Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 14
14 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Líf á markaðstorginu „Þetta er fyrst og fremst söluvara, líffræðilegar upplýsingar sem settar eru á markaðstorgið í þeirri von að almenningur láti glepjast.“ JÓHANN ÁGÚST SIGURÐSSON, PRÓFESSOR Í HEIMILISLÆKNINGUM, UM ERFÐAKORTASÖLU ÍSLENSKRAR ERFÐAGREININGAR. Fréttablaðið 14. janúar 2008 Mannalegir þorskar „Þeir eru eins og menn, svo stórir eru þorskarnir, allt uppí 10 kíló hver.“ BJARNI GYLFASON VÉLSTJÓRI Á ÞORLEIFI EA 88 Í GRÍMSEY SEM ER ÁNÆGÐUR MEÐ ÞORSKVEIÐINA Í BYRJUN ÁRSINS. Morgunblaðið 13. janúar 2008 Oddný Sturludóttir, for- maður menntaráðs Reykja- víkur, og Halldór Halldórs- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tóku til máls á málþingi um innflytjendamál. Bæði höfðu þau reynslusögur að segja frá því þegar þau voru inn- flytjendur; Oddný í Þýska- landi en Halldór á Ísafirði. Oddný var við nám í Þýskalandi og einsetti sér að læra tungumálið sem fyrst og notaðist því ekkert við enska tungu, sem hún hefur gott vald á. En þetta jákvæða við- horf til aðlögunar getur líka verið dýrkeypt þótt venjulega náist markmiðið um að læra tungumálið á endanum. „Fyrst um sinn hljómar útlend- ingur í nýju landi eins og liðlega eins árs gamalt barn,“ sagði hún. „Orðin sem koma út úr útlendingn- um eru gjarnan stutt, stök, sam- hengislaus og óskýr. Og eins og barnið langar útlendinginn oft að leggjast á gólfið, baða út öllum öngum og öskra af bræði yfir skilningsvana veröld sem kveikir ekki á því hvað téður útlendingur er sniðugur, orðheppinn og gáfaður. Ætli það sé ekki versta tilfinningin sem fylgir því að brjóta nýtt land? Ég tel mig vera nokkuð sniðuga konu, ég get verið orðheppin og lunkin í tilsvörum og á gott með að tjá mig. Ekkert af þessu átti við mig fyrsta árið í Þýskalandi. Þjóð- verjum þótti ég líklegast helst til vitgrönn, takmörkuð og lítilfjör- leg.“ En þessi reynsla varð ekki aðeins til þess að hún lærði þýsku heldur býr hún að henni þegar hún stendur andspænis nýbúa sem á erfitt með að tjá sig á íslensku. Saga Halldórs er reyndar frá íslenskri grundu þótt hann hafi verið í hlutverki innflytjandans. „Ég kem úr Inndjúpinu eins og það er kallað,“ sagði Halldór. „En eins og margir Inndjúpsmenn flutti ég til Ísafjarðar þar sem atvinnutæki- færin eru. Ég minnist þess að þegar Ísafjörður tók á móti þrjátíu flóttamönnum frá Júgóslavíu árið 1996 þá fylgdist þáverandi félags- málaráðherra, Páll Pétursson, vel með aðlögun þeirra og þegar þeir höfðu dvalist á Ísafirði um nokkra hríð hafði hann samband við einn innfæddan Ísfirðing og spurði hvernig gengi hjá Júgóslövunum að laga sig að samfélaginu. Hann svaraði á þá leið að þær skæru sig ekki jafn mikið úr og Inndjúps- menn.“ Þó verður ekki annað séð en að Inndjúpsmönnum hafi gengið sæmilega að vinna sig til metorða á Ísafirði en Halldór er nú bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar eins og flestir vita. jse@frettabladid.is Embættismenn í aðlögun HALLDÓR HALLDÓRSSON OG ODDNÝ STURLUDÓTTIR Þau hafa komið ár sinni sæmilega fyrir borð en sú var tíðin að þau þurftu að samlagast samfélaginu; Oddný sem Íslendingur í Þýskalandi og Halldór sem Inndjúpsmaður á Ísafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Nítján styrkir til menningarmála kvenna, að upphæð tíu milljónir króna, voru afhentir í fyrstu afhendingu styrkja úr menningar- sjóði Hlaðvarpans sem fram fór í Iðnó síðastliðinn föstudag. Helstu styrkþegar eru að þessu sinni Miðstöð munnlegrar sögu, Þóra Tómasdóttir og Krumma film, Leikhópurinn Opið út og Start Art sem hver um sig hljóta eina milljón króna í styrki. Aðrar styrk- upphæðir voru lægri. Mikil þörf er talin á sjóði sem þessum sem lýsir sér best í því að á sjötta tug umsókna bárust og námu styrkbeiðnir tæpum 600 milljónum króna. Forsaga sjóðsins er að árið 1985 keypti hópur kvenna hús við Vestur- götu 3 í Reykjavík. Hluta félag var stofnað um húsakaupin og varð- veislu þeirra og hlaut það félag nafnið Hlaðvarpinn. Í húsunum fór fram ýmiss konar menningar- starfsemi eins og til dæmis