Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 37
LÁTTU PENINGANA ÞÍNA VINNA! Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða í Þjónustuveri í síma 440 4000 STIGHÆKKANDI VEXTIR ÖRUGG OG GÓÐ ÁVÖXTUN HELSTU KOSTIR VAXTAÞREPS VEXTIR GREIDDIR MÁNAÐARLEGA MIÐVIKUDAGUR 16. janúar 2008 29 Björk Guðmundsdóttir hefur verið tilnefnd til Brit-tónlistarverðlaun- anna sem verða afhent í London 20. febrúar. Hún er tilnefnd sem besta erlenda tónlistarkonan, rétt eins og Alicia Keys, Kylie Minogue, Rihanna og Feist. Þetta er í áttunda sinn sem Björk er tilnefnd til Brit-verð- launa og hefur hún fjórum sinnum borið sigur úr býtum. Þar af hefur hún þrisvar sinnum verið kjörin besta erlenda tónlistarkonan, síðast árið 1998. Mika, Leona Lewis og hljóm- sveitin Take That hlutu flestar til- nefningar í ár eða fjórar talsins. Arctic Monkeys, Kaiser Chiefs, Kate Nash og Mark Ronson hlutu þrjár hver. Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney fær heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir framlag sitt til tón- listarheimsins. Áttunda tilnefningin BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk hefur verið tilnefnd til Brit-verðlaunanna í flokknum besta erlenda tónlistarkonan. Emir Kusturica vann Gullpálm- ann í Cannes í annað sinn árið 1995 fyrir hina eftirminnilegu mynd Underground, sem fjallaði um Júgóslavíu í seinni heims- styrjöld og fram að stríðunum í upphafi tíunda áratugarsins. Absúrd húmor hans átti þar vel við, enda fáar mannlegar athafn- ir jafn absúrdar og það að fara í stríð. En af einhverjum ástæðum tekst gamansemi hans verr upp þegar átt er við hluti eins og man- sal, vændi og glæpahringi, þó að þeir séu varla verri en stríð. Myndin byrjar á sveitabæ og svipar húmornum til þöglu mynd- anna, án þess að ná sömu hæðum. Ungur strákur fer síðan í bæinn til að selja kú og verða sér úti um eiginkonu. Hér lendir hann í slag- togi við góða snoðinkolla, slæst við vonda glæpamenn og reynir að bjarga ungri stúlku frá því að vera seld í vændi. Allt gerist þetta á ærslafullan og það sem á líklega að vera gamansaman hátt. Öllu er teflt fram, naut og menn eru geld, hænu er nauðgað, það er pissað upp í loft, menn dansa og drepa hver annan á víxl. Vandamálið er bara að ekkert af þessu er neitt sérstaklega fyndið. Slappstikk-tóninn er strax sleginn en verður eftir það fljótlega þreytandi. Kusturica er hér að gera hluti sem hann hefur gert margoft áður og yfirleitt betur, svo sem í Svartur köttur/hvítur köttur. Kusturica hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að vera harður serbneskur þjóðernissinni, og það má líklega finna dæmi um það hér, glæpamennirnir eru alþjóðasinnar sem tala mikið um útlönd en hinir góðu eru ýmist afskekktir bændur eða vel vopn- aðir snoðinkollar. Þó að Kusturica sé mikill Íslandsvinur, og líklega álíka illa séð að gagnrýna slíka og að gagnrýna íslenska leikstjóra, verður að segjast eins og er að Lofaðu mér er afar slöpp mynd. Valur Gunnarsson Brotin loforð KVIKMYNDIR Lofaðu mér (Zavet) Leikstjóri: Emir Kusturica. Aðalhlutverk: Marija Petroni- jevic, Uros Milovanovic, Ljiljana Blagojevic. Sýnd á Franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói. ★ Lofaðu mér er í anda fyrri mynda Kusturica en nær engan veginn sömu hæðum og þær. Bubbi Morthens hefur í mörg horn að líta þessa dag- ana. Hann er á leið í stúdíó að taka upp nýja plötu, hann er spenntur vegna nýs sjón- varpsþáttar, þar sem hann er í aðalhlutverki, og hann hefur þegar hafið skriftir næstu veiðibókar sinnar. „Já, nú er ég að fara að gera þessa plötu með Pétri Ben. Hann er mjög áhugaverður músíkant og klár. Það sem hann hefur verið að gera, bæði sóló sem og með öðrum er flott,“ segir Bubbi Morthens. Bubbi er á leið í stúdíó, nánar tiltekið 18. janúar, með hljóm- sveit sína Stríð og frið en Pétur Ben mun „pródúsera“ plötuna. Langt er um liðið frá því Bubbi sendi frá sér plötu með nýju frumsömdu efni. „Bíddu nú við. Plata með frum- sömdu efni? Ég er fljótur að slá því upp. Við erum að gera nýja síðu um karlinn. Gríðarlega vönd- uð síða. bubbi.is sem verður miklu ítarlegri en sú gamla,“ segir Bárður Örn Bárðarson, einn helsti Bubba-sérfræðingur lands- ins. „Sólóplötur... Þetta eru 50 plöt- ur alls... Já, það hefur ekki komið út plata með Bubba með frum- sömdu efni síðan árið 2005. Ást í sex skrefa fjarlægð.