Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 16. janúar 2008 21 UMRÆÐAN Jafnréttismál Fyrir nokkru skrifaði Steinunn Stefánsdóttir leiðara um jafn- rétti þar sem fram koma tvenns konar hugmyndir um það (Fbl. 12/3 ‘07). Sú fyrri er það að fólk hafi jafn- an rétt óháð kynferði sínu. Þetta eigi við bæði er varðar landslög og aðra þjónustu. Þannig geri lögin ekki upp á milli einstaklinga eftir því hvort þeir séu karlar eða konur (Steinunn minnist að vísu ekki á að lögin horfa stundum á kynferði einstaklinga og þá hafa konur meiri réttindi en karl- ar, eins og varðandi umgengni við börn eftir skilnað). Einnig hefur fólk jafnan rétt til að mennta sig, taka þátt í stjórnmálum o.þ.h. Þetta jafnrétti, bendir Steinunn á, hefur náð fram að ganga. Síðan talar hún um raunverulegt jafnrétti („raungert“ í leiðaranum). Með því er átt við að kynin eru ekki jafn fjölmenn í ýmsum stéttum samfélagsins: Fleiri karlar á þingi og í stjórnum fyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Steinunn segir ekki nægja að hafa „hlutlausa lagatexta“ held- ur verði lög að „gera ráð fyrir að grípa verði til sértækra tímabund- inna aðgerða til að tryggja konum sambærilegan rétt og karlar hafa“. Sé grannt skoðað er með „raun- verulegu jafnrétti“ átt við jöfnuð en ekki jafnréttti. Þar sem Steinunn talar um „sambærilegan rétt“ á hún við „sambærilega stöðu“. Almennt er talað um að kynin skuli hafa jafna stöðu í efstu stigum samfélagsins, og það þrátt fyrir að slíkt geti verið á kostnað jafns réttar einstaklinga. Því að, svo dæmi sé tekið, ef karl verður að víkja úr sæti á lista stjórnmálaflokks eða úr stjórn fyrirtækis vegna þess að hann er karl, er þá réttur hans ekki minni vegna kynferðis hans (og það sama á við ef kona víkur)? Rétt er að jafnrétti ætti að leiða til jafnaðar ef enginn munur er á hópunum sem miðað er við; ef konur hegða sér eins og karlar ættu þær að verða hlutfallslega jafn margar í öllum stéttum með tíð og tíma. Ef hins vegar hóparnir hegða sér ekki á sama hátt, þá er vart hægt að ná fram jöfnuði án þess að það sé á kostnað jafnréttis. Þessi mismunandi sýn á jafnrétti – hvort æskilegt sé að sækjast eftir jafnrétti eða jöfnuði – virðist eiga grunn í því hvernig fólk horfir á samfélagið, í því hvort litið sé til einstaklinga eða hópa (í þjóðfélagsfræð- um er talað um methodolog- ical individualism og hol- ism). Femínistar blína greinilega á hópa með sínum „kynjagleraugum“. Það sama hefur oft átt við um vinstrimenn á meðan hægrimenn hafa frekar litið til einstaklinga. Auðvitað er þetta mikil einföldun (þjóðernishyggja, sem einkennist af holisma, hefur verið jafn áberandi yfir alla línuna hér á landi, svo dæmi sé tekið), en þó má sjá í dag að vinstriflokkarnir á Íslandi vilja fremur stuðla að jöfnuði kynjanna (með kynjakvótum og slíku) en Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á jafnrétti einstaklinga. Ef kynin hegða sér á sama hátt í samfélaginu þá er í raun ekkert vandamál, því þá leiðir jafnrétti til jöfnuðar. Ef svo er hins vegar ekki, þá er spurning hvort prinsippið er manni hugleiknara; er réttlætan- legt að berjast fyrir auknum jöfn- uði ef það er á kostnað jafnréttis? Höfundur er doktor í stjórnmála- fræði. „Raunverulegt jafnrétti“ á kostnað jafnréttis SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. JÓHANN M. HAUKSSON UMRÆÐAN Fiskveiði Á fjórðu síðu Fréttablaðs- ins 14.1. segir í fyrirsögn: „Álit mannréttinda- nefndar oft hundsuð.“ Fjall- að er um niður- stöðu mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóð- anna þess efnis, að brotið hafi verið á mannréttind- um tveggja sjómanna fyrir fáein- um árum, eins og öllum er kunn- ugt um, enda hafa fréttir verið í öllum fjölmiðlum. Vitnað er í Helga Áss Grétars- son, sem er sagður sérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands. Í fréttagreininni eru dregin fram ýmis atriði, sem eru til þess fallin að reyna að rýra gildi niðurstöðu mannréttindanefndarinnar. Einnig eru taldar upp þær þjóðir, sem eiga fulltrúa í nefndinni og stóðu að niðurstöðunni. Augljós- lega er þar enn og aftur reynt að rýra gildið með því að benda á, að þjóðirnar séu í Asíu, Suður- Ameríku og Afríku. En þess er ekki getið, að sjálfur „sérfræð- ingur“ Háskóla Íslands er í tímabundinni stöðu við skólann og laun hans greidd af LÍÚ! Hvar skyldi það tíðkast í útlöndum, að háskólakennari í lögum, sem eru beint varðandi viðkvæm og stór mál á landsvísu, sé svo kostaður af öðrum málsaðila í deilu sem þeirri, sem er um kvótakerfið? Hérmeð er dregið í efa, að það eigi sér stað á upptöldum landsvæðum að framan, en það gerist á Íslandi. Hvaða lærdóm má draga af því? Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir virðingu Háskóla Íslands og Fréttablaðið? Segist ekki Háskóli Íslands stefna að því að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi? Höfundur er efnaverkfræðingur. Yfirgang á undan réttlæti JÓNAS BJARNASON • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 3 99 70 1 1/ 07 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Er þetta ekki orðið ágætt? Skiptu yfir í boðgreiðslur Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.