Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 50
26 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR                                                  Posten-Cup í handbolta: Ísland-Noregur 19-32 Mörk Íslands: Hannes Jón Jónsson 5/1 (8/1), Rúnar Kárason 5 (11), Ingimundur Ingimundar- son 3 (3), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Jóhann Gunnar Kári Kristján Kristjánsson 1 (2), Arnór Gunnarsson 1 (2), Andri Stefan 1 (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (35/2) 26%, Björgvin Páll Gústavsson 0 (10/2). Fiskað víti: 1 (Kári Kristjánsson). Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla 2, Ingimundur, Arnór). Utan vallar: 16 mínútur. Iceland Express-deild karla: Þór Ak.-Grindavík 104-98 Lýsingarbikar karla: Njarðvík-KR 106-90 Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 24, Sverrir Þór Sverrisson 18, Jóhann Ólafsson 18, Brenton Birm- ingham 16, Friðrik Stefánsson 14, Hörður Axel Vilhjálmsson 9, Egill Jónasson 5, Guðmundur Jónsson 2 Stig KR: Joshua Helm 27, Andrew Fogel 18, Helgi Magnússon 13, Pálmi Sigurgeirsson 11, Jeremiah Sola 10, Brynjar Sigurðsson 8, Skarphéðinn Ingason 3 Snæfell-Keflavík 86-84 Skallagrímur-ÍR 83-80 Lýsingarbikar kvenna: Haukar-Hamar 90-55 Stig Hauka: Kiera Hardy 21 (7 stoðs.), Unnur Tara Jónsdóttir 16 (7 frák.), Ragna Margrét Brynjars- dóttir 15 (19 mín.), Guðbjörg Sverrisdóttir 13, Telma Björk Fjalarsdóttir 9 (10 frák. á 17 mín.), Kristrún Sigurjónsdóttir 7 (8 stolnir, 5 stoðs.), Svanhvít Skjaldardóttir 4, Sara Pálmadóttir 2, Helena Hólm 2, Kristín Fjóla Reynisdóttir1. Stig Hamars: LaKiste Barkus 24 (8 frák.), JóhannaBjörk Sveinsdóttir 11 (7 frák., 4 stoðs.), Ragnheiður Magnúsdóttir 9, Hafrún Hálf- dánardóttir 6 (9 frák., 3 varin), Fanney Lind Guðmundsdóttir 3, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2. Snæfell-Fjölnir 51-64 Enska úrvalsdeildin: Sunderland-Portsmouth 2-0 1-0 Kieran Richardson (33.), 2-0 Kieran Richard- son (44.). Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék allan leikinn. Bolton-Blackburn 1-2 1-0 Kevin Nolan (43.), 1-1 Christopher Samba (53.), 1-2 Jason Roberts (90.). Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Bolton vegna meiðsla. STAÐAN Í DEILDINNI: Man. Utd. 22 16 3 3 44-11 51 Arsenal 22 15 6 1 43-17 51 Chelsea 22 14 5 3 35-16 47 Liverpool 21 10 9 2 35-14 39 Everton 22 12 3 7 38-22 39 Aston Villa 22 11 6 5 40-28 39 Man. City 22 11 6 5 29-23 39 Blackburn 22 10 6 6 30-29 36 Portsmouth 22 9 7 6 31-22 34 West Ham 21 9 5 7 27-20 32 Newcastle 22 7 5 10 27-39 26 Tottenham 22 6 6 10 42-40 24 Reading 22 6 4 12 30-47 22 M‘brough 22 5 6 11 19-36 21 Bolton 22 5 5 12 24-34 20 Birmingham 22 5 5 12 23-33 20 Wigan 22 5 5 12 22-37 20 Sunderland 22 5 5 12 22-40 20 Fulham 22 2 9 11 23-39 15 Derby 22 1 4 17 10-47 7 Ítalska úrvalsdeildin: Siena-Inter 2-3 0-1 Zlatan Ibrahimovic (26.), 1-1 Massimo Macc- arone (31.), 1-2 Esteban Cambiasso (45.), 1-3 Zlatan Ibrahimovic (52.), 2-3 Fernando Martin Forestieri (90.). Atalanta-Roma 1-2 1-0 Adriano Ferreira Pinto (17.), 1-1 Francesco Totti (38.), 1-2 Mancini (44.). Hollenska úrvalsdeildin: Ajax-AZ Alkmaar 6-1 0-1 Ari (5.), 1-1 Jan Vertonghen (24.), 2-1 Ken- neth Perez (45.), 3-1 Klaas-Jan Huntelaar (62.), 4-1 Kennedy Bakircioglü (67.), 5-1 Leonardo (87.), 6-1 Klaas-Jan Huntelaar (89.). Grétar Rafn Steinsson byrjaði á varamannabekk AZ en kom inn á og spilaði síðustu 12 mínútur leiksins. De Graafschap-Vitesse Arnhem 0-3 0-1 Santi Kolk (41.), 0-2 Jasar Takak (56.), 0-3 Santi Kolk (79.). Arnar Þór Viðarsson var í byrjunarliði De Graafschap í leiknum. