Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 36
GEFÐU PENINGUNUM ÞÍNUM STÖÐUHÆKKUN ALLT AÐ 14,5%* VEXTIR * Ársvextir skv. vaxtatöflu 11.01.08: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu. Grunnþrep 0–250 þús. = 9,75% 1. þrep 250–1.000 þús. = 12,35% 2. þrep 1–5 millj. = 13,00% 3. þrep 5–20 millj. = 13,50% 4. þrep 20–75 millj. = 14,00% 5. þrep 75 millj.+ = 14,50% 28 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Leikkonunni Halle Berry finnst æðislegt að vera ófrísk og segir það yndislega tilfinningu sem mætti alveg vara að eilífu. Berry á von á barni í mars með kærasta sínum Gabriel Aubry. „Húðin mín glóir vegna allra hormónanna. Mig langar að vera ófrísk út í hið óendanlega,“ sagði Berry. „Núna líður mér svo vel og hef svo mikla orku að mér finnst eins ég hafi þegar framkvæmt tólf hluti í dag. Ég get haldið endalaust áfram.“ Berry, sem er 41 árs, segist ekki vita hvers kyns barnið er en hefur það samt á tilfinningunni að það sé stelpa. Yndislegt að vera ófrísk HALLE BERRY Leik- konan Halle Berry segist það yndis- lega tilfinningu að vera ófrísk. Leikarinn Johnny Depp hefur gefið eina milljón punda, eða um 126 milljónir króna, til Great Ormond Street-sjúkrahússins í London. Með gjöfinni vildi Depp þakka sjúkrahús- inu fyrir að hafa hafa bjargað lífi dóttur sinnar, Lily-Rose, sem var lögð þar inn á síðasta ári með nýrnabilun. „Þetta var það hræðilegasta sem ég hef gengið í gegnum. Þetta var algjört helvíti,“ sagði Depp um sjúkrahúsdvöl Lily-Rose. „Hið frábæra er að hún náði sér aftur á strik. Great Ormond Street stóð sig stórkostlega, sannarlega gott sjúkrahús.“ Depp hefur einnig boðið fimm læknum og hjúkrunarkonum að mæta á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Sweeney Todd. Í blaðinu The Daily Mail kemur einnig fram að Depp hafi mætt á barna- deild sjúkrahússins í gervi sjóræn- ingjans Jack Sparrow við mikinn fögnuð viðstaddra. Milljónir til spítala JOHNNY DEPP Leikarinn gaf eina milljón punda til Great Ormond Street-sjúkrahússins. > AFMÆLISKATE Ofurfyrirsætan Kate Moss er 34 ára gömul í dag. Hún fagnar afmæli sínu ekki alveg eins og meðaljóninn, því fyrirsætan hefur skipu- lagt hverja afmælisveisluna á fætur annarri þar til að hátíðahöldum lýkur næst- komandi sunnudag. folk@frettabladid.is Aðalfréttaþulur BBC World sjónvarps- stöðvarinnar, Nik Gowing, er væntanlegur hingað til lands í vikunni. Hann mun halda fyrirlestur um fréttir, orðspor og fjölmiðlun á tímum breytinga á laugardag, en Gowing er nú eftirsóttur fyrirlesari. Gowing hefur verið aðalfréttaþulur BBC World frá árinu 1996. Hann stýrir fréttaskýringaþættinum World News Today with Nik Gowing, og stýrir einnig reglulega umræðum í Dateline London, öðrum umræðuþáttum BBC World, og árlegum þætti að nafni Nobel Minds, þar sem nóbelsverðlaunahafar ræða málin. Gowing hefur verið í útsendingu þegar mörg stærstu fréttamál síðari ára hafa komið upp. Hann var í loftinu þegar tsunami-flóðbylgjan setti mark sitt á jóla- dag árið 2004, og í sex klukkutíma sam- fleytt þegar flogið var á tvíburaturnanna í New York 11. september 2001. Hann flutti einnig um hálfum milljarði manna fregn- irnar af láti Díönu prinsessu árið 1997. Fyrirlesturinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á laugardag klukkan 13. Hann er í boði Skóla 365 og breska sendiráðsins á Íslandi. BBC-þulur til landsins Eva Longoria beindi orðum sínum til Jessicu Simpson á dögunum, þegar hún sagði það síður en svo auðvelt að eiga í sambandi við íþrótta- stjörnu. Longoria giftist körfuboltamanninum Tony Parker á síðasta ári, en Simpson er nú að hitta ruðningsstjörnuna Tony Romo. Söngkonan fékk sinn skerf af reiðum aðdáendum, eftir að hún sat í áhorfendastúkunni á einum versta leik Romo frá upphafi. Aðdáendur liðsins létu Simp- son heyra það, og sögðu hana eiga sök á einbeitingarleysi Romo. Longoria segist hafa verið í sömu sporum þegar samband hennar og Parker var að fara af stað. „Ef hann átti slæman leik var það mér að kenna, ef hann slasaðist var það mér að kenna, ef hann átti góðan leik var það ekki mér að þakka,“ útskýrir Desperate Housewives- leikkonan. „Maður þarf að sætta sig við þetta í einhvern tíma, en þegar fólk jafnar sig venst það manni,“ segir hún. Longoria biður íþróttabullur líka að vera raunsærri hvað varðar betri helminga leik- manna. „Trúið mér. Þeir eru ekki að hugsa um okkur þegar þeir eru að spila, sérstaklega ekki Tony Romo sem horfir upp á tíu línumenn hlaupa að sér. Haldið þið virkilega að hann sé að hugsa um Jessicu?