“ Bárður og félagar í aðdáenda- klúbbi Bubba bíða að vonum spenntir, sem og aðrir tónlistar- áhugamenn, eftir því að þeirra maður mæti til leiks með ný lög. Bárður bendir reyndar á að Bubbi hafi á Þorláksmessutónleikum flutt talsvert af nýju efni sem væntanlega verði að finna á plöt- unni. „Jájá, ég á yfirdrifið nóg af efni. Það verður rokk þarna. Pétur Ben pródúserar og ég ætla rétt að vona að hann spili einnig á plötunni,“ segir Bubbi. Samhliða því sem Bubbi er að taka saman ný lög og texta fyrir nýju plötuna sem ráðgert er að komi út í sumar er hann á fullu við að vinna sjónvarpsþáttinn „Bandið hans Bubba“ en sýning- ar hefjast á Stöð 2 um næstu mán- aðamót. „Já, jeminn eini. Það eru rosa- lega flottir söngvarar þarna. Við vorum í niðurskurði um síðustu helgi og það var beinlínis blóðugt að láta suma fara. Þetta er sterkur hópur. Svakalega – vægt til orða tekið. Mér finnst þetta æðislegt,“ segir Bubbi. Og upplýsir jafn- framt að í öllum þessum látum hafi hann hafist handa við skrift- ir – er að setja saman nýja veiði- bók en bók hans „Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð“ kom út fyrir síðustu jól. jakob@frettabladid.is Ný Bubbalög loks á plötu BUBBI ÖNNUM KAFINN Þann 18. þessa mánaðar arkar hann í stúdíó uppi í Breið- holti ásamt Pétri Ben. Og á yfirið nóg af nýju efni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÁRÐUR ÖRN Aðdáendaklúbbur Bubba leggur nú nótt við nýtan dag við glæsi- legan Bubbavef sem verður opnaður á næstunni. Þar verður að finna allar helstu upplýsingar um hinn dáða tón- listarmann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sienna Miller og Transformers- leikarinn Shia LaBeouf eru meðal þeirra leikara sem eru tilnefndir til Orange Rising Star verðlauna BAFTA, en þau falla, eins og nafn- ið gefur til kynna, í skaut upp- rennandi leikara sem þykir hafa borið af á liðnu ári. Verðlaunin verða afhent 10. febrúar næst- komandi. Fyrir utan þessar Hollywood- stjörnur eru leikararnir Ellen Page, Sam Riley og Tang Wei einnig tilnefndir til verðlaunanna. Leikkonan Eva Green, sem hlaut verðlaunin á síðasta ári, tilkynnti um tilnefningarnar í síðustu viku, og sagði við það tækifæri að allir leikararnir fimm ættu skilið að vinna. „Ég er viss um að við munum sjá mun meira af þeim á árinu 2008,“ sagði Bond-stúlkan. Ellen Page er kanadísk leikkona sem sem leikur ólétta unglings- stúlku í kvikmyndinni Juno. Sam Riley vakti mikla athygli sem Ian Curtis, söngvari sveitarinnar Joy Division, í myndinni Control. Hin kínverska Tang Wai sló hins vegar í gegn í mynd Ang Lee, Lust, Caution, sem hlaut gyllta ljónið á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum á síðasta ári. Dómnefnd á vegum BAFTA, bresku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar, tilnefnir leikara til verðlaunanna, en það er almenning- ur sem sker úr um hverjum þau hlotnast með því að greiða atkvæði í gegnum síma eða internetið. Stjarna Siennu fer rísandi TILNEFND Sienna Miller er á meðal fimm upprennandi leikara sem þykja hafa borið af á liðnu ári og eru tilnefndir til Rising Star-verðlauna BAFTA. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer þetta árið fram dagana 15. til 19. október. Hátíðin hefur frá upphafi farið fram þriðju helgina í október og er árið í ár engin undantekning. Athygli vekur að tónlistar- hátíðin CMJ í New York, sem var haldin á sama tíma og Airwaves í fyrra, hefur fært sig aftur yfir á sinn gamla tíma. Bandarískir blaðamenn og starfsmenn tónlistariðnaðarins fagna eflaust þeim fregnum því þá þurfa þeir ekki að velja á milli hátíðanna tveggja. Þegar hafa rúmlega tvö hundruð erlendir flytjendur sótt um að spila á Airwaves í ár. Sem fyrr er það Hr. Örlygur sem sér um framkvæmd Airwaves. Airwaves á sínum stað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.