Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 8
8 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz A-Class sameinar þægindi, lipurð og glæsileika. Bíll fyrir þá sem velja gæðin. BERÐU HÖFUÐIÐ HÁTT Takmarkað magn Mercedes-Benz A-Class er til afgreiðslu strax á góðu verði. Innifalin eru vetrardekk og Íslandspakki. GRÆNLAND Jonathan Motzfeldt, formaður dansk-grænlensku nefndarinnar sem vinnur að smíði nýrra heimastjórnarlaga fyrir Grænland, andmælir því að Danir eigi að fá helminginn af þeim tekj- um sem kunna að fást af nýtingu olíulinda og annarra auðlinda í grænlenskri lögsögu eins og And- ers Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, hefur mælst til að samið verði um í tengslum við nýju heimastjórnarlögin. Á fundi í Kaupmannahöfn á fimmtudag urðu þeir Fogh og Hans Enoksen, formaður græn- lensku landstjórnarinnar, ásáttir um að stefnt skyldi að því að nefndin, sem setið hefur að störf- um síðan sumarið 2004, skilaði af sér niðurstöðu fyrir febrúarlok. Þá yrði gefinn hálfs árs frestur til lýðræðislegrar umræðu um hana á Grænlandi þar sem hún yrði svo borin undir þjóðaratkvæði hinn 25. nóvember. Enoksen lét hafa eftir sér að þjóðaratkvæðagreiðsl- an gæti orðið áfangi að fullu sjálf- stæði Grænlands, þótt það væri „enn langt undan“. En Fogh tók fram, að hann teldi að tekjum af fundi olíulinda bæri að skipta til helminga milli græn- lenska landsjóðsins og danska ríkis sjóðsins. „Ég tel að það séu sanngjörn skipti,“ sagði hann með vísun til þess að árlega leggur danski ríkissjóðurinn grænlenska landsjóðnum til sem svarar um 35 milljörðum íslenskra króna. Þótt niðurstaða nefndarinnar liggi enn ekki opinberlega fyrir hefur komið fram að meirihluti er fyrir því í henni að Grænlending- ar fái allar olíutekjur eftir að danski fjárlagastyrkurinn hefur verið greiddur upp. „Strax í marsmánuði 2007 urðum við sammála um að allar tekjur af auðlindum í jörðu og undir hafsbotni í grænlenskri lög- sögu tilheyrðu grænlensku þjóð- félagi,“ sagði Motzfeldt í frétta- viðtali við grænlenska útvarpið, KNR, að loknum fyrsta fundi dansk-grænlensku nefndarinnar eftir dönsku þingkosningarnar í nóvember. Þær ollu því að gera varð hlé á starfi nefndarinnar þar sem nokkrir dönsku fulltrúanna hættu á þingi. audunn@frettabladid.is Ósammála um auð- lindir Grænlands Formaður dansk-grænlensku þingmannanefndarinnar sem vinnur að nýjum heimastjórnarlögum segir Grænlendinga eiga að fá allar olíutekjur. Forsætis- ráðherra Danmerkur vill helmingsskipti milli Grænlands og Danmerkur. BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að góðar líkur séu á því að um tuttugu þúsund hermenn verði kallaðir heim frá Írak áður en júlí verður á enda runninn. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin í þeim efnum. „Það eina sem ég get sagt er að við erum að vinna í málinu og erum að gera það sem við sögðumst ætla að gera,“ sagði Bush er hann var staddur í Kúvæt. Almenningur í Bandaríkjunum verður mótfallnari Íraksstríðinu með degi hverjum auk þess sem demókratar á Bandaríkjaþingi hafa þrýst mjög á forsetann um að draga herlið sitt til baka frá landinu. - fb George Bush tjáir sig um Írak: Hermönnum líklega fækkað GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti segir góðar líkur á að tuttugu þúsund hermenn verði kallaðir heim frá Írak. NOREGUR, AP Hæstiréttur Noregs hefur þyngt dóma mannanna tveggja sem stálu tveimur málverkum eftir Edvard Munch úr listasafni í Ósló árið 2004. Jafnframt krefst dómstóllinn þess að ný réttarhöld verði haldin yfir þriðja manninum sem tók þátt í ráninu. Í héraðs- dómi höfðu mennirnir þrír fengið fimm til 9,5 ára fangelsisdóma, en áfrýjuðu báðir til Hæstaréttar. Hæstiréttur þyngdi dóm annars þeirra um eitt ár, úr 9,5 árum í 10,5, en hins um hálft ár í 6,5 ár. Þriðji maðurinn hafði verið dæmdur í 5,5 ára fangelsi, en Hæstiréttur taldi réttarhöldin yfir honum ekki hafa verið óhlutdræg og því þyrfti að rétta í málinu á ný fyrir héraðsdómi. - gb Munch-ræningjarnir: Hæstiréttur þyngir dómana ÓPIÐ Mennirnir rændu tveimur málverkum úr Munch-safninu um hábjartan dag í ágúst árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÓLLAND, AP Pólska þingið hefur samþykkt að setja á stofn nefnd sem á að rannsaka ásakanir um að háttsettir menn í fyrri ríkisstjórn sem Jaroslaw Kaczynski, tvíbura- bróðir Lech Kaczynski forseta, fór fyrir, hafi beitt leyniþjónustunni og öðrum fulltrúum ríkisvaldsins til að grafa upp eitthvað misjafnt um pólitíska andstæðinga. Talsmenn flokks Kaczynskis, Laga og réttar, hafa vísað ásökununum á bug og segjast munu fara fram á að stjórnlaga- dómstóll landsins lýsi skipun rann- sóknarnefndarinnar ólöglega. Lög og réttur tapaði völdum í þing- kosningum í október. - aa Þingrannsókn í Póllandi: Leyniþjónustan undir smásjána HANS ENOKSEN OG ANDERS FOGH RASMUSSEN ÁSAMT ANGELU MERKEL ÞÝSKALANDSKANSLARA Þjóðaratkvæðagreiðsla er áformuð í nóvember. NORDICPHOTOS/AFP JONATHAN MOTZFELDT 1. Hvað heitir Íslendingurinn sem tilnefndur er til dönsku blaðaljósmyndaraverðlaun- anna? 2. Hvað heitir tilvonandi eiginkona Nicolasar Sarkozy, Frakklandsforseta? 3. Til hvaða enska fótboltaliðs er landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson að fara? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.