Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 6
6 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Burt úr bænum Hópaferðir fyrir öll tilefni Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Fiskibollur25% afsláttur 698 kr.kg Réttur dagsins SELFYSS- INGAR! TIL HAMINGJU LÖGREGLUMÁL Net með tveimur dauðum löxum fannst fyrir skömmu í neðanverðri laxveiði- ánni Korpu í Reykjavík. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur gengu lögreglumenn fram á netið. Í frétt Stangaveiðifélagsins er minnt á að í haust sem leið hafi borið á svæsnum veiðiþjófnaði í Elliðaánum. Ljóst sé að óprúttnir aðilar beini einnig spjótum sínum að öðrum ám í höfuðborginni. „Það er nýlunda að veiðiþjófn- aður sé stundaður yfir vetrar- mánuðina enda laxinn nánast óætur með öllu og illa haldinn.“ - gar Vetrarveiðar í Reykjavík: Þjófar veiða lax í net í Korpu STJÓRNSÝSLA Ársæll Harðarson aðstoðarferðamálastjóri hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðarráðherra í embætti ferðamálastjóra. Ólöf Ýrr Atla- dóttir líffræðingur var ráðin ferðamálastjóri úr hópi fimmtíu umsækjenda. Í rökstuðningi Ársæls, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir Ársæll að hann telji sig hæf- ari en Ólöf í mörgum þeim atrið- um sem fram komu í starfsauglýs- ingu. „Í frétta- og blaðaviðtölum við yður virðist sem að í rökstuðningi yðar með ráðningunni hafi sum atriði vegið mun meira en önnur atriði, án þess að slíks sé getið samkvæmt auglýsingu og ber að útskýra það nánar,“ segir Ársæll meðal annars í bréfinu. Þá spyr Ársæll að því hvort annað gildi um ráðningu í stöðu ferðamálastjóra en ráðningu nýs orkumálastjóra, þar sem vitnað hefði verið til þess í tilfelli orku- málastjóra að ekki væri hægt að sniðganga hæfasta umsækjand- ann með vísan til kynferðis. „Er þá að lokum spurt hvort annað gildi um ráðningu í stöðu ferða- málastjóra en gilti um ráðningu orkumálastjóra, þegar þér segist í fjölmiðlum, í tilfelli orkumála- stjóra, ekki geta samkvæmt stjórnarskrá og jafnréttisáætlun ráðuneytisins, sniðgengið hæfasta umsækjandann með vísan til kyn- ferðis,“ segir Ársæll. - mh Ráðningar Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra umdeildar: Ársæll óskar eftir rökstuðningi ÁRSÆLL HARÐARSON Vill að Össur rökstyðji ráðningu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UTANRÍKISMÁL Sífellt færist í auk- ana að Íslendingar sæki um vega- bréfsáritun áður en haldið er til Bandaríkjanna, og sprenging varð á fjölda umsókna eftir að íslenskri konu var vísað frá landinu með harkalegum hætti í desember. Alls sóttu um 1.500 um vega- bréfsáritun í sendiráði Bandaríkj- anna á Íslandi á síðasta ári, segir Amiee R. McGimpsey, ræðismaður Bandaríkjanna hér á landi. Af þeim fjölda voru 1.299 íslenskir ríkis- borgarar. Þar af sóttu um 370 um ferðamannaáritun. McGimpsey segir að afar fáum sé neitað um ferðamannaáritun, helst þeim sem hafi ítrekað komist í kast við lögin. Hún segir ekki ljóst hversu mörgum af þeim sem sóttu um á síðasta ári hafi verið hafnað, en segir það að öllum líkindum innan við þrjú prósent. Íslenskir ríkisborgarar hafa frá árinu 1991 almennt ekki þurft að fá vegabréfsáritun áður en þeir fara sem ferðamenn til Bandaríkjanna. Þá bættist Ísland í hóp þeirra tæp- lega þrjátíu landa sem eru á varan- legri undanþágu, segir McGimp- sey. Á þessu eru þó nokkrar undan- tekningar, eins og Erla Ósk Arnar- dóttir Lilliendahl fékk að reyna, og sagt var frá í fjölmiðlum í desem- ber. Henni var snúið við þegar hún kom til New York þar sem hún hafði mörgum árum áður dvalið lengur í