Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 4
4 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR SPÁNN, AP Spænsk stjórnvöld staðfestu formlega í gær að kosið yrði til þings í landinu 9. mars næstkomandi. Eftir sérstakan ríkisstjórnarfund þar sem lútandi tilskipun var samþykkt fór Jose Luis Rodriguez Zapatero með hana á fund konungs til staðfest- ingar. Þar með hófst kosningabar- átta sem þegar stefnir í að verða naumur slagur milli flokkafylk- inganna til hægri og vinstri. Sitjandi ríkisstjórn Sósíalista- flokksins vonast eftir endurkjöri en Lýðflokkurinn, sem missti völdin í kjölfar hryðjuverkaárás- anna í Madríd í mars 2004, vonast til að komast aftur til valda. - aa Kosningar boðaðar á Spáni: Naumur slagur flokkafylkinga HJÁ KONUNGI Zapatero forsætisráðherra (t.h.) fór í gær á fund Jóhanns Karls konungs til að fá hann til að staðfesta tilskipun um boðun kosninga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSTÓLAR E-töflusmyglari áfram inni Gæsluvarðhald yfir þýskum manni sem tekinn var 22. desember síðast- liðinn með 23.000 e-töflur á Kefla- víkur flugvelli var í gær framlengt um sex vikur, eða til 25. febrúar. Vilja millilandaflugvöll Ísfirðingar vilja að samgönguyfirvöld geri Flugstoðum ohf. kleift að gera úrbætur á flugvellinum vestra svo hann verði millilandaflugvöllur. „Með því móti verður Ísafjarðarflugvöllur samkeppnishæfur við aðra flugvelli á landinu,“ segir bæjarstjórnin. ÍSAFJÖRÐUR LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu á máli fimm Litháa er réðust á fjóra lögreglumenn aðfaranótt föstudags er lokið. Málið hefur verið sent til embættis ríkissak- sóknara. Lögreglumennirnir fjórir, svokallaður götuhópur úr fíkniefnadeild, voru við skyldu- störf á Laugavegi þegar menn- nirnir fimm réðust á þá. Málið sem lögreglumennirnir voru að vinna í var alls ótengt árásar- mönnunum. Árásin var gróf og þurfti að flytja alla lögreglu- mennina á slysadeild, tvo þeirra með sjúkrabíl. - jss Götuhópur fíkniefnadeildar: Árásarmál sent til saksóknara SKIPULAGSMÁL Húsafriðunarnefnd ákvað í gær að beita skyndifriðun á Laugavegi 4 og 6. Friðunin gildir í tvær vikur. „Þetta var gert af því að þrátt fyrir samþykkt nefndarinnar frá áttunda janúar síðastliðnum að leggja til við menntamálaráðherra að friða húsin þá héldu menn áfram að rífa,“ segir Nikulás Úlfar Más- son, forstöðumaður Húsafriðunar- nefndar. Samkvæmt samningi Reykja- víkur borgar við eigendur Lauga- vegar 4 og 6, Kaupang ehf., á borg- in að vera búin að fjarlægja húsin í síðasta lagi á föstudag. Á vegum borgarinnar hefur Minjavernd hf. unnið að því að taka niður viðbygg- ingar við upphaflegu húsin. „Reykjavíkurborg sá sig knúna til að halda þetta samkomulag og til að koma í veg fyrir að húsin yrðu hreinlega horfin af lóðunum þegar komið væri að því að mennta- málaráðherra tæki sína ákvörðun urðum við að beita þessu ákvæði í lögum um skyndifriðun,“ útskýrir Nikulás. „Reykjavíkurborg var búin að gefa það út að hún myndi halda áfam að rífa þar sem Húsa- friðunarnefnd hefði ekki skyndi- friðað en nú verður alfarið að hætta að rífa og tæta.“ Eftir að Húsafriðunarnefnd ákvað 8. janúar að leggja til við menntamálaráðherra að húsin á Laugavegi 4 og 6 yrðu friðuð var Reykjavíkurborg og húseigendun- um gefinn frestur til 24. janúar til að koma að sínum sjónarmiðum áður en tillagan verður send Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur. „Nefndin sendir málið síðan áfram til ráðherra, sem hefur þá samkvæmt þessu ekki nema rétt rúmlega helgi til að ákveða hvort þessi hús verða friðuð eða ekki,“ segir Nikulás og vísar þar til þess að skyndifriðunin rennur út 28. janúar. „Vissulega fær ráðherra dálítið ströng tímamörk em menn verða þá væntanlega að vinna hraðar.“ Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir skyndifriðunina í gær í rökréttu framhaldi af tillögu Húsa- friðunarnefndar frá 8. janúar um friðun húsanna. Nú verði að bíða ákvörðunar menntamálaráðherra. „Minjavernd mun nú ganga frá svæðinu og ég hef óskað eftir því að öryggisgæslufyrirtæki verði fengið til þess að vakta húsin á meðan þau eru á okkar ábyrgð,“ segir borgarstjóri. gar@frettabladid.is Tveggja vikna friðun ákveðin á Laugavegi Húsafriðunarnefnd greip til tveggja vikna skyndifriðunar á Laugavegi 4 og 6 til að stöðva niðurrif borgaryfirvalda. Spjót standa nú á menntamálaráðherra, sem fær fjóra daga til að taka ákvörðun um það hvort húsin skuli friðuð. SAMGÖNGUMÁL Grímseyjarferjan Sæfari kom til Akureyrar um klukkan fimm í gær. Lagði hún af stað frá Hafnarfirði seinni part laugardags og sóttist ferðin norður seint vegna veðurs og ofhitnunar í legu um öxul frá vél að skrúfum. Var því tekin sú ákvörðun að sigla aðeins á annarri vél skipsins. Að sögn G. Péturs Matthías- sonar, upplýsingafulltrúa Vega- gerðarinnar, er bilunin hluti af því sem kom í ljós við reynslusiglingu 13. desember síðastliðinn. „Við héldum að þetta yrði ekki vanda- mál en þetta er greinilega eitthvað sem menn þurfa að skoða,“ segir G. Pétur. Hann segir að hugsan- lega þurfi að lyfta vélinni upp og steypa undir hana til að rétta hana af. Til stendur að gera lokaendur- bætur á Sæfara hjá Slippnum á Akureyri en Slippurinn átti lægsta tilboð í endurbæturnar upp á tæpar þrettán milljónir. Setja þarf nýja innganga á skipið, kælingu í efri lest, gámafestingar á dekk og skipta um stál í byrðingi auk fleiri smærri verka. Er miðað við að verkið taki þrjár vikur svo skipið geti fljótlega hafið reglulegar sigl- ingar milli Grímseyjar og Dalvíkur. Ekki er ljóst hvort bilun- in hafi áhrif þar á. Jón Halldór Gunnarsson er skip- stjóri á Sæfara og hafði G. Pétur eftir honum að skipið reyndist betur á sjó nú en þegar Jón sigldi því frá Írlandi. - ovd Grímseyjarferjan Sæfari komin norður til Akureyrar í lokaendurbætur: Bilun og veður töfðu Sæfara GRÍMSEYJARFERJAN SÆFARI Hugsanlega þarf að lyfta vélinni. FLUG Flugi Icelandair og Iceland Express seinkaði lítillega í gær vegna veðurs. Seinkanir voru þó ekki verulegar; mest um tvær klukkustundir á flugi til Lundúna. „Það eru einhverjar seinkanir en ekki neinar að ráði,“ segir Matthías Imsland, framkvæmda- stjóri Iceland Express, sem telur farþega sýna seinkunum skilning. „Þetta truflar okkur mjög lítið núna.“ Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir flugi hafa seinkað lítillega í gærmorg- un. „Þetta er kannski um klukku- tíma seinkun.“ Hann bjóst ekki við neinum stórtöfum. - ovd Tafir á Keflavíkurflugvelli: Tafir á flugi vegna veðurs                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+, .+, /+,  01 /+, 23+, 22+, 22+, 4+, 4+,  01 .+,5 01 4+,  01 2*+,5 01 2/+, 67+,  01         !"#  $%# &"  %  $ ' () * " ))# * # $) & *# +%+ #) + *) &,  " % #! ) % * * % !-+ ' ))   * # )./!" * +0  *) *# $*+  #  "&)!"# # *) " *) + 1* +%#  ))' 2*  )./ * % !"  #)# ),# 3 % 1/ *0)  % $-&# " )) "  *#  +) ' 4 56 5 7 8 9#*) " % *) 3 : ;' 9)./!" *) <+ *& $ *'   )++' 89    :  ;" -<23=  "9  :  ;" 9# # =' ) ")3 *# & ,)# >            > > ?  : LAUGAVEGUR 4 OG 6 Vinna við niðurrif húsanna stöðvaðist í gær í kjölfar ákvörðunar um skyndifriðun. Öryggisgæsla verður sett á við húsin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I NOREGUR Hinn hálfsextugi Norðmaður sem í síðustu viku var handtekinn grunaður um að vera „vasamaðurinn“ svonefndi, sem sakaður er um kynferðisbrot gegn fjölda barna á síðustu áratugum, var á tíunda áratugn- um á launaskrá barnaverndar- yfirvalda í Björgvin. Bergens Tidende hefur eftir fyrrverandi formanni aksturs- íþróttaklúbbs að maðurinn hafi um nokkurt skeið verið einn af þeim sem reglulega önnuðust börn sem stuðningsaðilar á vegum barnaverndaryfirvalda í borginni. Maðurinn hafi þá verið aðstoðarþjálfari í klúbbnum. - aa Barnaníðingur í Noregi: „Vasamaður“ í barnavernd Þorbjörn bjargar fiskunum Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík komu í veg fyrir tugmilljóna tjón í fiskeldisstöð Íslandsbleikju utan við Grindavík í gær þegar þeir drógu flutningabíla með súrefni fyrir stöðina í gegnum ófærðina. Ekki mátti tæpara standa því birgðir voru að klárast. GRINDAVÍK GENGIÐ 14.1.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 124,2274 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 63,59 63,89 124,72 125,32 94,64 95,16 12,709 12,783 12,084 12,156 10,048 10,106 0,5899 0,5933 101,07 101,67 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.