Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 2
2 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Haraldur, eruð þið með vírusvörn? „Já, pottþétta.“ Landlæknisembættið hefur opnað heima- síðuna influensa.is þar sem finna má gagn- legar upplýsingar um inflúensuveiruna. Haraldur Briem er sóttvarnalæknir. DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona í Hafnarfirði hefur verið dæmd til sektargreiðslu fyrir að kýla strætóbílstjóra í andlitið. Hann hlaut áverka við höggið. Konan var á ferð í bíl sínum. Henni mislíkaði aksturslag bílstjórans og þegar hann stöðvaði vagninn á stoppistöð fór konan upp í vagninn. Hún hellti sér yfir bílstjórann. Þegar hann stóð upp úr sæti sínu kýldi hún hann í andlitið. Bílstjórinn tók hana þá upp, bar hana út úr vagninum og setti hana þar niður. Konan var dæmd til að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, auk tæplega tvö hundruð þúsund króna í máls- kostnað. - jss Dæmd til sektargreiðslu: Ung kona kýldi strætóbílstjóra ÍSRAEL, AP Samninganefndir Ísraela og Palestínumanna áttu fund í gær þar sem erfiðustu deiluefnin voru á dagskrá, í samræmi við loforð sem gefin voru í tengslum við heimsókn George W. Bush Bandaríkjafor- seta á vettvang í síðustu viku. Tzipi Livni, utanríkisráð- herra og formaður ísraelsku samninga- nefndarinnar, og Ahmed Kureia, aðalsamningamaður Palestínu- manna, hittust á hóteli í Jerúsalem í tvo tíma. „Þau hófu að ræða kjarnamálin,“ sagði talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, en þar með er átt við mál á borð við landamæri palestínsks ríkis, framtíðarstöðu Jerúsalem og hlutskipti palestínsks flóttafólks. - aa Friðarviðræður: Kjarnamálin sett á dagskrá TZIPI LIVNI TIL HAMINGJU SELTIRN- INGAR! LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á Suðurnesjum í samvinnu við bandaríska sérfræðinga hefur leitt í ljós að eldfimum vökva var hellt í einhvern hluta þeirra bíla sem brunnu í Vogum á Vatnsleysu- strönd 8. desember síðastliðinn. Niðurstöður rannsóknarinnar stað- festa því að kveikt hafi verið í bíl- unum sem voru tíu talsins. Þeir brunnu til kaldra kola. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er ljóst að fagmannlega hefur verið staðið að verki. Bílarnir voru flestir í dýrari kantinum. Þarna var til dæmis stór Hummer, tveir bílar af gerðinni BMW auk Prowler og Dodge Charger. Ragnar Magnússon veitingamaður, sem átti bílana tíu, sagði við Fréttablaðið á dögunum að upphaflega hefði hann fengið þá flesta sem hluta af greiðslu fyrir jarðarhluta á Mýrum í Borgarfirði sem hann seldi í haust. Hann kveðst hafa verið með þá á bílasölu en ákveðið að taka þá þaðan, þrífa þá almennilega og taka af þeim myndir fyrir áframhald- andi sölumeðferð. Því hafi þeir staðið á planinu í Vogum. Rannsókn málsins miðar vel, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins, en enginn hefur verið handtekinn enn. Ekki náðist í Ragnar Magnússon við vinnslu fréttarinnar. - jss BRUNINN Í VOGUM Bílarnir sem kveikt var í á Vatnsleysuströnd eru allir gjör- ónýtir eftir brunann. Kveikt var í bílunum í Vogum á Vatnsleysuströnd: Eldfimur vökvi notaður SVEITARSTJÓRNIR Bráðabirgðareiðleið hestamanna úr Kópavogi var fyrir mistök lögð yfir land Skógræktar- félags Garðabæjar. Vegna uppbyggingar við hest- húsahverfi á Kjóavöllum var lagður nýr reiðstígur framhjá fram- kvæmdasvæðinu til að tryggja öryggi hestamanna. Stígurinn er í Sandahlíð á austurmörkum svæðis Skógræktarfélags Garðabæjar, meðfram bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar. Skógræktarfólk í Garðabæ sagði það vera miður að ráðist hefði verið í þessar framkvæmdir án samráðs við það eða bæjaryfirvöld í Garða- bæ. „Svæði félagsins er skert með þessari framkvæmd þar sem farið er yfir vel gróna lyngmóa,“ sögðu skógræktarmenn í mótmælabréfi til bæjarráðs Kópavogs. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, útskýrir í bréfi til starfs- bróður síns í Garðabæ, Gunnars Einarssonar, að áður en reiðleiðin hafi verið lögð hafi mörk bæjarfé- laganna einmitt verið stikuð út til að tryggja að stígurinn yrði innan Kópavogs. Vegna misskilnings hafi hann þó verið lagður í Garðabæ. Gunnar segir starfsmenn Kópa- vogsbæjar munu fjarlægja stíginn og lagfæra allt rask en biður um frest til þess þar til skipulagi svæð- isins er lokið. „Undirritaður biðst velvirðingar á mistökum þessum og vonar að þau eyðileggi ekki fyrir góðu sam- starfi sveitarfélaganna,“ skrifar Gunnar í Kópavogi til bæjarstjór- ans í Garðabæ. - gar Bæjarstjóri Kópavogs biðst afsökunar á reiðstígum á skógræktarlandi í Garðabæ: Gerðu reiðstíga í röngum bæ SANDAHLÍÐ Bráðabirgðareiðleið í Sandahlíð er ætlað að tryggja öryggi hestamanna á meðan á uppbyggingu stendur á Kjóavöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN EFNAHAGSLÍF Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28 prósent frá því í desember í fyrra sem jafngildir því að verðbólga mælist nú 5,9 prósent. Þetta er óbreytt staða á milli mánaða. Sé húsnæðisverð undanskilið vísitölunni er verðbólga 2,5 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er