Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 18
18 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fyrir nokkru var frumsýnd í Frakklandi nýjasta mynd hins aldna kvikmyndajöfurs Erics Rohmer og nefnist hún „Ástir Astreu og Celadons“. Eins og áhugamenn um kvikmyndalist munu kannast við hefur innblást- ur Rohmers löngum komið úr tveimur vindáttum: annars vegar hefur hann gert fjölmargar myndir sem segja frá tilfinninga- flækjum í samtímanum og setja á svið persónur sem ræða þær fram og aftur svo mjög að það nægði til að talsetja samanlagðar allar kvikmyndir þögla tímabils- ins, en hins vegar hefur hann gert myndir sem gerast í einhverri fortíð, raunverulegri eða ímynd- aðri, og þá gjarnan eftir bók- menntaverkum. Má til dæmis nefna meistaraverkið „Enska konan og hertoginn“, sem gerist á tímum frönsku stjórnarbyltingar- innar og ber byltingarmönnnum illa söguna. En þessar myndir eru færri. Hjarðsveinar og -meyjar „Ástir Astreu og Celadons“ tilheyra seinni flokknum. Myndin er gerð eftir skáldsögu um hjarðsveina og -meyjar eftir Honoré d’Urfé nokkurn sem kom út í mörgum hlutum á fyrri hluta 17. aldar. Sagan taldi að lokum fimm þúsund blaðsíður en hún varð eigi að síður margföld metsölubók, allt fram á daga Maríu Antoinettu drottningar sem gleypti hana í sig, og skal þetta sagt þeim til umhugsunar sem finnst 350 bls. bók vera of löng. Úr þessu óþrjótandi verki dregur Rohmer nú fram fremur einfaldan söguþráð. Sagan gerist á fimmtu öld eftir Krist í hinni fornu Gallíu eins og höfundur og samtímamenn hans gátu ímyndað sér hana. Sviðið sjálft er fjalla- og skógahéraðið Forez, fyrir vestan borgina Lyon, og eru allir atburðir staðsettir mjög nákvæm- lega með tilvísunum í kennileiti og staðanöfn, enda voru á þessum slóðum uppruni og óðal höfundar- ins sjálfs. Hann gefur sér það nú að þetta hérað hafi engir innrás- armenn lagt undir sig, hvorki Rómverjar, né Búrgundar né heldur Vestgotar, heldur lifi menn þar frjálsu hjarðmannalífi í óspilltri náttúrunni, í graslendi og iðgrænum skógum, leikandi á flautur, sekkjapípur og lútur meðan borðin svigna undan réttunum og spakir drúídar útskýra trúarbrögðin, einhvers konar eingyðis-heiðni. Þarna elskar nú Celadon Astreu og Astrea Celadon, en þar sem foreldrar þeirra beggja eru eitthvað saupsáttir biður hún hann að leika að hann sé ástfang- inn í einhverri annarri og kasta þannig ryki í augu þeirra. En leikurinn er fullsannfærandi, hún fyrtist og segir honum að koma aldrei fyrir sín augu framar. Celadon reynir þá að drekkja sér í ánni Lignon en með takmörkuð- um árangri og eftir nokkrar leikflækjur kemur drúídi honum endanlega til bjargar. Til að sættast aftur við Astreu sína dulbýr hann sig sem dóttur drúídans, og tekst það með ágætum, enda eru flest þessi ungmenni nokkuð tvíkynjungsleg: hann er í senn Celadon og dóttirin Alexis. Astrea verður fyrir djúpum áhrifum af þessari veru sem minnir hana á eitthvað. Hinn villti skáldskapur Myndrænn stíll Rohmers er í góðu samræmi við þessa sögu. Svo er að sjá að hinn 87 ára gamli meistari sé að gefa nútímanum langt nef með því að blása nýju lífi í þessar bókmenntir sem flestir héldu að væru steindauð- ar, og það gerir hann með óvæntri íroníu, einkum í seinni hlutanum, og svo ekki síst með frábærum náttúrumyndum sem ganga eins og leiðsöguþráður gegnum verkið. Til að undirstrika háðið byrjar myndin á skrifuðum texta eftir Rohmer sjálfan, þar sem hann tekur fram að hann hefði kosið að taka myndina á þeim stöðum þar sem sagan gerist, en því miður hafi hann orðið að leita annað: „Á Forez- sléttunni hafa nú borgir þanist út, vegir verið breikkaðir, ár þornað upp og barrtré komið í stað laufskóganna. Því þurfti að finna annars staðar í Frakklandi landslag sem hefði varðveitt óskert sinn villta skáldskap.“ Í viðtali sagði Rohmer að með þessu hefði hann viljað vara menn við ef þeir ætluðu að reyna að finna andrúmsloft myndarinn- ar á þeim stöðum sem væru nefndir. Það fylgdi líka sögunni, að Lignon væri nú orðin svo vatnslítil – vatnið næði varla upp í ökkla – að engum gæti dottið í hug að drekkja sér þar, hversu örvita sem hann væri af ástar- sorg. Svo er að sjá að þetta háð hafi hitt beint í mark. Skömmu eftir að myndin var frumsýnd bárust út þau tíðindi að sveitarstjórnin í Leirárhéraði, sem Forez er nú hluti af, hefði höfðað mál gegn hinum síunga Rohmer fyrir illmælgi og róg … Ástir Astreu og Celadons Kvikmyndalist EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | UMRÆÐAN Skattalækkanir Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Við- skiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaup- manna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækk- anir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undan- förnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxta- stefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Um