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Sunderland styrkti stöðu sína í fallbaráttunni með 2-0 sigri gegn Ports- mouth en sama er ekki hægt að segja um Bolton sem missti niður forystu sína gegn Blackburn og tapaði með marki á lokamínútu leiksins. Sunderland þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda í harðnandi fallbaráttu þegar Portsmouth kom í heimsókn á Leikvangi ljósanna í gær en Ports- mouth hefur verið öflugt á útvöllum í vetur. Gestirnir í Ports mouth byrjuði betur og Hermann Hreiðarsson lagði upp dauðafæri fyrir Benj- ani á upphafsmínútunum þegar hann skallaði boltann á fjærstöngina þar sem Benjani var einn og óvaldað- ur hann en feilaði á markið. Heimamenn fengu þó sín færi og þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum skor- uðu þeir fyrsta mark leiksins. Richardson fór á kostum Framherjinn Kenwyne Jones komst þá upp að endamörkum við vítateig Portsmouth og lagði boltann í hlaupalínu Kieran Richardson sem kom á fleygiferð og afgreiddi boltann í fjærhornið. Richardson var svo aftur á ferðinni tíu mín- útum síðar þegar hann hirti boltann upp eftir Daryl Murphy samherja sinn og spólaði sig í gegnum þunglamalega vörn Portsmouth og skoraði sitt annað mark í leiknum. Í seinni hálfleik reyndu leik- menn Portsmouth að minnka muninn en þetta var ekki þeirra dagur og vörn Sunderland átti fínan dag. Richardson var nálægt því að skora þriðja mark sitt í leiknum þegar skot hans fór í stöng og David James víðsfjarri, en það voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum og mikilvægur sigur baráttuglaðra Sunderland manna í höfn. Roy Keane, stjóri Sunderland, var því afar sáttur í leikslok. „Ef leikmenn mínir halda áfram að spila með þessum vilja, baráttu og gæðum eigum við góða möguleika á að ná markmiðum okkar. Leikmennirnir eiga hrós skilið og Richardson var frábær,“ sagði Keano glaður. Bolton er í svipaðri stöðu og Sunderland og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda en liðinu hefur jafnan gengið hörmulega gegn Blackburn á heimavelli sínum, Reebok leik- vanginum. Blackburn var líklegra til að brjóta ísinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér nógu góð marktækifæri. Það voru hins vegar heimamenn í Bolton sem tóku forystu í leikn- um og markið var ekki af ódýrari gerðinni. Fyrirliðinn Kevin Nolan sýndi þá snilldar- takta þegar hann lagði boltann viðstöðulaust í markhornið fjær, án þess að markvörðurinn Brad Friedel kæmi nokkrum vörnum við, eftir sendingu sem virtist í fyrstu vera hættulítil. Snemma í seinni hálfleik náði Blackburn aftur á móti að jafna leikinn þegar varnar- tröllið Christopher Samba skallaði hornspyrnu David Bentley í markið, eftir