Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 8
 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR FÆREYJAR Færeyingar ganga til lögþingskosninga næstkomandi laugardag. Meðal mála sem borið hefur hæst í kosningabaráttunni eru félags- og menntamál. Skoð- anakannanir benda til að flokkarnir þrír, sem staðið hafa að landstjórn- inni undanfarið kjörtímabil, haldi meirihlutanum. Á ýmsu hefur gengið í stjórnar- samstarfinu og í brýnu sló milli Jafnaðarmannaflokks Jóannesar Eidesgaard, lögmanns Færeyinga, og Fólkaflokksins í nóvember síð- astliðnum, er Eidesgaard rak fólka- flokksmanninn Jacob Vestergaard úr embætti innanríkis- og sam- göngumálaráðherra. Stjórn Fólka- flokksins ákvað þó að láta málið ekki verða til þess að að slíta stjórnarsamstarfinu. Nú vonast formaður Fólkaflokksins, Jørgen Niclasen, til að komast eftir kosn- ingar í aðstöðu til að gera tilkall til lögmannsembættisins, sem Eides- gaard gerir sér líka vonir um að geta haldið. Meginsamstarfsgrundvöllur flokkanna þriggja – Jafnaðar- mannaflokksins, Fólkaflokksins og Sambandsflokksins – er annars svipuð grundvallarafstaða til sjálfstæðismálsins. Þeir vilja allir fara sér hægar í þeim málum en núverandi stjórnarandstöðuflokk- ar, einkum og sér í lagi Þjóðveldis- flokkur Høgna Hoydal sem hefur full sambandsslit frá Danmörku á stefnuskránni. Sjálfstjórnarmálin hafa annars verið lítt áberandi í kosningabar- áttunni. Einungis Þjóðveldis- flokkurinn hefur reynt að halda því máli á lofti, og skýrist það af því að kjósendur hinna flokkanna eru flestir klofnir í afstöðu til málsins. Fréttavefur grænlenska útvarpsins, KNR, hefur eftir Öss- uri Wintereig, fréttastjóra fær- eyska útvarpsins, að færeyskir stjórnmálamenn keppist nú meðal annars við að lýsa því hvernig þeir telji fært að fá ungt fólk, sem hverfur til framhaldsnáms í Dan- mörku, til að snúa heim að námi loknu. „Þessi vandi er nú orðinn svo stór, að jafnvel stjórnmála- mennirnir viðurkenna að til sér- stakra ráðstafana þarf að grípa,“ segir Wintereig. Fram til þessara kosninga var Færeyjum skipt í sjö kjördæmi, en nú hafa þau öll verið sameinuð í eitt. Í fámennari byggðarlögum hefur af þessum völdum gætt áhyggna af því að fulltrúar fjöl- mennustu bæjanna sópi til sín öllum þingsætunum. audunn@frettabladid.is SJÁLFSTÆÐISMÁL Á ÍS Höfnin í Þórshöfn. Flokkarnir sem nú skipa færeysku landstjórnina forðast að ræða sjálfstæðismálið í kosningabaráttunni. NORDICPHOTOS/AFP Færeyingar að kjör- borðinu um helgina Meðal mála sem borið hefur hæst í kosningabaráttunni fyrir lögþingskosningar í Færeyjum á laugardaginn eru félags- og menntamál, en minna hefur borið á um- ræðu um sjálfstæðismálið. Eyjarnar eru nú í fyrsta sinn eitt kjördæmi í stað sjö. JÓANNES EIDESGAARD FJARSKIPTI Einhverjar tafir hafa orðið á uppsetningu símkerfis sem ætlað er að verða arftaki NMT- kerfisins, en fyrirtækið sem byggir upp nýja kerfið, Nordisk mobiltelefon Island, telur að hægt sé að standa við áætlanir. „Þeir telja sig vera eitthvað á eftir áætlun en að þeir séu í stöðu til að vinna þær tafir upp,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Stofnunin fær reglulegar stöðu- skýrslur frá fyrirtækinu. Áformað er að slökkva á NMT- kerfinu í byrjun árs 2009, og þá á nýja kerfið að vera tilbúið. Aðspurður segir Hrafnkell að ekki hafi verið rætt hvort NMT-kerfinu verði haldið gangandi lengur verði tafir á uppbyggingu nýs kerfis. Síminn á helmings hlut í Nord- isk mobiltelefon Island á móti Nordisk mobiltelefon AB. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla á samskiptasviði Símans, segir að framkvæmdir við nýja kerfið séu á áætlun. Samkvæmt tilboði Nordisk mobiltelefon Island í tíðniheimild fyrir farsímakerfið er ráðgert að fimmtíu sendar utan þéttbýlis verði komnir upp 1. júní næstkom- andi og fullri útbreiðslu verði náð 1. október. Tíðnisviðið sjálft verði svo tekið í notkun 7. janúar 2009. „Það eru einhverjir sendar komnir upp, og þetta lítur út fyrir að ætla að standast þær áætlanir sem við lögðum upp með,“ segir Linda. - bj Slökkt á NMT-símkerfinu í byrjun næsta árs og nýtt kerfi tekið í notkun: Tafir á uppsetningu nýs kerfis HRAFNKELL V. GÍSLASON LINDA BJÖRK WAAGE SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Happatappar Kynntu þér málið á www.kristall.is DALVÍK- INGAR! TIL HAMINGJU HÚSVÍKINGAR! TIL HAMINGJU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.