galskap og skynsemi ÁRNI PÁLL ÁRNASON Þursabit og samviskubit Þeir sem fylgdust með útsendingum frá Alþingi í gær tóku ef til vill eftir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var beygð og bogin og átti erfitt með gang. Skýringin er sú að Þorgerður fékk þursabit. Félagar hennar í ríkisstjórn gengu hins vegar sperrtir í baki og hnarreistir. Var ekki einu sinni að sjá að þeir þjáðust af sam- viskubiti, þrátt fyrir sérlega harðorða grein Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í gær. Eftir slíkar tyftun frá jafn orðvör- um manni hefðu sjálfsagt margir orðið hoknari en Þorgerður Katrín. Stolt siglir fleyið – og þó Enn gengur erfiðlega að standsetja hina víðfrægu Grímseyjarferju. Þegar henni var siglt til Akureyrar á mánu- dag komu upp vélarvandræði sem gerðu að verkum að sigla þurfti á hálfu vélarafli norður. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að jafnvægi ferjunnar er gott. Það er svo sem huggun harmi gegn að lítil hætta er á að fleyinu hvolfi sem það rekur stjórnlaust um Atlantshafið. Gerir lífið skemmtilegra Tæp tvö ár eru síðan Guðlaugur Þór Þórðarson lagði fram þings- ályktunartillögu um að færa sumar- daginn fyrsta og verkalýðsdaginn að helgum. Markmiðið var „að gera lífið skemmtilegra“. Ekkert varð hins vegar úr því, eins og títt er með þing- mannafrumvörp. Landsmenn fagna því sumarkomunni og verkalýðsdeg- inum á fimmtudegi í ár, í stað þess að fá þriggja daga helgi til að fara í bústað eða á hestbak, sem var eindregin ósk Guðlaugs. Það þykir honum eflaust óskemmtilegt. Í millitíðinni er Guðlaugur hins vegar orðinn ráðherra og hlýtur að beita sér fyrir því að lagt verði fram stjórnarfrum- varp um að gera lífið skemmtilegra. bergsteinn@frettabladid.isU msögn Seðlabanka Íslands um ósk Kaupþings að færa bókhald í evrum var neikvæð. Bankinn rök- styður afstöðu sína hraustlega og rök hans eru sannfærandi. Kaupþingsmenn hafa enn ekki svarað rökum Seðlabankans. Fleiri fyrirtæki en þeirra hafa sóst eftir að nota aðra mynt en krónu í uppgjörum. Seðlabankinn kann að hafa rétt fyrir sér, en gerir ekki grein fyrir augljósum afleiðingum þessa. Það blasir við hverjum sem þekkir til umræðu um krónuna að hér stefnir í óefni. Íslensk fyrirtæki munu eðlilega koma rekstri sínum til annarra landa ef hagsmunir þeirra eru bornir fyrir borð hér á landi. Enginn er eyland, jafnvel ekki starfsfólk þjóðarinnar í svarta húsinu við Sölvhólsgötu. Hvað þýðir það fyrir almannahag ef íslensk fyrirtæki sigla stjórnstöðvum sínum héðan? Sagan kennir að selstöðukaupmenn og kaupmenn fyrri tíðar kusu að hafa þann háttinn á. Arðurinn hvarf af landinu. Meginforsenda þróunar í atvinnuháttum hér á landi á síðustu öld var að atvinnurekstur tók bólfestu í land- inu, bæði verslun og útgerð. Þaðan spratt sá kraftur sem breytti íslensku samfélagi úr mesta eymdarbæli Evrópu í frjálst og full- valda ríki, skóp hér samfélag samúðar, menntunar og framfara. Við erum ekki lengur heimóttarleg þjóð: ungt fólk íslenskt vílar ekki fyrir sér að setjast að um kyrrt í öðrum löndum. Opnun á öllum viðskiptum, bæði til austurs og vestur, þýðir að sá, sem stóð upp úr öskustónni og fór, þarf ekkert að koma aftur. Ef íslensk fyrirtæki sjá sig nauðbeygð að flytja sig um set gera þau það. Og með fer fólk, hagur versnar og dýrmæt reynsla tapast, sókn linnir, tímans hjól fer í bakslag. Nú er Seðlabankinn bara kontór sem óx úr einni skúffu í Landsbankanum gamla. Hann lýtur lagaboði: Ungum þingheimi, nýrri ríkisstjórn bíður það verkefni að takast á við yfirvofandi flótta fyrirtækja frá Íslandi. Sama hvað menn láta í kontórum Seðlabankans. Almenningur hér á landi þekkir mætavel það fullveldi sem felst í krónunni. Við þekkjum líka hina „varkáru og styrku“ stjórn fjármála hér á landi. Fáir geta aftur útskýrt að gagni þá hættu sem krónan okkar býr við þessa dagana. Allir menntuðu mennirnir eru bara orðlausir og gætu eins spáð í innyfli á hund- unum sínum ef marka má rýrar skýringar þeirra á ástandi efna- hagsmála: kjarasamningar eru lausir, það er offjárfesting á hús- næðisframkvæmdum, fyrirtæki virðast mörg hver hafa spennt sig langt umfram getu, þensla í opinberum fjárfestingum hefur aldrei verið meiri, þau fáu félög sem eru á markaði falla í verði. Félög og fyrirtæki reyna í vaxandi mæli að sannfæra almenning um að hagur þeirra sé traustur. Órói er almennur á fjármála- mörkuðum: á Bretlandi eru menn teknir að ræða þjóðnýtingu banka til að forða stórslysum í fjármálakerfinu. Öll merki eru uppi um að hér sé í uppsiglingu alvarlegt ástand. Og í því ástandi megum við síst við því að fyrirtæki flytji starfsstöð sína og rekstur í önnur lönd. Seðlabankinn hamlar fyrirtækjum uppgjöri í erlendum myntum. Stefnir í atgervisflótta PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Stærðir S - 4XL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.