Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 44
20 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > ORÐIN MAMMA Barnalánið hjá stjörnunum tekur engan enda. Leik konan Toni Collette eignaðist sitt fyrsta barn í Sydney í síðustu viku. Litla stúlkan hefur hlotið nafnið Sage Florence. Will Smith er hallur undir Vís- indakirkjuna. Samkvæmt heim- ildarmanni New York Daily News sannaðist þetta í partíi sem haldið var þegar tökum á myndinni Hancock lauk. „Stór- stjörnur gefa yfirleitt öllum í tökuliðinu gjafir í lokapartíinu. Gjöfin sem hann gaf eftir að hafa lokið tökum á gamanmynd næsta sumars, Hancock, var ókeypis persónuleikapróf hjá Vísindakirkjumiðstöð í nágrenninu,“ segir heimildar- maðurinn. „Þessi próf eru ókeypis hvort sem er. Þau eru hönnuð til að fá fólk til að ganga til liðs við kirkjuna með því að benda á galla í persónuleika þess sem Vísindakirkjan getur svo lagað,“ útskýrir hann. Í síðasta mánuði hélt leikar- inn því hins vegar fram að hann tryði ekki á skipulögð trúar- brögð. „Ég elska minn Guð, mitt æðsta afl, en það er mitt og bara mitt. Ég stúdera heims- trúarbrögðin. Ég var alinn upp á baptista-heimili, ég gekk í kaþólskan skóla. Hugmyndirn- ar í Biblíunni eru 98% þær sömu og í Vísindakirkjunni, og 98% þær sömu og í hindúatrú og búddatrú,“ segir leikarinn, en Vísindakirkjuhjúin Tom Cruise og Katie Holmes eru á meðal bestu vina þeirra hjóna. „Hvernig get ég fordæmt ein- hvern fyrir trú hans, þegar ég trúi á jómfrúrfæðinguna?“ sagði leikarinn. Safnar liði fyrir Vísindakirkju GAF PERSÓNULEIKAPRÓF Will Smith gaf samstarfsmönnum sínum ókeypis persónuleikapróf hjá Vísindakirkjunni þegar tökum lauk á myndinni Hancock. Eiginkona hans aðhyllist trú Vísindakirkjunnar. Söngkonan Rihanna segir að sam- band hennar og leikarans Josh Hartnett sé „algjörlega rétt“. Parið hittist í New York í október, og fljótlega komust sögusagnir á kreik þess efnis að þau væru að draga sig saman. Bæði Rihanna og Hartnett neituðu því staðfastlega, en nú segist leikkonan hafa vitað að þau væru „gerð fyrir hvort annað“ þegar þau hittust fyrst. „Það er gott að vera vinir fyrst. Mér finnst ekkert svo erfitt að tala við stráka – ég á fullt af strákavinum. Það hjálpar að eiga eitthvað sameiginlegt, en ef ein- hver er réttur fyrir þig veistu það bara. Þegar ég er með Josh finnst mér það rétt. Hann er yndislegur,“ segir söngkonan, sem sagði jafn- framt að hún hefði lent í ástarsorg átján ára gömul. „Það er aldrei auðvelt að komast yfir það, en þú veist, maður þarf bara að halda áfram,“ segir hún. Rihanna er nítj- án ára gömul, en Hartnett er 29 ára að aldri. Josh rétti maðurinn ALGJÖRLEGA RÉTT Hin margverðlaunaða söngkona Rihanna segir að samband hennar og leikarans Josh Hartnett sé „algjörlega rétt“. NORDICPHOTOS/GETTY SKYNDI HJÁLPAR MAÐUR ÁRSINS 2007 - - F í t o n / S Í A F I 0 1 5 9 6 0 Ábendingar skulu berast Rauða krossi Íslands fyrir 15. janúar. Viðurkenningar verða veittar þann 11. febrúar. Nánari upplýsingar um tilnefningar og hvernig staðið er að valinu má finna á www.redcross.is Rauði kross Íslands auglýsir eftir ábendingum um einstakling sem hefur á árinu 2007 bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp. N1, sem er samstarfsaðili Rauða kross Íslands um útbreiðslu á skyndihjálp, veitir skyndihjálpar- manni ársins sérstaka viðurkenningu. Bresku götublöðin News of the World og Daily Star héldu því fram í gær að söngkonan Britney Spears væri í hjónabandshugleið- ingum en með ólíkum hætti þó. Daily Star greindi frá því í gær að Britney og Ghalib hygðust ganga í það heilaga að hætti Vísindakirkj- unnar. Og Britney