“ Longoria ráðleggur Jessicu Í SÖMU SPORUM Longoria segist hafa upplifað svipaða reiði íþróttaaðdáenda í sinn garð þegar samband hennar og Tony Parker var að hefjast. „Það skiptir þá miklu máli að það leki ekkert út um þessa mynd,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, en á fimmtu- dag forsýnir verslunin hasarmyndina Cloverfield í Laugarásbíói degi á undan bandarískum kvikmyndahúsum. Allir kvikmyndagestir verða skikkað- ir til að skilja símana sína eftir úti í bíl og einnig mega þeir búast við leit í töskum og jafnvel léttri líkamsleit. „Ég er mjög sáttur,“ segir Gísli, sem er búinn að sjá myndina. „Þetta er mjög frumleg útgáfa af þessari tegund mynda. En það er best að segja sem minnst.“ Cloverfield, sem hefur verið sveipuð mikilli dulúð undanfarna mánuði, verður ekki frumsýnd hérlendis fyrr en átta dögum á eftir Nexus-sýningunni, sem er jafnframt sú fyrsta á árinu. Sýningar á vegum Nexus hafa verið þrjár til fjórar á ári og hafa þær yfirleitt gengið vel að sögn Gísla. „Þetta eru nokkurs konar galasýningar á undan frumsýningum. Hjá okkur er ekkert hlé og enginn texti. Við reynum að hafa þetta eins flott og hægt er. Yfirleitt eru líka betri áhorfendur hjá okkur sem kunna að hegða sér í bíó. Bíóhegðun hefur tekið miklum aftur- förum síðasta áratuginn. Mönnum finnst allt í lagi að kjafta saman og tala í gemsana sína. Okkur finnst mjög gott að losna við farsímana því þeir lýsa líka svo mikið í myrkrinu þegar menn eru að kíkja á SMS-in. Þetta er eins og einhver sé að kveikja á fljóðljósum,“ segir hann. Miðaverð á sýninguna á fimmtudag er 1.500 krónur og eru miðar fáanlegir í Nexus. - fb Gemsum úthýst á bíósýningu GÍSLI EINARSSON Eiganda Nexus finnst fólk hegða sér verr í bíó en áður. Mike Pollock syngur enskan texta Megasar á nýrri plötu. Hann telur þetta vera fyrsta lagið sem kemur út með Megasi á ensku. „Ég var að glíma við að þýða texta eftir Megas og allt í einu kemur hann með bunka af enskum textum fyrir mig sem hann var búinn að vera að semja,“ segir Mike Pollock, sem syngur lagið Mary við texta Megasar á sinni nýjustu plötu. „Hann sagði við mig: „Spáðu í þetta“ og þegar ég sá Mary hugsaði ég að þetta væri „brilliant“ og lagið kom um leið. Ég held að þetta sé fyrsta lagið sem kemur út með Megasi á ensku.“ Platan heitir Porch Songs og er væntanleg á næstu mánuðum. Mike til halds og trausts á henni er félagi hans Siggi Sig. Eitt af þremur tökulögum á plötunni er Voodoo Child (Slight Return) eftir Jimi Hendrix og er þetta í fyrsta sinn sem Mike leggur í að taka upp Hendrix-lag. „Ég vildi undirstrika að hann var 21. aldar blúsmaður. Það eru fleiri hundruð gítarleikarar búnir að rúnka sér yfir þessu lagi en ég hugsaði hvernig það væri gert án rafmagns. Ég er mjög stoltur og ánægður með hvernig það kom út.“ Vinnan við plötuna stóð yfir í þrjú ár og sá sem annaðist lokafráganginn var James Walck, sem var nemandi hjá gítargoðsögninni Les Paul. Mike er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem hann ætlar að heimsækja bróður sinn Danny og saman ætla þeir að spila á tvennum tónleikum með blúshetjunni Honeyboy, sem spilaði hérlendis fyrir tveimur árum. Einnig eru þeir bræður að undirbúa nýja plötu sem kemur út síðar á árinu. Tóndæmi af plötu Mike og Sigga má heyra á slóðinni http://www. insomniacathon.org/NYE07. html. freyr@frettabladid.is Syngur Megas á ensku MIKE OG SIGGI Félagarnir Mike Pollock og Siggi Sig. hafa lokið við plötuna Porch Songs. MEGAS Mike notar enskan texta Megasar á sinni nýj- ustu plötu. NIK GOWING Gowing hefur langa reynslu sem fréttaþulur, en hann færði til dæmis um hálfum millj- arði manna fregnirnar af láti Díönu prinsessu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.