Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Það eru ekki margir krakkar sem harðneita að borða pulsur með öllu og drekka ekki gos. Úlfur Árnason, átta ára nemandi í þriðja bekk í Mela- skóla, er hins vegar ekkert hrifinn af pulsum og drekkur ekki gos. Hinir krakkarnir í bekknum eru ekki alveg eins duglegir að sögn Úlfs. „Sumir eru dálítið duglegir, en borða samt mikið nammi en mér finnst það dálítið vont, ég gleymi alveg nammi- dögunum og ég drekk heldur ekki gos,“ útskýrir Úlfur en segist drekka vatn og sólberjasaft. Ágústa mamma hans bætir því við að nokkur ár séu síðan Úlfur fór að kvarta yfir magapínu eftir að hafa borðað unnar kjöt- vörur eins og pylsur og bjúgu og hann hafi þá tekið mataræðið alveg í gegn sjálfur. „Pabba mínum finnst nammi heldur ekki gott og ég borða grænmeti og pasta og spagettí, stundum pítsu, hún er góð,“ segir Úlfur, sem fær sér oft grænmetispítsu eða pítsu með ananas. „Það er góður matur í skólanum,“ segir Úlfur „oft fiskur í matinn og stundum kjöt. Uppá- haldskjötið mitt er í karrí,“ segir hann og heldur áfram að telja upp það sem honum finnst gott að borða. „Uppáhaldsmaturinn minn er harð fiskur og pítsa, spagettí carbonara og lambakjöt eða lambakótelettur og líka íslensk kjötsúpa.“ Hana segist Úlfur fá hjá ömmu sinni því mamma hans borði ekki lambakjöt. Úlfur nefnir líka fiskrétt sem kannski ekki allir krakkar væru hrifnir af. „Keilusteik! Ég man ekki hvar ég smakkaði hana fyrst en einu sinni keyptum við pínu keilusteik og þá fannst mér hún svo góð að ég vildi alltaf vera að borða hana,“ útskýrir Úlfur en seg- ist lítið hrifinn af bleikju. Úlfur æfir karate hjá Þórshamri og er kominn með appelsínugula beltið og segist vera nokkuð góður í kata. „Ég kann tvær og ég er að fara að æfa þriðju, stundum fer ég í kata-keppni og mér finnst það mjög gaman, ég byrjaði pínu að æfa fótbolta en annan dag- inn þá hætti ég. Ég er bara alls ekki hrifinn af fótbolta,“ segir hann en bætir því við að hann fari oft á trampól- ínið hjá ömmu sinni og fósturafa í Skjaldfönn á Vest- fjörðum. „Stundum er ég eina viku en einu sinni var ég þrjár eða fjórar vikur, ég fer oft á trampólínið en næstum því aldrei á veturna samt,“ segir hann. Spurð- ur um hvað hann ætli að verða þegar hann verður stór er Úlfur ekki alveg viss. „Kannski uppfinningamaður! Finna upp einhvern veginn skrítið vélmenni með geislahendi.“ Hann segist annars ekkert vera fyrir tölvur. „Ég er ekki mjög hrifinn af tölvunni en fer stundum í tölvuleiki, það er bara einn leikur sem ég er hrifinn af sem ég man alls ekki hvað heitir en ég var að byrja í honum þegar þú komst.“ heida@frettabladid.is Nammi dálítið vont FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N Úlfur Árnason gleymir nammi- dögunum. LÉTT Á FÆTI Góða skó er nauðsynlegt að eignast áður en farið er að stunda líkamsræktar- stöðvarnar. HEILSA 2 LÆRIR UM LÍKAMANN Margrét Guðmundsdóttir lærir alls konar nudd í Nuddskóla Íslands. NÁM 3 Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Heilsusetur Þórgunnu • Egilsgötu 30 101 Rvk heilsusetur.is • sími 896-9653 • prema@mmedia.is Laugardaginn 26. janúar næstkomandi frá kl 11:00 til 15:00 • Punktanudd, indverst höfuðnudd • Ilmolíunudd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.