Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 6
6 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig LOSTI, VARÚÐ FRUMSÝND 11. JANÚAR Í REGNBOGANUM ,,Kynlífssenurnar eru MJÖG djarfar. Ekki svæsnar á klámfenginn hátt (a.m.k. ekki sam- kvæmt mínum skilningi), en ansi nálægt því.” - James Berardinelli, Reel Views. ,,Lee er sannur meistari og þessi sterka erótíska og spennandi mynd hneppir þig í álög sem þú vilt ekki losna undan.” - Peter Travers, Rolling Stone. Frá Óskarsverðlaunahafanum Ang Lee leikstjóra ‘Brokeback Mountain’ og ‘Crouching Tiger, Hidden Dragon’ Íkveikja við Háskóla Íslands Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Háskóla Íslands um klukkan átta á laugardagskvöldið þar sem eldur var í ruslatunnu. Þótti stafa nokkur hætta af eldinum vegna opinna nálægra glugga en fljótlega gekk að slökkva eldinn. DÓMSMÁL Tveir menn, báðir innan við tvítugt, hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás og eignaspjöll. Þeir réðust á mann á sextugsaldri á skemmtistað í Hafnarstræti í júní í fyrra og kýldu hann. Síðan létu þeir spörk dynja á leigubíl þannig að hann beyglað- ist. Þá hefur maður á þrítugsaldri verið ákærður fyrir héraðsdómi fyrir að hafa ráðist á mann á veitingastað á Laugavegi og kýlt hann ítrekað í andlit. Fórnar- lambið slasaðist talsvert. - jss Þrír menn ákærðir: Líkamsárásir og eignaspjöll FÉLAGSMÁL Freyja Haraldsdóttir hlaut nýlega Rósarverðlaunin en þau veita fjölskylda Ástu B. Þorsteinsdóttur í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp. Eru verðlaunin veitt árlega einstaklingi, félagasamtökum eða stofnunum fyrir framúrskarandi störf sem stuðla að jafnrétti og þátttöku fatlaðs fólks í samfélag- inu. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir Freyju hafa, þrátt fyrir ungan aldur, verið ötulan boðbera viðhorfa og hugmyndafræði sem er mjög í anda Rósarinnar. - ovd Freyja fær Rósarverðlaunin: Ötull boðberi FRÁ AFHENDINGU RÓSARINNAR Sam- hljómur með draumum Freyju. STOKKHÓLMUR, AP Tenórinn Tito Beltran frá Chile gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa nauðgán átján ára sænskri stúlku. Beltran, sem býr í Svíþjóð, var handtekinn í byrjun desember. Var hann ákærður fyrir að hafa nauðgað barnfóstru sem leikkonan Maria Lundqvist hafði ráðið. Hið meinta atvik átti sér stað árið 1999. Réttarhöld hófust á föstudag og hafa þau vakið mikla athygli enda hafa verið kölluð fyrir sem vitni Carola Häggkvist, sem vann Eurovision-keppnina 1991, og píanóleikarinn Robert Wells. -fb Réttað yfir tenórnum Tito: Tveggja ára fangelsi líklegt Fjórir sluppu í útafakstri Bifreið skemmdist mikið þegar henni var ekið út af við Galtarholt á Vesturlandsvegi rétt fyrir tólf á hádegi á laugardag. Er talið að rekja megi slysið til mikillar ísingar. Fjórir voru í bílnum en engin slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Breytingar hafa verið gerðar á námstil- högun á þriðju önn í Lögregluskóla ríkisins. Nú verður lögð enn meiri áhersla á þjálfun hvers konar, hvort sem um er að ræða líkamsþjálfun, þjálfun í lögreglutökum, verkefnavinnu varðandi tiltekin viðfangsefni eða verklegar æfingar. Rúmlega helmingur námstímans fer á einn eða annan hátt í þessa þætti. Í janúarbyrjun 2008 hófu 45 nemendur nám á þriðju önn grunnnáms Lögregluskólanum. Þeir höfðu þá lokið átta mánaða starfsþjálfun sem flestir þeirra stunduðu hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu. Með breytingunni á námstilhöguninni nú er stjórn Lögregluskólans að bregðast við ábendingum frá fyrri nemendum skólans sem komið hafa fram í viðhorfskönnunum sem hafa verið lagðar fyrir þá. Umræddir 45 nemendur sem eru að hefja þriðju annar nám í Lögregluskólanum nú brautskrást 18. apríl næstkomandi. Að önninni lokinni geta þeir sótt um störf lögreglumanna sem þá verða laus til umsóknar. - jss Breytingar á námstilhögun í Lögregluskóla ríkisins: Meiri áhersla lögð á þjálfun SKIPULAG Hjónin Árni Njálsson og Kristín Helgadóttir hafa beðið tæpa þrjá mánuði eftir svari frá Reykjavíkurborg um lokun göngustíga í Fossvogi. Árni og Kristín vöktu í haust athygli á því að borgin hefði leyft að lokað yrði fyrir göngustíga sem liggja inn og út úr botnlöng- um við einbýlishúsin í Fossvogi. Telja þau þetta ekki geta staðist, meðal annars vegna upphaflegra kvaða sem verið hafi á lóðunum í upphafi. Segja þau lokun stíganna þýða verulega skerðingu á flæði gangandi fólks í hverfinu. Embætti skipulagsfulltrúa vís- aði erindi Árna og Kristínar til umsagnar hjá framkvæmdasviði borgarinnar í október. „Við höfum hringt reglulega til að spyrjast fyrir um framgang málsins en það virðist fast hjá framkvæmdasviðinu,“ segir Kristín, sem kveðst nú hafa í tvo mánuði árangurlaust reynt að ná tali af Svandísi Svavarsdóttur, nýjum formanni skipulagsráðs. „Það er kannski enginn Lauga- vegur hér en fyrir okkur sem búum í Fossvogi er mikilvægt að fá á hreint hvort það eigi virki- lega að leyfa að loka hér fyrir allar þessar gönguleiðir,“ segir Kristín. