Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 32
24 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Blómakofinn Ég þarf eitthvað sem segir: „Elskan, þú hafðir rétt fyrir þér, við hefðum átt að fá rafvirkja.“ Flott íbúðin ykkar! Já, finnst þér ekki? Ég vona að það trufli þig ekki í framtíðinni að ég búi hérna með Þurý-Lailu! Nei, ertu bilaður? Að tveir vinir skipti húsaleigunni til að geta búið á góðum stað í miðbæn- um er bara frábært! En út ferðu! Þá er þetta víst komið. Ég fyllti út umsóknina í þremur eintökum, hérna er ferilsskráin mín, meðmæl- endur og persónulýsing... ...grein um sögu og fræði kaffiristunarinnar, og ein um lífssýn mína og sannfæringar og hvernig þær tengjast fyrirtækinu. Ö... kaffi er ekki trúarbrögð. Kannski ekki fyrir þig. Ég borða bara innflutt fuglafræ og vil bara vatn úr flösku í fuglabaðið mitt, takk. Úff – sólin skín í augun á mér! Getum við fært hana? Ég verð að hafa fullkomna þögn áður en ég syng eina nótu, takk. Hrmmf. Prímadonnufugl. Birna, mér finnst það mjög, e... sniðugt, að þið hafið nefnt báða strákana Vilhjálm, en á það ekki eftir að rugla fólk í ríminu? Nei, við notum bara milli- nöfnin þeirra. Óóóó... af hverju sagðirðu það ekki strax? Það hljómar mun betur! Hvað heita þeir að millinafni? Þetta er Elfar, og þetta er Elvar. Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég pistla í blað sem var vel lesið af ungum stúlk- um. Þó að ég væri sjálf ung stúlka á þeim tíma gerði ég mitt besta til að leið- beina kynsystrum mínum í gegnum gryfjurnar sem á vegi okkar verða í blessuðu lífinu. Þó að ég geti kannski ekki titlað mig lífsgúrú án þess að gerast sek um dálitla hagræðingu sannleikans er ég ekki verr fallin til þess en aðrir til að deila með mér af þeirri óend- anlegu visku sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina. Ég hafði svo sem ekki hugsað mér að gerast sjálfskipaður uppalandi unglingsstúlkna á nýjan leik, en get ekki orða bundist. Á síðustu vikum hef ég ítrekað slys- ast inn í samræður sem valda því að ég fæ gæsahúð á augasteinana af skelfingu og sorg. Í mátunar- klefum í öllum fataverslunum landsins heyrast umræddar ungl- ingsstúlkur rakka sjálfar sig niður í því sem virðist vera keppni í minnimáttarkennd. Oj, hvað ég er feit, vá, hvað ég er ljót í dag, og sérðu hvað maginn/lærin/hakan/ olnbogarnir á mér eru feitir í þessu eru allt frasar sem hafa náð eyrum mínum upp á síðkastið. Ég þoli það ekki. Þessir frasar hafa nefnilega verið síendurteknir gestir í mínum eyrum frá barnsaldri. Ég er sann- færð um að strákar eiga sér líka sína niðurrökkunarfrasa, en mig grunar að þeir séu eitthvað frábrugðnir þessum. Það sem ég vil segja er bara: elsku stelpur mínar, er ekki komið nóg af þessu? Heimurinn verður ekkert betri af því að ykkur finnist þið ekki nógu góðar, en ég get hins vegar alveg ábyrgst það að lífið verður mun leiðinlegra. Í guðanna bænum, hættið bara að hugsa um lærin á ykkur, kaupið buxurnar og gerið eitthvað skemmtilegt í þeim. Ef ykkur líður vel og þið eruð ánægðar tekur eng- inn eftir læra- eða olnbogastærð. Ég lofa. Mömmur ykkar hafa rétt fyrir sér – þið eruð fínar eins og þið eruð. Gúrúinn hefur talað. STUÐ MILLI STRÍÐA Sorglegar samræður SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR GERIST SJÁLFSKIPAÐUR UPPALANDI UNGLINGSSTÚLKNA Gagnrýnendur eru á einu máli: "sýning sem gleður, hræðir, skelfir og hrífur... heilsteypt flott listaverk." E.B. Fréttablaðið "fátt sem geislar jafnmikilli ástríðu á sviði núna" M.R. Morgunblaðið "verkið er unnið af heiðarleika, alúð og auðmýkt... Til hamingju!" Þ.E.S. Víðsjá. RÚV "unnendur góðrar leiklistar láti þessa sýningu ekki fram hjá sér fara" E.B. Fréttablaðið Sýnt í Silfurtunglinu, Austurbæ. Næstu sýningar: lau 19/1 kl. 20, uppselt. lau 19/1 kl. 22, fös 25/1 kl. 20, uppselt. fös 25/1 kl. 22, aukasýning. lau 26/1 kl. 20 Höfundur: Sam Shepard Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson Tónlistarstjóri: KK Ljósahönnuður: Jón Þorgeir Kristjánsson Búningahönnuður: Rannveig Eva Karlsdóttir Hljóðhönnuður: Sindri Þórarinsson Leikmyndahönnun: Mekkín Ragnarsdóttir Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karítas, KK og Magnús Guðmundsson. Tryggðu þér miða núna! Miðasala á midi.is og í síma 551 4700

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.