Bandaríkjunum en vega- bréfsáritun hennar heimilaði. Bandarísk stjórnvöld sögðust um síðir harma illa meðferð á Erlu á meðan hún var höfð í haldi, en bentu á að hún hefði ekki lent í vandræðum hefði hún sótt um vegabréfsáritun. Það getur tekið nokkra daga að fá áritun til Bandaríkjanna. Umsóknarferlið byrjar á vef sendi- ráðsins, en endar með viðtali við fulltrúa sendiráðsins þar sem lögð eru fram umbeðin gögn, svo sem sakavottorð og vegabréf. Hefðbundin ferðamannaáritun kostar 131 dollara, 8.250 krónur, og gildir venjulega í tíu ár frá útgáfu. Handhafinn getur ferðast til og frá Bandaríkjunum oft á því tímabili. Með ferðamannaáritun getur fólk dvalið sem ferðamenn í að hámarki sex mánuði í senn, en sæki það ekki um áritun má það einungis dvelja í þrjá mánuði. brjann@frettabladid.is Sprenging í fjölda umsókna um áritun Alls sóttu um 1.500 um vegabréfsáritun í sendiráði Bandaríkjanna hér á landi á síðasta ári. Allir sem eru á sakaskrá þurfa að sækja um áritun, sem og þeir sem hefur verið hafnað um áritun, eða hafa dvalist lengur í landinu en leyfilegt var. FÁUM HAFNAÐ Ekki eru til nákvæmar tölur yfir fjölda íslenskra ríkisborgara sem sóttu um ferðamannaáritun til Bandaríkjanna á síðasta ári en var hafnað, en Amiee R. McGimpsey segir að öllum líkindum innan við þremur prósentum umsækjenda hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslenskir ríkisborgarar þurfa að sækja um vegabréfsáritun áður en þeir fara til Bandaríkjanna ef: ■ Þeir eru á sakaskrá hér á landi eða í Bandaríkjunum. ■ Þeir hafa áður dvalið lengur en þeir höfðu heimild til í Bandaríkjunum, eða hafa brotið með öðrum hætti gegn innflytjendalögum þar í landi. ■ Þeir hafa sótt um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna einhvern tímann áður á lífsleiðinni og verið hafnað. ■ Þeir munu ekki ferðast með viðurkenndum flugfélögum, heldur til dæmis með einkaflugvélum eða ákveðnum farþegaskipum. ÞURFA ÁRITUN ORKUMÁL Báðir spennar Sultar- tangavirkjunar biluðu í lok árs 2006 og ekkert rafmagn er þess vegna framleitt í virkjuninni. Ástæður bilunarinnar eru ókunn- ar en framleiðendur búnaðarins sem og hönnuðir munu koma til landsins vegna bilunarinnar. Talið er raunhæft að gera við annan spenninn fyrir lok febrúarmánað- ar og virkjunin nái að framleiða rafmagn á hálfum afköstum fram í apríl. Þá er talið að viðgerðum ljúki. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að skýringar fyrir biluninni geti verið af þrennum toga. „Þetta getur verið framleiðslugalli eða hönnunargalli á því hvernig virkj- unin tengist inn í raforkukerfið. Einnig getur eitthvað hafa valdið þessu, til dæmis eldingar svo eitt- hvað sé nefnt.“ Virkjunin framleiðir 120 mega- vött á fullum afköstum og því hefur spennufallið valdið nokk- urri röskun hjá stórnotendum, eins og stóriðjuverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Þorsteinn segir að með því að nýta varahluti úr öðrum spennin- um í hinn þá verði líklega mögu- legt að framleiða rafmagn á hálf- um afköstum í febrúar. Viðgerð lýkur að vonum í apríl. Hann segir að spennarnir eigi að endast í 25 ár eða lengur. - shá Báðir spennar Sultartangavirkjunar bilaðir og virkjunin framleiðir ekki rafmagn: Ástæður bilunar ókunnar SULTARTANGAVIRKJUN Framkvæmdir hófust 1997, fyrri vél var ræst 1999 og stöðin var komin í fullan rekstur árið 2000. Ná strákarnir okkar verðlauna- sæti á Evrópumótinu í hand- knattleik? Já 47,6% Nei 52,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Léstu sprauta þig við hinni árlegu inflúensu? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.