Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 8
8 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Skrifstofuvörur - á janúartilboði R V U N IQ U E 0 1 0 8 0 2 Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is 148 kr. stk. Bréfabindi A4, 8 cm kjölur 1 Hvaða norræna þjóð gengur að kjörborðinu um næstu helgi? 2 Íslenskur kvikmyndatöku- maður hefur verið tilnefndur til æðstu verðlauna kvikmynda- tökumanna í Bandaríkjunum. Hvað heitir hann? 3 Hvað heitir sonur Katrínar Jakobsdóttur og Gunnars Sig- valdasonar, en hann er alnafni þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn stöðvuðu sviðsett rán í Sunnubúð í Mávahlíð í fyrradag. Tveir menn á tvítugsaldri voru handteknir. Annar þeirra var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa framið fleiri rán, meðal annars í verslun 11-11 um helgina. Sviðsetta ránið átti að fara fram um hádegisbil á mánudag. Þá hafði nýráðinn afgreiðslumaður í versluninni fengið félaga sinn til að koma grímuklæddur og ræna verslunina. Þeim til óhapps var lögreglan þá nýkomin á staðinn til að handtaka afgreiðslu- manninn vegna gruns um aðild hans að tveimur ránum í verslun 11-11 við Grensásveg í Reykjavík. Maðurinn sem átti að ræna verslunina var vopnaður eldhúshnífi. Hann var klæddur í tvennar buxur og tvær peysur til að geta klætt sig úr ysta laginu á hlaupum og hent fötunum. Félagarnir voru handteknir og færðir í fangageymslur. Við yfirheyrslur kom í ljós að þeir höfðu undirbúið og skipulagt sviðsetn- ingu á ráni í versluninni í þeim tilgangi að ná peningum, tóbaki og farsímainneignum. „Ég er farinn að halda að ég þurfi að endurskoða ráðningarmálin hjá mér,“ segir Þórður Björnsson, eigandi Sunnubúðarinnar. „Ég hélt að ég væri að fá góðan mann í vinnu, hann kom mjög vel fram og virkaði mjög stöndugur.“ Hann segist ætla að fara fram á afrit af sakavottorði þegar hann ræður starfsfólk í framtíðinni. Þegar gerð var leit í íbúð starfsmannsins fannst einnig þýfi sem tengist innbrotum, meðal annars innbroti í Grunnskóla Borgar- fjarðar að Kleppjárnsreykjum aðfaranótt mánudags. Starfsmaðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og síbrotagæslu í gær vegna gruns um aðild hans að fleiri ránum. Hinn maðurinn hóf sex daga afplánun vegna auðgunarbrotadóms sem hann hafði á bakinu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Málið er nú á borði rannsóknardeildarinnar. salvar@frettabladid.is Réði sig í vinnu í Sunnubúð til þess að ræna verslunina Piltur á tvítugsaldri var settur í síbrotagæslu í gær vegna fjölda rána og innbrota. Hann reyndi að setja á svið rán í Sunnubúðinni með vini sínum. „Hélt ég væri að fá góðan mann í vinnu,“ segir eigandi verslunarinnar. KENÍA, AP Keníaþing kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningarnar umdeildu í lok desember. Nýja þing- ið kaus Kenneth Marende, rúmlega fimmtugan stjórnarandstæðing, forseta sinn. Þingforsetakjörið þykir sýna fram á að Mwai Kibaki forseti muni ekki eiga auðvelt með að fá sínum málum framgengt á þingi, þrátt fyrir að sitja áfram sem forseti landsins. Marende hlaut 105 atkvæði en Frances ole Kaparo, frambjóðandi stjórnarflokksins, hlaut 101 atkvæði. Fyrsti dagur þingsins var átaka- mikill og fullur spennu. Þeir Kibaki forseti og Raile Odinga, mótfram- bjóðandi hans sem viðurkennir ekki sigur Kibakis í forsetakosningun- um, voru í fyrsta sinn saman komn- ir í herbergi. Von var á Kofi Annan, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, til Kenía í gær, en för hans var frestað um nokkra daga vegna veikinda Annans, sem hafði fengið flensu. Annan hyggst reyna að miðla málum milli Kibakis og Odinga. Stjórn landsins hefur bannað alla mótmælafundi, en Odinga hefur engu að síður boðað þriggja daga mótmælafundi á 41 stað í landinu. Þeir fundir eiga að hefjast í dag. - gb Harðar deilur á þingi Kenía í kjölfar kjörs nýs