Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 15. janúar, 15. dagur ársins. 10.56 13.37 16.18 11.02 13.21 15.42 Í gamla daga, áður en tilveran varð þægileg og hlutirnir að mestu ein- nota, þótti fínt að fara í ægilega langa ástarsorg. Helst átti hún að endast fólki ævina og á dánarbeði átti fólk svo að minnast unglingsástarinnar, sem aldrei varð. Þetta þótti mér ákaf- lega fallegt fyrirbæri þegar ég var barn og skildi vel hvers vegna fólk hafði rifið Raunir Werthers unga úr verslunum, hvers vegna Jónas Hall- grímsson hafði orðið drykkjumaður og hvers vegna ekkert hafði blessast í lífi Skáld-Rósu. Í þá daga velti ég því einnig fyrir mér hvers vegna samtímaskáldin ortu ekki á jafn róm- antískum nótum og meistarar for- tíðarinnar. Á þeim árum var ég einnig innilega skotin í rauðhærðum bekkjarbróður mínum. Ég sá fyrir mér að minning mín um hann yrði sem rauður þráður í skrifum mínum síðar á lífs- leiðinni, þegar ég væri orðin fræg og sérvitur skáldkona. Framtíðar- sýn mín um ódauðlega ást í garð rauðhaussins gekk ekki eftir. Hann er að vísu einn af „vinum“ mínum á Facebook-síðunni minni en lengra nær það ekki. Kannski væri minn- ing mín um hann merkilegri ef þetta hefði verið ást í meinum, sem ein- mitt var algengt minni í rómantísk- um bókmenntum fortíðarinnar. Nú, eða ef ég hefði hann ekki daglega fyrir augunum á Facebook. ÞAÐ er erfitt að fyllast ódauðleg- um söknuði vegna manns sem starfar í veitingabransanum eða einhverju álíka hversdagslegu. Þá er betra að lifa í óvissunni um örlög fólks. Kannski hann hafi orðið ljóð- skáld, fundið upp stoðtæki sem hjálpar einfættum börnum eða grafi áveitur einhvers staðar í Afríku? REYNDAR sýnist mér að Britney stalla mín Spears sé að blása glæð- um í síðrómantík samtímans. Hún vakti strax vonir hjá mér eftir að hafa greint frá því að hún væri sannfærð um að meyjar eins og hún ættu að bíða með kynlíf þar til þær hittu hinn eina rétta. Þetta fallega og gamaldags viðhorf snart mig svo að ég rifjaði upp gömul ástarljóð með tár á hvarmi. En eins og glöggir lesendur slúðurdálka hafa eflaust komist að stóð Britney ekki alveg undir væntingum mínum. Þó verð- skuldar ekkert stjörnuhrap jafn mörg tár og hennar. Britney gæti sómað sér vel sem fallin kona í got- neskri skáldsögu; hún er konan sem aldrei hefur náð sér eftir að hún glataði fyrstu ástinni, Justin Timberlake. Og því er hún dæmd til að tærast upp með harmkvælum og í vesöld, hamstola af harmi. Margir segja í fávisku sinni að þessi fagri listamaður sé holdgervingur úrkynjunar samtímans en sannleik- urinn er sá að það er Britney sem heldur uppi merkjum gamalla gilda samfélagsins. Raunir Britneyjar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.