Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 12
12 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR VINSÆLUSTU DÝRIN Hamstrar, sporð- drekar og tarantúlur eru vinsælustu gæludýrin sem seljast í gæludýrabúð í kínversku borginni Xian. NORDICPHOTOS/AFP AFGANISTAN Talsmaður talibana sagði í gær að árásinni sem liðs- menn skæruliðasamtakanna frömdu á Selena-hótelið í Kabúl í fyrradag, sem varð norskum blaða- manni og sjö öðrum að aldurtila, hefði ekki verið beint sérstaklega gegn norska utanríkisráðherranum, sem var á fundi á hótelinu þegar árásin var gerð en sakaði ekki. Sú yfirlýsing var þó í ósamræmi við ummæli enn annars talsmanns, sem hélt einmitt því fram, að ráð- herrann hefði verið skotmarkið. Sami talsmaður, Zabihullah Mujahed, boðaði fleiri árásir á staði í Kabúl þangað sem vestrænir menn tíðkuðu komur sínar. „Við höfum heilaga stríðsmenn í Kabúl og brátt munum við gera fleiri árásir á hermenn og útlendinga,“ tjáði hann AP-fréttastofunni. Norski ráðherrann, Jonas Gahr Støre, stytti heimsókn sína til lands- ins í gær vegna dauða Carstens Thomassen, blaðamanns Dagbladet, sem er eitt útbreiddasta dagblaðið í Noregi. Støre hélt heim á leið eftir fund með Hamid Karzai forseta Afganistans í gær, en til hafði staðið að heimsóknin stæði fram á fimmtudag. „Við ákváðum að gera árás ein- mitt á þessum tímapunkti til að sýna þessum ráðherrum og útlend- ingapakki að armur okkar og völd ná út um allt,“ hefði AFP-frétta- stofan eftir Mujahed. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét svo ummælt strax eftir árásina í fyrra- kvöld, að Støre hefði verið skot- markið. Hann sjálfur tók þó ekki undir það. „Ég hef engar vísbend- ingar um að þessari árás hafi sér- staklega verið beint að norsku sendinefndinni, en við verðum að gera ráð fyrir að hún hafi beinst gegn alþjóðaliðinu í Afganistan,“ sagði Støre. Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í gær að þau hefðu handtekið fjóra menn, grunaða um að hafa átt aðild að árásinni á Serena-hótelið. Meðal hinna handteknu var einn árásarmannanna, sem var dulbú- inn í einkennisbúning afgönsku lögreglunnar. Sökuðu talsmenn yfirvalda þekktan öfgamann með tengsl við uppreisnarforingjann múlla Abdullah í Pakistan um að standa að baki árásinni. Í íbúð í Kabúl, þar sem tveir hinna grunuðu voru handteknir, fannst myndband með yfirlýsingum frá tveimur af árásarmönnunum. Einn hinna grunuðu var handtekinn er hann reyndi að komast yfir landamærin til Pakistans. Árásin var framin með þeim hætti, að þrír menn stukku út úr bíl fyrir utan aðalinngang hótelsins. Einn þeirra var skotinn þar af öryggisverði og við það sprakk sprengjubelti hans. Hinir storm- uðu inn í hótelið og skutu á allt og alla. Í anddyrinu sprengdi annar sprengjubelti sitt. Þriðji árásar- maðurinn hélt áfram inn að líkams- ræktarsal hótelsins og hélt áfram að skjóta um sig. Hann var síðar handtekinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir liðsmenn Íslensku friðargæslunnar í Kabúl búa og starfa á „vel vörðu svæði“. audunn@frettabladid.is HITTI KARZAI Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á fundi með Hamid Karzai forseta Afganistans í Kabúl í gær. Strax eftir fundinn hélt Støre heim. NORDICPHOTOS/AFP Talibanar boða fleiri árásir í Kabúl Norski utanríkisráðherrann stytti heimsókn sína til Afganistans í gær vegna dauða norsks blaðamanns í árás talibana á hótel þar sem hann dvaldi í fyrradag. Talsmaður talibana boðar fleiri árásir á útlendinga. Íslendingar sagðir óhultir. ÖRYGGISMÁL Útköllum á þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar (LHG) fjölgaði mikið milli áranna 2006 og 2007. Árið 2007 voru útköll á loftför LHG samtals 182 en voru 142 árið 2006. Þetta er um 28 prósenta heildaraukning á milli ára, sem er töluvert meiri aukning en árin á undan. Af þessum 182 útköllum voru 76 útköll á láglendi, 54 útköll í óbyggðir og 52 útköll á sjó, þar af sex lengra út en 150 sjómílur. 121 einstaklingur var fluttur í 182 útköllum árið 2007. Aukningin er nokkuð jöfn í útköllum í leit og björgun annars vegar og sjúkra- flutningum hins vegar. - shá Landhelgisgæslan: Mikil fjölgun útkalla TF-LÍF Miklar breytingar hafa orðið á flugdeild LHG og verkefnum fjölgar. Skólasund í uppnámi Eignarhaldsfélagið Fasteign stendur að sögn bæjarstjórnar Sandgerðis ekki við það að bygging við Íþrótta- miðstöð og ný sundlaug verði tilbúin í upphafi árs 2008. Gríðarlega slysahætta fylgi því að senda börn í skólasund í laug þar sem bygginga- framkvæmdir eru í gangi. Slíkt sé ekki bjóðandi og þurfi því að koma börnunum í skólasund til nágranna- sveitarfélaga fram á vorið. SANDGERÐI LONDON, AP Díana prinsessa gaf ekkert í skyn sem benti til þess að hún hygðist giftast Dodi Fayed áður en hún lést. Þetta kom fram í vitnisburði einkaþjóns hennar og trúnaðarvinar, Paul Burrell, frammi fyrir dánardómstól á mánudag vegna rannsóknar á láti hennar og Dodis árið 1997. Sagði Burrel að ef til hefði staðið að tilkynna um slíkt – eins og faðir Dodis, Mohammed, heldur fram – þá hefði Díana verið búin að ganga frá undirbún- ingi. Lýsti hann sambandi Díönu og Dodis sem „30 daga sambandi“ þar sem hún var enn að jafna sig eftir sambandsslit við hjarta- skurðlækninn Hasnat Khan. - sdg Vitnisburður einkaþjóns: Díana vildi ekki giftast Dodi PAUL BURRELL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.