þingforseta: Andstæðingur Kibaki kjörinn ÁTÖK Í KENÍA Enn eru átök í landinu og harðar deilur eftir umdeild kosninga- úrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAVIÐRÆÐUR Alþýðusamband Íslands, ASÍ, hefur kynnt Samtök- um atvinnulífsins, SA, tillögur um samstarf til að útrýma kynbundnu misrétti á almennum vinnumark- aði. Tillögurnar ganga út á sam- eiginlegar kannanir á launamun, samstarf í fræðslumálum og jafn- réttisráðgjafa til fyrirtækja og er stefnt að því að semja um þær í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. ASÍ leggur til að endurskoðuð og uppfærð verði bókun frá 1989 þar sem aðilar vinnumarkað- arins koma sér saman um að skoða launamun kynjanna og að þeir komi sér saman um þá aðferðafræði sem notuð verði þannig að sátt ríki um niður- stöðurnar. Einn- ig er lagt til að farið verði í sam- eiginlegt kynningarátak og gerður verði til dæmis kynningarbæk- lingur sem nýtist í öllum fyrir- tækjum. „Í þriðja lagi viljum við leita sameiginlegra leiða til að aðstoða fyrirtæki við að setja sér jafnréttis- og framkvæmdaáætlun. Við vilj- um vinna þetta í sameiningu. Við höfum verið með fræðslustjóra til leigu. Af hverjum ekki að vera með jafnréttisráðgjafa á leigu sem fer inn í fyrirtækin, gerir úttekt og kannar kannski líka þekkingarþörf stjórnenda á jafnréttismálum,“ spyr hún og bætir við að ASÍ sé til- búið til að leita nýrra leiða. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lög- fræðingur SA, segir að málið sé í samningsfarvegi og lítið um það að segja. Auðvitað sé sameiginlegt áhugamál að konur og karlar njóti sömu tækifæra í atvinnulífinu. „Við viljum meina að í stóra heila sé það þannig en það er alltaf besta mál ef getum lagt krafta saman,“ segir hún. - ghs HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR VINNA Í SAMEININGU „Við viljum vinna þetta í sameiningu,“ segir Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON ASÍ hefur kynnt jafnréttistillögur í kjaraviðræðunum: Kynbundnu misrétti verði útrýmt STJÓRNMÁL Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvík- urbyggðar og oddviti J-lista, mun gegna starfi sínu út kjör- tímabilið. Því verður ekki skipt um bæjar- stjóra á miðju kjörtímabili, eins og kveðið var á um í samþykkt meirihluta B- og J-lista. Samkomulag þess efnis var undirritað á dögunum. Fram kemur í tilkynningu að Hilmar Guðmundsson, fulltrúi B- lista, verði forseti bæjarstjórnar og Bjarnveig Ingvadóttir, B-lista, verði formaður bæjarráðs. Á næstu dögum verður gengið frá nýjum samstarfssamningi á milli listanna tveggja. - sþs Samkomulag í Dalvíkurbyggð: Svanfríður situr út kjörtímabilið SVANFRÍÐUR INGA JÓNSDÓTTIR Hlýsjávarfiskar í þrot Fiskeldisfyrirtækið Máki ehf. sem lagði stund á eldi hlýsjávarfisksins barra í Skagafirði er gjaldþrota og er skiptum í því lokið með að ekkert fékkst upp í almennar kröfur upp á 88 milljónir króna. Hins vegar fengust 70 milljónir upp í 105 milljóna verðkröfur og 1,5 milljónir upp í 5,4 milljóna króna forgangskröfur. FISKELDI DÝRAHALD Stjórnvöld í Englandi hafa hafnað ósk um að gæludýra- búðum verði gert kleift að selja fíla. Bænaskjal þessa efnis var sent til stjórnvalda en það var tólf ára drengur, Jack Smithies, sem hóf að safna undirskriftum. Alls 650 manns skrifuðu undir skjalið og tóku undir rök drengsins. Þau voru helst að öll börn í landinu myndu græða á umgengni við fíl og því ætti að vera hægt að kaupa slík dýr í gæludýraverslunum. Í yfirlýsingu stjórnvalda kemur fram að vissulega sé jákvætt fyrir börn að eiga gæludýr en það geti ekki átt við um fíla. - shá Dýravinir kröfuharðir: Fílahald ekki leyft í Bretlandi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Í SUNNUBÚÐINNI Þórður Björnsson, eigandi Sunnubúðarinnar, segist ætla að krefja umsækjendur um afrit af sakavottorði héðan í frá. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.