Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 15. janúar 2008 21 Hinn heimskunni franski fiðluleikari Laurent Korcia heldur tónleika í Tíbrá, tónleikaröð Salarins, annað kvöld kl. 20. Með honum kemur fram Christian Ihle Hadland, ungur en margverðlaunaður norskur píanóleikari. Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðlu- leikari varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara á námskeið hjá Laurent Korcia í frönsku borginni Nice síðastliðið sumar. „Það var alveg ótrúleg reynsla enda er hann magnaður fiðluleikari. Ég lærði mikið á námskeiðinu; hann veitti mér tilsögn en það sem mér þótti mest til koma var að heyra hann leika. Hann leikur á Stradi- varius-fiðlu og hefur stóran og þykkan tón, hefur fullkomið vald yfir hljóðfærinu og nýtur þess að spila góða tónlist. Hann nálgast tónlist á mjög sannfærandi og fallegan hátt, þar að auki er hann mikill og skemmtilegur karakter og það var gaman að kynnast honum og hvernig hann nálgast hljóðfærið og tónlistina. Ég var í það minnsta afskaplega innblásin eftir námskeiðið.“ Helga Þóra býr í París og er þar í tónlistarnámi. Hún segir Korcia njóta mikilla vinsælda og virðingar í heimi klassískrar tón- listar í Frakklandi. „Hann er stjarna í frönsku tónlistarlífi. Maður fer vart inn í klassískar tónlistarbúðir í París án þess að upptökur með leik hans blasi við manni á áberandi stað. Ég hef að auki séð hann leika á tónleikum í París og þar sér maður vel hvað hann leikur tónlistina af mikilli innlifun, þannig að það er ekki undarlegt að hann njóti vinsælda.“ Þess má til gamans geta að Korcia er tengdasonur leikarans geð- þekka Gérard Dépardieu sem er Íslendingum að góðu kunnur úr kvikmyndum á borð við Maðurinn með járngrímuna og myndunum um Ástrík. Tengsl þessara lista- manna hafa eflaust jákvæð áhrif á vinsældir þeirra beggja. Á efnisskránni annað kvöld eru virtúósísk fiðlustykki eftir mörg af helstu tónskáldum sögunnar, til að mynda Robert Schumann, Ant- onín Dvorák, Johannes Brahms, Béla Bartók, Claude Debussy og Maurice Ravel. Hadland lætur einnig ljós sitt skína og leikur ein- leiksverk eftir landa sinn, Grieg. Hér er því á ferð einstakt tæki- færi fyrir tónlistarunnendur til að heyra þessa snillinga leika tónlist á íslenskri grundu. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. og miða má nálgast hjá Salnum í Kópavogi. vigdis@frettabladid.is Snillingar í Salnum LAURENT KORCIA Fiðlusnillingur sem leikur í Salnum annað kvöld. Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, og bönkum og sparisjóðum um land allt. Reykjavík, 15. janúar 2008 1989 2.fl. A 10 ár 15.1.2008 til 14.1.2009 51.378 *) kr. SEÐLABANKI ÍSLANDS Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs H V ÍT A H Ú S I Ð / S ÍA FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,- VESTMANNAEYINGAR! TIL HAMINGJU ÍSFIRÐINGAR! TIL HAMINGJU Gítarnámskeið Hefst 21. janúar 12 vikur - 40 mínútna tímar - 1 sinni í viku Einkatímar: kr. 47.000- Geisladiskur með upptöku nemanda í lok námskeiðs. Hóptímar fyrir 6-9 ára: kr. 35.000- Gítarskólinn er aðili að frístundakorti Í.T.R. www.itr.is Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag ! Gítarskóli Íslands Síðumúla 29 Sími 581-1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is 11. janúar 19. janúar 25. janúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.