vildi þannig nálgast lífsstíl stórstjarna á borð við Will Smith og hjónakornin Tom Cruise og Katie Holmes. Daily Star hafði eftir vinum úr innsta hring söngkonunnar að hún væri jafnvel búin að láta verða af hjónavígslunni eftir að hún flaug með Ghalib til Las Vegas á einka- þotu sinni, klædd í hvítan kjól sem óneitanlega minnti á brúðarkjól. Að sögn Daily Star var það Britn- ey sem skellti sér á hnén á sólar- strönd í Mexíkó nýverið en vinir hennar telja að með þessari hegð- an sinni hafi hún endanlega sann- að hversu lítil tök hún hefur á til- veru sinni. Samkvæmt Daily Star á áhugi Britney á Vísindakirkj- unni að hafa kviknað eftir að Dr. Phil reyndi að hressa söngkonuna ungu við en sértrúarsöfnuður- inn umdeildi gefur lítið fyrir sál- fræði og hvers kyns heilakrukk. Og þótt News of the World spái því að Britney og Ghalib muni brátt játast hvort öðru, líkt og Daily Star, þá telur blaðið sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að söngkonan muni taka upp trú eigin mannsins, íslam. Blaðið hef- ur jafnframt eftir vinum Ghalibs að þetta sé allt eitt ráðabrugg og að hann sé einungis á höttunum eftir frægð, frama og kannski helst peningum. Ghalib er samkvæmt News of the World talinn ætla að selja nektarmyndir af Britney til hæstbjóðanda og þegar hon- um hefur verið sparkað þá ætlar hann sér að græða milljónir á því að segja sína sögu af villtum kyn- lífsleikjum og lífinu með Spears. Stóri dagurinn er hins vegar í dag hjá Britney en þá mun dómari í forræðisdeilu hennar og Kevins Federline ákveða hvort hún sé hæf til að sjá um syni sína tvo. Samkvæmt News of the World mun Federline ætla að berjast fyrir því með kjafti og klóm að söngkonan komi ekki nálægt þeim eins og málin standa um þessar mundir. Enda sé Britney ekki einu sinni fær um að sjá um sjálfa sig. Andleg Britney Í HJÓNABANDSHUGLEIÐINGUM Britney Spears er sögð vera á leið í hjónaband. En hvort það verður að hætti íslam eða Vísindakirkjunnar er á reiki. Hafi menn haldið að öldurnar hafi lægt í kringum Sir Paul McCartney og Heather Mills þá skjátlast þeim hrapallega. Sam- kvæmt News of the World virðist Paul þó meira í mun að grafa stríðsöxina, en Mills vill ólm koma höggi á fyrr- verandi eiginmann sinn. Blaðið greinir nefnilega frá því að Paul hafi sent fyrrverandi eiginkonu sinni fokdýra afmælisgjöf, Cartier-úr og glæsilegt gjafa- kort og á kortinu stóð: „Vonandi átt þú frábæran dag, vona að við getum verið vinir, þrátt fyrir allt.“ En Mills, sem ekki hefur átt sjö dag- ana sæla í bresku pressunni, er hins vegar sögð vera í allt öðrum hugleiðing- um. Hún mun nefnilega hafa fengið til liðs við sig fyrrverandi sér- sveitarmann úr breska hernum og gamlan starfsmann MI5 sem eiga að grafa upp eitthvað gruggugt um Paul og sýna þannig fram á að bak við hið barnslega andlit Bítilsins sé vondur maður. Vonast Mills til að komast í feitt enda hefur hún haldið því fram að McCartney eigi erfitt með að umgangast Bakkus og eigi það jafnvel til að vera eilítið kenndur um miðjan dag. Lokabarátta hjónakornanna fyrrver- andi fer fram í næsta mánuði en þá verður ákveðið hversu stóran hluta Mills fær af auðæfum Pauls. Talið er að Mills gæti átt erfitt uppdráttar eftir fremur harðneskjuleg orð í garð McCartneys í sjónvarps- viðtölum og því hyggst fyrirsætan fyrrverandi láta sverfa til stáls með þess- um hætti. McCartney fær einkaspæjara á sig Í VONDU SKAPI Mills réð í staðinn einkaspæjara til að grafa upp drykkjuvenjur sir Paul. Í AFMÆLISSKAPI Sir Paul McCartney sendi fyrrverandi eiginkonu sinni fokdýra afmælis- gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.