Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 23
[ ]Handklæðaofn er hinn mesti munaður og fátt jafn notalegt og að þurrka sér með hlýju handklæði eftir baðið. Á handklæðaofnum er líka mjög gott að þurrka föt eins og gallabuxur, bómullarboli og sokka. Notaleg eldstæði og umhverfis- væn eru í versluninni Ylur – fyrir heimilið að Bæjarlind 2 í Kópavogi. Fátt er huggulegra í vetrarkuldan- um en snarkandi eldur í arni. Í versluninni Ylur – fyrir heimilið fást fyrirferðarlítil eldstæði úr stáli sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er því þau sóta ekki og krefjast ekki reykrörs. Ástæðan er sú að þau brenna etan- óli sem er hreinn orkugjafi og eru þau því umhverfisvæn. Eldstæðin eru fjölbreytt að gerð og einföld í uppsetningu. Til dæmis er hægt er að fá vegghillur með innbyggðum eldstæðum. Jafnvel er hægt að hafa þau í kassa sem færa má úr stað. Nánari upplýsingar fást á heimasíðunni www.ylur.is - gun Hlýlegt á heimilið Eldstæðið getur verið hluti af vegghillu eins og sjá má á þessari mynd. Húsasmíði er spennandi fag sem felur í sér mikla atvinnumöguleika. Berglind Jónasdóttir er að ljúka húsasmíðanámi á Akureyri og veit fátt skemmtilegra en að taka sér hamar í hönd. Berglind, eða Dídí eins og hún er oftast kölluð, er að klára nám í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú á sinni fimmtu önn. „Námið hefst í grunndeild, síðan fer maður í framhaldsdeild og svo er eitt og hálft ár á samningi,“ segir Dídí. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni en pabbi Dídíar er húsasmíðameistari. „Ég hef verið að þvælast með honum og svo hef ég verið að gera upp íbúðir sem ég hef átt og þess háttar. Ég bý til dæmis í húsi núna sem ég reif allt út úr og gerði upp,“ segir Dídí sem sá alfarið um þær breytingar nema að hún fékk aðstoð við að leggja parketið vegna tímaskorts. „Það er náttúrulega mun ódýrara að geta gert þessa hluti sjálfur og auk þess er mikil eftirspurn eftir húsasmið- um sem liggja ekki alltaf á lausu,“ útskýrir Dídí. Í gegnum tíðina hefur hlutur kvenna í iðngreinum á borð við húsasmíði verið heldur lægri en karla en hugsanlega horfir þar til breytinga. „Í bekknum mínum eru þrjár stelpur að læra húsasmíði en svo er alltaf ein og ein á stangli. Yfirleitt er manni vel tekið sem kvenkyns húsasmíðameistara þó stundum séu einhverjir sem vita ekki alveg hvernig þeir eiga að vera. En þá fer maður bara að smíða og þá skiptir það engu máli lengur. Þá sést að maður kann sitt fag alveg jafn vel og strákarnir,“ segir Dídí kímin. „Ég hef alltaf verið að dunda mér við smíði en fór þó frekar seint í skólann af því ég vissi ekki hvort ég myndi geta klárað þetta. Svo bara skellti ég mér og þá var þetta ekkert vandamál,“ segir Dídí sem þykir námið skemmtilegt og aðstaðan góð. Grunnurinn í öllu smíðanámi er hinn sami en síðan fer fólk í framhaldsdeild þar sem það velur sér sína sérgrein og fer á samning hjá viðeigandi aðila. „Það er alltaf nóg að gera en það vantar alltaf smiði. Ég hef ekki verið mikið að vinna úti heldur hef ég verið meira í innréttingum og hönnun. Þá hef ég til dæmis verið að breyta eldhúsum, baðherbergjum og þess háttar. Þá skiptir máli að hafa góð verkfæri,“ segir Dídí sem er líka tveggja barna móðir og hefur því í nógu að snúast. „Að lokum vil ég bara hvetja stelpur til að fara í smíði og að vera ekki hræddar við að stíga það skref. Við getum þetta alveg eins og strákarnir. Það er helst að við þurfum kannski stundum smá aðstoð við að losa eitthvað sem hefur verið hert mjög fast eða lyfta einhverju þungu en þá bara fær maður hjálp og það er ekkert að því. Strákarnir þurfa þess stundum líka,“ segir Dídí glettin og bætir við: „Einhver sagði að bestu smiðirnir væru þeir sem gætu reddað sér út úr mistökunum.“ Það er því með smíðina eins og flest annað, hún lærist af reynslunni. hrefna@frettabladid.is Fleiri stelpur í fagið Berglind Jónasdóttir, húsasmiður á Akureyri. Góður tími fyrir framkvæmdir ÞEIR SEM VILJA RÁÐAST Í FRAMKVÆMDIR Á HEIMILUM SÍNUM ÆTTU AÐ FARA Í VERSLUNARLEIÐANGUR NÚNA Á MEÐAN ÚTSÖLURNAR STANDA YFIR. Útsölur standa nú yfir í byggingavöru- og heimilistækjaverslunum eins og öðrum verslunum og tilvalið að nota tímann til þess að gera góð kaup. Í verslunum Byko má til dæmis fá allt að 60 prósenta afslátt af ýmsum vörum og allt að 80 í Húsasmiðjunni. Meðal þess sem fæst á góðu verði þessa dagana er Penta plast- málning á loft og veggi sem er seld með 60 prósenta afslætti í Húsasmiðjunni og þar er einnig 25 afsláttur af öllum flísum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.