mislukkað úthlaup markvarðarins Jussi Jääskeläinen. Roberts hetja Blackburn Blackburn hélt áfram að sækja og það skilaði sér að lokum þegar varamaðurinn Jason Roberts, sem var mjög líflegur á lokakafla leiksins, skoraði sigurmark leiksins á 90. mín- útu eftir gott einstaklingsframtak. Roberts fékk boltann á miðju vallarins og tók á rás og hljóp af sér varnarmenn Bolton áður en hann skoraði framhjá Jääskeläinen. - óþ Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærdag þar sem Sunderland og Blackburn náðu í þrjú stig: Staða Sunderland batnaði við botninn MIKILVÆGUR Kieran Richardson stal senunni með tveimur mikilvægum mörkum á Leikvangi ljósanna í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Íslenska B-lands- liðið fékk vænan skell á móti geysiöflugu norsku liði, 36- 19, í lokaleik sínum í Posten- Cup í Noregi í gærkvöldi. Íslendingar héldu í við Norðmenn í byrjun leiks og staðan var jöfn 6-6 þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leikn- um og í hálfleik var staðan 16-13 fyrir heimamenn sem skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálf- leiks. Framarinn Rúnar Kárason var atkvæða- mestur í fyrri hálfleik og skoraði fimm mörk. „Það var margt mjög jákvætt að gerast í fyrri hálfleik og Rúnar leysti stöðu Einars Hólmgeirs- sonar, sem var hvíldur, mjög vel í hægri skyttunni og Birkir var að verja ágætlega í markinu,“ sagði Kristján Halldórsson, þjálfari íslenska b-landsliðsins. Íslenska liðið náði sér hins vegar aldrei á flug í seinni hálf- leik og gríðarlega sterkt lið Norð- manna gekk á lagið. Ástandið var reyndar svo slæmt að í stöðunni 20-15 skoraði íslenska liðið ekki mark í fjórtán mínútur á meðan Norðmenn skoruðu sjö mörk. „Við vorum bara sprungnir á því í seinni hálfleik og Norð- mennirnir refsuðu okkur ærlega og eru auðvitað með frábæra 6-0 vörn þegar vel gengur hjá þeim. Á vondi kaflanum, þegar Norð- menn skoruðu sjö í röð, vorum við alltaf í undirtali á vellinum og dómararnir dönsku voru að gera okkur lífið leitt. Við vorum utan vallar í 16 mínútur í öllum leikn- um sem er auðvitað ekki gott og Gunnar Pettersen bað mig meira að segja afsökunar á dómurunum eftir leik,“ sagði Kristján, sem var þó afar stoltur af framgöngu íslenska liðsins í mótinu. „Strákarnir stóðu sig mjög vel og við lentum í öðru sæti í mót- inu, sem er ásættanlegur árang- ur. Enn fremur voru Birkir Ívar og Einar Hólmgeirsson valdir í lið mótsins og það var skemmti- leg viðbót. Ég hafði mjög gaman af þessu sjálfur og ég vona að HSÍ haldi áfram á sömu braut,“ sagði Kristján sáttur. - óþ B-landslið Íslands tapaði 36-19 gegn Norðmönnum í lokaleik liðsins á Posten-Cup í Noregi í gærkvöldi: Norðmenn of stór biti fyrir B-lið Íslands STOLTUR Kristján var afar ánægður og stoltur af strákunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Snæfell sigraði Keflavík 86-84 í 8-liða úrslitum Lýsingarbikars karla í körfubolta í Stykkishólmi í gærkvöldi. Gestirnir í Keflavík leiddu leikinn framan af í hröðum fyrri hálfleik og staðan var 41-52 í lok annars leikshluta. Snæfellingar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og um miðbik þriðja leikhluta fór