands eldri borgara vill að ríkið hækki grunnlífeyrinn í áttatíu þúsund. HEILBRIGÐISMÁL „Jú það er rétt, flensan er komin. Eitt tilfelli af inflúensu A hefur þegar verið greint og annað af inflúensu B. Þetta byrjar með örfáum tilfellum en ætti að ná hámarki í febrúar,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Inflúensan er árlegur faraldur sem stafar af inflúensuveiru og berst auðveldlega á milli manna. Algengt er að fólk liggi lengi í rúminu og veiran getur lagst illa á fullorðið fólk og þá sem eru með aðra sjúkdóma fyrir. „Við hvetjum þá sem eru yfir sextugu til að láta bólusetja sig, og einnig starfsmenn heilbrigðisstofn- ana,“ segir Haraldur. Í ár stendur landlæknisembættið fyrir aukinni fræðslu um flensuna og á vefnum www.influensa.is má nálgast gagnlegar upplýsingar um veiruna. „Þegar inflúensan gengur eykst álag á spítölunum. Við hvetjum fólk til einfaldra aðgerða eins og að þvo sér um hendurnar og fara ekki veikt í vinnuna,“ segir Haraldur. - þo Árlega inflúensan er komin til landsins og nær væntanlega hámarki í febrúar: Fræðsla um flensuna á netinu  Áframhaldandi frost norðan- lands en hlýnar sunnantil. Snjó- koma norðan- og vestanlands en slydda syðra. VEÐUR 4 Arnór úr leik? Arnór Atlason verður líklega ekki með á EM vegna meiðsla. Mikil meiðsl hrjá landsliðið. ÍÞRÓTTIR 24 SKAUTAÐ Á TJÖRNINNI Félagarnir Ketill, Bjössi, Steini og Dagur skautuðu fimlega á Reykjavíkurtjörn í gær. Veðrið var eins og það gerist best á þessum árstíma og því tilvalið að stunda skemmtilega útivist með góðum vinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTIR Íslenska landsliðið í hand- knattleik sigraði Tékka með tveggja marka mun í vináttulands- leik liðanna sem fram fór í Laugar- dalshöll í gær. Tékkar áttu fremur slakan leik og enginn glæsibragur var heldur yfir frammistöðu íslenska liðsins, sem var undir í fyrri hálfleik 11- 10. Strákarnir okkar náðu svo for- ystu í síðari hálfleik og fóru með sigur af hólmi, 32-30. Ólafur Stefánsson var marka- hæstur leikmanna íslenska liðsins og skoraði 6 mörk. Á morgun fer fram síðari leikur liðanna, sem er jafnframt síðasti leikur íslenska landsliðsins fyrir EM. - hbg / sjá síðu 24 Landsliðið í handknattleik: Sigur á Tékkum í slökum leik MARK Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Fjórir slösuðust þegar tveir fólksbílar rákust saman á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, laust fyrir klukkan hálf sjö í gær- kvöldi. Þrennt var í öðrum bílnum en ökumaðurinn einn í hinum bílnum. Voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynn- ingar en þau voru ekki talin alvarlega slösuð. Bílarnir skemmdust mikið og voru báðir óökufærir. Þurfti kranabíl til að flytja þá af vettvangi en ekki þurfti að loka Reykjanesbrautinni vegna slyssins. - ovd Árekstur á Reykjanesbraut: Fjórir fluttir á slysadeild 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Mánudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 40% 69%

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.