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði, segir að umsögn um málið verði unnin á næstunni. - gar Hjónin sem berjast fyrir áframhaldandi opnu göngustígakerfi í Fossvogi: Borgin dregur svör um stíga KRISTÍN HELGADÓTTIR Íbúi berst gegn lokun göngustíga svo að áfram verði hægt að komast leiðar sinnar í Fossvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR LÖGREGLUSKÓLINN Nemendur í Lög- regluskóla ríkisins með táragasgrímur. MYND/LÖGREGLUSKÓLINN Ók út af í Berufirði Bíll ók út af vegi í Berufirði aðfaranótt sunnudags. Lögreglan á Djúpavogi brást við kalli um aðstoð frá öku- manni bílsins, sem var einn á ferð, um tvöleytið. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er töluvert skemmdur. LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er fyrst og fremst söluvara, líffræðilegar upp- lýsingar sem settar eru á markaðs- torgið í þeirri von á almenningur láti glepjast,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilis- lækningum, í viðtali við Lækna- blaðið um erfðakortin sem seld eru hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, minnir á að fyrir rúmum mánuði hafi hann svarað blaðagrein þar sem sömu skoðanir Jóhanns hafi komið fram. „Það sem mér finnst merkilegt í ljósi þess sem á undan er gengið að Læknablaðið, sem á að vera fagtímarit, ræðir ekki við mig heldur bara Jóhann. Þetta hljómar ekki eins og áhugi á upp- lýstri umræðu,“ segir Kári. Sala á erfðakortum hjá ÍE hófst 16. nóvember undir heitinu deCODEme. Boðin er greining á uppruna einstaklinga og skoðun á erfðamengi þeirra með tilliti til erfða- þátta sem vitað sé að auki eða minnki líkur á algeng- um sjúkdómum. Jóhann Ágúst segir í Læknablaðinu að álita- mál sé hvort fólk sé betur sett með slíkar upplýs- ingar sem leitt gætu til þess að það hefði áhyggj- ur af alvarlegum sjúk- dómum að óþörfu. „Ýmsar rannsóknir benda til þess að alvar- leg áföll, áhyggjur og kvíði hjá mæðrum barna með viðkvæmt erfða- mengi geti haft áhrif á ónæmis kerfi barnanna og aukið líkur á sykur- sýki af tegund 1 hjá þeim,“ segir Jóhann við Læknablaðið. Kári segir viðhorf Jóhanns til upplýsingar minna á miðaldir. Fólk eigi að afla sér upplýsinga og vaxa af þeim, Jóhann sé mjög harður talsmaður þess að ekki eigi að stunda fyrirbyggjandi læknisfræði og hafi til dæmis dregið í efa ágæti þess að mæla kól- esteról vegna þess að slíkt myndi bara vekja ótta hjá fólki og auka amstur hjá læknum. „Fyrirbyggjandi læknisfræði hefur líklega haft meiri áhrif á heilsufar í okkar samfélagi heldur en inngrips- læknisfræðin sem Jóhann er að predika. Til dæmis með bólusetn- ingum,“ segir Kári. Að því er Jóhann segir telur hann erfðakortunum ætlað að bæta stöðu ÍE. „Þetta er – eins langt og ég get metið það – eitt af útspilun- um til að hækka verðgildi hluta- bréfanna og halda lífi í fyrirtæk- inu,“ hefur Læknablaðið eftir prófessornum. Kári segir þetta vera léttvægan málflutning hjá Jóhanni. Stað- reynd sé að greitt sé fyrir læknis- þjónustu: „Ég veit ekki betur en Jóhann Ágúst Sigurðsson hafi bara þokkalega góð laun af því að selja þjónustu sína til fólks sem er lasið.“ gar@frettabladid.is Forstjóri ÍE undrast ádeilu í Læknablaði Prófessor í læknisfræði telur erfðakortasölu Íslenskrar erfðagreiningar geta haft áhrif á ónæmiskerfi barna vegna kvíða mæðranna. Forstjóri ÍE undrast að Læknablaðið skuli leyfa prófessornum einhliða málflutning í fagtímariti. ÍSLENSK ERFÐAGREINING Hefur boðið einstaklingum að kortleggja erfðamengi þeirra fyrir um sextíu þúsund krónur. JÓHANN ÁGÚST SIGURÐSSON KÁRI STEFÁNSSON LÆKNABLAÐIÐ Fyrsta hefti Læknablaðsins 2008 er komið út. Telur þú að stjórnvöld þurfi að breyta vinnulagi við skipan dómara? Já 84,8% Nei 15,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Ná strákarnir okkar verðlauna- sæti á Evrópumótinu í hand- bolta? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.