leik- hús, tónleika- og fundahald. Viðgerðir á húsunum og rekstur voru hins vegar þungur baggi og svo fór að rekstri var hætt og húsin seld en í lögum félagsins var ákvæði um að andvirði húsanna skyldi notað til styrktar á menn- ingarverkefnum kvenna. - ovd Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti nítján verkefni kvenna um tíu milljónir: Menningarverkefni kvenna styrkt um tíu milljónir króna STYRKHAFAR HLAÐVARPASJÓÐSINS Samtals tíu milljónir til nítján verkefna. ■ Elstu ritheimildir sem til eru um dömubindi eru frá tíundu öld. Einnota dömubindi komu hins vegar fyrst á markað í Þýska- landi og Banda- ríkjunum á tíunda áratug 19. aldar. Fram að því notuðu konur klúta eða tuskur sem hægt var að nota aftur. Hjúkrunarkonur fundu upp einnota dömubindi. Þær sniðu grisju sem þær settu á milli fóta sér þegar þær voru á blæðingum. Notkun einnota dömubinda varð þó ekki viðtekin fyrr en löngu eftir að þær komu á markað, því lengi höfðu margar konur ekki efni á þeim. DÖMUBINDI HJÚKKUR BJARGA SÉR „Það er áhyggju- efni ef samningar eru ekki í sjón- máli og skelfilegt til þess að hugsa ef allt fer í bál og brand,“ segir Teitur Björn Einarsson, fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyrir- tækisins Eyrar- odda hf. á Flat- eyri, um stöðu kjaraviðræðnanna. „Menn verða að sýna stillingu og gæta að langtíma- hagsmunum allra launþega, stóra atriðið er að ná niður verðbólgu. Í framleiðslugeiranum, sérstaklega í sjávarútvegi, er síst svigrúm til mikilla launahækkana og menn verða að skoða af mikilli skynsemi hvernig á að ná saman. Það er rangt af forystu verkalýðsfé- laganna að ætlast til að ríkið komi hlaupandi undir bagga í kjaravið- ræðum. Aðilar á vinnumarkaðinum verða að ná sjálfir samkomulagi í meginatriðum. Það er óeðlilegt að verkalýðsfélögin séu að beita ríkið þrýstingi til að breyta löggjöf til að ná samningum í kjaraviðræðum. Þá ættu verkalýðsfélögin frekar að bjóða sig fram til Alþingis.“ SJÓNARHÓLL KJARAVIÐRÆÐUR Menn sýni stillingu TEITUR BJÖRN EINARSSON Framkvæmda- stjóri Eyrarodda. „Það er allt að frétta hjá mér. Ég og kærastan mín vorum að taka niður gervijólatréð og seríurnar. En við vorum að halda okkar fyrstu jól saman, í íbúð okkar að Álafossi í Mosfellsbæ,“ segir Halldór Halldórsson, sem kunnur er undir nafninu Dóri DNA, um það sem hæst ber í fréttum af honum sjálfum. „Svo tekur maður bara skammdegisþunglyndið með trukki. Vinn tónlist með nýju hljómsveitinni minni, 1985!, en við erum einmitt að spila á Organ hinn 24. janúar næstkom- andi. Svo held ég bara áfram að telja mér trú um að ég sé ekki of gamall til þess að fara í nám, ekki of latur til þess að grenna mig og ekki of seinn til þess að slá í gegn með tímalausu meistaraverki. Svo þarf maður að fara að klambra saman stöffi í umsókn í Listaháskólann, en ef allt fer á besta veg mun ég nema þar leikhúsfræði næsta haust. Veturinn er ógeðslegur og ég reyni að leiða hann hjá mér næstu tvo mánuði, svo kemur sumarið í mars í mínum augum og þá verður allt betra. Og þá verður auðvitað alveg hellingur að frétta líka og svona.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HALLDÓR HALLDÓRSSON TÓNLISTARMAÐUR Vinnur að tónlist með 1985! Nýsir hf., kt. 690191-1219, hefur gefið út lýsingu vegna skráningar víxla sem OMX Nor- dic Exchange Iceland hf. hefur samþykkt. Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út: Víxlaflokkur að fjárhæð kr. 1.000.000.000 var gefinn út þann 26. október sl. og er auðkenni flokksins í OMX Nordic Exchange Iceland hf. NYSI 08 0425. Víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf sem skulu endurgreiðast þann 25. apríl 2008. Víxlarnir verða teknir til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf. þann 15. janúar 2008. Lýsingu þessa er hægt að nálgast, frá og með 15 janúar 2008, hjá útgefanda Nýsi hf., Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfirði, í ár frá birtingu lýsingarinnar og á vefsetri útgefanda, www.nysir.is. Umsjónaraðili skrán- ingarinnar er Kaupþing banki hf. Reykjavík 15. janúar 2008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.