vörn þeirra loks að keyra á fullum styrk. Keflvíking- ar leiddu enn 62-64 í lok þriðja leikhluta, en Snæfell skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta og jafnaði 64-64 og tók svo forystu 70-66. Snæfellingar héldu forystu sinni til leiksloka þó svo að Keflvíkingar hafi komist mjög nærri í lokin og minnkað munn- inn í eitt stig, en lokatölur urðu 86-84. Hlynur Bæringsson var atkvæðamestur hjá Snæfelli og skoraði 22 stig en Bobby Walker skoraði 25 stig fyrir Keflavík. - óþ Lýsingarbikar karla: Snæfell hefndi sín á Keflavík ÖFLUGUR Keflvíkingurinn Bobby Walker átti fínan leik í gærkvöldi en það nægði Suðurnesjaliðinu ekki til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN BJÖRN KÖRFUBOLTI Njarðvík lagði Íslands- meistara KR að velli 106-90 í frá- bærum körfuboltaleik í gær- kvöldi. Leikurinn byrjaði gríðarlega vel og fóru leikmenn ásamt stuðnings- mönnum liðanna á kostum. Njarð- víkingar byrjuðu betur og spiluðu fantavörn gegn hálfsofandi KR- ingum. KR-ingar jöfnuðu sig örlítið en samt ekki nóg og var staðan 26-18 fyrir Njarðvík eftir fyrsta leikhluta. Sama fjörið hélt áfram í þeim öðrum og voru Njarðvíkingar gríðarlega öflugir áfram og varnar- leikur liðsins til fyrirmyndar. Það leit út fyrir að heimamenn ætluðu að keyra yfir gestina en þá tók Benedikt þjálfari KR leikhlé. Leik- hléð skipti nákvæmlega engu máli því Njarðvíkingar höfðu tögl og hagldir á leiknum. Mestur var munurinn 14 stig, 39-25, en KR- ingar náðu að minnka það forskot fyrir hlé í tíu sig, 52-42. Njarðvíkingar komust fljótlega í 61-48 og juku svo forskotið í 15 stig. Þó svo að Njarðvíkingar hefðu verið með þetta mikið for- skot þá voru gestirnir svo sanna- lega að leggja sig fram en alltaf vantaði einhvern herslumun. Eftir glæisleg tilþrif hjá báðum liðum lauk Egill Jónasson þriðja leik- hluta með glæsilegri troðslu og staðan fyrir lokaleikhlutann 77-60 fyrir Njarðvík. Staðan var svo orðin 84-67 þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Aftur hljóp spenna í leikinn þegar tvær og hálf mínútu voru eftir og munur- inn 11 stig, 92-81 en þá setti Brenton niður þrist og nánast gull- tryggði sigurinn. KR gerði eina örvæntingartilraun til viðbótar til þess að ná Njarðvíkingum en það gekk ekki og heimamenn sigrðu örugglega 106-90 og eru þar með komnir í unanúrslit Lýsingar- bikarsins á meðan Íslandsmeistar- arnir sitja eftir með sárt ennið. Teitur Örlygsson, þjálfari Njarð- víkur, var eðlilega mjög sáttur í leikslok. „Þetta var alvöru leikur sem okkur langaði mikið til að vinna. Það hefur verið stígandi í okkar leik að undanförnu og þessi leikur kemur í rökréttu framhaldi,“ sagði Teitur ánægður í leikslok. - höþ Íslandsmeistararnir úr leik Boðið var upp á sannkallaða körfuboltasýningu þegar Njarðvík tók á móti KR í átta liða úrslitum Lýsingabikars karla í Njarðvík í gærkvöldi. Leikurinn bauð upp á allt sem góður körfuboltaleikur þarf að hafa og gott betur en það. FÖGNUÐUR Njarðvíkingar fagna vel í leikslok eftir frækilegan sigur gegn KR í frábær- um körfuboltaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN BJÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.