nokkuð í takt við spár greiningardeilda viðskiptabank- anna sem þó útilokuðu ekki að verðbólga gæti farið niður í 5,5 prósent. Áhrif af útsölum í byrjun árs og gjaldskrárhækkun hins opinbera hafa mest áhrif á verðbólgumælinguna nú. Auk þess sem verð á matvöru, húsnæðisliðir og kostnaður við tómstundir heldur henni uppi. - jab Vísitala neysluverðs óbreytt: Verðbólgan mælist 5,9% ALÞINGI Alþingi kemur aftur saman til fundar klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi þingmanna. Á dagskrá þingfund- ar í dag eru meðal annars óundir búnar fyrirspurnir og frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þá eru einnig á dagskrá frumvörp þingmanna Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi og frumvarp til breytinga á lögum vegna réttar verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum. - ovd Jólaleyfi alþingismanna lokið: Alþingi kemur saman í dag AFGANISTAN, AP Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, slapp ómeiddur þegar fjórir talíbanar gerðu árás á hótel í Kabúl í Afgan- istan í gær þar sem hann var staddur á fundi norska sendiráðs- ins. Blaðamaður norska Dagblaðs- ins og starfsmaður norsku utan- ríkisþjónustunnar særðust alvarlega þegar árásarmennirnir réðust inn í anddyri hótelsins vopnaðir handsprengjum, AK-47 rifflum og sprengjuvestum. Sjö létust og fjórir særðust auk Norð- mannsins. Skömmu eftir árásina lýstu talíbanar yfir ábyrgð. Þegar árásin hófst sat Støre ásamt fleirum í móttökusal hót- elsins. Var öllum skipað að leggjast á grúfu á gólfið meðan öryggisverðir hótelsins börð- ust við árásar- mennina í and- dyrinu. Norskir öryggisverðir stóðu vopnaðir og reiðubúnir að verjast árásar- mönnunum ef þeir réðust inn í sal- inn. Støre lá í tíu mínútur áður en farið var með hann og fleiri niður í kjallara í sprengjubyrgi hótels- ins, að því er fréttavefur Aften- posten greinir frá. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hringdi í far- síma Støre í gær og talaði við aðstoðarkonu hans meðan þau voru enn í byrginu. „Við gátum ekki talað lengi saman en hún sagði bara að þetta hefði verið dramatískt og skelfileg upplifun.“ Eftir árásina sagði Støre í sam- tali við norska ríkisútvarpið þetta vera áfall fyrir friðargæslu í Afganistan. Fimm hundruð norskir friðargæsluliðar eru í Afganistan. Ingibjörg Sólrún tekur undir þessi orð Støre og segir þennan atburð undirstrika hve hættulegt landið sé. Þrettán íslenskir starfsmenn friðargæslunnar eru nú við störf í Kabúl en enginn þeirra var stadd- ur á hótelinu að sögn Ingibjargar Sólrúnar. „Okkar fólk í Kabúl býr og starfar á flugvellinum, sem er vel varið svæði. Hótelið þar sem árásin varð er hins vegar inni í borginni og utan þessa öryggis- svæðis.“ Ingibjörg segir að farið verði yfir hvort grípa eigi til einhverra aðgerða vegna árásarinnar. „Við erum með vikulegt hættumat þarna í gangi og oftar sé þess þörf. Við munum auðvitað skoða í fram- haldi af þessu hvort ástæða sé til aðgerða en get ekkert sagt um það á þessum tímapunkti.“ Þetta er fyrsta beina árásin sem gerð hefur verið á hótel í Kabúl síðan talíbanar voru hraktir frá völdum árið 2001. sdg@frettabladid.is Norskur ráðherra hætt kominn í Kabúl Norskur blaðamaður lést og starfsmaður norsku utanríkisþjónustunnar er al- varlega særður eftir árás talíbana á hótel í Kabúl. Utanríkisráðherra Noregs lá á gólfinu í tíu mínútur áður en hann var færður í sprengjubyrgi hótelsins. JONAS GAHR STØRE Á FLUGVELLINUM Í KABÚL Utanríkisráðherra Noregs slapp naumlega þegar fjórir talíbanar gerðu árás á hótel í Kabúl í Afganistan í gær. NORDICPHOTOS/AFP INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR SAMGÖNGUR Mikill veðurhamur gerði íbúum Suðurnesja erfitt fyrir í gær. Lokaðist Grindavíkur- vegurinn vegna ófærðar og sögðu lögreglumenn erfiðlega ganga að ryðja veginn vegna fjölda bíla sem þar sætu fastir. Þá var mjög þungfært innan- bæjar í Grindavík. Voru björgunar sveitarmenn í Þorbirni að frá klukkan fimm í gærmorg- un að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í snjónum. Þá voru sjö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar og þurfti meðal annars að loka Reykjanes- brautinni um tíma vegna slyss. Þrír voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl þeirra reyndust minni háttar. - ovd Illviðri á Suðurnesjum: Grindavíkur- vegur lokaðist VIÐ GRINDAVÍK Skafrenningur gerði ökumönnum erfitt. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS KJARAMÁL „Það miðaði ósköp lítið áfram,“ segir Kristján Gunnars- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins, en samninganefndir þess og stéttarfélaganna sem mynda Flóabandalagið áttu formlegan viðræðufund með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. „Við vorum aðallega að tala um gildistíma næsta samnings og komum við upp með hugmyndir um skammtímasamninga til 12 eða 13 mánaða. Því var ekki tekið með neinum húrrahrópum,“ segir Kristján. Næsti fundur verður á morgun. - jse Starfsgreinasambandið: Árangurslítill fundur með SA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.